Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1967 Jónas Sveinsson læknir IN MEMORIAM ENN Iiefur verið höggvið skarð í hóp oikkar stúdentanna frá 1917. í dag er gerð frá Dómkirkj- unni útför Jónasar læknis Sveins sonar, en hann lézt að heimili sínu hér í borg að morgni sL föstudags. Jónas var fæddur að Ríp í Hegranesi * 7. júlí 1895 og voru foreldrar hans Sveinn prestur þar, síðar í Árnesi í Trékyllis- vík, Guðmundsison og kona hans Ingibjörg Jónasdóttir, kennara við Lærðaskólann, síðar prests að Staðarhrauni, Guðmundsson- ar. Kona séra Jónasar var Elin- borg, dóttir Kristjáns Skúlason- ar Magnúissonar kaimmeráðs og sýslumanns á Skarði á Skarðs- strönd og er það hin alkunna Skarðsætt, en höfuðbólið Skarð hefur að því er fróðir menn herma, verið óslitið í sömu ætt- inni allt frá landnámsöld og fram á þennan dag. Jónas Sveinsson tók inntöku- próf í Menntaskólann vorið 1910. Hófuist þá með okkur góð kynni, er urðu siðar að ævilangri vin- áttu. Jónas lauk stúdentsprófi vorið 1917 og kandídatsprófi í lseknis- fræði við Hásbólann hér vorið 1923. Á árunum 1924—25 stund- aði hann framíhaldsnám við Aar- hus Amtsygehus og við fæðing- arstofnunina á sama stað. Árið 1927 hélt hann til Vínarborgar til frekara náms og síðan til Kaupmannalhafnar, Vínarborgar og Berlínar og dvaldist í þeim borgum enn við framhaldsnám, meðal annars í handíækningum og kvensjúbdómum. Árið 1933 leggur Jónas enn leið sína til Vínar og nú einnig til Póllands og 1935 er hann enn í Vín og Berlín, 1936 í Kaupmannahöfn og Gautaborg, 1937 og 1938 í Kaupmannahöfn og Berllín og enn 1939 í Berlín og Vín. Árið 1925 var Jónas skipaður læknir í Miðfjarðarhéraði og ár- ið 1932 varð hann héraðslæknir í Blönd'uósshéraði. Sagði hann því emtoætti lausu á öndverðu ári 1934. Fluttist hann þá hingað til borgarinnar og var starfandi læknir hér æ síðan og jafnframt yfirlæknir sjúkrahússins Sól- heima. Eftir að hingað kom má heita að Jónas hafi farið utan á ári hverju til þess að kynna sér nýjungar í fræöigrein sinni, enda var hann sívakandi í þeim efnum og lét ekkert fram hjá sér fara á því sviði ef þess var nokk- ur kostúr. Af því sem nú hefur verið sagt má sjá að Jónas gefek að starfi sínu sem læknir af frá- bærum áhuga og öugnaði og sparaði hvorki fé né fyrirhöfn til þess að öðlast sem mesta þeklkingu í starfsgrein sinni. Mun það og ekki ofmælt að hann hafi verið með lærðustu læknum hér í sinni grein. Hann naut og mikils áldts sem læknir, ekki sízj sem skurðlæknir. Hann var árið 1932 viðurkenndur sérfræðingur í skurðiæknin'gum. Jónas Sveinsson var í senn hugsjóna- og afchafnamaður, einnig á sviðum utan læknis- fræðinnar. Þegar á stúdentsár- um sínum hóf hann síldarsölbun norðanlands og rak þá starfsemi nokikur ár með miklum dugnaði og 'hagsýni. Mun hann með þessu hafa staðið að öllu leyti undir námskostnaði sínum og vel það. hótti okfcur félögum hans, sem hvorki .höföum, vit né áræði til 9líkra umsvifa, mikið til hans koma fyrir þessa atorku, en svona var hann alla tíð, starfsam ur og hagkvæmur. Hann hafði einnig mikinn áhuga á raforku- mál'um og öðrum þeim málum, er til framfara horfðu. Hafa kunnugir sagt mér að hann hafi haft hug á því að hér yrði stafn- að til stórfelldrar raforkuvirkj- unar með það fyrir augum að selj.a orkuna til útlanda. En þetta var áður en kjarnorkan kom til sögunnar. I. Anna maður með elld í hjarta, öðlinigsdrengur með geðið bjarta, hjálparlundur við heila og þjáða, hetjiujöfur í vöm um smáða, snillinigshalur með dvenga hendur, höfðingi í raun, af öllum kenndur. í dag ertu iWaddur til ljóssins landa læknirinn góði, þín verk munu standa. II. Haf þú heilar þakkir, ihjartans góði vinur, moi'n þín minning lengi í mínum huga búa. Víðsýnn, frjór og fróður, fluttir með þér