Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1967 * BÍLALEIGAN - FERÐ- Doggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. S/MI 34406 SEN DU M MAGIMÚSAR SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190 eftirlokun simi 40381 simi i_44_44 mmíwifí föógczéei&a, Hmflsgðto 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN lngólfsstræti 11. Hagstætt leigugjalcL Bensín innifalið * leigugjaldl Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki tJtvarps- og sjónvarpstæki Suðuriandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði) ★ Leiðrétting frá séra Árelíusi Séra Árelíus Níelsson hefur orðið: „Ég var engu síður undrandi en sjálfur „Suðurnesjamaður“, þegar ég las „í Suður-Afríku“ í grein minni, sem hann talar um í Velvakanda 30/7. sl. Þar átti raunverulega ekki að standa í Suður-Afríku, ég hef efcki heyrt um skrílsupp- þot þar, heldur „suður í Af- ríku“, en sennilega gætum við Suðurnesjamaður orðið sam- mála um, að þar hafa víða verið vanhugsuð uppþot og óeirðir á siðari timum, og eins í borgum Ameríku, þótt allt eigi sínar orsakir. Hins vegar er mér óskiljan- legt, hvað Luthuli og Robert Kennedy koma þessu máli við á minn kostnað. Ég hef alla tíð verið hrifinn af báðum og tel þá bæði lífs og liðna meðal vitrustu og beztu stjórnmála- manna og leiðtoga samtímans, þótt slíkt sé auðvitað erfitt um að dæma. Sömuleiðis vil ég að gefnu tilefni taka fram, að mér þyk- ir sr. Luther King og hans fylgj endur, sem eru sumir hverjir píslarvottar nútímans, fara réttari leið í málamiðlun og baráttuaðferðum, en þeir, sem æsa gegn kristnum mönnum með skrílsuppþotum, en þeir vilja skirra vandræðum. Énnfremur vil ég taka það fram, að það skiptir mig sann- arlega engu máli, hvort Guð væri talinn hvítur eða svartur, en yfir liti er hann líklega haf- inn, þótt hann geti birzt í báð- um þessum og öllum litum. Kynþáttahatur er mér sann- arlega viðurstyggð. Ég sá mig neyddan til að taka það fram, þótt ég skilji naumast, hvern- ig það hefur dulizt. Suðurnesja manni, hafi harrn nokkurn tíma fylgzt með því, sem ég hef sagt eða skrifað opinberlega á sama hátt og þessari grein minni um aksturinn. Mér finnst t.d. mjög á mis- skilningi byggt, það sem sagt hefur verið um Áraba þá, sem hér dvelja, í dálkum Velvak- anda. Ég hef oftar en einu sinni heyrt fólk segja, að þeir væru betri leigjendur en Is- lendingar yfirleitt, þar eð þeir væru bindindismenn, en vin- neytendur í óhófi væru erfiðir legjendur. Annars erum við Suður- nesjamaður algjörlega sammála um allt, sem hann minnist á, eða ég á sama máli og hann, því að um efnið í minni grein ræðir hann ekki, utan þessa einu setjaraskekkju. Sennilega er hann með „nýju umferðarlögunum", og það gerir augu hans svona skyggn á skekkjuna. Um þau yrði ég hins vegar aldrei sam- mála honum. Og mikið má vera, komizt þau í framkvæmd ef það á efcki eftir að kosta okkur enn meiri vandræði og sorgir tiltölulega en t.d. upp- þotin í amerísku borgunum núna kosta þar. Luthuli, Bob Kennedy og Luther King, það eru einmitt mínir menn, og þeir verða aldrei taldir meðal hugsunar- lausra manna, sem láta teyma sig gegr. hugsun og vilja. Hins vegar gæti skríllinn ráðizt á þá bæði lífs og liðna og rangfært orð þeirra og skoð anir. Árelíus Níelsson." Mörg mannkyn Hannes Jónsson, Ásvalla götu 65, skrifar: „Velvakandi góður! Það er ómennska, ef ekki er tekið svari þess, sem rægð- ur er og ofsóttur fyrir að hann sem prestur gerir skyldu sína, upplýsir þjóðina og vísar henni veginn. Ég hefi ekki lesið neitt ósatt, sem séra Árelíus Níels- son hefir skrifað. Meistari hans, Jesú Kristur, hefði sagt það sama. Allt í heiminum er í þróun, mennirnir eins og annað, og það er frá hinu illa, ef þróun- inni er hamlað. ísland hefir verið hvítra manna land, og stofninn er góður. Nú eru hér á götunum allir litir mann- fólksins, útsendarar hins al- þjóðlega kommúnisma, til þess að kenna ungum íslendingum skæruhernað. Ég hefi séð þetta Óvandaðir ævintýramenn, sem hafa svikið fé út úr bönkum og þykjast vera atvinnurekend ur, hafa greitt götu þessara umrenninga inn í landið. Ekk- ert eftirlit hefir verið; þeir, sem ráða, sofa á verðinum. Það er talað um eitt mann- kyn, rétt eins og Guð ahnátt- ugur hafi ekki verið þess um- kominn að hafa þau fleiri. Við sjáum þó fjölbreytni sköpun- arverksins, og enn er verið að skapa. Frá upphafi hafa mörg mannkyn