Morgunblaðið - 09.08.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST lfl«7 75 ara í dag: Frú Gróa Pétursdóttir ÞAÐ þykir sjálfsagt fleirum en mér næsta ótrúlegt, að vinkona mín, Gróa Pétursdóttir, sé í dag búin að heiðra veröldina með nærveru sinni í þrjá aldarfjórð- unga. Ekki einasta það að mæta henni á götu, spengilegri, kvikri í hreyfingum og geislandi af lxfsorku, heldur öllu frekar hitt, að kynnast konunni og síunigu viðhonfi hennar til lífsins, gerir manni þessa staðreynd torskilda. En það er einmitt þetta bjarta, jákvæða lífsviðhorf, sean öðru fremur laðar að Gróu alla þá, sem henni kynnast, enda er hún frábærlega vinsæl og vinmörg. Gróu lætur ekki að skoða mennina og lífið úr upphafinni fjarlægð sem gagnrýninn áhorf- andi. Henni er það meðfædd þörf að vera virkur þátttakandi í mannlífinu, sem iðar allt í kring um okkur 1 blíðu og striðu, ávallt boðin og búin að rétta hjálparhönd og liðsinna góðum málstað. Og það er lið í Gróu hvar sem hún leggur hönd að. Um það geta ekki hvað sízt bor- ið þær fjölmörgu konur, sem með henni hafa unnið að félags- störfum. Góðvild hennar og lipurð, bjarsýni og starfsgleði verður hverjum manni ómetan- leg hvatning. Mér kæmi það á óvart ef Gróa ætti nokkurn óvildarmann, það hlyti þá að vera óverðskuldað. Ef einhver kynmi nú að spyrja eftir þennan lestur, hvort konan hefði þá enga galla, er þvi til að svara að auðvitað hefur hún þá einhverja, annars væri hún varla eins elskulega mannleg og hún er. En ég er hrædd um að mér vefðist tunga um tönn ef ég ætti að tíxmda hverjir þeir eru, svo mjög falla þeir í skugga mannkostanna. Ég kynntist Gróu fyrst að ráði þegar fundum okkar bar saman í bæjarstjórn Reykjavík- ur. Á þá vináttu sem þá þegar tókst með okkur, hefur - aldrei borið skugga. Það eina sem ég hefi yfir að kvarta í því sam- bandi er það, að hafa ekki fyrr á lífsleiðinni kynnzt þessari sómakonu, en hugga mig við þá von að eiga enn eftir um mörg ókomin ár að njóta vináttu hennar og þeirrar birtu og hressileika, sem af henni stafar. Að lokum færi ég svo afmæl- isbdrninu, eiginmanni hennax og fjölskyldu allri, innilegar árnað- aróskir. Auður Auðuns. EM af okkar ágætustu reyk- vísku konum, frú Gróa Péturs- dóttir, er 75 ára í dag. Hún fædd- ist að Hvassahrauni á Vatns- leysuströnd 9. ágúst 1892. For- eldrar hennar voru hjónin Odd- björg Jónsdóttir og Pétur Örn- ólfsson og fluttu þau með fjöl- skyldu sína til Reykjavikur 1897 og ólst hún upp með foreldrum sínum í glöðum systkinahóp. 5. janúar 1918 giftist Gróa Nikulási Jónssyni, fyrrverandi skipstjóra, sem stundað hefir sjó mennsku frá 16 ára aldri, hinum ágætasta dugnaðarmanni og hafa þau eignast 3 syni, Pétur, heild- saia, Jón, stýrimann og Örnólf, skrifstofumann og alið upp eina fósturdóttur, Þóru Ólafsdóttur, bróðurdóttur Nikulásar, og gengu henni í foreldrastað. Þegar Sjálfstæðisfélagið Hvöt var stofnað fyrir 30 árum var Gróa ein af stofnendunum og hefir í mörg ár verið í stjórn þess félags og unnið þar af sín- um alkuna dugnaði og velvild félaginu og Sjálstæðisflokknum til heilla, því allt sem hún gerir t er svo heilbrigt og gott. Formaður hefir húh verið í Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í mörg ár og unnið þar af heilum hug eins og alls stað- ar annarsstaðar sem hún hefir komið við sögu. I öllum þeim félögum sem Gróa hefir unnið í, hefir hún öðlast mikið vin- fengi, því henni var igefið í vöggugjöf þetta glaða góða sinni. . Á heimili Gróu og Nikulásar hefir ætíð ríkt hin mikla xs- lenzka gestrisni og allir sem þar hafa komið farið glaðir og end- urnærðir frá þeim hjónum. Gróa mín, Sjálfstæðiskvenna- félagið Hvöt og ég þökkum þér öll þín störf og óskum þér hjart anlega til hamingju með þín 75 ár, sem ekki er nú mikill aldur fyrir þig, eins og þú ert létt í spori. Á þessum merku