birtu, bauðst á báðar hendur beztu kiosti manna. — o — Yfir höf og h’imin hugur þinn á vængjum flaug á fróðleikahlaðir, & framsýnn bæði og djarfur. Kosta mikill kvistur kunnra landsins ætta, merkið hófst tiil hæða, heill í starfi og anda. — o — Vinur vina þinna, varst þú heili og sterkur, gaflst þeim gleði þína, glóð úr stóru hjarta. Kunnir list í Ijóði, lög á gieðifundum, lyftir gullnu glasi glatt mót skini sólar. — o — Fórst þú mjúkum, miLdum, immdurn, eáralbeðin, igaflst af fcunnum kjarki kraft til láfls og bata. Nafn þitt nefna mangir, nú, á þessum d'egi, þafcka í 'bljóðum huga hvérja stundu með þér. III. Ég syrgi þig á sumariöngum degi, er sóilin hylur geisila á bak vS8 ský. Þú ruddir jafnan vanda úr allra vegi, þín vinarhönd var bæði sterk og hlý. Ég minnist glaður okkar fyrstu funda, þú fliuttir með þér gleði og bras á vör. Þú sagðir við mig: Leið til lokastunda er læknis takmark; hjartans beztu kj<M-. IV. Þú tekur þér stöðu í stafninum háa, og stýrir af þrótti í himininn bláa, því aldrei þú lagðir árar í bát. Við kveðjum þig Jónas, í karlmennsku þinnii, þótt klokkvan hver einasti vinur þinn finni, og snúum ei gleðinni þinni í grát. Húsavík, 30. júlií 1967 Jakob V. Hafstein. Árið 1923 kvæntist Jónas Syl- viu Siggeirsdóttur kaupmanns Torfasonar. Börn þeirra eru: Haukur, læknir, kvæntur Vil- borgu Þórðardóttur; Reynir, bankaistaritari, kvæntur Elinu Þóihallsdótfcur; Ingibjörg, ekkja eftir Kristmund Bjarnason, og Helga, gift Jóhanni Indriðasyni, verkfræðingi. Þau Jónas og Syl- via skildu. — Síðar kvæntist Jónas Ragnheiði Láru, dóttur Júlíusar Havsteens, sýsiumanns, og konu hans Þórunnar Jóns- dóttu'r, fræðslumálastjóra Þórar- inssonar. Þeirra börn eru: Ragn- héiður Kristín, gift Bert Hanson, heildsala hér, og Þórarinn, stúd- ent oig bankastarfsmaður, kvænt- ur Ragnheiði Bergsdóttur stór- kaupmanns. Jónas Sveinsson var vinsæll maður, bæði í starfi sínu og ut- an þass, enda var hann ljúf- menni í allri framkorrnu, léttur í lund og glaður og reifur á vina- fundum. Þeir munu því vissu- lega margir, sem sakna hans og þykir sikarð fyrir skildi við frá- fall hans. Ekki sízt miunu 'hinir mörgu, sem hann hefur farið um líknandi læknishöndum, minnast hans með þakklæti og við bekkj artoræðurnir söknum þessa góða félaga okkar og þökkum honum þær mörgu gleðistundir sem við höfum átt með honum á langri lífsleið. Við sendum konu hans og börnum innilegar samúða-rkveðj- ur okkar. Sigurður Grímsson. t Við fráfall Jónasar Sveinsson- ar verður eldri Vestur-Húsvetn- ingum hugsað til þeirra tíma, er hann var læknir í því héraði um skeið. Hann niáði þar skjótt miklum vinsældum, sem entust á báðar hliðar til hans æviloka. Mér er í ljósu minni, er hann ásamt fylgdarmanni reið hart í hlað á Hvammstanga, en hann kom þangað sem læknir í fyrsta sinni. Það leyndi sér ekki að hann ætlaði sér mikið að vinna, enda var þá mikill læknisþörf í víðlendum og þéttbyggðum sveit um, en þær torfærar og veglaus- ar að kaila. Hann var allra manna skjótastur til ferðalaga og úrræða á nótt sem degi. Glað lyndi hans, vinsamlegt og frjáls- mannlegt viðmót við vamheila sem fullhrausta var bæði heill- andi og afgerandi. Sjúkum lin- uðust þjáningar og jókst lífsvon og allir vildu eiga samleið með honum. Ljúfmennsku hans við lága sem háa var viðbrugðið. Hann var hlaðinn óbilamdi and- legu og líkamle^u fjaðurmagni, sem hafði að því er ég ætla, ekki síður heilsusamleg áhrif, en lyf og aðgerðir. Hann varð líka heimilisvinur á fjöldamörgum bæjum í héraðinu. Það var eins og sól og birta fylgdi honum inn í hvert hús. Eitt sinn sóti ég hann að vetrarlagi til konu í barnsnauð. Þungt snjófæri var á jörð, en við vel ríðandi. Kvöldsett var og náttmyrkur er við komum í grennd við bæinn þar sem kon- an átti heima. Við komum að túngirðingu þar sem hlið var ekki fyrir. Jónas sagði mér að fara af baki og brjóta girðingar- staur og leggja virstrengi flata, sem ég gerði á svipstundu, en hann hleypti hesti sínu á sprett. Eftir fá augnablik var hann kom- inn heim að bænum og inn til sængurkonunnar, greiðandi henn ar hag. Þegar Jónas var kominn í fjar lægð til Reykjavíkur, varð V.