Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 19SY Alan Williams: PLATSKEGGUR Casino de la Plage var við endann á einkafjöru, sem var varin gaddavír, til þess að bægja Aröbunum frá. Hún var líkust skrauthýsi, sem byggt hefði ver ið fyrir einhvern persneskan þjóðhöfðingja, og umkringd bleiktum pálmum. Þarna var danssalur, matsalur og spilasal- ir og bar, sem var samsettur úr bambusstöngum, þar sem þjón- ar í mexíkönskum búningum hristu drykki, sem kostuðu upp undir níu nýfranka hver. Braut ir úr kókósdreglum lágu út yf- ir sandinn alia leið niður í flæðarmál. Á þessum tima dags var þarna lítið um að vera. Dansinn og te- drykkjan hófst ekki fyrr en eft- ir klukkustund. Neil og van Loon leigðu sér sundföt og gengu svo til hinna undir sól- hlíf í fjörunni. Anne-Marie var í hvítum bikinifötum á dökk- um líkamanum, og Neil neydd- Te í grisjumog ínstant Súkkulaðiduft Kex margar tegundit Gosdrykkir flöskumog ÉBSSIS Súpur í pökkurnT^^^^^M B ódýrar og ljúffengar Niðursuðuvörur sardmur, gaffalhitar ''■smjörsíld,^ Múötbúðingur, svið Hiskbúðingur og | Sígarettur, vindlar, B reyktóbak neftóbak I tepýtur Snyrtivörur rom, rakbfeð. jg^^em^annburstaT MATVÖRUBÚBIB KRON Skólavörðustíg 12. KRON Stakkahlíð 17. KRON Langholtsvegi 130. KRON Tunguvegi 19. KRON Álfhólsvegi 32, Kópavogi. KRON Hlíðarvegi 29, Kópavogi. Góð þjónusta. — Góð bílastæði. ist til að líta undan og honum leið illa. Pip lá ögrandi á grúfu með fæturna upp í loftið, reykj- andi Phillip Morris-vindlinga sem hún bauð engum nema Carlos Morin lautinanti, sem lá og hvíldi höfuðið á bakhluta hennar og las hefti af L'Equipe. Hann hafði haft með sér transis tor-útvarpstæki, sem náði seinna leyniútsendingu frá Guérin hers- höfðingja — langri og leiðin- legri, þar sem lofað var endur- reisn virðuleika og virðingar Frakklands. Hún endaði svo á „Afríkusöngnum“ og glamri af La Marseillaise. Sjórinn var heit ur og sléttur og þau syntu og fóru í kapphlaup í fjörunni, nema van Loon sat eins og ein- hver norrænn spámaður, sjúg- andi pípuna sína og leit girndar augum til Anne-Marie og Pip. Neil synti út fyrir gaddavírs- girðinguna og kallaði á Anne- Marie á eftir sér, og svo gengu þau saman eftir flæðarmálinu. Fjaran var manntóm. Þau komu að svörtu klettanefi, sem lá út í sjóinn og varði fjöruna fyrir ó- þrifnaðiiium frá höfninni. Það va 25 yfirgefinn varðturn hærra uppi í klettunum og á múrveggi hans var letrað: „Lifi Arabaherinn!“ Anne-Marie stanzaði. — Kom ið þér, við skulum hafa okkur burt héðan. Arabarnir koma stundum í þennan hluta fjör- uranar. Hún greip í handlegginn á honum og þau sneru aftur til gaddavírsgirðingarinnar. Hann leit á líkama hennar, blómleg brjóstin og djúpa lægð- ina í kviðnum á henni og löngu lærin, sem saltstrákunum á. Hann lagði arminn uton um hana og honum fannst hún eins og heitt silki viðkomu. Tilfinning- ar hans voru á rugliragi, deyfðar af hitanum og víninu og við'burð um morgunsins. Hneykslun hans á manndrápunum, sem hann hafði séð, var smám saman að hverfa. Hann fann, að hann gat ekki metið þetta fólk á venjuleg an siðmenningar-mælikvarða. Það var grimmt og dýrslegt, og gat drepið fólk á sama hátt og bóndi héra. En það var vingjarn legt og aðlaðandi og þessi ein- falda lífsástríða þess smitaði frá sér. Það trúði aðeins á sólina