Morgunblaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 5
MCRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1967 5 Hópur Islendinga í 6 daga veiðiferð til Grænlands EINS og áður hefur verið skýrt frá í Mbl. mun hópur veiðimanna héðan halda til Grænlands í næstu viku til sex daga veiði þar. Einn af fararstjórum veiðimannahóps- ins er Þorsteinn E. Jónsson, flugstj., og hafði blaðið spurnir af því að hann væri nýkominn frá Grænlandi þar sem hann dvaldi í nokkra daga til þess að kanna horfur á veiði í Eiríksfirði. í viðtali við Mbl. í gær sagði Þorsteinn: „Veiðin þetta sumarið í Eiríksfirði er með ágætum, en vegna mikilla rigninga í fyrrá var óvenju lélegt veiði- ár. Eg var við veiðar í einn dag með ströndum Eiríks- fjarðar, og virtist alls staðar vera fiskur þar sem við rennd um. Var það stór bleikja, yfirleitt frá fjórum pundum til átta. Við vorum fimm sam- an þennan dag og eftirtekjan var milli 30 og 40 fiskar, og veiddum við þó aðeins í tvær klukkustundir. Má það heita ágætur árangur". „Hversu margir þátttak- endur eru í ferðinni í næstu viku?“ „Þátttakan er bundin við að ekki fari fleiri en 40 menn. Þeim verður síðan skipt í fjóra hópa og verður kunnugur leiðsögumaður með hverjum hopi. Nokkrum sæ*- um mun enn ekki hafa verið ráðstafað, þannig að enn eru möguleikar á að komast með í þessa ferð“. „Er hér um dýra ferð að ræða?“ _ „Nei, ekki get ég sagt það. Ölí ferðin, þ.e. flugferðir, fæði og uppihald, veiðileyfi og bátsferðir í Orænlandi, kostar kr. 10,500 með sölu- skatti“. Geysifjölmenn mót Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum um sl. helgi ,,Augljós rangtúlkun á staðreyndum kom Framsókn í koll", sagði Sigurður að ósannar myndii al íslenzku þjóðfélagi í dag og fólkdð sá að Framhald á bls. 14 Hér getur að líta sýnishorn af bleiUjunni, sem Þorsteinn Jónsson veiddi í Grænlandi á dögunum. Bjarnason á mótinu á Bíldudal ísafirði, 19. júlí. FYRSTU héraffsmót Sjálfstæð- isflokksins á þessu sumri voru haldin um síðustu helgi að Sæ vangi i Strandasýslu og á Bíldu dai. Geysilega mikil aðsókn var að báðum þessum mótum og var ræðumönnum og skemmtiatriðum frábærlega vel tekið. Sigurður Bjarnason, al- þm. frá Vigur talaði á báðum þessum mótum, en af hálfu ungra sjálfstæðismanna talaði í Sævangi Jóhannes Árnason, sveitarstjóri á Patreksfirði, en á Bíldudal talaði Þór Hagalín, kennari á Núpi. Héraðsmótið í Sævangi. Mótið hófst kl. 9 á laugar- dagskvöldið og var þá kominn geysimikill mannfjöldi til móts ins úr öllum hreppum Stranda- sýslu, einnig margir Djúpmenn og Austur-Barðstrendingar. Mótið setti séra Andrés Ólafs- son, prófaistur í Hólmavík, for- maður Sjálfstæðisfélags Stranda sýslu. Því næst hófust skemmti- atriði, sem Ómar Ragnarsson og hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar önnuðust. Þá flutti Sigurður Bjarnason aiþm. frá Vigur ræðu, þar sem hann ræddi fyrst og fremst úr- slit Alþingiskosninganna bæði almennt í landinu og hér á Vest fjörðum. Hann kvað það skipta mestu máli, að ríkisstjórnin hefði hald íð velli og að stjórnarstefnan yrði í stórum dráttum óbreytt á nýbyrjuðu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram forustu í íslenzkum stjórn málum, en Framisóknarflokkur inn yrði nú, þriðja kjörtímabil í röð í stjórnarandstöðu. Sigurður Bjarnason hvatti að lokum alla Vestfirðinga, hvar í flokki sem þeir stæðu, að vinna saman að framfaramál- um sínum. Sjálfstæðismenn myndu halda áfram forustu sinni um skipulega uppbygg- ingu á Vestfjörðum. Þá talaði fyrir hönd ungra 'sjáifstæðismanna Jóhannes Árnason, sveitarstjóri á Patreks firði, formaður Sjálfstæðisfélags ins Skjaldar. Ómar Ragnarsson skemmti með margvíslegum skemmti- þáttum, bæði einn og með þátt töku hljómsveitarinnar og sam komugesta. Vöktu þeir þættir óhemju kátínu. Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar lék vinsælustu lögin, söngvarar með hljómsveitinni eru Þuríð- ur Sigurðardóttir og Vilhjálm- ur Vilhjálmsson. Að loknu hér- aðsmóti var svo dansleikur. Héraðsmótið í Sævangi er tví- mælalaust " fjölmennasta mót, sem haldið hefur verið í Stranda sýslu og fór það mjög vel fram. Héraðsmótið á Bíldudal. Mótið hófst í félagsheimilinu kl. 9 á sunnudagskvöldið og var þar hvert sæti skipað og urðu margir að standa. Til mótsins komu auk Bíldælinga mikill fjöldi aðkomumanna úr næstu hreppum og einnig úr Vestur- ísafjarðarsýslu. Mótið setti Hjálmar Ágústsson, verkstjóri, formaður Sjálfstæðisfélags Arnarfjarðar. Mótstilhögun var með sama hætti og í Sævangi. Sigurður Bjarnason, alþm. frá Vigur flutti ræðu, þar sem hann m.a. fjallaði um kosningaúrslitin. Taldi hann það einsdæmi, að samtök tveggja flokka bæru sigur úr býtum við þrennar kosningar í röð. Hann varpaði fram þeirri spurningu, hverjar væru meginástæður þess, að hinar glæstu sigurvonir Fram- sóknarflokksins hefðu að engu orðið. Taldi hann að þær væru að sjálfsögðu margar, en ein hin auðsýnilegasta væri sú, að leiðtogar Framsóknarflokksins hefðu rangsnúið augljósum staðreyndum, sem almenningur í landinu hafði aðstöðu til að þekkja og skilja. Framsóknarmenn hefðu mál- á virkum dögum og hátiðum í latítoísv f//Orðsending til húsmóður: Kjötiðnaðar-^* *//stöð KEA á Akureyri hefur þá ánægju að'v^* •ff kynna yður nýjar niðursuðuvörur, sem eru w! • í sérstökum gæðaflokki, framleiddar í nýtízku u */ vélum og nýjum húsakynnum. Óþarfi er að •[ fjölyrða um gæði vörunnar —dómur yðar verður þyngstur á metunum. í verzlanir eru nú komnar eftirtaldar vörutegundir: NAUTASMÁSTFJK U (GULLASCH), STEIKT IJFUR, KINDAKJÖtJ LIFRARKÆFA, BÆJARABJÚGU, en fleiri jj •J\tegundir koma síðar á markaðinn.Á hverri •^dós er tillaga um framreiðslu. Gjörið svqyy« y>^yel og reynið dós við hentugt tækifæri^* KJOTIÐNAÐARSTOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.