Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1967 27 Senda fjóra báta til laxveiöa við Grænland REGLULEGUR þjóðhátíðarsvip- ur er nú kominn á Vestmanna- eyjar og fólkið komið í þjóðhá- tíðarskap. Undanfarinn einn og hálfan mánuð hafa um fimmtíu sjálfboðaiiðar unnið í sveita síns andlitis að undirbúningi og tek- izt vel upp. Eldspúandi dreki, víkingaskip, bálköstur og fleira. bera áhuga þeirra vitni. Vinna liggur svo til öll niðri, heimilis- feðumir eru farnir að huga að tjöldum og öðrum útbúnaði ig húsmæðurnar kaupa inn kræs- ingar. f dalnum sjálfum voru félagar úr Tý að leggja síðustu hö“id á undirbúninginn í gærkvöldi, og meðal síðustu verka þeirra var að ganga frá miklum og fögrum skrautljósum. Tjaldstæðin verða opnuð í dag, en hátíðin sjáif hefst á föstudaginn klukkan tvö, með setningarræðu Gunnars Jónssonar, formanns Týs. Þ-á flytur séra Jóhann Hlíðar guðs- þjómustu og klukkan hálf fjögur leikur hiðrasveit Vestmannaeyja undir stjórn Martin Hunger. t>á hefjast frjálsar íþróttir og klukk an hálf fimm sýnir Skúli Theo- dórsson bjargsig framaf Fisk- hellanefi. Klukkan fimm hefst barnaball í Herjólfsdal og knatt- spyrnukappleikur á grasvellin- um við Hástein. Þar eigast við Keflvíkingar og Vestmannaey- ingar, en meðan á þjóðhátíðinni stendur heyja þessi lið bikar- keppni ásamt Akureyringum. Kl. 8 hefst kvöldvaka, þar sem hljómsveit Ragnars Bjarnasonar LOKIÐ hefur verið við að ganga frá teikningum að nýju ríkis- fangelsi, sem rísa mun suðvestan undir Úlfarstfélli í Mostfellssveit. Fangelsi þetta mun geta tekið imilli ?0 og 80 vistmenn, en þar verður fyrst og fremst um af- plánunarfangelsi að ræða og enn- fremur varðhaldsfangelsi. Á hinn iþóginn er áformað að reisa sér- stakt fangelsi hér í borginni til gæzluvarðhalds, því að ekki þyk- leikur fyrir dansi og skemmtir með smá gamanþáttum. Bessi og Gunnar. Guðmundur Guðjóns- son, Skúli Halldórsson, Samkór Vestmannaeyja og hljómsveitin Logar lífga einnig upp á þessa vöku. Frá klukkan ellefu verður svo dansað á báðum pöllum til klukkan fjögur um morguninn. Klukkustund eftir að dansleikur- inn hefst geisist svo Sigurður Reimarsson að venju fram með kyndilinn og tendrar mikinn bál- köst á Fjósakletti. Á laugardag klukkan tvö flyt- ur séra Þorsteinn L. Jónsson, há- tíðaræðu, lúðrasveit leikur og menn keppa í frjálsum íþróttum. Klukkan fjögur keppa Keflavík og Akranes í knattspyrnu, klúfcku stund síðar hetfst barnaball og klukkan átta kvöldvaka. Skemmtikraftar Verða þeir sömu og kvöldið áður, en efnis- skráin verður ný. Klúkkam ellefu hefst dansinn og klufckan tólf verður glæsileg flugeldasýning, dansað verður til klufckan fjög- ur. Á sunnudeginum hefst dag- skráin klúkkan tvö. með íþrótt- um og verðlaunaafhending fer fram að þeim loknum. Klukkan fimm keppa Vestmannaeyingar og Akurnesingar í knattspyrnu og klúkkan tíu hefst dans sem stendiur til klukkan eitt etftir mið nætti. Kynnir verður að venju Stefán Árnason, yfirlögraglu- þjónn sem hefur haft þá