Morgunblaðið - 09.08.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1967
5
EFTIR því sem næst verður
koniizt munu um 3000 manns
hafa verið á mótinu er flest
var.
Hátíðin hófst á laugardags-
kvöldið kl. 8 með því að vígt
var nýtt samkomutjald, sem
bindindissamtökin hafa eign-
azt. Við þá athöfn flutti séra
Björn Jónsson í Keflavík
ávarp.
Kvað hann það von sína að
tjaldbúðin yrði notuð í þágu já-
kvæðs uppbyggingarstarfs íis-
lenzkri æsku til gagns og bless-
unar.
í>á setti Hreiðar Jónsson,
klæðskerameistari í Reykjavík,
mótið. Bauð hann gesti vel-
komna, lýsti dagskrá í aðalatrið-
um og hvatti til ábýrgðar oig
drengilegrar framkomu.
Þá tók til máls Sigurjón Páls-
son, bóndi á Galtalæk. Lýsti
hann hinum fagra mótsstað og
hin,u stórbrotna og söguríka um-
'hverfi hans á svo hrifandi hátt,
að seint mun gleymast þeim er
á hlýddu. Að lokinni ræðu Sigur
jóns hófst dansinn. Var dansað af
miklu fjöri bæði utan tjalds og
innan. Hin ágæta hljómsveit
Ponik og Einar lék fyrir dansin-
um og áttu þeir ekki hvað
Nokkrir mótsgestir
Galtalækjarmútið var
— og bindindismönnum til hins mesta sóma
minnstan þátt í því, með leik sín
um og framkomu, að skapa það
léttværa og glaðværa andrúms-
loft, sem var svo einkennandi
fyrir mótið. Einn mótsgesta, sem
rætt var við, hafði sérstaklega
orð á því, að hann hefði aldrei
verið á samkomu þar sem jafn
mikil gleði hefði „legið í loft-
inu“, eins og hann orðaði það.
Sýslumaður Rangæinga, Björn
Björnsson og séra Stefán Lárus-
Hættulegustu atburöir
frá borgarastyr jöldinni
segir Robert Kennedy um kynþáttaóeirðirnar
San Fransisco, 4. ágúst NTB.
Robert Kennedy, sagði í ræðu,
hann hélt á fundi demókrata í
San Fransisco í kvöld að kyn-
þáttaóeirðirnar ■' stórborgum
Bandarikjanna að undanförnu
væru einhverjir alvarlegustu við-
burðir í landinu frá því í borg-
arastyrjöldinni fyrir hundrað ár-
um.
Hann kvaðst vona, að óeirðirn-
ar nú hefðu náð hámarki — en
sagðist þess fullviss, að tíminn
framundar. væri mjög hættuleg-
ur. Hættan væri fyrst og fremst
sú, að bilið milli hvítra og
svartra breikkaði. Hann kvað
hvíta Bandaríkjamenn ekki geta
vænzt þess, að blökkumenn fyllt-
ust þakklátsemi yfir því, að þeir
væru ekki lengur þrælar og yfir
því að geta greitt atkvæði eða
orðið úti um sæmilegan máls-
verð.
Kynþáttaóeirðimar virðast alls
staðar vera í rénum, að því er
fregnir herma. í Milwaukee hef-
ur verið dregið úr útgöngubanni,
það gildir nú aðeins frá miðnætti
í stað klukkan níu á kvöldin
eins og verið hefur síðustu daga-
eða frá því fjórar manneskjur
biðu bana og 700 manns voru
handteknir í óeirðunum á sunnu-
dag. Af 4.800 mönnum úr þjóð-
varðarliðinu, sem sendir voru til
Milwaukee fóru 1300 burt í dag.
Dreiiði Sovétstjórnin irnsögn
Svetlönu ó rússnesku?
Hamburg, London, 4. ágúst AP.
C Vestur-Þýzka vikuritið „Der
Stern" skýrði svo frá í dag, að
að Sovétstjórnin hafi látið
brezkum og frönskum útgefend-
um í té handrit af endurminn-
ingum Svetiönu Allelujewu Stal-
ínu — á rússnesku — og sjálft
hafi vikuritið náð í eintak. Blað-
ið telur þetta gert sökum þess,
að Sovétstjómin óttist, að sú út-
gáfa æfiminninganna, sem kem-
ur á markað í Bandaríkjunum á
næstunni, verði tilreidd undir
eftirliti bandarísku leyniþjónust
unnar.
Frásögn Svetlönu á rússnesku
er 307 blaðsíður og nefnist „Líf
mitt með föður minum — tutt-
ugu bréf til vinar“. Því eintr.ki,
sem „Stern“ náði í fylgdu mynd-
ir úr fjöiskyldualbúmi Svetlönu
— myndir, sem aldrei hafa birzt
áður á Vesturlöndum. Kveðst
blaðið birta næstu vikur mynd-
skreytta úrdrætti úr frásögn Svet
Iönu-úrdrætti eingöngu þar sem
frásögnin sé að verulegu leyti
„þunn sykursæt fjölskyldufrá-
sögn“ þar sem þó megi finna
ýmis skemmtileg og athyglisverð
atriði.
