Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. AGÚST 1967 Séra Jón Skagan, sjötugur í DAG er séra Jón Skagan, nú- verandi aeviskrárritari, sjötugur að aldri. Hann er fæddur 3. 8. 1897 að Þangskála á Skaga. For- eldrar hans voru Vilhjálmur Jón Sveinsson og kona hans, Jó- hanna Sveinsdóttir, og bjuggu á Þangskála. Jón Sveinsson var greindur maður og hagyrðingur góður, fróður um margt og fjör- maður. Hafði hann og aflað sér betri m-enntunar en títt var um bændur í þá daga, og átti hann margar bækur. Móðir Jóns Skagan, Jóhanna Sveinsdóttir, var góð kona og glæsileg að ytri sýn, vel verki farin, fyrirmyndar húsfreyja. Naut hún almennrar hylli. Ekki voru þau hjón auðug af veraldlegum fjármunum, enda var fjölskyldan stór. Áttu þau fyrir 10 börnum að sjá. Jón lærði snemma að leggja fram krafta sína við alla algenga vinnu, bæði á sjó og landi. Hann var elztur systkinanna og því mestar kröfur til hans gerðar. Hann var t.d. ekki nema 9 ára, er hann réri fyrst til fiskjar. Og ekki dreymdi hann þá um það að „ganga menntaveginn", eins og það er kallað. En veturinn 1913 var Ludvig R. Kemp, kunn- ur hagyrðingur, ungMngakenn- ari í sveit Jóns, og naut hinn síðarnefndi náms hjá honum í 10 vikur. Mun sú kennsla hafa orð ið honum notadrjúg , enda var Kemp góður kennari. Vorið 1914 fór Jón svo, þá 16 ára gamall, til Akureyrar og hugðist þreyta próf upp í annan bekk gagn- fræðaskólans þar. Stóðst hann prófið með ágætum. Meðan á gagnfræðanáminu stóð, var hann studdur fjárhagslega af föður sínum og bróður, en eftir að hann settist í 4. bekk Mennia skólans í Reykjavík haustið 1916, varð hann að sjá um sig sjálfur að öllu leyti, og var það ekki baráttulaust. En 1919 tók hann stúdentspróf, og var pá skuldugur nokkuð, eins og ekki mun hafa verið fátítt um unga menntamenn. Næsta vetur stund aði hann barna- og unglinga- kenslu í heimasveit sinni. Haust ið 1920 innritaðist hann í Há- skólann, guðfræðideildina, og lauk hann guðfræðiprófi 1924. Sama ár giftist hann Sigríði Jennýu Gunnarsdóttur. Voru þau hjón gamlir sveitungar, höfðu leikið sér saman sem börn og eiginlega tilheyrt hvort öðru síðan. Frú Jenný (svo er hún Sextugur: Baldur Steingrímsson í DAG er Baldur Þ. Stein- grímsson, deildarstjóri, sextugur. Hann er fæddur á AkureyTÍ 3. ágúst 1907 og voru foreldrar hans þau Steingrímur læknir Matthí- asson, Jochumssonar, skálds, og kona hans, Kristín Þórðardóttir, Thoroddsen. Baldur varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1928 og tók hann síðan stærð- fræðideildarpróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík vorið 1929. Hann hélt síðan utan til náms og stundaði verkfræðinám við Tekniska Háskólann í Múnchen og lauk þaðan prófi 1939. Síðan 1. marz 1940 hefur hann verið verkfræðingur hjá Rafveitu Reykjavíkur og innt þar mikið og heilladrjúgt starf af hendi. Auk hinna umfangsmiklu verk- fræðistarfa við Rafmagnsveitu Reykjavíkur, hefur Baldur unnið mikið að málefnum rafveitna víða um land. Hann var fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenzkra rafveitna frá 1954 til 1962 og sat á þeim árum nokkra samstarfsfundi framkvæmda- stjóra norrænu rafveitusamabnd anna sem fulltrúi íslenzkra raf- veitna. Baldur hefur setið í stjórn Sam bands íslenzkra rafveitna frá 1962, lengstum sem gjaldkeri og séð um útgáfu ársskýrslna þess frá 1954, auk þess hefur hann ritað ýmsar greinar í rit S.