Morgunblaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1067 GÆÐINGAKYN MORGUNBLAÐIÐ sagði nýlegablaðið fengið nokkrar myndir, frá hinu merka hestakyni í Árnasem sýna betur en orð, hvernig nesi í Hornafirði í samtali viðþessi hross líta út. Gunnar Bjarnason. Nú hefur I. Stjarna frá Árnanesi, þriggja stíðhesta móðir. Þessir synir Stjörnu eru: Hrafn frá Árna- nesi, nú notaður í Hrossaræktarsambandi Vesturlands, fjörmikill gæðingur; Vörður á Hesti í Borgarfirði, einnig fjörmikill og geðljúfur reiðhestur, sem stóð fremstur yngri stóðhesta í Rorgarfirði sumarið 1966. Faxi, fjögurra vetra, geðljúft, viljug; og alhliða gæðingsefni, og er hér birt af honum mynd. Á myndinni er Stjarna 18 vetra gömul og nýlega köstuð. Hún hafði ekki haft hnakk eða knapa á bakinu í 5 ár, er myndin var tekin, en engu hafði hún gleymt af miklum kostum. Folaldið, sem fylgir með á myndinni er 10 daga gamalt, og er undan Faxa, syni móðurinn- ar, en hann er undan mæðginum. III. Glókolla frá Árnanesi, tveggja stóðhesta móðir, alsystir Stjörnu. Annar sonur hennar er Gulltoppur, undan Hrafni Stjörnusyni, nú í eigu bænda i Hrafnkeisstöðum og Hæli í Hreppum, en hinn er tvævetlingurinn Gnýr, sem er undan Brúnstjarna, sem er sonur Blesu, sem er systir þeirra Stjörnu og Glókollu. Mynd af Gný er hér með. IV. Gnýr frá Árnanesí. V. Hér má sjá saman þrjá merka hestaræktarmenn, þá Árnanes-bændur Pál Jónsson (Palla), Guðjón Jónsson (Dúa) og Valdemar Stefánsson (Valda), en þeir hafa samhentir fjallað um 'ræktun þessarar merku hestaættar síðan um 1920. Sjómenn - Sjómenn Meðeigandi óskast að 15 tonna bát, sem gerður er út á Vestfjörðum. Eitthvert fjárframlag æskilegt, ekki skilyrði. Gullið tækifæri fyrir þann, sem vill skapa sér sjálfstæða atvinnu. Ný veiðarfæri fyrir hendi. Upplýsingar í síma 37638 í dag og næstu daga. Starf Ungur áreiðanlegur maður með góða enskukunnáttu, og hefur stundað nám í erlend- um verzlunarskóla, óskar eít- ir starfi nú þegar. Margt kem- ur til greina. — Tilboð send- ist blaðinu, merkt: „Reglu- samur 5523“. Símavarzla Stórt fyrirtæki óskar að ráða símastúlku nú þegar. Aðeins um framtíðaratvinnu að ræða. Vaktavinna. Tilboð er greini ald- ur, menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. föstudagskvöld, merkt: „Rösk 777.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.