Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. AGÚST 1987 Útgefahdi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: 1 lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá.Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sfmi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 212-4-'80. 7.00 eintákið. á mánuði innanlands. LÍFSKJÖRIN OG A TVINNUVEGIRNIR A ð sjálfsögðu hljóta lífskjör þjóðanna, jafnt okkar Is- lendinga sem annarra, að markast af afkastagetu at- vinnuveganna og aðstöðu þeirra á hverjum tíma til að framleiða þau gæði, sem íbú- amir njóta. Það væri þess vegna mjög óskynsamlegt að ætla að treysta nær einvörð- ungu á frumatvinnuvegina, sjávarútveg og landbúnað, því að einmitt þar eru sveifl- urnar mestar og öryggisleys- ið. Erfiðleikar sjávarútvegs og landbúnaðar nú sýna líka, að brýna nauðsyn bar til að renna fleiri stoðum undir ís- lenzkt atvinnulíf á þann veg, sem Viðreisnarstjórnin hefur haft forustu um með eflingu iðnaðar, stórvirkjunum og stóriðju. Stjórnarandstæðingar héldu því fram, er deilt var um stóriðjuna, að aflabrögð væru svo mikil og afköst sjávar- útvegsins sköpuðu svo mikil verðmæti, að ekki þyrfti að leggja inn á ný svið í íslenzk- um atvinnumálum, einungis þyrfti að efla sjávarútveg og vinnslu sjávarafurða, enda væri atvinna svo mikil, að ekkert vinnuafl væri til, sem nota mætti við virkjun Búr- fells og byggingu álbræðslu. Nú er hverjum manni orð- ið það ljóst, hve háskasam- legt það hefði verið að fara að ráðum stjórnarandstæð- inga og tapa af því tækifæri, sem við íslendingar höfðum til þess að ráðast í stórvirkj- un og fá hingað hina mikil- vægu verksmiðju, sem vinn- ur ál, einhvern þýðingar- mesta málm, sem notaður er í heiminum, enda eykst notk- un áls um hvorki meira né minna en 10% á ári. Nú sér hver maður, að hin- ar nýju stórframkvæmdir bæta mjög hag þjóðarinnar og þær eru unnar á þeim tíma, þegar sérstakir og veru- legir erfiðleikar steðja að okkar gömlu atvinnuvegum — og einkum sjávarútvegi — af óviðráðanlegum orsökum, sem öllum eru ljósar. Þar er fyrst og fremst um að ræða minnkandi tekjur af bolfisk- veiðum, sem nemur um 500 millj. króna og gífurlegt verð fall á síldarafurðum, en verð á síldarlýsi er nú komið allt niður í 43 sterlingspund, og hefur lækkað um nærri helm- ing. «s>-----------------,--- UNNIÐ AÐ LAUSN VANDANS egar jafn stórfellt verðfall verður á sjávarafurðum, eins og raun ber vitni, og jafnframt eru aflabrögð með versta móti, þá hlýtur það óhjákvæmilega að skapa mik- inn vanda, og við honum verða menn að bregðast af djörfung og raunsæi. Við erum svo heppnir, Is- lendingar, að þegar þennan mikla vanda ber að höndum þá stöndum við sterkar að vígi til að mæta honum en oftast eða alltaf áður. Bygg- ist það á hinni geysimiklu uppbyggingu atvinnufyrir- tækja síðustu árin, stórverk- efnunum, sem unnið er að við Búrfell og í Straumsvík og loks á hinum traustu gjald eyrisvarasjóðum, sem geta staðið undir verulegum halla á útflutningsviðskiptum þeg- ar á móti blæs, eins og nú í ár. Samt sem áður verða menn að gera sér glögga grein fyrir afleiðingum þess að tekjur minnka svo stórlega, sem raun ber vitni. Morgunblað- inu er kunnugt um, að ríkis- stjórnin og sérfræðingar hennar vinna nú kappsam- lega að því að safna sem ítar- Iegustum gögnum um alla að- stöðu íslenzks atvinnu- og efnahagslífs, svo að sem gleggstar upplýsingar liggi fyrir í haust, er ríkisstjórn og Alþingi taka ákvarðanir um stefnuna í efnahagsmál- um og hvaða viðbrögð séu heppilegust við þeim vanda, sem að steðjar. Enn er ekki tímabært að taka neinar ákvarðanir í því efni; þær hljóta mjög að markast af því, hvernig síld- veiðarnar ganga nú á haust- mánuðunum og eins af hinu, hver