tímamótum bið ég þér og öllu þínu fólki blessunar Guðs. María P. Maack. Kæra Gróa mán! í dag, á 75 ára afmælisdaginn þinn, sendum við í Slysavarna- deildinni Ingólfi, þér beztu af- mæliskveðjur — og þakkir fyrir þín miklu störf í þágu slysavarna starfseminnar. Þau 32 þúsund kaæla og kvenna sem í samtökunum eru, vita ihversu þú heldur þar á málum, og hverju þú hefur kom- ið þar til leiðar, enda slysavarna starfsemin þitt hjartans mál. Þar sem annars staðar, vinnur þú eftir því, hvort þú getur ein- hverju góðu komið frarn, og það hefur þér sannarlega tekizt í slysavarnamálunum, Gróa mín, Sem formaður stærstu kvenna deildar landsins hefur þér og þín um konum sannarlega orðið vel ágengt, það bera björgunarskýl- in við eyðistrendur þessa lands glöggt vitni um — og er það aðeins það sem mest ber á. Björgunarsveit Ingólfs hefur heldur ekki farið varhluta af stórhug ykkar, en í dag sendum við Ingólfsmenn þér sérstakar þakkir fyrir góðan stuðning á liðnum árum. Þú og konur þínar hafa sýnt, að þið kunnið að meta störf björgunarsveitar Ingólfs, og við vitum að með engu getum við glatt þig, Gróa mín, meir, en að vera menn til að bjarga ef þörf krefur. Við biðjum þér blessunar á þessum tímamótum Gróa mín, og vonum að mega hafa þig með- al okkar sem lengst. Lifðu heil, f.h. Ingólfsmanna, Baldur Jónsson. Afmæliskveðja frá Kvennadeild Slysavarn- arfélagsins í Reykjavík í DAG er 75 ára frú Gróa Pét- ursdóttir Öldugötu 24. Fxú Gróa er af mörgum vel kunn, enda þekkt kona fyrir hin marghátt- uðu störf sín í þágu hinna ýmsu félaga, sem hún er starfandi í. Einnig hefur hún setið í Bæjar- stjórn Reykjavíkur og unnið þar mikiið og gott starf. Þó held ég að einna vinsælust sé hún inn- an Slysavarnafélags Islands. Hún hefur verið formaður Kvennadeildar SVFÍ. í Reykja- vi'k í 8 ár og varaformaður var hún á formannsárum frú Guð- rúnar Jónasson og hennar hægri hönd í öllu og mikil hjálpar- hella. Hún er og varaforseti í aðalstj. SVFI. Þau 10 ár sem kór Kvennadeildarinnar starfaði var hún formaður hans. Við i Kvennadeildinni erum lánsamar að hafa slíkan formann sem Gróu. Hún er mjög vel fallin til þess að hafa á hendi forustu, sem hún leysir þannig af hendi að öllum þykir gaman af að vinna með henni, og staf- ar það ekki síst af því hversu glaðlynd hún er, að allt fyllist lífi í kring um hana. Verkin þó erfið séu virðast létt undir henn- ar stjórn. Hún veit alltaf hvern- ig á að ráða fram úr hinum ýmsu málefnum og verkefnum sem félagið beitir sér fyrir. Gróa er ákaflega ósérhlífin og dugleg kona og er ekki á henni að sjá að hún sé nú orðið 75 ára. Við sem yngri erum eigum oft fullt í fangi með að fylgja henni eft- ir. Hún fer á hverju sumri með hópa af konum úr deildinni í ferðalög og hefur um leið heim- sótt aðrar kvennadeildir út um allt land, og hvatt Þær tdl þess að koma og heiimsækja okkur. Með þessu hefur orðið mikið nán ara og betra samstarf og kynn- ing á milli deildanna allra. Hún er ákaflega hjartgóð kona, sem ekkert aumt má sjá, og þess vegna er SVFÍ. henni svo hjart- fólgið, því þar getur hún lagt fram krafta sína til hjálpar bág- stöddum. Við konurnar í Kvennadeild SVFÍ í Reykjavík erum henni mjög þakklátar fyrir hennar miklu störf og hina öruggu for- ustu. Við vonum allar af beiLum hug að við eigum eftir að hafa hana fyrir formann okkar í mörg ár enn. Um leið óskum við henni allar hjartanlega til ham- ingju á þessum merkisdegi henn- ar. Bakari óskast Óskum eftir að ráða bakara til starfa í brauðgerð vorri. Góð vinnuskilyrði. BRAUÐ H.F., Auðbrekku 32, Kópavogi. Til sölu vegna brottflutnings af landinu Bill Toyota Crown de luxe 1967, ennfremur allt innbú, þar á meðal: Ný sjálfvirk þvottavél, AEG eldavél, Philips sjónvarpstæki (23”) með loftneti, útvarp, borðstofusett, bókaskápur, lampar, sófasett með borði, innskotsborð, hægindastóll, ruggustóll, eld- húsborð með stólum, barnarúm, kommóður, gúm- bátur, teppi og margt fleira. Upplýsingar í síma 19133 eftir kl. 5. EinstaklingsíbúS við Goð- heima. 