Morgunblaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1967, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 54. árg. — 179. tbl. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Áhöld um framkvæmd forsetakjörs í S-Vietnam Bandarískir Öldungadeildarþingmenn óttast að forsetakjörið verði ófrjálst Saigon og Washington, 11. ágúst — AP-NTB BANDARÍSKAR sprengjuflug- vélar gerðu í dag árásir á tvær meiriháttar járnbrautastöðvar i N-Vietnam. Aðra fyrir norðan Hanoi og hina fyrir norðan Hai- phong. Engin flugvél var skot- in niður, þrátt fyrir harða loft- varnarskothríð. Bandaríska herstjórnin í Sai- gon skýrði frá því í dag að 2541 bandarísk flugvél og þyrla hefði verið skotin niður, eða tapast á annan hátt, frá því að styrjöldin DANMÖRK: Óðinsvéum, 11. ágúst, NTB. RANNSÓKN hófst í morg- un á tildrögum járnbrautar- slyssins, sem varð í gær- morgun skammt frá Óðins- véum á Fjóni, þar sem 11 manns létu lífið en um hundr að særðust. Virðist allt benda til þess að tæknileg bilun í sjálfvirka hraðlestakerfinu á Fjóni hafi ekki valdið slys- í Vietnam hófst. Þar af hafa 639 flugvélar verið skotnar niður yf- ir N-Vietnam. Lítið var um átök á landi í Vietnam í dag og hefur verið svo undanfarna daga. Borgaralegir frambjóðendur í forsetakosningunum í Vietnam halda áfram að virða kosninga- baráttuna í landinu að vettugi. 7 frambjóðendur þar á meðal Tran van Huong, fýrrverandi forsætisráðherra, hafa tilkynnt, að þeir muni ekki taka þátt í kosningabaráttunni á opinberum vettvangi fyrr en þeir hafi feng ið tryggingu herstjórnarinnar inu heldur hafi þar verið um að kenna mannlegum mis- tökum. Eftkiitsmaður kerfisins í Óð- invéum taldi að sú lestin er á undan var, „Sydvestjyden“, hlyti að vera komin til Nyborg og heknilaði því „Nordjyden", sem á efitir fór á sama spori, að aka áfram en þó með aðgát. — Nokkruim sekúndum síðar rakst svo „Nordjyden“ á „Sydvestjyd- en“, sem stóð kyrr á brautar- teinunum eins og sagt hefur ver- Framhald á bls. 27 fyrir vernd og eðlilegum starfs- skilýrðum. Frambjóðendur þess- ir sendu herforingjastjórninni mótmælabréf, en stjórnin hefur neitað að svara því og segir gagn rýnina óréttmæta. Nguyen van Thieu, frambjóð- andi herforingjastjórnarinnar gagði á fundi með fréttamönnum í Saigon í dag, að næði hann kjöri sem forseti landsins, myndi hann beita sér fyrir því að Bandaríkjamenn gerðu viku hlé á loftárásunum á N-Vietnam, til að reyna að fá stjórn N-Vietnam til að draga úr hernaðaraðgerð- um og setjast að samningaborð • inu. Hann sagði, að vikuhlé á loftárásunum væri nægilegt til að sýna samningsvilja S-Viet- nam. Hann sagðist ekki hafa trú á að N-Vietnam myndi virða slíkar aðgerðir og að leiðtogar þar myndu ekki setjast að samn- ingaborðinu fyrr en þeir væru fullvissir um að N-Vietnam gæti ekki unnið hreinan sigur í styrj- öldinni. Fregnir frá Washington herma, að Robert Kennedy, öldunga- Framhald á bls. 27 Áfök í Kóreu Seoul, 11. ágúst — NTB ÞRÍR Bandaríkjamenn voru drepnir og 15 Bandarikjamenn og tveir Suður-Kóreumenn særðust, er menn frá Norður- Kóreu