Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.07.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1967. Úitgefahdi: Framkvæmdastjóri: Ritstjómr: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 02-4-00. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. FRAMLEIÐSL UKOSTN- AÐURINN OG STJÓRN- ARANDSTAÐAN m V&J UTAN ÚR HEIMI Negri í hæstarétti U.S.A. eftir Jack Bell og William T. Peacock Thurgood Marshall, fyrsti blökkuniaðurinn, sem sezt hefur í dómarasæti í hæstarétti Bandaríkjanna, ásamt Lyndon B. Johnson, forseta. VVASHINGTON, (Associated Press) — Talið er fullvíst, að öldungadeild Bandaríkjaþings muni staðfesta þá ráðstöfun Johnsons forseta að skipa hinn 58 ára gamla ríkislög- mann (Solicitor-General) Thurgood Marshall, sem er negri, í hæstarétt Bandaríkj- anna. Öldungardeildarþingmaður nokkur, sem er náinn vinur forsetans, kvaðst hafa vitað, að nýi dómarinn yrði annað hvort negri eða kona,. „John- son ætlar að gerast brautryðj andi hvar sem hann getur“, sagði þingmaðurinn. „Ég þori að veðja, að næst þegar sæti losnar í hæstarétti, verður kona skipuð í það.“ Einn ráðgjafa Hvíta húss- ins sagðist hafa grunað, að Johnson langaði mjög til að verða fyrsti forsetinn til að skipa negra í hæstarétt, eins og hann varð fyrstur til að skipa negra í ráðhrraembætti, þegar hann valdi Robert C. Weaver í stöðu húsntæðismála ráðherra. Sú skoðun ríkir almennt hjá öldungardeildarþingmönn um, að Johson hafi skipað Marshall í hæstarétt til að reyna að tryggja sér aukið fylgi negra í forsetakosning- unum næsta ár. Embættismenn í Hvíta hús inu gáfu í skyn, að þeir ótt- uðust undirtektir þær, sem skipun Marshalls kynni að fá í öldungadeildinni og byggj- ust við háværri andstöðu gamalla aðgreiningarsinna í kynþáttamálum og jafnvel einnig frá þeim, sem kannski er tekið að vaxa í augum, hve margir negrar hafa verið skipaður í valdasböður að unidanfönnu. Samt sem áður sögðu þeir, að Johson liti á Marshall sem dæmi um þróun negra í full- kominni löghlýðni, í mótsetn- ingu við múgæsingar og of- beldi. Þeir sögðu einnig, að Johnson hefði lengi haft auga stað á Marshall og talið hann heppilegan mann í hæstarétt, — að því hlyti að koma, að negrar fengju slíkar stöður og því væri betra að velja sjálfur mann en að verða þvingaður til að skipa ein- hvern þeldökkan æsinga- mann í valdastöðu. Þá sögðu þeir, að hann vildi láta kné fylgja kviði í stuðningi sín- um «ið málstað blökku- manna. Öldungardeildarþingmaður republikana Everett Dirksen, leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar, kvað skipun Marshalls mundu bæta sambúð kynþátt anna „þar sem hún sýnir, að negrar geta komist upp á tind inn.“ Skipun þessa fyrrverandi dómaira og aðalmálfljytj- anda samtaka blökkumanna í Bándaríkjunum (National Association for the advanc- ement of Coloured People) féll ekki í góðan jarðverg hjá sumum Suðurríkjamönnum, sem hafa löngum verið á önd- verðum meiði við Marshall í réttindabaráttumálum blökku manna. En aldarfarsbreytingin, sem fært hefur blökkumönnum aukin réttindi, virðist spegl- ast í tiltölulega vægum mót- mælum Suðurríkjamanna gegn skipun Marhalls. Thurgood Marshall er þeg- ar nákunnugur hæstarétti og starfsháttum þar. Meirihluta starfsferils síns hefur hann fengizt við flutning mála, sem falla beint undir stjórn- arskrána, og fjallað um þau fyrir réttinum, fyrst sem lög fræðingur blökkumannasam- takanna og síðan sem ríkis- lögmaður Bandaríkjanna. Marshall flutti 32 