Morgunblaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1967, Blaðsíða 28
28 MORÖUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 1067. EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON sem engill gengi við hlið hans og umvafði hann dýrð sinni. Miro K'ama skyldi vel hugar- ástand hans, og brosti stundum 1 laumi, þegar Ómar var utan við sig og svaraði tali hans út 1 hött. „Þú átt eftir að sjá og reyna margt, sem mun koma þér á óvart,“ mælti hann hógvær- lega og lagði hönd á öxl vínar síns. III. Þegar málum var skipað á hnettinum Ómanan hélt stjörnu- skipið innar í sólkerfið, en þar voru þrír hnettir er rannsaka þurfti. Reyndust þeir allir mjög heitir, vaxnir burknaskógum, og var dýralíf á frumstigi, en vit- verur engar. Var þá aftur haldið út í geim- inn. Sagði Miro Kama að nú yrði farþegunum gefinn kostur á að skoða jarðstjörnur, er byggðar væru lífverum sem ekki höfðu þróast í súrefnislofts lagi. Skipið var alllengi í geimþyt, og notaði ómar Holt tímann til þess að skoða sig um í því. En það var ekkert áhlaupaverk, því að þetta var í rauninni stærðar- borg, með miklum fjölda íbúa. Þar voru margskonar skólar. og í þeim kennd hin furðulegustu fræði, en einkum þó allt sem við kom lífi og sögu sólnahverfisins. Fór kennslan aðallega fram með kvikmyndasýningum. en einnig var miklu efni þrýst inn á heila nemendanna í dásvefni. Sérstak ur skóli var fyrir farþegana, er voru um tvö hundruð að töiu. Var margur kvistur kynlegur þeirra á meðal, og hafði Ómar hið mesta yndi af að kynnast þeim. Hann átti nokknum sinn- um tal við manninn frá Satúm- usi, er hét Kallíe. Var sá hvít- ur á hörund, en dökkhærður, hár vexti og hinn gjörfilegasti, mildur í fasi og mjög geðfelld- ur. Sagði hann Ómari svo frá, að bróðir hans hefði dvalizt um tíma á Jörðinni, og haft sam- band við allmarga menn í Suð- ur-Ameríku. í farþegahópnum voru menn af ýmsum litum og stærðum allt frá metersháum Hratörum, til risavaxinna Dúmímanna, en al'lir voru þeir í mannsmynd, þótt sumir hefðu sex fingur, en aðrir fjóra, og andlit nokkurra væri talsvert frábreytt því, er Ómar hafði vanizt. Danó, foringi árásarsveitar- innar, varð góður kunningi hans, og Ómar rak í rogastans er þessi maður, sem átti heim- kynni sín á jarðstjörnunni Lai. þrjúhundruð ljósár frá Jörð, fór að tala við hann á ágætri ís- lenzku. „Einn af mínum beztu vinum er einmitt frá landinu þínu,“ sagði Danó. „Hann á heima á hnetti mínum og er giftur eins og þið nefnið það. stúlku af mínum kynþætti. Hanr er í miklu afhaldi hjá okkur, og" hefur fengið leyfi tii að dveljast þar ævilangt." Það kom í ljós að maður þassi, sem hét Ingi Vídalín, hafði ver- ið kennari Ómars í gagnfræða- skóla á íslandi, og þótti honum þetta því mikil tíðindi. COSPER ©PIB COPIMNMiH — Hann var seinn til máls, en nú finnst mér spurningin: Hve- nær lærir hann að þegja? Þegar skipið var tekið úr geim þyt, var það að nálgast mikla, silfurhvíta sól. Míró Kama var þá staddur hjá Ómari, og sagði hann honum að allar jarðstjörn- ur þessa sól'kerfis væru umiukt- ar gufuhvolfi, er í stað súrefn- is hefði efni það er á ensku væri nefnt dhlorine. „Við getum ekki lifað í því andrúmlofti, og verðum því að taka með okkur súrefnisgeyma og klæðast sér- stökum búningum, ef við lend- um á hnöttunum. En þarna er víða háþróað fólk, góðar og göf- ugar manneskjur, í likri mynd og við, enda eru þær meðlimir Hnattsambandsins og hafa látið þar m- ■"'tt af sér leiða.