réðust á eftirlitssvæði Sameinuðu þjóðanna, sem þeir voru á, rétt við hlutlausa beltið við Panmunjom í gær. Skýrði talsmaður Sameinuðu þjóðanna í Seoul frá þessu í gær. Réðust Norður-Kóreumennirn ir, sem höfðu farið yfir landa- mæri Suður-Kóreu á hermenn Sameinuðu þjóðanna með hand- sprengjum og vélbyssum, en hin ir síðamefndu svöruðu skothríð inni og ráku Norður-Kóreumenn ina til bak yfir landamærin. Mannleg mistök talin hafa valdið járnbrautarslysinu Lýiræii á undanhaldi í DAG birtist á miðsíðu Mbl. kort af löndum heims, þar sem sýnd er stjórnskipun þeirra. Tókum við þetta kort saman í tilefni af byltingunni í Grikklandi til þess að ganga úr skugga um, að sá grunur okkar reyndist réttur, að lýðræðið væri á undan- baldi i heiminum. í forustugrein blaðsins er rætt um niðurstöður kortsins. Haraldur, ríkisarfi Norðmanna, leggur blómsveig á minnis- varða fallina Norðmanna í F ossvogskirkjugarði. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Sovétríkin saka Kína. um að halda föngnu — sovézku skipi í Dairen Moskvu, 11. ágúst, AP. SOVÉTRÍKIN sökuðu í dag Kínverja um að halda föngnu sovézka skipinu „Svirsk“ í hafnarborginni Dairen við Gula hafið og sögðu kínversk yfirvöld þar á staðnum hafa skipstjóra „Svirsk“ í haldi. Sendi SovétstjórnLn harðorð mótmæli af þessu tilefni til Kina stjórnar og voriu þau afhent sendiráðsritara Kína í Moskvu. Er Kínastjórn þar sökuð um „ögrun af ráðnum hug með það fyrir augum að spilla enn sam- búð Sovétríkjanna og Kína, sem nógu slæm væri þó fyrir“. f orðsendingunni sagði, að mörg þúsund Kínverjar hefðu safnazt saman nálægt skipinu og margir þeirra ráðist til upp- göngu á það og reynt að mis- þyrma áhöfninni. Einnig sagði Sovétstjórnin „óaldarlýð" þenn- an hafa fest upp hvarvetna um skipið vígorð, þar sem mest bæri á hótunum og móðgunum í garð sovézku þjóðarinnar og ráðamanna hennar. „Þessar glæp samlegu aðfarir áttu sér stað rm viðurvist opinberra kínverskra yfirvalda og að beinni tilhlutan þeirra“, sagði í orðsendingunni, sem lauk með því að kraf- Framhald á bls. 27 Drög að samningnum — uni bann við frekari dreifingu kjarnorkuvopna á Brátt munu verða lögð fyrir af vopnunarráðstefnuna í Genf ðrög að samningnum um bann við frekari dreifingu kjarnorku- vopna, sem Bandarikin og Sovét ríkin hafa unnið að í samein- ingu undanfarið. Fulltrúi Bandaríkjanna á af- vopnunarráðstefnunni, William C. Foster , skýrði frá þessu í Washington í dag og sagði að eng in ákvæði væru að vísu í þess- um samningsdrögum um eftirlit með kjarnorkuvopnatilraunum, þar sem málsaðilar hefðu ekki nœstu grösum getað orðið á eitt sáttir um það hversu haga skyldi slíku eftir-* liti eða hverjum bæri að fela það. Foster kom til Washington í dag til viðræðna við Johnson Bandaríkjaforseta um afvopn- unarmál og mun fara aftur til Genfar á laugardag að ganga frá samningsdrögunum ásamt fulltrúa Sovétríkjanna á afvopn unarráðstefnunni og standa von- ir til þess að því verki verði lokið einhvern næstu daga ef ekkert bjátar á. <r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.