mál fyrir blökkumannasamtökin fyrir hæstarétti og vann 29 þeirra. Eitt þessarar mála leiddi til þess úrskurðar réttarins, ár- ið 1954, að kynþáttaskilnaður í opinberum skólum væri ó- löglegur samkvæmt stjórnar- skránni. Faðir Marshalls var lestar- þjónn í Pullman-járnbraut. Marshall fæddist í Baltimore og átti ekki bjartari frama- von en hundruð annarra ungra negra, sem féllu í menntaskólum borgarinnar. En það varð honum til bjarg ar, að foreldrar hans trúðu á menntun. Móðir hans seldi meira að segja trúlofunar- hringinn sinn til að hjálpa Thurgood, þegar hann var kominn í háskóla. Marshall stóð sig vel. Hann útskrifaðist „cum laude“ frá lagadeild Linooln háskólans I Washington, fór aftur til Baltimore og tók að staria við lögfræðingadeild blökku- mannasamtakanna. Þótt hann hafi lengi verið einn helzti stríðsmaður 1 rétt indabaráttu blökkumanna, sýnir hann engin merki kyn- þáttarvitundar. „Ég held, að það sé eftir- tektarverðasti þátturinn í fari þessa rnanns", sagði starfs- maður Marshalls í dómsmála ráðuneytinu, „hve hann virð ist gersneiddur fordómum eða feimni, ef rætt er um kynþáttamál eða negra. Eft- ir að maður kynnist Mars- hall dómara, hættir manni til að gleyma því, hvernig hör- undslitur hans er. Hann virð ist alveg ósnortinn af þeirri staðreynd, að hann er brúnn, en aðrir hvítir." Marshall réðist harkalega á þá, sem standa fyrir óeirðum með grjótkasti eða sprengju- kasti, í ræðu, sem hann hélt á ráðstefnu blökkumanna í St. Louis í fyrra. „Lögleysi er lögleysi", ' sagði hann. .Stjórnleysi er stjórnleysi. Hvorki kynþáttar uppruni né hörundslitur né vonbrigði nægja til afsökun- ar á stjórnleysi og lögleysi." Marshall hefur kvænzt tvisvar sinnum. Fyrri kona hans Vivian Burey Marshall lézt árið 1955 eftir 26 ára hjónaband. Ári síðar kvænt- ist hann Cecilia Suyat, sem er frá Hawai, en ættuð frá Filippseyjum. Þau eiga tvo syni, Thurgood yngri, 11 ára, og John William, 9 ára. TVl’állgögn stjórnara-ndsitöð- uinnar hafa það nú eftir forstjóra Sambands ísl. Sam vinufél'aga, að framleiðslu- faostnáður iðnfyrirtæ'kja SÍS hafi sl. 5 ár hækkað um 100%. Sé þetta ein af metgin orsökum þeirra erfiðleika, sem iðnfyrirtæki Sambands- inis eigi nú við að striða. í þessu sambandi er ómaks ins vert að minnast þess að undanfarin ár hafa Fram- sóknarmenn og kommúnistar sannarlega ekki staðið gegn því að framleiðslukos'tnaður atvinnuveganna hækkaði. Þeir hafa þvert á móti jafn- an verið þess hvetjandi, að nýjar kröfur væru gerðar á hendur atvinnufyrirtækjun- um. Enda þótt forustumenn launþegasamtakanna hafi sumir hverjir farið sér hæg- ar í kröfum um kauphækk- anir upp á síðkastið hafa hin ir pól'itísku leiðtogar stjórn- arandstöðuflokkanna fliestir hvatt af al'efli til áframhald- andi kapphlaups imdH kaup- gjalds og verðlags. Á þetta ekki síst við um leiðtoga Framsóknarfl'okksins. Á sl. vori henti það meira að segja að aðal málgagn Fram- sóknarfl'okksins setti ónot í leiðtoga launþegasamtak- anna fyrir það að þeir færu sér oft hægt í kröfum um kauph ækk anir. Til viðbótar má svo benda á það, að Framsóknarmenn og kommúnistar hafa haldið uppi harðri baráttu gegn hvers'konar viðl'eitni ríkis- stjórnari'nnar til þeiss að skapa og viðhalda jafnvægi í íslenzkum efnahagsmálium. Þegar á afflt þetta er litið, verður auðsætt, hversu raka liaiuisar eru ásakanir stjórnar ands'tæðinga á hendur rlkLs- átjórninni fyrir þá erfiðleilka, sem eiinstök iðnfyrirtæki, m.a. á vegum SÍS eiiga við