“ S staðar skammt frá j .j einni, er blikaði í hvítu ljósi silfursólarinnar og var fögur álitum. Var nú far- þegunum fenginn allur nauðsyn legur útbúnaður, til þess að lenda á tinettinum, og var hanr, dálítið mglamalegur. Fötin voru ai=„ jiiega loftheld, sterkir plasthjálmar um höfuð, og stór súrefnisgeymir spenntur á herð- ar. Var farið í fjölda diska niður í gufuhvolfið, allt að fimm þús- und fetum frá yfirborðinu, og síðan svifið hægt yfir lönd og höf. Geimfararnir lokuðu nú hjálm um sínum og stigu út. Varð þeim fyrst fyrir að litast um í lysti- garðinum ,en gróður var þar all- ur talsvert frábrugðinn því er gerðist á súrefnishnöttum. Trén voru hávaxin, með hvítum stofn- um, en lauf þeirra ljósblátt, báru þau blóm og ávexti samtímis, og var hvorttveggja með Ijós- um fjóluroða. Grasið var einnig blárjótt, og bar mikið á punti, sem var alsettur litlum, bláhvít- um blómum, er virtust þakin hélu, og glitruðu í fannhv.íu sólskininu. Á tröppum hússins stóð fyrir mannlegur, hvítklæddur maður, og tvær konur í ljósum skykkj- um. Gen.gu geimfararnir til móts við hann, en hann steig niður tröppurnar, ásamit konunum, og staðnæmdist á neðsta þrepinu. Bar hann hægri hönd að enni sér og hneigði sig Mtið eiit í kveðjuskyni. „Þetta er sjálfur konungur- inn,“ hvíslaði Míró Kama að ómari — en hjálmarnir voru þannig gerðir að jafnvel hið minnsta hljóð heyrðist í gegnum þá. „Reyndar er hann hér nefnd ur æðsti þjónn og ber það nafn með réttu. Hann ríkir yfir aliri plánetunni, því ihér er aðeins ein þjóð, og er orðinn um það bil þúsund ára gamall, en fólk þeta nær mjög háum aldri. Eigin- kona hans stendur honum við hægri hlið, en dóttirin til vinstri. Hún er einnig mörg hundruð ára gömul, þótt hún líti ekki út fyrir það.“ Ómar Holt starði á hina kor,- unglegu fjölskyldu og undraðist mjög það er hann hafði heyrt um aldur Ihennar. Þessar mann- eskjur voru allar unglegar og myndi hann hafa giskað á að konungurinn væri í mesta lagi fertugur. En göfugmannlegur var hann ásýndum, góðleiki og alvara í yfirbragði hans, og framkoman hógværleg. Silfur- hvítt hár féll í lokkum á herðar honum, ennið var hátt, augun stór, ljósblá og fögur, nefið beint og noótkuð mikið, hakan sterk- leg, en munnur frekar lítill og var irnar þunnar. Ekki óx honum skegg, né heldur þegnum hans. Hörundið var fölhvítt, en mað- urinn þó hraustlegur, og sem heiðríkja yfirsvip hans. Drottn- HREIIMAR léreftstuskur (stórar) kaupir prentsmiðjan Sumarpeysur Vorum að taka upp mjög fallegar og ódýrar JAPANSKAR SUMARPEYSUR í mörgum litum — 2 gerðir. Verð frá 275 (•M.llll.M.lM, •HilllllllUlllll MMIMIIillliin •....>11111.l|(t, Miklatorgi — Lækjargötu 4. Sænskír pinnastdlar Eigum fjölbreytt úrval af sænskum pinnastólum í eldhús, stofur, einstaklingsherbergi og barnaherbergi. Lítið inn, f>egar þér eigið leið um Laugaveginn. ^HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIG6EIRSSQNAR HF. LAU6AVEG115, SÍM115879^/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.