Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.1967, Blaðsíða 28
FERÐA-OG FARANGURS RVGGING ALMENNAR TRYGGINGAR £ PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700 tEtj FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1967 RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍMI lO-IOD Var laumufarþegi með Kronprins Frederik — önnur stúlka í tör með Ingibjörgu Salóme sem lýst hefur verið eftir INGIBJÖRG Salóme Sveinsdótt- lr, sem leitað var að í rúma viku, fannst um borð í danska skipinu Kronprins Frederik, þeg ar það kom að bryggju í Reykja- vík í gær. Hún hafði ásamt einni vinkonu sinni farið með skipinu til Danmerkur og svo heim aft- ur, og lifað í bezta yfirlæti með- an hennar var leitað hér dyrum NUREYKJAVIK $ 1.-8.ÁGUST1967 NORRÆNA æskulýðsmótið var sett í gær kl. 14 í Háskólabíói við hátíðlega athöfn. í dag munu þátttakendurnir halda til Þing- valla, Gullfoss og Geysis, í Skál- holt o.fl. Á Þingvöllum mun haldinn fyrirlestur um sögu stað arins og í Skálholti mun biskup fslands herra Sigurbjörn Einars son messa. Búizt er við að þátt- takendurnir komi til Reykjavík- ur fyrir kl. 21 í kvöld. Sjá frásögn af setningarathöfn mótsins á bls. 10. og dyngjum. Hinnar stúlkunnar var ekki saknað. Frétta.maður Morgunblaðsins fór ásamt lögreglumönnum um borð í skipið á ytri höfninni O'g fundu lögreglumennirnir stúlk- urnar fljótlega, með aðstoð toll- þjóna. Einn tollþjónanna hitti vin- konu Ingibjargar að máli, og kvaðst hún þá vera dönsk og vinna á öðru farrými. Hann var á báð'um áttum um hvort hann ætti að trúa henni, en lét hana sleppa í bili, vitandi að hún kæim ist ekki langt. Þegar hann svo vísaði lögregluþjóniunum á stúlk una var leikurinn úti, því þetta var ekki í fyrsta skipti sem af- skipti eru höfð af henni. Ingi- bjöng Salóme lá himsvegar í koju eins skipverjans og þóttist vera sofandi, þegar tollverðir börðu að dyrtum, hún sneri baki í þá en þeir spurðu danskan skipverja hvort þetta væri kon- an hans, játti Daninn því. En það komst brátt upp um hana líka og þær voru drifnar upp á þilfar. Stúlkurnar voru hinar hressustu, kváðu sjóferðina hafa verið mjög ánægjulega og Dan- 'na umhyggjusama. Þær kváð- ust hafa haldið kyrru fyrir í skip inu alla ferðina, nema hvað þær hefðu brugðið sér í Tívolí í Kaupmannahöfn og fengið sér gönguferð eftir Strikinu. Ingi- Framhald á bls. 27. Lýsi og mjöl í lágu veröi SÍLDARLÝSISVERÐ er mjög lágt þessa dagana og einnig verð á síldarmjöli. Þegar verð- ákvörðnn fór fram fyrir árið 1967 var talið að verð á lýsi yrði fjörutín og átta sterlingspund fyrir tonnið, en það hefur nú fallið niður í fjörutíu og þrjú sterlingspund. Verð á mjöli var áætlað að fimmtán shillingar og níu pence fyrir eggjahvituein- ingu í tonni, en er fallið niður í fimmtán til fjórtán og sex. Geta má þess, að á árinu 1966 feng- ust mest sjötíu og sex sterlings- pund fyrir hvert tonn af lýsi og tuttugu shillingar og sex pence fyrir eggjahvítueiningu í hverju tonni af sildarmjöli. Verðið er þvi mjög lágt þessa dagana, sem fyrr segir og virðist fara lækk- andi fremur en hitt. Kanadaheimsókn forsetans lokið WINNIPEG, Manitoba, 2. ágúst (Einkaskeyti frá Elinu Pálmadóttur). HEIMSÓKN forseta fslands í Kanada lauk með 250 manna hófi Vestur-fslendinga í Winnipeg í gærkvöldi. Grettir Jóhannsson, aðalræðismaður, stýrði hófinu. en ræður fluttu Johnson menntamálaráðherra, dr. Thor- valdson, Emil Jónsson og for- setinn. Evelyn Allan söng íslenzk lög og Snjólaug Sigurðsson lék á píanó. Vestuir-fslendingarnir kvöddu forseta hjartanlega. Fyrr um daginn hafði borgar- stjóri Winnipeg hitt forseta og morgunverð snæddi hann með þingmönnum af íslenzkum ætt- um, sem eru fimm á Manitoba- þingi og þrír á Kanadaþingi. f hófinu gáfu Vestur-íslendingar forseta koparskjöld með álctrun um Vínlandsfund, eftirlíkingu af skildinum, er þeir gáfu Ottawa. Forseti