virð- ingarstöðu á hendi í hartnær hálsfa öld. ir hentugt að hafa það svo fjarri borginni. Londoii, 1. ágúst AP Duncan Sandys, þingmaðux brezka íhaídsflokksins og fyrr- um samveldismálaráðherra, mun fara flugleiðis á morgun til land anna fýrir botni Miðjarðarhafg- ins og irtjUii m.a. koma bæði til Jórdaníu og ísraels. Hann mun koma að máli við Hussein kon- umg og leiðtoga ísraelsmanna. Torshavn, 2. ágúst. FÆREYINGAR senda í ár fjóra stóra fiskibáta til laxveiða við Grænland, en í fyrra var einn færeysfcur bátur á laxveiðum við Græland og gaf sú útgerð allgóða reynslu. Bátarnir verða búnir netum ti'i veiðanna og er ráðgert að þeir leggi netin við austur- og vest- urströndina. Aflinn verður geymd ur í frystilest bátanna og er gert ráð fyrir að bátarnir verði við veiðarnar fram um mið' n desember, eða um fjögurra mán aða úthald. Báturinn sem var á laxveiðunum í fyrra seldi afla sinn, um 75 tonn fyrir rúmiega Stokkhólmi, 1. ágúst — AP — SAS-flugfélagiff mun hafa uppi áform um aff opna nýja flugleið til Austurlanda fjær yfir Sov- étríkin og verffi fiogiff til Nýju Delhi effa Bankok. Sagði tals- maffur flugfélagsins, aff áætlan- ir um flugleiðina myndu verffa kunngerffar á blaffamannafundi á morgun, miðvikudag. Ef af þessu verffur, myndi SAS verffa fyrsta flugfélagið á Vesturlönd- um tii þess aff fljúga til Aust- urlanda fjær yfir Sovétríkin. Japanskt flugfélag varff fyrst erlendra flugfélaga til þess aff gera slíka samninga viff Sovét- ríkin. - LAUMUFARÞEGl Framhald af bls. 28. Eins og fram hefur komið í fréttum, sendi rannsóknarlögregl an skeyti til skipsins, þar sem spurzt var fyrir um Ingibjörgu. Sfcipverjar voru þá inntir etftir því hvort þeir vissu um stúlik- una, en þeir stóðu eins og hvít- þvegnir englar fyrir yfirmönn- um sínum og fullyrtu að þeir hetfðu efcki minnstu vitneskju um dvalarstað hennar. Var skipstjór inn og yfirmenn hans sannfærðir um að stúlkan væri efcki um borð, og brá illilega þegar lög- reglan og tollverðir fundu ekki aðeins eina fcvensu, heldur tvær. Fréttamaður talaði við sfcip- stjórann, Oscar Djurhuois. Hann kvað stúlfcurnar eintoum hafa verið á vegum tveggja manna af sfcipshöfninni. Þeir eru afleysingamenn, sem eiga hvort eð er að fara af skipinu eftir þessa ferð. Ef þetta hefðu verið fastráðnir skipsmenn, hefðu þeir verið reknir af skipinu, sagði Djurhuus. Þetta getur ekki haft neinar afleiðingar fyrir mig, sagði hann. Ég get ekfcert gert við svona löguðif. Ekfci er neinn vörður við landganginn og hver sem er get- ur farið um borð. Ég býst efcki við því, að eftir- litið með sfcipinu í höfn verði hert. Þetta er í fyrsta skipti se n svona kemur fyrir hjá ofckur og allt hefur gengið vel til þessa. þótt ekfcert eftirlit hafi verið. Vafalaust hafa fleiri vitað um stúikurnar en þessir tveir menn. Það fer ekki hjá því. - SKÖGARHÓLAR Framhald af bls. 2. hesta sem þar keppa eru Gula- Gletta Sigurðar Ólafssonar, Reyk 1,3 milljónir danskra króna og var afllahlutur yngsta skipr j- ans, sem var unglingur, 25.000 danskar krónur eða um rúmar 162.000'íslenzkra. — Arge. Mikil farþegaaukning. Torshavn. 