Í.R. og ritgerðir eftir hann hafa birzt í öðrum tímaritum verkfræðilegs eðlis. Störf Baldurs hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur hafa í senn verið bæði yfirgripsmikil og margþætt. Frá 1952 hefur hann starfað sem deildarverkfræðing- ur við bæjarkerfi Rafmagnsveit- unnar og séð um rekstur þess. Jafnframt því hefur hann sinnt störfum sem yfirmaður skýrslu- deiidar Rafmagnsveitunnar. Við samstarfsmenn hans og vinir þökkum honum ánægjulegt samstarf og óskum honum allra heilla á komandi árum. í dag mun Baldur taka á móti vinum ok kunningjum í Átthaga sal Hótel Sögu, kl. 16,30 til 19,00, og er ekki að efa, að þar mun verða fjölmennt. Sextugur verður einnig í dag Bragi M. Steingrímsson, dýra- læknir, tviburabróðir Baldurs, og flyt ég þeim báðum mínar beztu árnaðaróskir. P. S. oftast nefnd) er hin mætas^a kona og hefur verið stoð og stytta manns síns í „blíðu og stríðu“, búið honum og börnum þeirra hlýlegt og vistlegt heimili og laðað mjög „gesti og gangend ur“. — Jón þjónaði Bergþórs- hvolsprestakalli árin 1924—1945 og naut mikilla vinsælda austur þar, bæði sem prestur og maður. Nóg var þarna að starfa, því að stundum þjónaði hann 7 kirkj- um, er hann hljóp í skarð ná- grannapresta. Gestkvæmt var mjög á Bergþónshvoli, og voru útlendingar þar oft á ferð. Flest ir munu næturgestir þar hafa orðið 13 að tölu. — Má geta nærri, að þessi mikla gestakoma hafi oft truflað húsbóndann við bústörfin, en þó tókst séra Jóni að reisa ÖJI hús á staðnum frá grunni og leggja veg heim að bænum. Þess er vert að geta, að árið 1928 fékk hann verðlaun úr hetjusjóði Carnegies fyrir björgun frá drukknun í Markar- fljóti. Þau Jenný og séra Jón eign- uðust tvær dætur, Maríu, sem dveist heima með foreldrum sín um og hefur um mörg ár átt við sjúkdómserfiðleika að stríða, og Ástríði, sem á heima í London og stundar var það, sem á ensku er nefnt chiropody (fótaaðgerðir); báðar eru þær sytur prýðisvel gefnar, eins og þær eiga kyn tiL Haustið 1945 fluttist séra Jón til Reykjavíkur, aðallega vegna vanheilsu fjölskyldunnar. Vann hann um skeið hjá ríkisbókhald inu (1945—1949) sem bókari og síðan sem fulltrúi (1949—1968). Varð svo æviskrárritari og stundar það starf enn. Hér hefur verið nokkuð fljótt yfir sögu farið og „stiklað á stóru“. — Sá, sem þessar línur ritar, hefur átt því láni að fagna að kynnast séra Jóni Skagan og fjö’lskyldu hans all-mikið, og öll hafa þau kynni verið með ágæt- um. Það er mál manna, að Jón hafi verið mjög vel metinn klerk ur og þótt góður prédikari, enda er hann gáfumaður og hefur gott vald á íslenzkri tungu, hvort sem hann heldur á penna eða mælir af munni fram. Hann er skemmtilega laus við allt trú- arofstæki og þann kristindóm. sem sumir kalla „mannýgan", þ.e. þá kristindómsboðun, sem full er af áreitni og fordæm- ingum í garð skoðanaandstæð- inga. Vil'l 'hann jafnan að hvert mál sé rökum stutt en ekki bor- ið uppi af ofstæki eða neins konar sótthita. Og þó er hann til finningamaður, og hygg ég, að hann sé fyrst og fremst mann- vinur. Hann vill gera hvers manns bón, ef hann má því við koma, og sparar þá ekki tíma eða krafta. Munu margir hafa þá sögu að segja. Annar ríkur þáttur í eðli séra Jóns er sann- leikshollusta og fræðileg ráð- vendnL Hann er vandvirkur og gjörhugull. Ég geri ráð fyrir því, að af- mælisbarnið sé ekki gallalaust fremur en aðrir dauðlegir menn, en ég hef ekki kynnst göllunum, og fyrirgefst mér því væntan- lega, þótt ég ræði ekki um þá, enda eiga afmælisgreinar ekkí að vera nein sálgreining eða andleg krufning! — Séra Jón er viðræðugóður og félagslyndur, og hef ég oft haft ánægju af að ræða við hann í ró og næði um „Jandsins gagn og nauðsynjar". Kryddar hann oft samræðurnar með léttri fyndni og gamansemi, og meðal annars vegna góðs skopskyns held ég, að hann sé enn mjög ungur í anda, þótt árin séu orðin sjötíu. Og að lokum vil ég slá botn- inn í þetta afmælisspjall með vísu, er ég sendi einu sinni vini mínum, sem kominn var nokkuð til ára sinna: Hirtu ekki um áraskil, þótt ævi halli degi. Það er enginn aldur til á endalausum vegi!