íslands, utanríkisráðherra og aðrir í fylgd hans héldu til Boston kl. 9 í morgun. Þessi mynd var tekin í gærkvöldi í íþróttahöllinni í Laugardal, en þar fór fram kvöld- vaka með íþróttasýningum og öðrum skemmtiatriðum í sambandi við Norræna æskulýðs- mótið, sem hófst í gær. Þetta eru danskar jazzballett-stúlkur sem eru að sýna með undir- leik á píanó. (Ljósm.: Sveinn Þorm.) „Sjdnvarpsdraugar" um- hverfis Hallgrímskirkju NOKKRAR kvartanir hafa bor- izt út af því að Hallgrímskirkja „veki upp“ sjónvarpsdrauga. Segir fólk. sem býr í nálægum húsum, að skuggar og endurkast sé á sjónvarpsskermum, og áger- ist þvi meir sem kirkjan hækk- ar. Morgunblaðið hafði samband við Sigurð Þorkelsson, verkfræð ing, hjá Landsímanum, sem stað- festi að þeim hefðu borizt kvart- Slæmar hey- skaparhorfur við DJúp Þúfum, ísafirði 2. ágúst. GRASVÖXTUR á túnum hef- ur lagazt nokkuð upp á síð- kastið, en þó verður almennt grasleysi og sumsstaðar verða tún ekki ijábær, þar sem mest er kalið. Það er því sýnt, að alvarlegt ástand verður í hey- skaparmálum hér um slóðir. Tíðarfar hefur verið kalt en þurrt og gengið erfiðlega með þann litla heyfeng, sem náðst hefur. Engjar eru lélegar, en samt verður liklega reynt að gripa til þeirra á mörgum stöðum. — PP. IVfik.il laxveiði Valdastöðum, 2. ágúst. MOKVEIÐI hefur verið undan- farið í Laxá í Kjós. Sáralítið vatn er í ánni, en þó veiddist þar 61 lax í gær og 58 í fyrra- dag. í gærkvöldi hafði 1031 lax veiðzt í Laxá í sumar og 85 lax- ar í Bugðu. — Steini. anir, en að engar mælingar hefðu farið fram á þessu stigi. f rauninni væri ckkert hægt að gera til úrbóta fyrr en turn- inn væri risinn í þá hæð, sem hann á að fara. Hann sagði, að til úrbóta kæmi fyrst og fremst til greina að setja upp endurvarpsstöð á turninorm, en hann yrði mjög hár og hagfcvæmur til slíks. Ekki hefði þó verið tekið nein endanleg á- kvörðun í þessu efni, umræður um málið væru efcki einu sinni komnar á verulegan rekspöl. Stöðin á Vatnsendahæð er núna fyrst að byrja að starfa eins og hún á að gera í framtíðinni og allar lagfæringar og leiðrétting- ar þarf að gera smásaman „Sjón- varpsdrauga" er stundum hæ_t aS lagfæra með því að breyta stefnu loftnetsins, sagði Sigurð- ur, en það er mikið þolinm. Á- verk og þarfnast mikMar ná- fcvæmni. Fólk yrði bara að reyna að þreifa sig áfram, en ekki væri nein trygging fyrir því að þetta heppnaðist. „Sjónvarpsdraugar" Þingeyri, 2. ágúst HAFNAR eru hér framkvæmdir við nýjan flugvöll, og var úthlut að 250 þús. krónum til fram- kvæmda við hann í sumar. Á nýi völlurinn að geta orðið allt að 12-1400 metrar, og verður brautin um 50 metra breið. Hef- ur þegar verið sléttaður um 50 metra kafli af brautinni. Eldri eru á sveimi allvíða í borginni, en ennþá hefur ekfci verið nægur tími eða mannafli fyrir hendi, til þess að kveða þá niður. 5000 kr. stolið LEIGUBÍLSTJÓRI tapaði 5 þús- und krónum í gær, vegna þess að hann skildi veski sitt eftir í bílnum meðan hann fékk sér sundsprett í Laugunum. Hann lokaði veskið inni i hanzkahólf- inu og læsti hurðum bílsins, en skildi eftir smá rifur á litlu hlið arrúðunum. Þegar hann kom út aftur um fclukkustund seinna var bifreið- in ennþá læst og með nákvæm- lega sömu ummerkjum — en veskið var horfið. Auk pening- anna voru í ýmsar nótur. Það er brúnt að lit, gamalt og slitið, en bílstjórinn vildi samt gjarnan fá það aftur. Þeir sem gætu gef- ið einhverjar upplýsingar eru vinsamlegast beðnir að hafa sam band við rannsóknarlögreghma. völlurinn lá nær þorpinu, og var þar ekki aðstaða til að lengja brautina, svo að ráðizt var í að gera nýjan völl. Undarafama daga hefur veriö góður þurrkux hér í Dýrafirði, og hefur heyskapux gengið með ágætum. Á hinn bóginn er hey- fengur efcki mikill vegna lélegr- ar sprettu. — Hulda. Unnið við nýjan flugvöll á Þingeyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.