2. ágúst. Ferðamannastraumurinn hing- að til Færeyja hefur mikið auk- izt nú í ár, einkum með flug- vélunum. Samkvæmt þeim töl- um sem nú liggja fyrir höfðu flugvélarnar flutt hingað hinn 1. ágúst síðastliðið rúmlega 7300 farþega, en það er svipuð tala farþega og kom hingað al t árið 1966. — Arge. Hin nýja flugleið myndi iiggja um Leningrad eða Moskvu og Tashkent í Mið-As- íu til Nýju Delhi eða Bangkok. Myndi þessi nýja flugleið stytta núverandi flugleið SAS þangað um 9 klukkustundir. Auk þess hafa Sovétríkin veitt SAS heimild til þess að fljúga til Teheran um Tiblis, sem stendur við Svarta hafið. í staðinn fær rússneska flug- félagið Aeroflot réttindi til þess að fljúga yfir Danmörk, Noreg og Svíþjóð og lenda í Kaup- mannahöfn á flugleiðinni til Ameriku þar á meðal til Kúbu. ur Jóhönnu Kristjánsdóttur og Tilberi Skúla Kristjónssonar, Svignóiskarði. í 800 metra stökki verður keppni mjög tvísýn. því að Þytur, sem hefur verið nær ósigrandi á þessari vegalengd, keppir ekki, vegna meiðsla knap ans Aðalsteins Aðalsteinseonar. Verðlaun eru mjög góð, T.d. eru fyrstu verðlaun í skeiðinu og 800 metra hlaupi 10 þúsund krónur, 2. verðlaun 5 þúsund krónur, og 3. verðlaun 2500 krónur. í 300 metra hlaupi eru fyrsbu verðlaun 6 þúsund kr. önnur verðlaun 3. þús. kr. og þriðju verðlaun 1500 krónur. Hest arnir þunfa að ná áfcveðnum lág marfcstíma til að fá 1. verðlaun. Milli þess sem kappreiðarnar fara fram munu hestamenn úr þessum sex hestamannafélögum, meðal annars hestamenn frá TRAUSTA í Kjós, sýna gamla tímann við heyhirðingu, er hey var bundið og sett á klakk á klyfjahesti. Einnig má nefna naglaboðreið. sem nýtur mikilla vinsælda og vekur kátínu meðal fólfcs. Skógarhólasvæðið eru í eigu Landssambands hestamanna, en hestamannafélögin sex hafa feng ið það leigt til þessa móts á und- anförnum árum. Aðstaða þarna er mjög góð til kappreiða, og sögðu talsmenn Slkógarhólanefnd- arinnar er sér um allan undir- búning, að brautir þar væru nú óvenju góðar. Ef veður verður gott er búist við mifclu fjölmenni á mótinu, en 2—3 þúsund manns sóttu það í fyrra. Aðgangur fyrir fullorðna er 150 krónur, en ófcíeyp is fyrir börn innan 12 ára ald- urs. Veitingar verða á staðnum. Djakarta, 1, ágúst AP Dómsmálaráðherra Indónesíu, Sugiharti hershöfðingi tilkynnti í dag, að tveir hershöfðingjar, þrír ofurstar og nokkrir liðsfor- ingjar hafi verið handteknir fyr- ir tilrausn til þess að koma Su- karno fyrrum forseta aftur til valda. - ÆSKULÝÐSMÖT Framhald af bls. 10. tumgu, sem fyrir 1000 árum hafi verið kölluð dönsk tunga oig ver- ið töluð í Danmörkiu, Noregi og Svíþjóð einnig, en þjóðir þess- ara landa hefðu nú glatað. Ein- angrunin, sem fslendingar bjiuggu við hefði næstum gengið , atf þjóðinni dauðri, en án henn- ar hefði þeim ekki tekizt að varðveita tungu sína, sem þeir mætu meira en allt annað. Þeirri einangrun væri nú sem betur fer