í umsögnum brezkra blaða um
frásögn Svetlönu segir hinsveg-
ar, að hún sé mjög vel skrifuð
og geri Stalin í senn „óttaleg-
an, skrítinn og trúlegan mann".
son, sóknarprestur í Odda, voru
báðir á einu máli um, að fram-
kvæmd mótsins og framkoma
fólksins væri öllum til stórsóma.
í líkan streng tóku allir er
þarna voru staddir og aðspurðir
voru.
Á laugardagskvöldinu var
kynnt ný hljómsveit, yngsta
bítlahljómsveit Keflvíkinga —
„Hrókar". Léku þeir fyrir dans-
inum góða stund. Þá komu fram
bæði kvöldin tvær ungar söng-
stjörnur frá Hveragefði, er nefna
sig „Byrnur". Heilluðu þær á-
heyrendur. Kl. 11.30 á laugar-
dagskvöldið var kyntur mikill
varðeldur. Var þar sungið af
mikliu fjöri og dansað umhverfis
bálið. Síðan var dansinn stiginn
í tjaldinu til kl. 2.30.
Á sunnudaginn hófst dagskrá
með guðsþjónusitu kl. 2. Predik-
aði séra Björn Jónsson, en þeir
Pónik og Einar aðstoðuðu með
undirleik og söng. Var guðlsþjón-
ustan hin hátíðlegasta og þátt-
taka í henni mjög góð.
Síðdegis fór svo fram hand-
knattleikskeppni. Kepptu þar
fjórar sveitir og bar sveit Ár-
vakurs, ungtemplarafélags Kefl-
víkinga, sigur úr býtum. Einnig
fór fram þjóðdlansasýning, er
flokkur úr Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur sá um. Að lokum
kepptu í handknattleik svonefnd
ir „Steinaldarmenn" eða „Old
Um kvöldið kl. 7 hófst kvöld-
vaka. Þar flutti Björn Björns-
son, sýslumaður, ræðu, Ríó-tríó-
ið skemmti með þjóðlagasöng,
Ketill Larsen og Davið Oddson
fluttu gamanþætti. Sýndir voru
þjóðdansar, sem fyrr um dag-
inn, og að lokum skemmti Alli
Rúts með aðstoð Þóris Baldurs-
sonar.
Þá fór fram verðlaunaafhend-
ing. í sambandi við kvöldvökuna
var efnt til skyndihappdrættis
og hluta af ágóðanum varið til
kaupa á áburði, sem síðar mun
dreift um mótsvæðið við Galta-
læk.
Eftir kvöldvökuna hófst dans
að nýju. Á miðnætti var flugelda
sýning og síðan dansað til kl.
2 eftir miðnætti, en þá sleit séra
Björn Jónsson mótinu. Þakkaði
hann gestum góða þátttöku og
frábæra framkomu. Kvað hann
það almennt mál manna, að þetta
mót hefði heppnast bezt allra
þeirra bindindismóta, sem fram
til þessa hefðu verið haldin.
Veður var mjög gott allan tím
ann. Örlítil rigning var á sunnu-
dagskvöld, en alltaf hlýtt. Lög-
gæzla var þarna engin og henn-
ar engin þörf. Öll framkoma
fólksins einkenndist af glað-
værri prúðmennsku og um-
gengni til mestu fyrirmyndar.
Þá vakti fegurð staðarins óskipta
hrifningu allra.
Formaður mótsnefndar var
Gissur Pálsson, rafvirkjameist-
ari í Reykjavík, en auk hans
vann mikill fjöldi að undirbún-
ingi móts þessa. Sagði séra Björn
Jónsson, að Gissuri bæri öllum
, , , öðrum fremur að þakka það sem
Boys við stulkur ur ungtempl- vel hafi yerið t á þessu mótþ
arafelaginu Hronn“ i Reykja- því hann þar öðrum freffiur hita
vik. Unnu Steinaldarmenn naum og þunga undirbúning3 og fram.
an sigur eftir framlengdan leik. | ]jvaemda
r
Kennara
vantar við barnaskólann og gagnfræðaskólann á
Akranesi. Umsóknarfrestur til 20. ágúst.
Fræðsluráð.
Rafvélavirkjar
Vil ráða 2—3 rafvélavirkja eða rafvirkja vana
heimilisvélaviðgerðum. Upplýsingar í síma 41865.
RafvéJaverkstæði Axels Sölvasonar,
Nýbýlavegi 38, Kópavogi.
Nokkrar lögregluþjónsstöður
í Kópavogi eru lausar til umsóknar. Laun sam-
kvæmt 13. launasamþykktar Kópavogskaupstaðar.
Nánari upplýsingar gefa yfirlögregluþjónn og
varðstjórar. Umsóknarfrestur er til 5. september
1967.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.