Morgunblaðið - 09.08.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1967, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 9. ÁGÚST 1967 í GÆR mátti líta á ytri höfn- inni í Reykjavík stórt hvítmál að skip liggja þar fyrir ank- erum. Hann var í yngra lagi hópurinn, sem ferjaður var í Iand úr þessum farkosti, og sumir all Iágir í loftinu. Hér var sem sé ekki um að raeða neinn venjulegan hóp skemmtiferðafólks heldur hópur brezkra skólabarna á ferð um norðlaegar slóðir. Þegar í land var komið tvístruðust ungu farþegarnir í marga smáhópa, skoðuðu borg ina og notuðu tækifærið að gera innkaup. Einn slíkan hóp hitti blaðama'ður Mbl. þar sem hann hafði sezt frjálslega til hvíldar við Hót- el íslands bifreiðastæðið. Far- ið var fram á að taka mynd af hópnum og var því svarað með glymjandi fagnaðarópi. Voru síðan nokkrar spurning- ar lagðar fyrir tvær vingjarn- legar kennslukonur, sem voru fyrir hópnum. Þær sögðu, að hér væri um Hinn hópurinn frá Belfast á írlandi ásamt kennaranum. 1000 brezk skólabörn heimsóttu Reykjavík Skólanemarnir komu með þessu skipi, sem heitir Bevonia, gamalt Indlandsfar byggt árið 1939. að ræða hóp um eitt þúsund skólabarna og kennara. Skip- fð, sem þau væru á, héti De- vonia og væri í leigu frá Brezk indverska skipafélag- inu. Brezka kennslumálaráðu- neytið í samráði við skólana leigði skipið til fararinnar. Nemendur víðsvegar að frá Bretlandseyjum tækju þátt í ferðinni, er hugsuð væri sem kynningar- og skemmtiferð fyrir nemendurna. Tæki hún tvær vikur og væri Reykja- vík fyrsti viðkomustaður. Héðan væri haldið til Fær- eyja og síðan til Noregs. Þeirra hópur væri frá Bel- fast á írlandi, og hefði gengi'ð þar um borð, en upp hefði verið lagt frá Liverpool. Sögðust þær hafa keypt mmjagripi nér í verzlunum og sannfærzt um, að ekki þyrfti Wilson til, að verð bólgnaði. Fyrir utan Vesturver stóð hópur nokkurra stúlkna, sem skáru sig úi öðrum vegfar- endunum hvað klæðaburð snerti. Voru þær klæddar fall- egum bláum skólaeinkennis- með viðeigandi búningum höfuðföt. Áðspurðar sögðust þær einn ig hingað komnar með De- voniu, og vera nemendur í Abbotsford kvennaskólanum í nágrenni London. Sumarleyfi sitt sögðu þær stutt, aðeins sex vikur. Væri ekki amalegt að komast úr Lundúnaþokunni í þann tíma. Um morguninn hefðu þær tekið þátt í hópferð, sem ferðaskrifstofa Geirs Zoega hefði skipulagt, til Þingvalla og hringinn um Hveragerði. Reykjavík og umhverfi væri fagurt. Byggingar væru hér fallegar og hreinar eins og öll borgin. 1 skóla þeirra væri aðeins nemendur af hinu veikara kyni eins og nafnið gæfi til kynna, væru þeir á aldrinum 12—18 ára. Að námi loknu í skólanum gætu þær haldið áfram í menntaskóla ef til- skyldum árangri væri náð. Eftir myndatöku hélt þessi glaðværi hópur áfram göngu- fer'ð um miðbæinn. Úti á höfn inni beið Devonia gamla Indíafarið þeirra. og var áætl- að að það létti ankerum um kvöldið. Nokkrar stúlkur í búningum Abbotsford-kvennaskólans. (Ljósm. Sv. Þorm.) ^lfSTOM 1 IT-FERÐIR: f UTANLANDSFERÐA- BÆKLINGI OKKAR ERU NÁNARI UPPLÝSINGAR UM ALLAR IT-FERÐIRNAR ÁSAMT VERÐUM. EINNIG ERU f BÆKLINGNUM NÁ- KVÆMAR UPPLÝSINGAR UM HINAR ÞEKKTU FERÐ- IR PRESTSINS í TJÆRE- BORG, SEM FERÐASKRIF- STOFA RÍKISINS IIEFUR EINKAUMBOÐ FYRIR Á fSLANDI FERÐAS KRIFSTOFA RfKISIWS f IT-FERÐUNUM KAUPIR VIÐSKIPTAVI ^LRINN FLUGFAR, GISTINGU OG JAFNVEL FLEIRA f EINUM PAKKA HJ Á FERÐASKRIFSTOFUNNI. IT-FERÐ- IRNAR VERDA MEÐ ÞESSU MUN ÓDÝR \RI IIELDUR EN ÓSKIPULÖGÐ FERÐA- LÖG. SEM DÆMI VILJUM VIÐ NEFNA NOKKRAR AF HINUM