og heilbrigðina og fegurð líkama síns. Hann velti því fyrir sér, hvað mundi verða ef hann ávss i Anne-Marie. Þau settust í votan sandinn og sjórinn skvetiist kring um þau. og hún sagði honum, að hún væri einkabarn og faðir sinn hefði verið drepinn i Indókína. Móðir hennar hafði faiið til Frakk- lands meðan ófriðurinn stóð yf- ir, og Anne-Marie bjó hjá stjúpa sinum í íbúð, sem var nú að baki göluvirkjunum. Hún var há skólastúdent á öðru ári og lagði slund á stjórnfræði og hagfræði. Hann horfði á hana þar sem hún sat þarna í sandinum með hnén dregin upp að höku, en sjór inn rann yfir tærnar á henni og upp að sundfötunum. Hún er að lesa til fyrri hluta, hugsaði hann með sér. Námsefni: byltinga- fræði. Æfingin: hermdarverk og morð. Hún vildi ekki ræða ástalif sitt, enda spurði hann hana einskis um það. Hún hafði einu sinni farið til Frakklands að sumri til, til Parísar og Tours, og eina helgi hafði hún venð á Miðjarðarhafsströndinni, en dkkert orðið hrifin af. — Þeir eru eintómir snobbar þar, sagði hún, — og líta niður á okkur — þeir telja okkur bara neimska ný- lendubúa. Hafa Englendingar sömu skoðun? — Flestir í Englandi hafa enga hugmynd um það, sagði hann varkárnislega, — landið hérna vekur engan áhuga hjá þeim. — En hvað þá um RhodesíuV sagði hún. — Það hlýtur að vera svipað ástatt þar, að þessir Afríkumenn ráðast á kvenfólk með hnífum, og reyna að leggja undir sig landið. Ég hef heyrt, að í Kenya risti svertingjarnir óléttar konur í kviðinn og éti úr þeim börnin. Hann hryllti við. — Nei, Anne- Marie, þetta eru reyfarasögur, sem hvor ftokkuriran skáldar upp um hinn. Slíkt sem þetta kann að hafa komið fyrir, en það eru þá hreinar undantekningar. — Undantekningar', þó, þó! Þér ættuð bara að vita sumt, sem hér kemur fyrir. Næstum daglega kemur það fyrir, að þeg ar þeir ná í fraraskan hermann hérna í Bled, þá binda þeir hann niður og skera undan honum kyn færin. Hún leit á milli fóta hon- um. — Hvernig fyndist yður að verða fyrir því? En án þess að bíða eftir svari stökk hún út og hljóp út í sjóinn. Hann elti hana, og fann til þess, hve langt var frá því, að þau skildu hvort ann að, er þau syntu fyrir endann á girðingunni í áttina til hinna, sem biða í fjörunni. Transistortækið hans Morins lautinsants hélt áfram að væla niðursoðna 'jassinn, en svo þagn- aði hann vegna tilkynningar frá stjórninni, þar sem sagði, að ástandið væri „eðlilegt“. Ekkert TJOLD ný sending — nýjar teg- undir. Gerið góð kaup! 2ja m. tjöld með himni á aðeins kr. 1545.— 3ja m. tjöld á kr. 1842.— 5 m. fjölsk.tjöld kr. 2552.— 5 m. fjölsk.tjöld með himni kr. 3555.— Sænsku Manzardtjöldin kosta kr. 2985.— Hústjöld, svefntjald og stofa á aðeins kr. 5850.— Þessi tjöld eru að seljast upp. Vindsængur frá kr. 470.— Svefnpokar, margar gerðir frá kr. 594.— Gúmmíbátar, eins og tveggja manna. Ennfremur: pottasett, gasprímusar, nestistöskur, tjaldborð, tjaldhæl ar og súlur, norsk fjallatjöld og bakpokar og yfirleitt flest, er þarf í viðleguna og að ógleymdri veiðistönginni en hún fæst einnig í ATHUGIÐ, þegar þér kaupið viðleguútbúnað, að hann þarf að vera hlýr og góður. Vandið því valið. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis Verzlið þar sem HAGKVÆMAST er. Póstsendum. Laugavegi 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.