2ja herb. íbúðir við Kapla- skjólsveg, Kleppsveg, Lang holtsveg, Skaftahlíð og Víði mel. 3ja herb. íbúðir við Ásvalla- götu, Kaplaskjólsveg, Lang- holtsveg, Laugarnesveg, Ljósheima, Kleppsveg, Njálsgötu, Seltjarnarnesi og Tómasarhaga. 4ra herb. íbúðir við Álfta- mýri, Ásvallagötu, Eikju- vog, Fálkagötu, Glaðheima, Háaleitíisbraut, Háteigsveg, Hátún, Kleppsveg, Lauga- læk, Njörvasund, Sólheima, Stóragerði og í Hafnarfirði. 5 herb. íbúðir við Álflheima, Baxmahlíð, Bogahlíð, Ból- staðahlíð, Eskihlíð, Goð- heima, Háaleitisbraut, Hjarð arhaga, Hraunbæ og Rauða læk. 6 herb. íbúðir við Kópavogs- braut, Unnarbraut og Þing hólsbraut. Ódýr sumarbústaður á eign- arlandi, í nágrenni borgar- innar. Til sölu í Reykjavík Langholtsvegur 2ja herb. íbúð, jarðhæð, um 70 ferm. Sérinng. Sogavegur 2ja herb. íbúð á 1. hæð. Sér inng.,útb. kr. 250 þús. Goðheimar 3ja herb. íbúð á jarðhæð 100 ferm. Sérinng., sérhiti. Grænuhlíð 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Sérinng., sérhiti. Tómasarhagi 3ja herb. íbúð á jarðhæð, 100 ferm. Sérinng., sérhiti. Sogablettur 4ra herb. einbýlis'hús. Hæð og ris. Álfheimar 4ra herb. íbúð á 3. hæð, 112 ferm. Stórar svalir í suð- ur. Eikjuvogur 4ra herb. íbúð í risi um 100 ferm. Tvennar svalir. Sér- inng. Háaleitisbraut 5 herb. íbúð á 1. hæð, 117 ferm. Bílskúrsréttur. Sæviðarsund Raðhús í smíðum, endahús. Sikpti á 4ra—5 herb. íbúð koma til greina. Málflutnings og fasteignastofa l Agnar Gústafsson, hrl. Bjöm Pétursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14. , Símar 22870 — 21750. j Utan skrifstofutíma;, 35455 — 33267. Til sölu í nýja Breið- holtshverfinu í smíðum 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir sem eru að hefj ast byggingarframkvæmdir á. Seljast að mestu leytí frágengnar að sameign, en ópússaðar að innan með hita. Sérþvottahús og geymsla fyrir hvora íbúð á hæðinni. Skemmtileg teikn- ing. 6 herb. fokheld raðhús í Fossvogi. 6 herb. 135 ferm. endaíbúð við Fellsmúla, rúmlega tilb. undir tréverk. Ailir veðrétt ir lausir. Mikið úrval af 2ja—6 herb. hæðum, sumar sér og ein- býlishúsum og raðhúsum. [inar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4 Sími 16767. Kvöldsími milli 7 og 8 35993. Fjaðrir fjaðrablöð hljóðkútar púströr o. fl. varahlutir í margar geCðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168 Sími 24180 gústaf a. sveinsson hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8, sími 11171 Til sölu í Hafnarfirði Hringbraut 3ja herb. íbúð á 1. hæð um 80 ferm. Holtsgata 3ja herb. íbúð á 1. hæð, 90 ferm. Svalir. Bxlskúrsréttur. Útb. 350 þús. öldugata 3ja herb. íbúð á 1. hæð, 72 ferm. Útb. 350 þús. Álfaskeið 4ra herb. íbúð á 2. hæð, 110 ferm. Laus til íbúðar. Kelduhvammur 5 herb. íbúð á jarðhæð. Til- búin undir tréverk. Kvíholt 5—6 herb. íbúð í smíðum, 140 ferm. Til sölu 1 Kópavogi HLíðavegur 3ja herb. ibúð í risi. Útb. um 400 þús. Reynihvammur 5 herb. íbúð á 2. hæð, 120 ferm. Sérhiti, sérinng. Digranesvegur Parhús, 3 svefnherb. og bað uppi. Stofur, eldhús og W. C. niðri. Skip og fasteignir Austurstræti 18. Sími 21735. Eftir lokun 36329. 7/7 sölu 2ja, 3ja, og 4ra herb. íbúðir í Breiðholtshverfi. íbúðirnar seljast tilb. undir tréverk og málningu með fullgerðri sam eign. Vekjum athygli á sér- lega hagstæðu verði og skemmtilegri teikningu. Sér- þvottahús eða þvottavéialagn ir fylgja hverri íbúð. fasteignastofan Kirkjuhvoli 2. hæð SÍMI 21718 Kvöldsíml 42137 SAMKOMUR Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins að Hörgshlíð 12 í kvöld, miðviku- dag kl. 8,10. Hulda Victorsdóttir ritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.