Morgunblaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JULT 1967
Alan Williams:
PLÁTSKEGGUR
Neil hikaði. Fram undan þeim
kom aftur aðalgata með þéttum
umferðarstraumi. Hann sagði
bílstjóranum að bíða við gatna-
mótin. Chryslerinn skjögraði
hægt út í vegarbrúnina og stanz
aði. Bílstjórinn setti nýja plötu
á grammófóninn undir mæla-
borðinu, og hann tók að leika
„Venus á bláum buxum“ um
leið og Renaultbíllinn kom móts
við þá og fór svo fram úr þeim.
Þeir horfðu á hann komast að
gatnamótunum, stanza andartak,
beygja síðan til vinstri og
hverfa.
Neil rétti úr sér og andvarp-
aði. — Aktu til Kalidonstrætis,
sagði hann við bílstjórann, sem
var hættur að botna neitt í
neinu. Klukkan var orðin hálf-
sex. Neil reiknaði út, áð ef allt
gengi vel, yrðu þeir komnir út á
sjó klukkan hálfátta.
Van Loon æpti upp og greip
í handlegginn á Neil. Ekillinn
leit um öxl og rétt slapp við að
rekast á hjólreiðamann, en hann
flýtti sér burt og steytti hnef-
ann að bílstjóranum. Litli Ren-
aultbíllinn var aftur kominn
móts við þá og litla vélin suðaði
eins og fluga, sem er orðin reið.
Neil sló hnefanum í lófa sér
og bölvaði. Þeir voru nú aftur
komnir á umferðargötu, þar sem
þeir komust ekkert áfram. Neil
var að reyna að hugsa, og fann,
að skyrtukraginn hans var orð-
inn votur af svita um hálsinn á
honum. Hvað sem öðru leið,
mátti hann ekki beina Renault-
bílnum að Olympic-kaffihúsinu.
Hann sagði eklinum að stanza
aftur. Þeír gátu farið út og
gengið það, sem eftir var, eða
þá gátu þeir hringt til Pol og
sett honum stefnumót i Pireus.
Þeir voru móts við sælgætis-
búð í lítilli, hallandi götu. And-
artaki síðar ók Renaultbíllinn
fram hjá þeim. Þeir horfðu á
hann aka niður eftir götunni,
svo sem fimmtíu skref, en
stanza þá. Enginn steig út. Ekk-
ert gerðist.
— Ætlið þið að stanza eða
halda áfram? spurði ekillinn
órólegur rétt eins og hann bygg-
ist við höfuðhöggi.
Neil leit á úrið sitt. Klukk-
una vantaði þrjár mínútur í
sex.
— Þið ætlið í Kalidonstræti,
var það ekki? sagði ekillinn.
— Bíddu andartak, sagði Neil.
Allt í einu reif van Loon upp
hurðina og hljóp út. — Ég ætla
að sjá, hvað þessir djöflar vilja!
sagði hann, og áður en Neil fengi
að gert, var hann kominn af
stað í áttina að Renaultbílnum.
Neil ætlaði á eftir honum, en ek-
illinn greip í handlegginn á hon-
um og sagði: — Ælið þið að
halda áfram?
— Þú bíður bara hérna, sagði
Neil, — þú hefur farangurinn
okkar, hvort sem er. Svo flýtti
hann sér á eftir van Loon, sem
var kominn að hinum bílnum.
Gráhærði maðurinn hafði
dregið niður rúðuna og var að
hlusta með ógeðslegan svip á
andlitinu, meðan van Loön æpti
á sinni slæmu frönsku. — Þið
komið frá hótelinu! Þið eltið
okkur hingað! Hvað eruð þið að
gera, ha? y
Maðurinn sagði eitthvað við
félaga sinn, þann snoðklippta,
sem bara yppti öxlum og starði
fram fyrir sig.
Neil kom nú til þeirra. Hann
leit vandræðalega á Frakkann
og sagði: — Góðan daginn!
Maðurinn svaraði engu.
— Við hittumst í King George,
sagði Neil.
Van Loon æpti: — Þið eltuð
okkur hingað, var það ekki?
Maðurinn leit ekki á van
Loon. Hann sagði við Neil, hóg-
lega og settlega. — Þér eruð viss
um, að þér vitið ekki, hvar þessi
Pol er niður kominn?