FJÖLBREYTTU OG HAGKVÆMU IT-FERÐ JM Á LÆKKUÐUM FARG JÖLDUM, SEM VIÐ BJÓÐ- UM YÐUR í ÁR: « Kaupmannchofn: 9 daga ferð, gistingar, morgunv. og kynnisf uð um Kaupmannah. innif., frá kr. 8.940.00. London - París: 14 daga ferð, gistingar og morgunv. innif. frá kr. 10.850.00. London - Zurich - Kaupmannahöfn: 15 daga ferð, gistingar og morgunv. innif., frá kr. 12.960.00. Komið, skrifið eða hringið og við inunum senda yður eintak af ut- anlandsferðabæklingnum. saman verð og gæði, áður en þér ákveðið ferðalagið! LÆKJARGÖTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540 STAKSTEII\1AR Eru þeir að vitkast? Að undanförnu hafa spunnist verulegar umræður um hag Sambands islenzkra Samvinnu- félaga og kaupfélaganna al- mennt. Á aðalfundi Sambands- ins upplýstu forráðamenn þess, að samvinnufélögin ættu nú við mikla fjárhagsörðugleika að etja, og nauðsynlegt væri að koma við endurbótum í rekstri félaganna og gæta ítrasta sparn- aðar. Morgunblaðið hefur bent á, að því aðeins reynist unnt að endurskipuleggja samvinnufé- lögin og koma rekstri þeirra á þann grundvöll, að þau verði fjárhagslega traust, að viðskipta sjónarmið og hagsmunir þátt- takenda verði látnir ráða, en ekki pólitísk sjónarmið á þann veg, sem því miður hefur allt- of mikið borið á, þar sem leið- togar Framsóknarflokksins hafa viljað liagnýta samvinnufélögin í þágu flokksins, en ekki með- limanna. En nú virðist votta fyr ir því, að forustumenn Fram- sóknarflokksins geri sér greín fyrir vanda samvinnufélaganna. Heilbrigð samkeppni í ritstjórnargrein Tímans sl. sunnudag er rætt um það að kaupmenn og kaupfélögin þurfi að halda uppi samkeppni. Orð- rétt segir: „Samkeppni kaupmanna og kaupfélaga hefur átt meginþátt í því að tryggja frjálsa verzlun á íslandi. Oft hafa staðið harðar deilur miili kaupfélaga og kaupmanna. Þó hefur dregið úr þeim deil-. um í seinni tíð. Báðir aðilar hafa séð, að þeir eru hvor öðr- um nauðsynlegir, ef litið er á málin frá sjónarmiði heildarinn- ar. Fyrir bæði kaupfélög og kaupmenn er heppilegt að hafa visst aðhald. Þetta aðhald verð- ur bezt tryggt með því að kaup- menn og kaupfélög starfi á jafn réltisgrundvelli. Þetta sannar verzlunin í nágrannalöndum okkar, þar sem ekki er lengur treyst á nein opinber höft, held- ur á samkeppni kaupfélaga og kaupmanna til að tryggja sem hagstæðasta verzlun.“ Hér mælir Tíminn vissulega skynsamlega. Verður stefnu1 rey í ~>j? Því miður hefur það ekki ver- ið svo í reynd, að Framsóknar- foringjarnir hafi talið heppileg- ast, að heilbrigð samkeppni væri á milli Samvinnufélaga og kaupmanna. Þeir hafa þvert á móti krafist þess að stjórnend- um samvinnufélaganna, að kaup mannaverzlun og sérhver sam- keppni yrði lögð að velli, þar sem unnt væri að koma því við og oft með ærnum kostnaði, sem leitt hefur til þess, að samvinnu félögin eru i miklu erfiðari að- stöðu fjárliagslega en ella væri. Þetta veit hvert mannsbarn og eins hitt, að Framsóknarforingj arnir hafa ekki talið að kaup- mannaverzlun og samvinnuverzl un ætti að starfa „á jafnréttis- grundvelli". Þeir hafa þvert á inóti krafist forréttinga fyrir hönd samvinnufélaganna, ekkl sízt á haftatímum, þegar þeim hefur verið ívilnað á kostnað kaupmannaverzlunar. En vissu- lega væri það ánægjulegt, ef Framsóknarforingjarnir hefðu vitkazt og meintu það sem segir í ritstjórnargrein Tímans, þegar fagnað er frídegi Verzlunar- manna. Þá mundi bæði sam- vinnufélögunum sem slíkum og þálttakendum þeirra farnast bet nr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.