- Húnvetningum, sem þurftu á læknishjálp að halda tíðförult til hans. Þegar þeir buðu honum greiðslu fyrir þegna aðstoð, var hans vana viðkvæði: „Hvað á ég að borga þér fyrir að koma til mín“? Ég leyfi mér fyrir hönd V.- Húnvetninga, að færa hinum mæta manni og góða dreng hinstu kveðju og þökk. Við bless uðum hann lífs og eigi síður lið- inn. Magnús F. Jónsson. t ÞEGAR ég var að vaxa úr grasi á -utanverðu Snæfellsnesi nokknu effcir aldamótin síðustu var þar margt utangarðsfólk, sem barð- is.t fyrir lífi sínu og tilveru í um- komuleysi og örbirgð, og hall- aði sér þá hvað helzt þar að garði sem vænta mátti aðtolynn- ingar og skjóls. Einkum kom margt af þessu farandi fólki á heimili fósturforeldra minna sem voru raungóð og hjálpfús og létu engan snáuðan frá sér fara án þess að það þægi ríkulegan beina. Einkum var það fóstra mín, sem græddi um mörg kal- sárin og þerraði tárin. Meðal þessa fólks voru hjón nokkur, sem dvöldu alla jafna nokkurn tíma í senn á heimili fósturfor- eldra minna. Það bar við ein- hverju sinni að þau voru í heim- anlbúnaði og voru að þ»kka hús- freyju fyrir veittan beina, að maðurinn kvaðst feginn vilja eiga hana að seinna. Húsfreyja tók í sama streng og bað þa,u að muna sig um að ganga ekki svo Framhald á bls. 20. Magnús Jónsson járnsmiður - Minning Fæddur 4. febrúar 1888. Dáinn 27. júlí 1967. f D A G er til moldar borinn Magnús Jónsson, járnsmiður, hér í bæ. Hann var fæddur að Votmúla- Norðurkioti í Sandvilkurtoreppi, sonur þeirra tojóna, Jóns Magnús isonar bónda þar og konu hans, Ólafar Jónsdóttur. Átfcu þau tojónin fimm börn og var Magnús þriðji elztur þeirra. Unigur að árum byrjaði Magn- ús sjósókn frá verstöðvum sunnanlands að hætti fjölmargra ungra manna í þá tíð, þegar ekki var um svo margt að velja sér til lífsiuppeldiis sem nú er. Seinna, með vaxandi þroska, réðist hann í skiprúm á skútum hér við Faxaflóa. Þess á rnilli 9tundaði hann ýmsa vinnu, sem til féll. Snemma mun hugur Magnús- ar hafa hneigzt að smíðum, einbum þó járnsmíði og fékk hann nokkra reynslu af þeim starfa austanfjallls áður en hann hélt til Reykjavíktir um árið 1920 og réðist í járnsmiðju Jóns Sig- iurðssonar að Laugavegi 54. Þar vann hann nokkur ár, unz hann árið 1926 setur á stafn eigin jámsmiðju, sem hann rak í 27 ár við Barónstíg hér í bænum. Árið 1924 kvæntist Magnús effcirlifandi konu sinni, Elisabetu Guðmundsdóttur frá Gerðabakka í Garði, Eignuðust þau tvö börn, Skúla flugstjóra og Ólöfu, sem er húsfreyja hér í bænum. Bg sem þessar línur rita, átti því láni að fagna, að kynnast Magnúsi mjög náið og njóta um árabil óvenjulegra mannkosta hans og hæfileika. Því að auk þess að vera fágæt manngerð, var Maignús mætur fulltrúi þess tíma, sem nú virðist vera að hverfa, þeirra manna, sem fyrst og fremst mátu starfið starfsins vegna, en ekki einasta vegna launanna að kveldi tovers dags. Ég tel, að viðkynning mín við þennan sérstæða, eðdisgóða dreng hafi verið mér ómetanlegur á- vinningur og mér til m'ikils lær- dóms um það, hverniig við meg- um farsælast lifa lífinu og kom- aist sem heilust í höfn að leiðar- lokum. í dag er hann kvaddur af ást- vinum sínum og fjölmörgum öðrum vinum, sem notið fengu ávaxta ihugar hans og handa. Við þökkium honum öll og biðjum bonum bless.unar Guðe og fararlh'eilla um ófarinn veg. Hörður Sigurjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.