Neil ýtti van Loon til hliðar
og laut niður að Frakkanum, svo
að ekki voru nema fáir þuml-
ungar milli andlitanna á þeim.
— Ég hef þegar sagt ykkur, aó
ég veit ekki, hvar hann er. Og
heldur ekki veit ég til hvers þið
hafði elt okkur hingað. En ef þið
verðið ekki koronir héðan eftir
hálfa mínútu, kalla ég á lögregl-
una.
Maðurinn leit á hann, algjör-
lega sviplaus. Neil rétti úr sér
og sagði við van Loon: — Við
skulum koma héðan. Um leið og
þeir gengu burt, æpti van Loon:
— Lifi Guérin! og blés stikils'beri
inn í bílinn.
Frakkinn brá við, rétt eins og
hann hefði verið barinn. Hann
hljóp út og skellti aftur hurð-
inni og stóð fyrir framan van
Loon með kipring i öðru munn-
vikinu: — Farið þér varlega,
•herra minn, við erum ekkert
hrifnir af svona gamni.
17
Neil tók í handlegginn á van
Loon og sagði: — Við skulum
koma héðan!
Van Loon glotti. — Fjandinn
hirði þessa kalla! Þetta eru ekki
nema heimskir, hvítir Kaffirar.
Frakkinn stóð andartak eins
og stirðnaður, en sneri svo við
og steig upp í bílinn sinn. Svo
þaut hann niður eftir götunni.
— Fjandinn hirði þá! Þeir
voru að elta okkur, var það
kannski ekki?
— Piltar, Iátið ekki of mikið vatn i — munið, ég er ósyndur!
— Það kemur ekki málinu við.
Þú ert búinn að segja þeim, að
þeir séu í leynihernum. Guð
minn góður, þessir menn eru
ekki hér í neinni erindisleysu,
eða að skemmta sér.
Van Loon yppti öxlum og þeir
stigu upp í bílinn. — Jæja, þeir
eru að minnsta kosti farnir
núna.
— Þeir geta komið aftur, sagði
Neil. Hann skipaði eklinum að
aka götuna á enda, en snúa síð-
an við í áttina til Kalidonstræis.
Neii borgaði svo eklinum í
hundrað skrefa fjarlægð frá
Olympic-kaffihúsinu og síðan
gengu þeir þangað.
Pol sat og beið, í sömu stell-
ingum og þeir höfðu skilið við
hann í, reykti smávindil og dró
vota hringa á borðið, og hafði
fengið sér eitt glas til af Excels-
ior-viskíi. Þegar þeir komu rak
hann upp eitthvert fagnaðar-
urr, og sletti upp úr glasinu á
borðið. — Þið komið sex mínút-
um ofseint! sagði hann.
Neil settist niður og sagði
■honum frá Renaulibílnum. Pol
skríkti: — Nú, þetta er þá hann
Jadot gamli! Fyrrverandi fall-
hlífaliðs-höfuðsmaður, sem var
undir stjórn Broussards í Indó-
kína. Hann hvarí eftir bylting-
una í fyrra. Ég vissi, að honum
mundi skjóta upp, fyrr eða
seinna.
— Er hann hættulegur?
Pol skrikti aftur, og augun í
honum voru tekin að gerast
nokkuð gráleit: — Jadot höfuðs-
maður, minn kæri Ingleby, hefur
orð á sér fyrir að geta hitt mann
með skammbyssu á fjörutíu
metra færi. Hann barði í borðið.
— En við náum í nann, fyrr eða
síðar!
— Viltu enn ekki kalla á
Spyros höfuðsmann?
Poi hristi höfuðið. — Það er
alltof mikið umstang. Við mund-
um ekki halda í Jadot lengi,
hvort sem er — við höfum enga
aimennilega handtökuskipun á
hann. í Frakklandi væri það
kannski hægt, samkvæmt sér-
stakri fyrirskipun, en bara ekki
hér. Hann ropaði. — Nei, eina
ráðið við þessa kalla, er að
skjóta þá niður eins og hunda,
þegar þeir gá ekki að sér. En
því miður er ekki hægt að gera
það í svona fínni borg eins og
Aþenu.
— En þetta er allt í lagi, bætti
hann við, — ef þú ert viss um
að hafa losnað við hann núna.
— Ég held, að við höfum
losnað við hann, sagði Neil.
