Morgunblaðið - 09.08.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1967
Norræna æskulýðsmótinu lokið
Vilja stofna sjóð til styrktar samvinnunni
NORRÆNA æskulýSsmótinu var
slitið síðasliðinn mánudag, í
Hagaskóla. Þar voru flutt nokk-
ur erindi og m.a. töluðú Jón E.
Ragnarsson, formaður æskulýðs-
ráðs Norræna félagsins, Anders
Palmers, frá Svíþjóð og Kurt
Forsman, sem var fundarstjóri.
Umræður voru mjög líflegar og
tóku margir þátt í þeim. t lok
fundarins var lesin upp og sam-
þykkt ályktun mótsins, sem fer
hér á eftir, nokkuð stytt.
Þar segir me'ðal annars, að til-
gangurinn með mótinu hafi m.a.
verið sá, að gefa ungu fólki frá
hinum Norðurlöndunum tæki-
færi til að kynnast íslandi, list-
um, stjórnmálum og efnahags-
málum þess og jafnframt að
kynna íslenzkum æskulýð starf-
semi samtakanna. Mótið hafi
sannfært þátttakendur um fastan
sess íslands meðal hinna Norð-
urlandanna. Þetta hafi skeð
gegnum persónuleg sambönd við
stjómmálamer.n og aðra leiðtoga
á íslandi og við að hlýða á fyr-
irlestra og taka þátt í umræ'ð-
um. Var sérstaklega lýst ánægju
yfir því að fulltrúar frá Færeyj-
um tóku nú í fyrsta skipti þátt í
svona móti. Tekið er fram, að
sameiningarstefna sú, sem er að
breiðast um heiminn í dag, gefi
norrænni samvinnu enn aukið
gildi. Samvinnan geri löndunum
kleift að varðveita lýðræði sitt
og menningararf en jafnframt
væri framlag þeirra til heims-
málanna meira. Það sé því mik-
ilvægt að auka enn samskipti
milli æskunnar á Norðurlönd-
um, og nauðsynlegt að kljúfa á
einhvem hátt fjárhagsvandamál,
sem ungt fólk í Færeyjum og á
íslandi eigi við að glíma í sam-
bandi við beina þátttöku í mót-
um og annarri starfsemi. í þessu
skyni þyrfti að stofna sérstakan
sjóð til styrktar samstarfinu, sem
gæti veitt ungu fólki og leiðtog-
um þess aðstoð ef með þyrfti,
á þeim sviðum sem Menningar-
sjóður Norðurlanda nær ekki til.
Að lokum segir í ályktuninni,
að hvað persónuleg sambönd
snerti, hafi mótið uppfyllt björt-
ustu vonir og að þessi sambönd
eigi eftir, þegar fram líða stund-
ir, að hafa mikil og góð áhrif
og auka sambönd og fjölga heim-
sóknum milli félagasambanda á
Nor’ðurlöndum. I því skyni að
styrkja enn þessi kynni vilji
gestkomandi þátttakendur í
þessu móti, bjóða íslenzka ung-
linga hjartanlega velkomna á
æskulýðsmótið sem hefst í Ála-
borg fyrsta júní 1968. í ræðu
sinni sagði Jón E. Ragnarsson, að
hann væri mjög ánægður með
árangur mótsins. Hann harmaði,
að ekki skyldu fleiri íslenzk ung-
menni taka þátt í því, en þetta
væri óheppilegur tími í því tilliti.
Eftir þetta urðu fjörugar umræð-
ur, sem margir tóku þátt í og
klukkan fjögur var svo mótinu
formlega slitið. Þá um kvöldið
var kveðjudansleigur á Hótel
Sögu og var þar glatt á hjalla.
Gestirnir fóru svo heimleiðis í
gær.
Bankarán og morð-
tilraun í Stokkhólmi
Ræninginn handtekinn og
þýfið fundið
Stokkhólmi, 7. ágúst
(NTB)
} Mikill ótti greip um sig í
miðhluta Stokkhólmsborgar
á mánudagsmorgun þegar
maður nokkur rændi banka
þar um hábjartan daginn og
skaut nokkrum skotum úr
skammbyssu sinni, bæði inni
í bankanum og óti á götu.
t Einn af starfsmönnum
bankans var mjög hætt kom-
inn þegar ræninginn beindi
byssu sinni að honum og
bleypti af. Stöðvaðist kúlan á
þykku peningaveski, sem
starfsmaðurinn bar í vasan-
um.
Bankaræninginn kom inn í
aðalstöðvar Skásika Banken v:ð
Hamngatan í Stoklkhólmi kloxklk-
an 10:45 á mánudagsmorgun, og
glekk rakleiðis að gjaldeyiisdeild
inni, þar sem gjalnkerinr., Tom
Johannesson, var að störium.