þróunin verður í verð- lagsmálunum næstu vikur og mánuði. Hvort tveggja þetta lítur vissulega illa út nú, en úr getur rætzt, ef mikill síld- arafli yrði í haust og verð- lag kynni eitthvað að hækka, en um það getur enginn spáð í dag. Þetta eru þau viðfangsefni, sem stjórnmálamenn og efna- hagssérfræðingar glíma við þessa dagana. Þau eru vissu- lega bæði viðamikil og alvar- leg, þótt engin ástæða sé til að örvænta. Við þurfum að- ÉLsSk VSU UTAN ÚR HEIMI Mikilvægi Suez- skurðar minnkar Súez-skurðurinn hefur verið lokaður í tvo mánuði, en áhrLf iokunarinnar hafa ekki verið teljandi í Vestur-Evrópu. Skurð urinn ,sem eitt sinn var eftir- sótt herfang, er ekki eins mikil- vægur og hann áður var og Nasser forseti hefur því ekki eins mikið gagn af honum og áður sem vopni við samninga- borð. Hann gerði ráð fyrir, að lokun skurðarins hefði alvarleg áhrif á efnahagsmmál Vestur- Evrópu, en fljótlega tókst að leysa þessa erfiðleika, ekki sizt vegna aukins framboðs flutninga skipa. Egyptar hafa lýst því yfir, að skurðurinn verði ekki opnaður á ný, fynr en ísraelsmenn flytji brott hersveitir sínar frá austur- bakkanum. ísraelsmenn krefjast þess, að undirritaður verði frið- arsamningur, þar sem þeim verði tryggðar frjálsar skipa- ferðir um Súez-skurðinn, en hann hefur verið lokaður ísra- elskum skipum síðan Nasser þjóðnýtti hann 1956. Vesturveldin vona, að þeim takizt að þola erfiðleikana, sem lokun skurðarins veldur, lengur en Nasser, en þá verður hann að lúta í lægra haldi vegna tapsins á tekjum þeim, sem Egyptar hafa haft af ferðum skipa um skurðinn. f fyrra námu þessar tekjur 225 milljónum dollara. Þetta kemur í Ijós í vetur, þeg- Rússar í sumarleyfi við Súez-skurð. ar kuldarnir fara að segja til sín, en miklum olíuibirgðum er nú safnað saman í Vestur-Evrópu fyrir veturinn. Þar sem oliu- flutningaskip verða nú að sigla suður fyrir Góðravonarhöfða, hefur afhending dregizt í nokkr- ar vikur, og olíubirgðir hafa sums staðar minnkað um 25— 30%. Því lengur sem skurðurinn er lokaður, því meir munu Egypt- ar tapa til frambúðar, þar sem skipaeigendur hyggja nú á smíði risastórra olíuflutninga- skipa, sem eru of stór fyrir skurðinn og hagkvæmara er að sigla suður fyrir Góðravonar- höfða. Þegar skurðinum var lok- að eftir Súez-stríðið 1956, fóru um hann 80% þeirrar olíu, sem Vestur-Evrópubúar notuðu. Síð- an hefur með góðum árangri verið leitað að olíu á tryggari stöðum, aðallega í Norðúr- Afríku og Nígeríu, og í fyrra barst innan við 60% þeirrar olíu, sem notuð er í Vestur- Evrópu, um skurðinn. Búizt er við, að þessi hundraðstala haldi áfram að minnka eftir að skurð urinn verður opnaður á ný, þar sem olíufyrirtæki munu haida áfram leit sinni að olíu á trygg- ari slóðum. Þegar Súez-skurðurinn var lokaður 1956—57, var mikill skortur á skipum um allan heim, en nú var mikið framboð á skipum. Skipum, sem voru alls 3 milljónir lesta, hafði verið lagt vegna lágra filutningsgjalda, en við lokun Súez-skurðar hækk aði leiga á olíuskipum fimm eða sexfalt, og þannig jókst kostn- aðurinn við að flytja oiíu frá Persaflóa um 10 dollara á lest- ina. í júní tók BP 44 olíuskip á leigu, en alls geta þau filutt 114 milljón lesta. Fjöldi skipa, alls 3 milljónir lesta, sem höfðu flutt málma og hveiti, tóku að flytja olíu, þar sem meira var upp úr því að hafa. Á næstu sex mánuðum er taiið að leigan muni læklca. Kaldhæðnislegt er með iokun Súez-skurðar hefur harðast kom ið niður á Indverjum, einhverj- um öflugustu stuðningsmönnum Egypta, og bætt hag Suður- Afríkumanna, sem eru meðal hörðustu óvina Nassers. Tafir hafa orðið á kornsendingum til Indlands og farmgjöld hækkað. Suður-Afríkumenn hagnast mik ið á viðkomum olíuskiipa, sem sigla suður fyrir Góðravonar- höfða. - ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 15. an- og utanrikismálum. Fundir þingsins voru haldnir að lokn- um deilum í forystu rúmenska kommúnistaflokksins um stefnu þá, sem nú er fylgt, og afleiðing arnar, sem hún hefur íyrir Rúme níu. Þótt þessi vandamál væru rædd af mikilli varkárni á fund um þingsins, leikur enginn vafi á því, um hvað deilurnar hafa fjallað. Það sem fyrst og fremst hefur verið deilt um er, hve sjálf- stæðri stefnu Rúmenar eigi að fylgja gagnvart Sovétríkjunum. Um það er ekki að ræða, að Rúmenar geri „uppreisn" gegn Moskvu-valdinu og segi sig úr Varsjárbandalaginu, enda mundi slíkt skref svipta Rúmena öll- um áhrifum í valdablökk komm- únistaríkjanna í Austur-Evrópu og einangra þá gersamlega. Það sem rúmenskir leiðtogar eru sammála um er, að halda verði áfram að fyígja sjálfstæðri stefnu í utanríkismálum, án til- lits til afstöðu Sovétstjórnarinn ar. Mikilvæg dæmi um þessa sjálfstæðu stefnu Rúmena er viðurkenning þeirra á Bonn- stjórninni og hin sjálfstæða af- staða þeirra til deilumálanna í Austurlöndum nær. Um leið lagði rúmenski land- varnaráðherrann á það áherzlu, að Rúmenar mundu halda áfram aðild sinni að Vairsjárbandalag- inu, en fram kom í ræðu hans, að stefna Rúmena í hermálum er óbreytt. Eins og kunnugt er taka Rúmenar ekki þátt í heræf- ingum Varsjánbandalagsins, og þeir leggja lítið af mörkum til hinnar sameiginlegu yfirstjórnar bandalagsins. Erlendis vöktu ýmsar yfirlýs- ingar um stefnuna í innanrík- ismálum mesta athygli. Nicolae Ceausescu, aðalritari kommún- istafloldcsins, hélt því fram, að öryggislögreglan hefði sölsað undir sig of mikil völd og bein- línis beitt þeim gegn forystu flokksins. í þessu sambandi voru samþykkt lög þess efnis, að koma megi í veg fyrir „óréttlátar" til skipanir eða fresta þeim, Ennfnemur eiga dómstólar landsins að veita borgurunum vernd gegn „valdníðslu", og áfrýja má refsidómum, Komið verður á fót þjóðaröryggisráði, sem á að vernda skoðanafrelsi. Vitaskuld er skoðanafrelsi og stjórnmálaafskipti enn takmörk- uð í Rúmeníu þrátt fyrir hin nýju lög. Hið pólitíska frelsi, sem kveðið er á um, nær aðeins til „viðhorfa á sósía'listískum grundvelli“, og dómstólar lands- ins eru pólitískir alþýðudómstól ar. En nýju ákvæðin eru athygl isverð, ekki sízt fyrir þá sök, að Rúmenía hefur auk Albaniu verið talið mesta afturhaldsland Austur-Evrópu. Ræða Ceusescus leiddi í ljós, að aðstaða rúmenskra leiðtoga er örðug. Hann sakaði Rússa um að reyna að beita Rúmena þving unum og grafa undan vö'ldium forystunnar með samstarfi við aðra rúmenska kommúnistaleið- toga. Hér er um að ræða hóp íhaldssamra kommúnista undir forustu Alexandru Draghicic, fyrrum innanríkisráðherra, sem stjórnaði öryggislögreglunni og er enn í hópi valdamestu manna landsins. Þingfundirnir voru haldnir eftir meiriháttar upp- gjör milli þessara tveggja hópa. eins að horfast í augu við erf- iðleikana og gera viðeigandi ráðstafanir, og svo vel er nú komið hag almennings, að menn eiga vel við hann að geta unað og ættu jafnvel að þola það, þótt eitthvað þrengdi að um skeið, þar til ástandið batnar í atvinnumál- unum, sem enginn efast um. Við höfum áður horfst í augu við léleg aflabrögð og óhag- stætt verðlag, og við erum nú að leggja inn á braut nýrra stórframkvæmda, sem mjög munu bæta hag þjóðar- innar allrar; þess vegna á enginn bölmóður við, heldur einungis raunsætt mat á að- steðjandi vanda og rétt við- brögð við honum. Á því leikur heldur ekki minnsti vafi að ríkisstjórnin mun mæta þessum vanda eins og öðrum þeim vanda- málum, sem að hefur borið á valdatíma hennar og greiða fram úr erfiðleikunum á þann hátt, sem þjóðinni er fyrir beztu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.