lokið og minningin um hana aðeins skuggi í þjóðar- sögunni. En íslendingar væru staðráðnir í að varðveita þá tun.gu, sem einangrunin hefði hjálpað þeim að vernda og gerði þeim kleift að ausa af brunni norrænnar menningar. Lífskjör þjóðarinnar væru nú betri en nokkru sinni áður og sambærileg við lífskjör annarra Norðurlandaþjóða. Lífið á ís- landi væri með allt öðrum hætti en fyrr og margt væri það í heimi nútímans, sem trufl aði og gerði fámennri þjóð erf- itt að berjast fyrir lífi sínu og hagsmunum. Þá væri gott að eiga góða virá. Norðurlandaþjóð irnar færu auðvitað hver sína leið, jafnvel einmitt þegar mest lægi við, ekki af því að þær vildu það, heldur af því að þær neyddust. til þess, vegna ýmissa ástæðna, sem þær réðu ekki við svo sem t.d. hefði orðið í se'inni heimsstyrjöldinni og síðar í varnarmálum. Einmitt þess vegna væri sýnu meiri ástæða til þess að stuðla að einingu og vináttu allra þjóða og efla sam- starf á öllum sviðum. Samvinna íslendinga við aðr- ar þjóðir hefði oft haft beina þýðingu fyrir okkur og erfitt gæti reynst að endurgjalda þann hag, sem íslendingar hefðu haft af henni. Hver væri sjálfum sér næstur og auðvitað yrðu Norð- urlandaþjóðirnar að ákveða hver fyrir sig hvort þær vildu ákveða að halda áfram samvinnu við ísland. Hver og einn liti á málin frá sínum sjónarhóli. Okkur væri mest í mun að varð- veita þjóðerni okkar og sjálf- stæði, er flest skildum við einnig að það leiddi til ófarnað- ar að taka ekki tillit til ann- arra. Ungt fólk á Norðurlöndum ætti í framtíðinni að leysa ým- is vandamál, sem fyrri kynslóð- ir þekktu ekki, gera margt upp við sig, sem þær þurftu ekki áður að hugsa um og vonandi yrði unnt að leysa þau með tíma og þolinmæði. Sum þessi vanda mál væru einu sinni ekki fyrir- sjáanleg enn. Engir þörfnuðust fremur skilnings og samstarfs en íslendingar og því væru full trúar hinna Norðurlandanna vel komnir til mótsins hér. Er forsætisráðherra hafði lok- ið máli sínu þakkaði einn far- anstjóra Norðmanna Ragnar- Brede Stene fyrir hönd erlendu þátttakendanna hlýleg orð og góðar óskir, sem þeir hetfðu fengið. Til þess að öðlast sem bezta þekkingu á íslandi hefði verið um nokkrar leiðir að ræða. Unnt hafi verið að fá ís- lendinga utan, og þeir hatfi tek- ið bezta kostinn að fara til Is- lands og kynnast með því bæði landi og þjóð. Að loknu þakkar ávarpi Ragn ars-Brede Stene, varð 5 mín- útna hlé á athöfninni en að því loknu flutti Páll Líndal borgar- lögmaður erindi um ísland í nú- tíð og fortíð. Var erindið skemmtilegt og fróðlegt í alla staði. í gær áttu þátttakendurnir þess kost að sjá Surtseyjarkvik mynd í Hagaskóla og í gær- kvöldi eyddu þeir kvöldinu í íþróttahöllinni í Laugardal, en sú skemmtun var bæði fyrir þátttakendur og almenning. Sáu þátttakerdur sjálfir um íþróttir og skemrutiatriði ásamt heima- mönnum. Gengiö frá teikning- um að ríkisfangelsi Ný flugleiö SAS til Austurlanda Fœr að fljúga yfir Sovéfríkin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.