— „Maðurinn kom mjóg vel
fyrir. og ég hélt einna helzt að
hann væri að spauga við mig
— þetta væri ef tii vill gar-all
en gleymdur kunningi — þ’gar
hann hrópaði til mín að koma
með peningana", sagði Jóhannes
son seinna. „En þegar ég gerði
enga tilraun til að afhenda pen-
ingana, kom alvaran í Ijós. Mað-
urinn dró leiftursnöggt upp
skammlbyssu, sem hann hafði
falið undir dagblaði, og hleypti
af. Byssukúlan fór fyrst gegn-
um kassa á skrifborðinu, en lenti
síðan í brjóstinu á mér. Fór hún
gegnum jakkann, en stöðvaðist í
veski mínu, þar sem meðal ann-
ars var þykkt ávísanahefti. Það
einasta sem á mér sér er blár
marblettur á brjóstinu".
Gjaldkerinn segir ennfremur,
að ræninginn hafi ógnað konu,
sem var við vinnu rétt hjá. og
að ekki hafi verið um anna.ð að
ræða en fleygja til hans bunkurn
af peningaseðlum — alls um
60—70 þúsund sænskum krónum.
Telur Johannesson Hklegast að
ræninginn hafi fengið hugmynd-
ina að ráninu úr sjónvarpskvik-
mynd, þar sem sýndiur hafði ver-
ið svipaður atburður. Eftir að
ræninginn hafði fengið pening-
ana lagði hann á flótta, og eltu
hann tveir af starfsmönnum
bankans inn í almenningsgarð-
inn KungistrædgSrde. Þar skaut
ræninginn tveimur skotum og
greip til tvítugrar stúlku, héit
henni eins og sikildi fyrir fram-
an sig um leið ag hann hrópaði:
„Ég skýt hana ef þið látið mig
eikki í friði“.
Meðan athygli ræningjans
fceindist öll að þeiim, sem voru
að elta hann, tókst útlendingi ein
um að læðast að honum og fella
hann umn koll. Hafði bamkastarfs-
fólk strax hringt til lögreglunn-
ar, sem kom skömmu seinna og
handtók rænirvgjann. Ræninginn
er 34 ára. og játaði hann strax
á sig ránið. Kvaðst hann hafa
fengið sikaimmíbyBSU sína hjá ó-
þekktum manni. Fundust á hon-
um 46 þúsund krónuir í seðlum.
Tíu þúsamd krónum hafði banka
'starfsmönnunum tekizt að ná af
honum á flóttanum, og tíu þús-
und króna seðlabunka hafði ræn
inginn misst. Eldri toona, sem var
þarna á ferð, fann bunikann og
afhenti hann lögreglunni.
Pulltrúi lögreglunnar, G. \V.
Larsson saigði, að hér væri ekiri
aðeins um rán að ræða, heldur
einnig morðtilraun. Sagði hann
þetta sanna hve dirfsfca ræn-
ingja og harka færi stöðugt vax-
andi.
Bílvelta
við Húsafell
BIFREIÐ valt nokkru fyrir of-
an Húsafell um helgina, en slys
á mönnum urðu ekki teljandi.
Höfðu hemlar bifreiðarinnar
bilað, og ætlaði ökumaður að
stöðva hana með því að aka
upp í moldarbarð. Bifreiðin fór
hins vegar á ská upp í moldar-
barðið með þeim afleiðingum að
hún valt út á veginn.
— Togarinn
Framhald af bls. 24.
gera skip úr strönduðu skipi.
Hundruð manna fylgdust
með því, þegar Boston Well-
vale var dreginn upp í fjöru,
og er þetta einhver mesti bæj
arviðburður, sem hér hefur
orðið, mörg undanfarin ár.
— H.T.
Mesti anna-
dagur í
s*
sögu F.l.
MÁNUDAGURINN sl. var
mesti annadagur í sögu Flug
félagis fslands, en þá flutti
félagið um 2100 manns. Þar
af voru 1660 farþegar í inn-
anlandsflugi, og var lang-
mesti hluti þeirra frá þjóð-
hátíðinni í Vestmannaeyjum.
Hélt F.í. upp stöðugum áætl-
unarferðum milli lands og
t Eyja allan þann dag.
Vörubifreii féll
fimm mannhæðir
ísafirði, 8. ágúst
ÞAÐ slys varð á laugardagsmorg
uninn fyrir verzlunarmannahelg
ina, að þunghlaðin vöruflutninga
bifreið á leið til Patreksfjarðar
fór út af Vatnsfjarðarvegi við
brúna á Vatnsfjarðará.