að stríða. Enn má minna á það, að Framsóknarmenn og kommúnistar hafa haldið því fram, að verzkmin hafi rakað að sér stórgróða í sflojólá stjórnaristefniunnar á undanförnum árum. Samt sem áður kvartar SÍS undan stórfeffldum hafflareksfri, og telur afkomu sína og kaup- fólaganna mjög bága. Það er vitanlega mjög þýð imgarmikið að ís'lienzkur iðn- aður þrosíkist og dafni. Iðn- aðuirinn er sú atvinmugreim, sem flest fólk hefur atvinnu við í rmörgum sitærstu kaup- stöðum landsins. En það haggar ekki þeirri stað- reynd, að nauðsynlegt er að einstök iðnfyrirtaóki fram- kvæmi ýmiskonar hagræð- ingu í rekstri sínum og verði þar með færari um að mæta samkeppni erl'ends iðnaðar- varnings. Jafnhliða verður hið opinbera að taka tifflit til bagsmuna iðnaðarins eftir fremsta megni. Er óhætt að fufflyrða, að það hafi verið gert af hálfu núverandi rík- isstjórnar. Lánaistofnanir iðn aðarins hafa síðustu ár verið stórefldar og hefur það orð- ið mörgum iðnfyrirtækjum að verulegu Hiði. Að sjálf- sögðu verður svo að gæta þess að hl'aða ekki al'lft of mikl'um rekstrarkostnaði á iðnfyrirtækin. En því miður hefur framleiðsliukostnaður vaxið of ört undanfarin ár, bæði hjá iðnaðinum og öðr- um atvimnugreinum. Um það er síst af öffl'u hægt að saka ríkisstjórnina, sem stöð ugt hefur. barizt fyrir að halda jafnvægi í íslenzku efnahagslífi, og gert víðtæk- ar ráðstafanir í því skyni. Framsóknarmenn og komm- únistar hafa hins vegar bar- izt hatrammri baráttu gegn þessari viðleitni. Þeir bera því þyngstan hLuta ábyrgð- arinmar á þeim erfiðleikum, sem iðnaðurinn og sumar aðr ar atvinmugireinar eiga við að stríða um þessar mundir. Forráðamenn SÍS ættu því að beina því tffl Eys*eins Jóns sonar að koma framvegis fram af meiri ábyrgðartffl- finningu gagmvarrt atvinmu- vegum lándsmanna en hann hiefur gert í stjórnarandstöðu sinni undanfarin ár. BYGGÐASÖFNIN 1> yggðasöfnin, sem stofnuð ** hafa vcrið víðsvegar um l'and undianfairin ár, eru merkilegar menningarstofn- anir. Að uppbyiggimgu þeirra hefur verið unnið af mffldium ötuffleik af einstökum áhuga — og forustumönum hérað- anna. í þessum byggðasöfm- um getur að Líta milkinn fjölda muna, sem segja merkiliega sögu af lífi og starfi þjóðarimnar. Það er tvímæLal'aust rétt stefna að koma upp sMkum byggðasöf num í himum ýmsu landshlntum, í stað þess að safna ölu saman í hötfuð- borginni. Á sunmudaginn kem/ur verður opnað byggðasafn að Reýkjum í Hrútafirði. Er ætlazt til þess að það verði fyrir Húnavantssýslur og Strandasýslu. Á ísafirði er byggðasafn Ves'tfirðinga, sem er orðið ailmilkið að vöxtum og á Hnjóti í V.- Barðastrandasýslu hefur EÍgiffl ÓLafsson bóndi þar komið upp merkiLegu einka- safná. í hinu nýja byggðasafni að Reykjum verður m.a. tein ærimgurinn Ófieigur,. fró Ófeigsfirði á Ströndum. Mun hann eini teinæringur- inn, sem til er hér á landi. Ófeigur er gamallt hákar'la- skip, sem haldið var úti tii hákar'laveiða í 40—50 ár af þem fieðgum, Guðmundi Pét- urssyni og Pétri Guðmunds- syni í Ófeigsfirði. Er mikiffl fiengur að því að fá þetta gamLa slkip á safn, sem stend ur í þjóðbraut. Gefst þeim, sem fara Norðurlamdsiveg tækifæri til þess að kynnast þessu merka skipi og þeirri sögu og baráttu, sem l'iggur að baki því. Ræktarsemi við gamla muni og minjar er þýðingar- mikill þáttur í menningarLifi ísLenzku þjóðarinnar. Þess vegna ber að fagna byggða- söfnumum og styðja þau +dl vaxtar og viðgangs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.