— Og skjölin?
Neil klappaði á vatnshelda
umslagið. — Þau eru hérna.
— Hvernig var Biaggi gamli?
— Hann var hálf óhress. Lá í
bælinu.
— Ójá. Hann er ekki góður í
maganum. Hann hugsar ofmikið
um kvenfólk. Pol stóð upp og
smellti fingrum, til þess að fá
reikninginn, og svo vaggaði hann
fram og aftur upp að borðinu.
Neil sá sér til talsverðs kvíða,
að hann var rnjög drukkinn.
Þjónninn kom með hnefafylli
af merkjum, sem Pol greiddi fyr
ir úr veski, sem var úttroðið af
fimm hundruð og þúsund
drakma seðlum.
Úti á götunni voru grísk blöð
með forsiðumyndum af Paul
Guérin, fyrrverandi hershöfð-
ingja. Neil gat greint höfðinglegt
miðaldra andlit með einbeitta
höku undir fimm stjarna húfu.
Ekkert sást til Renaultbílsins.
Þeir gengu eftir götunni og náðu
í leigubíl til Pireus.
5. kafli.
„Serafina", bátur hr. Biaggis
var bundinn við bryggju í
skemmtibátahöfninni, þar sem
strætisvagnasporin enduðu.
Þarna voru margir aðrir einka-
bátar, en sjógarður skýldi þeim
fyrir sjávaröldunni utan frá.
Tveir hafnarlögreglumenn stóðu
þarna á verði, báðir vopnaðir
skammbyssum.
„Serafina" var uppbyggður
björgunarbátur, þrjótíu feta lang
ur, málaður blár og hvítur og
þarna var nægilegt þilfarsrúm
til sólbaða, og mikið af látúns-
skrauti. Stýrishúsið var lokað,
og þaðan var gengið niður í sal,
þar sem flosleghbekkir voru með
öllum veggjum. Þar undir var
svefnklefi með tvöföldum koj-
um, með tjöldum fyrir. Þar var
einnig útvarpsgrammófónn og
vínskápur. Baðherbergið með
steypibaði var undir stiganum
app á þilfarið.
Van Loon athugaði farkost-
inn með lotningarsvip. Hann
var rekinn af tveim Perkins
dísilvélum, sem gátu gert meira
en Luttugu hnúta. Handföng og
stýrisstengur voru úr fílabeini
og stýrishjólið úr dökkum harð-
viði. Og þarna var mælaborð
með sjálflýsandi, grænum skíf-
urn, borð alþakið kortum yfir
Grikklandsháf og Miðjarðarhaf,
gyrokomppás á stærð við skóla-
hnattlíkan, stuttbylgju-útvarps-
tæki, vindlakveikjari og renni-
hilla með götum á, sem voru
mátulega stór fyrir glös hr.
Biaggis, meðan hann stýrði sjálf
um sér frá einum skemmtistaðn-
um til þess næsta.
— Skárri er það nú andskot-
ans viðhöfnin! sagði van Loon,
er hann strauk hendinni eftir
gljáfægðum viðnum.
Pol hafði stikað upp í annan
salinn og flatti sig nú þar út í
einum leðurlegubeknum, lafmóð
ur, Tollþjónninn kom um borð,
Neil sýndi honum skjölin og mað
urinn athugaði fljótfærnislega
allt þarna um borð, opnaði skúff
ur og leit niður í lestina. í ein-
um skápnum fann hann kassa
með tylft af flöskum af úrvals
Épernay 55. Neil tók eina flösk-
una og lét tappann þjóta úr
•henni og fyilti fjögur glös, og
svo drukku þeir eitt glas með
tollverðinum, áður en hann fór
frá borði. Síðan tæmdu þeir flösk
una og van Loon stakk hendi
undir vélarhlífina, til þess að
athuga hvort allt væri í lagi og
næg olía og eldsneyti.
— Er allt í lagi? sagði Neil.
— O, biddu fyrir þér •... . ailt
í himnalagi! Geymarnir eru
meira að segja næstum fullir.
Við þurfum kannski svo sem 300
lítra af olíu í viðbót. Hann setti
vélina í gang. Vélarnar hvæstu
og spýttu og svo tók hann í eitt
fílabeinshandfangið og þœr
runnu greiðlega í hægðum sín-
um. Og suðan heyrðist upp á