Þetta var bifreiðin B—16 af
gerðinni Mercedes Benz og var
hlaðin vörum, sem áttu að fara
il Patreksfjarðar. Aðkeyrslan
að hrúnni er ákaflega þröng,
hlaðnir bakkar sitt hvoru meg-
in, og þegar bifreiðin ók að
brúnni brast hægri brúnin, en
svo mikil ferð var á bifreið-
inni, að hún skall á brúarfiand-
riðið og reif upp nokkra stólpa
af því um leið og hún valt fjór-
ar til fimm mannhæðir niður í
ána.
Tveir menn voru í bifreiðinni
og munu þeir hafa hlotið nokk-
ur meiðsli. Bifreiðin virtist gjör
ónýt.
Hér á Vestfjörðum var yfir-
leitt rólegt um verzlunarmanna-
helgina, geysimikil umferð var
um vegina, ýmist að eða frá, en
að öðru leyti en bílslysinu mun
verzlunarmannahelgin hafa ver-
ið mjög vandræðalaus í þessum
landshluta. — HT.
Samkvæmt upplýsingum lækn
isins á Patreksfirði var líðan
mannanna eftir atvikum góð.
Meiðsli þeirra munu ekki
hafa verið mjög stórvægileg.
FÓRSETI íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, kom heim á sunnu-
dag ásamt föruneyti sínu að af-
lokinni opinberri heiimsókn í
Kanada og Bandaríkjunum með
flugvél Loftleiða, Leifi Eiríks-
syni. Myndin er tekin við kom-
una á Kefiavíkurflugvöll, og það
er Bjarni Benediktsson, forsæt-
isráðherra, sem tekur á móti
honum.
Brotizt inn í Ölafsvík
20 þús. kr. stolið
Tveir menn valdir að innbrofinu
Ólafsvík, 8. ágúst.
BROTIZT var inn í verzlunina
Sunnu hér í Ólafsvík á sunnu-
dag og var þaðan stolið 20 þús-
und krónum. Tveir menn reynd
ust við rannsókn málsins vera
valdir að innbrotinu og hafa
þeir nú báðir náðst.
Lögreglunni á Ólafsvík barst
tilkynning um innbrotið kl.
20.40 á sunnudag. Sýslumanni
var þegar tilkynnt um innbrot-
ið, og kom hann til Ólafsvíkur
um kvöldið. Hóf hann þegar
rannsókn málsins ásamt lög-
reglumönnum. Reyndust þjófarn
ir hafa farið inn um glugga, og
tók lögreglan fingraför þeirra á
staðnum.
I ljós kom, að tveir menn
voru við innbrotið riðnir, og tók
lögreglan annan manninn fastan
hér í Ólafsvík í gærkveldi, en hin
um náði lögreglan í Reykjavík í
nótt kl. 4.30 að beiðni yfirvalda
hér. Sá, sem suður fór, hafði með
sér alla peningana utan eina á-
vísun að upphæð 4 þúsund krón
ur, sem þeir 'höfðu brennt. Ran,n
sókn málsins lýkur í kvöld.
Hinrik.
Enginn samningafundur
ENGINN nýr sáttafundur hefur
verið boðaður í vinnudeilunni í
Straumsvík, og frá hvorugum
deiluaðila hefur komið fram ósk
um að til fundar verði boð-
að. 1 deilu þessari eiga verk-
takarnir við hafnarfram-
kvæmdir í Straumsvík, þýzka
fyrirtækið Hochtief og Vél-
tækni, annars vegar en hins veg
ar Verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfirði.
Snýst deilan um það, að
verkamannafélagið krefst þess,
að verkamenn fái greitt sama
kaup við hafnarframkvæmdirn-
ar og þeim var greitt, er unnið
var að jöfnun jarðvegis í
Straumsvík. Verktakar þar voru
fyrirtæikin Straibag og HoChti-
ef ag hafði Hli'f gert sérstaka
samninga við þau. Véltækni
og Hochtief bera hins vegar fyr
ir sig, að við samningu útboða
hafi verið gert ráð fyrir ó-
breyttu verkamannakaupi, og
telja sig ekki geta fallizt á kröf
ur Hlífar.
Ýmis verkamannafélög á
stöðum í næsta nágrenni svo
sem Dagsbrún í Reykjavík, hafa
nú samþykkt að setja uppskip-
unarbann í viðkomandi höfnum
á varning, sem fara á til fram-
kvæmdanna í Straumsvík.
Vöruflutninigabifreiðin, er valt í Vatnsfirðinum á laugardag.
(Ljósmyndari HT).