Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1967. 11 „Mömmuboff" í Húsmæðraskóla Reykjavikur sL vetur. Húsmæðraskóla Reykjavíkur slitið HÚSMÆÐRASKÓLA Reykjavík ur var slitið 7. júní sl., og þar með lauk 26. starfsári skólans. í>ar stunduðu nám í vetur 190 námsmeyjar. Handavinnusýning nemenda var haldin í skólanum dagana 3. og 4. júní, og sóttu hana að vanda mikill fjöldi gesta. Hæstu einkunnir við skólann hlutu að þessu sinni tvær stúlk- ur úr Árnessýslu, þær Guðlaug Steinunn Hermannsdóttir frá Galtalæk í Biskupstungum, 9,56, nemandi í heimavist, og Guð- björg Þórunn Gestsdóttir frá Forsæti í Villinga'holtshreppi, 9,41, en hún var nemandi í dag- skólanum. Báðar hlutu þær hús- stjórnarverðlaun skólans ásamt Agnesi Svavarsdóttur frá Blöndu ósi. Fyrstu handvinnuverðlaun hlaut Hildur Baldursdóttir, Húsa vík og önnur verðlaun Ágústína Guðrún Jónsdóttir, Dalvík. Vefn aðarverðlaun hlaut Þóra Þor- varðardóttir frá Húsavík. Verð- laun fyrir góða ástundun fékk Jenný Guðjónsdóttir frá Hrís- holti, Hnappadalssýslu. Loks hlaut háttprýðisverðlaun skól- ans Hrafnhildur Eysteinsdóttir frá Stóru-Mörk, Rangárvalla- sýslu. Við skólaslit voru margir gest ir mættir, m.a. fjórir afmælis- árgangar, sem fluttu skólanum kveðjur og færðu honum veg- legar gjafir. Fimm ára nemend- ur gáfu vandaða sýningarvél, en aðrir peninga í Minningarsjóð Ragnhildar Pétursdóttur, en tekjum sjóðsins er árlega vaorið til listaverkakaupa. Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri, mælti nokkur orð til nemenda, en af þeirra hálfu talaði Fríður Egg- ertsdóttir, og afhenti skólaniun að gjöf listaverk eftir Ásmund Sveinsson. Að svo búnu þakkaði skóla- stjórinn, Katrín Helgadóttir, góð ar gjafir og árnaðaróskir, kvaddi nemendur og sagði skóla slitið. Tónabíó. Kiss Me Stupid. ísl. texti. FRÆGUR bandarískur leik- stjóri ber nafnið Billy Wilder. Hann hefur stjómað myndum á við Irma la Douce og lykill- inn undir mottunni. En fyrr- í ferðolugið Apaskinnsjakkar stuttir og Vi síðir. Unglinga og kvenstærðir. Laugavegi 31 — Simi 12815. „HORNAUGAÐ" kvikmyndacacnrýni UNGA FÓLKSINS ÞórSur Gunnarsson greint, afsakar á engan hátt al- gjörlega misheppnað handverk hans á Kiss Me Stupid. Billy Wilder nær hvergi tökum á efn- inu. Dean Martin er gjörsnydd- ur tvennu. Söngrödd og leik- hæfileikum. Frægð sín á hann fyrst og fremst að þakka, með- fæddu kæruleysi og áunnum drykkjuskap. Ray Walston var víst prentari áður en hann sneri sér að leiklist. Hann hefur tví- mælalaust lent á rangri hillu í síðara skiptið. Kim Novak er ekki umtalsverð því Felica Ferr er eini leikarinn í myndinni Kysstu mig kjáni er leiðinleg kvikmynd, langdregin og lítt fyndin. Leikur er ömurlegur en þýðing lélegs texta sæmileg. Vér mælum alls ekki með myndinni. Eitt er það atriði sem nokkr- ir kvikmyndahússtjórar ættu að íhuga ögn betur. Það er víta- vert og ákaflega villandi að aug lýsa sömu myndina mörgum sinnum í alira síðasta sinn. Hér er á ferðinni auglýsingabragð, eingöngu sniðið til að laða að bíógesti á fölskum forsemdumu Vér mótmælum. Gamla bíó. I Thank a Fool. fsi. texti. Það var eitt sinn fögur kona, sem auk kynþokka, hafði til að bera gráður í læknisfræði. Þess- kvenlæknir fremur líknarmorð á elskhuga sínum og hlýtur dóm etfir glæsta frammistöðu sækj- andans í málinu. Hinn opinberi sækjandi, er myndarlegur ung- ur maður og kvæntur aðlaðandi en geðveikri írskri stúlku. Þetta er upphaf ákaflega skemmtilegr ar, spennandi og vel leikinnar kvikmyndar. Susan Hayward nær fullkomnum tökum á hlut- verki sínu og sama er að segja um Peter Finch. Þegar litið er á myndina sem heild er óhætt að segja að hún sé prýðilega unnin, ekkert listaverk en samt sem áður fullkomlega sniðin við smekk áhorfenda sjálfra og sannarlega peninganna virði. Einangrunargler BOUSSOIS INSULATING GLASS er heimsþekkt fyrir gæði. Verð mjög hagstætt. Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggj andi rúðugler 2-4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. Danskur listmálari sækir Island heim HÉR Á landi er nú staddur dansk ur listmálari, frú Agnete Varm- ing. Dvelzt hún hér í boði nokk- urra vina og kunningja. Morg- unblaðið hitti hana að máli á heimili frú Liliyar Sigurðardótt- ur, öldugötu 30, en hún er göm- ul skólasystir frú Varming frá Kaupmannahöfn. Frú Vanming kvað þetta fyrstu heittnisókn sína til íslandis, og hiefði hrikalieg fegturð lanidsiins, þegar grilpið sig föstuim tökum. Viðfangiseifni sín væru einfkum landislag, og væri ósnortin náitt- úrufegurð íslandis kjörin til slálkr ar lisbsköpunnar. Hún sagðist hafa ferðazlt noklkuð um landið. Yrði sér ávallt hiuigistæð ferð sín til Þingrvalla, og sérkennilteg lit- brigði hraunsins í nágrenni Krís'uivíkiur og Rauðhóla. Því miður hiefði sér elkki gefizt tfcni til að miáia hér neitt að ráði enda aðeins drvaliizt hér í 14 stutta daga. í Rauðhóluim huigð- ist hún miála, en þá brá svowið að rigninig ag rak skall á og ekki varð af þessari fyrirætlun. Frúin sagðist diveljast miikið á ftaijíu til að mála og við mósaík gerð, enda væri landið vagga þessara lilstgreina. Þó þyrftu nor rænir listamenn vart að halda suður á bóginn, til að leita við- fangsefna við landslagsmálun, því ísfend og einnig Grænland Framhald á bls. 25 - AKRANES - ☆ í DAG KL. 1-6 verður kynning á POLAROID ljósmynda- vélum í Bókaverzlun Andrésar Nielssonar, Akranesi. ☆ POLAROID myndavélarnar framkalla myndirnar sjálfar á nokkrum sekúndum. ☆ Vönduðustu og skemmtilegustu mynda- vélarnar á markaðnum. Komið og kynn- ist hinum óviðjafnanlegu POLAROID myndavélum. Tökum myndir á staðnum — tilbúnar strax. ☆ í DAG K L . 1—6. ☆ Bókaverxlun MYNDIR ht. A. Nielssonar Austurstræti 17 Akranesi Sími 14377. Aðeins kr. 390, J. Þorláksson & lllorðmann hf. Útdregnar þvottasnúrur fyrir baðherbergi. Vindast sjálfkrafa inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.