verið, sum eru liðin undir lok, önnur að deyja út. Og nú eru aðallega þrjú, þeir gulu, sem eru í hrörnun, þeir hvítu á hápunkti, og þeir svörtu, sem eiga eftir árþús- undir ef ekki tugþúsundir ára til að verða menn. Enn er að minnast á Luthuli blökkumann, sem Norðmenn gerðu að Nóbelinanni. Þeir eru margir Nóbelmennirnir, ög hafa orðið það með misjöfnum hætti Vafalaust hefir Luthuli verið góður, en það sannar aðmrs stökkbreytingarnar í náttúrunni, bó að umhverfið star.di í stað. Fyrir 1967 árum varð sl’kt fyrirbæri austur á Gyðingalandi. þar sem sonut smiðs varð aílt í einu dýrlegur boðberi sannleikans, ljós vott- ur um almætti Guðs. Við erum mörg sem trúum á Jesú Krist og viljum breyta eftir kenning- um hans. Við trúum, en skilj- um ekki, þar er götusóparinn jafn hámenntuðum biskupi. Ég vil fara þess á leit við alla góða íslendinga, að þeir svari fyrir séra Árelíus, þegar svo ódrengilega er vegið að honum. Hann varar við áfeng- isflóðinu, sem eyðileggur unga og gamla. Hann varar við út- lendingum, sem efcki eiga hér heima. Hann hefir ekki sagt annað en sannleikann, hann vakir á verðinum, er rödd hróp andans í eyðimörkinni, eins og honum ber að vera. Hannes Jónsson, Ásvallagötu 65. Höfuiidur hvorki húnvetnskur né snæfellskur, heldur borgfirzkur Elín Vigfúsdóttir, Laxa- mýri í Suður-Þingeyjarsýslu, Opel Caravan 1964 til sölu vegna brottflutnings af landinu. Bíllinn er sérstaklega góður, tvílitur á hvítum dekkjum, með krómaða toppgrind og útvarp. Uppl. á skrifstofu- tíma í síma 14525 og eftir kl. 6 í 17678. H. BE NE DIKTSSON, H F. Sudurlandsbraut 4 S'imi 38300 skrifar jakob O. Pétursson, fyrrv. ritstjóri íslendings, minnist í Velvakandadálkum á vísuna alkunnu: Ætti ég ekki, vífaval, von á þínum fundum, leiðin eftir Langadal löng mér þætti stundum. í ævisögu séra Árna Þórar- inssonar, í heftinu ,Að ævi- lokum“, blaðsíðu 112, hefir hann vísuna eins og ég hefi alltaf heyrt hana og að ofan er rituð. Hann segir, að séra Magnús Helgason hafi sagt sér, að vís- an væri ort af pilti úr Borgar- firði. Hann hafi átt unnustu á Vörðufelli á Skógaströnd og verið að finna hana um vet- ur. Þarna segja fróðir menn frá. — Elín Vigfúsdóttir. Vísnafræðin.gur Velvakanda segir honum, að þetta sé lang- sennilegasta skýringin á ,tU- urð“ eða „tilorðningu“ visunn ar. Prentvilla leiðrétt f sl. viku var borgari einn (B). að leiðrétta nafn höf undar vísunnar „Þúsundkall- inn þykir mér“ í þessum dálk- um. í bréfi sínu sagði maður- inn, að höfundur væri Jónas- son, en hér prentaðist Jónsson, sem er rangt og leiðréttist hér með. Vísan enn „Kæri Velvakandi! Nú nýverið var bréf í dálk- um þínum frá Jakobi Ó. Pét- urssyni á Akurejrri, þar sem hann gerir athugasemdir við vísu í ferðaspjalli mínu þann 8. júlí, Langadalsvísuna. Hann ber mér á brýn, að ég hafi sett 3 villur í vísuna, en það er á dálitlum misskilningi byggt hjá honum. Það var ekki ég, sem fór með vísuna í bíln- um, heldur einn af farþegun- um, og af ásettu ráði birti ég hana orðrétta, eins og farið var með hana. Ég sagði heldur ekk ert um það, um hvaða Langa- dal hún væri eða hver væri höfundurinn. Sannleikurinn er sá, að ég hafði heyrt ýmsar út- gáfur af þessum húsgangi og einnig mismunandi staðhæf- ingar um dalinn og höfundinn. Sem sagt, ég var að stofna til athugasemda enda stóð ekki á þeim. Mér hafa borizt 3—4 ut- gáfur af vísunni og einnig mis munandi kenningar um dalinn og höfundinn, og allir, sem ég hefi heyrt frá, eru jafnvel sannfærðir um réttmæti sinn- ar skoðunar. Ég tel líklegt, að Jakob hafi á réttu að standa um dal og höfund, en er ekki ánægður með hans útgáfu af vísunni. Er það fyrst og fremst þriðja hendingin, leiðin yfir Langa- dal. Orðið yfir er oftast not- að, þegar fanð er þvert yfir dali og er sjaldnast löng leið. En þegar farið er um langan dal, eru notuð o ðasamböndin út um .nn um, fram um. Um þetta \ il ég þó ekkert fullyrða, enda enginn vísnasérfræðing- ur. En hver leyfir sér svo að halda því fram, að áhuginn á góðum lausavísum sé að dvína á þvísa landi? — Gísli Guðmundsson. —- Eins og þegar er fram komið af leiðréttingu Jakobs, hafði hann skrifað „efíii“ (ekki ,,yfir“) í bréfi sínu, en prent- villupúkinn, sá gamii skunk- ur breytti réttu í rangt að venju sinni. — Hir.s vegar stóð réttilega í fyrirsögninni á sín- um tíma: „Leiðin eftir Langa- dal.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.