“ Grétar Fells. - MINNING Framhald af bls. 12. um að þau þægju ekki þá fyrir- greiðslu, sem hún framast gæti láitiið þeim í té og þá í einu vet- fangi snýr maðurinn sér að konu sinni og ýtir henni harkalega að húsfreyju og segir: Mundu eftir að þatoka fyrir þig Steinku kind og láttu sem ég þurfi ekki að minna þig á það. Það er nú, þegar ég kveð Jónas Sveinsson frænda minn, sem ég vil taka mér í munn orð farandmannsins forðum og þakka honum fyrir mig og alla þá fjölmörgu, sem hann fór um líknandi höndum á sinni löngu læknisævi, og láta aðra feimnis- laiust sj'á að etoki þurfti að minna mig á það. Þótt ég með fátæk- um orðum reyni að senda Jónasi síðustu kveðju mína, hér framan við tjöldin, þá er það etoki þar fyrir að margur mun gera það, sem hefur af meiri vitsmuna- forða að taka en ég. Ég vid þó leitast við að þakka honum fyrir Mtonarstörfin fyrir bræður okkar og systur í þjóðtfélaginu, sem nutu ríkmannlega af læknis menntun hans og mannkærleifca. En líkn hans og mannúð við samborigarana hefur verið mis- virt -af mörgum þiggjandanum mjög svo ómaklega og otftast hvað mest atf þeim er hann lagði sig mest í framkróka með og kemur mér þá í hug utangarðs- fóltoið, sem ég minntist á hér að framan, sem gekk svo frá veitt- um beina að það gætti þess ekki að þakka fyrir sig. Það var fyrir JAMES BOND - * - - * í ONLY ONE OF THE FIRST FLOOR ROOMS HÍ4S L/VEP, /A/. GOLPF/HGERS BONP L J HE'S A PEVIL FOR LEAVIWG LIGHTS BURNIWG. WELL, NOTMIWG MERg. J AND rr'S TIME TO GO- James Bond BY IAN FLEMIN6 •DRAWiNG BY JOHN MctBSKY Það var ekki búið nema í einu herbergi á annarri hæð. Herbergi Goldfingers, ályktaði Bond. — Það virðist vera venja hans að fara IAN FLEMING r you GOT it roo, CHUMrSOUNDS LIKE MOSOUITOEál COMES FROM fMAT W, CUPBOARD____f eA AAAAAOOwi. UIET, PUSS- U'RE SPOILING EARS. I HEAR 5METHING- frá uppljémuðu húsinu. Hér er ekkert að finna — bezt að hafa sig burt. — Mjaááá .. . — Uss, kisugrey. Þú truflar mig! . . . Ég heyri eitthvað. — Heyrir þú nokkuð, félagi? Líkist moskítósuði og kemur frá þessum skáp ... fáum árum að Jónae vax sem al- þjóð er kunnugt kærður og daatndur í héraði fyrir og vegna læknisiíknar sinnar og mannúð- ar að honum hrutu þessi etftir- minnilegu orð af munni: Guði sé lotf að til er hæetirétbur á ís- landL Nú vil ég á þessari kveðju- og saknaðarstund fyrir mína og þeirra hönd, sem nutu mann- dóms bans og læknislLstar, segja: Guði sé lof fyrir að Jónais Sveins son var tiL Megi guð launa þér frændi minn líknarverkin þín við þá fátætouistu og umfcomu- lausustu í þjóðfélaginu. Einkum þó þá sem létu undir höfuð leggjast að þaktoa fyrir sig. Farðiu vel, kæri vinur og frændi, og von mín og bæn er sú að við síðar megum vera samvistum í betfri heimkynnium en við menn- irnir sjálfir höfum sfcapað okkur hér á jörðinni. Vertu blessaður og sæU, góði og drenglyndi frændi minn. Kristján Þórsteinsson. AUGLYSIN6AR 5ÍMI 22*4*80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.