Morgunblaðið - 12.08.1967, Síða 3

Morgunblaðið - 12.08.1967, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1967 3 ^ Heimsótti Háskólann og sðfn STAKSTEIMAR — Haraldur ríkisarfi INEorðmanna í heimsókn degisverð í boði utánríkisráð-1 væri Háskóla Islands sérstök herra í Átthagasal Hótel Sögu í ánægja og virðing að hann heim gær, en klukkan 16 hófst heim- sækti skólann og minnti hann á sókn hans í Háskóla íslands. Há- | það að faðir hans, Ólafur kon- „EF bila hendur,/er bættur galli: /ef merkið stendur,/þótt mað- urinn falli“.. Þannig hljóðar þýð ing Matthíasar Joc'humssonar á kvæði Per Sivle um Þórð Fóla- son, en þessar ljóðlínur eru meitl aðar á frummálinu á háa stuðla berg.ssúlu á grafreit Norðmanna í Fossvogskirkjugarði. Harald- ur ríkisarfi lagði blómsveig á minnisvarðann í gærmorgun um kl. 11. Allmargt Norðmanna hafði safnazt saman við grafreitinn áð ur en ríkisarfinn kom. Veðrið var gott, milt, bjart en sólar- laust. í föruneyti ríkisarfans voru sendiherrar Noregs og ís- lands í báðum löndunum, Mykle- bost og Hans G. Andersen, Agn- ar Kl. Jónsson, Páíl Ásgeir Tryggvason og tveir einkennis- klæddir menn úr norska hern- um. Strax og rikisarfinn var kom- inn að minnisvarðanum tók hann lítið blað up úr vasa ,sín- um og hélt smá ræðu. Haraldur var klæddur búningi sjóliðsfor- ingja, brúnn og útitekinn. í upphafi máls síns sagði Har- aldur, að hann gleddist yfir því, að fá tækifæri til þess að koma að minnisvarðanum og hann kvaðst þakklátur íslenzkunt yf- irvöldum fyrir tillitssemi þeirra, er þau gerðu ráð fyrir lítilli at- höfn í kirkjugarðinum. Hann bað viðstadda að minnast lát- inna landa sinna, sem farizt hefðu í stríði — íátið lífið fyrir Fyrir utan Háskóla íslands í gær. Frá vinstri eru: Capt. Pran, fylgdarmaður ríkisarfans, Haraldur ríkisarfi, Ólafur Björ nsson, Myklebost, sendiherra, herra Ásgeir Ásgeirsson forseti, Ármann Snævarr, rektor og dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. frið okkur til handa, eins og hann komst að orði. Því næst lagði Haraldur rík- isarfi blómsveiginn og á eftir varð minútuþögn og heilsaði rík isarfinn að hermannasið. Að svo búnu var gengið aftur til bifreið anna, en í fararbroddi var bor- inn norski fáninn. Haraldur ríkisarfi snæddi há- skólaráð og rektor Ármann Snævarr tóku á móti hinum tigna gesti. Var fyrst gengið í Hátíðasalinn og hann skoðaður. Því næst var kapellan skoðuð, en loks var glasi lyít í kennara- stofu skólans og ríkisarfinn ’boð nn velkominn. Ármann Snævarr, rektor hélt þar ræðu. Sagði hann, að það f Þjóminjasafninu. Dr. Kristján Eldjárn sýnir Haraldi gripi safnsins. Herra Ásgeir Ásgeirs- son stendur hjá. ungur, hefði tvisvar gert það. Fyrst sem ríkisarfi en síðar sem konungur. Kvaðst hann vonast til þess að heimsóknin yrði til þess að treysta sambandið milli hins akademíska Noregs og aka- demíska íslands, til þess að tryggja vináttu þessara frænd- þjóða. Haraldur ríkisarfi dvaldist í Háskóla íslands í 45 mínútur, en að því búnu gekk hann ásamt fylgdarliði að Þjóðminjasafni ís lands. í fylgdarliði ríkisarfans voru forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, og menntamála ráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, en hann var fylgdarmaður Har- alds í gær. Einnig voru í fylgd með ríkisarfanum sömu menn og fylgdu honum að minnisvarð anum um morguninn. Á tröppum Þjóðminjasafnsins tók á móti hinum virta gesti dr. Kristján Eldjárn og leiðsagði hann honum um safnið. Því næst var gengið upp á efri 'hæð húss- ins til þess að skoða Listasafn íslands og tók dr. Selmia Jóns- dóttir þar á móti Haraldi. Heim- sóknin í safnhúsið tóik um hálfa aðra klukustund, en að því búnu hélt ríkisarfinn til ráðherrabú- staðarins við Tjarnargötu. Klukkan 19.30 í gærkvöldi var síðan kvöldverður í norska sendiráðinu. Gengið úr Iláskólanum til safnhússins. í Listasafni íslands í fylgd með dr. Selmu Jónsdóttur. Á bak við er mynd eftir Þorvald Skúlason. Heimsókn Haralds Móttökur þær, sem Haraldur Noregsprins hefur fengið hér sýna svo ekki verður um villzt að aufúsugestur er hér á ferð. Alþýðublaðið ræðir um heim- sóknina í ritstjórnargrein í gær. Segir þar m.a.: „Haraldur krónprins er hing- að kominn í opinbera heimsókn sem fulltrúi norsku þjóðarinnar. íslendingar bjóða hann velkom- inn og fagna því, að heimsókn hans er enn einn. vottur um náið samband þjóðanna. Vináttutengsl okkar við Norð- menn eru með þeim hætti, að hver íslendingur finnur til þeirra, ef hann fær tækifæri til samanburðar við aðrar þjóðir. Þá þarf ekki fræðilegar útskýr- ingar — við eigum ótal margt sameiginlegt, skiljum hvorir aðra. Þetta er hinn mikli sögu- legi arfur eins og hann kemur fram í daglegu lífi tæplega 1100 árum eftir að Ingólfur sigldi til íslands. Náið samstarf hlyti þó að vera * milli fslendinga og Norðmanna, þó ekki væri sameiginleg for- saga, frændsemi að Iangfeðga- tali og menningararfleifð. Því veldur nágrennið, — enda ger- ist nú skemmra og skemmra milli landanna með samgöngu- tækni nútímans“. Góð heimsókn Tíminn ræðir einnig um heim- sóknina undir ofanritaðri fyrir- sögn. Þar segir: „fslendingar telja Norðmenn sér skyldasta allra þjóða. Sterk bönd og frændsemi hafa tengt þessar þjóðir saman. Það er ósk íslendinga, að þau tengsl megi varðveitast og styrkjast. Þess vegna fagna þeir innilega Har- aldi ríkisarfa, er hann kemur í opinbera heimsókn til íslands. Þótt íslendingar hafi kosið sér lýðveldisformið, skilja þeir vel konungshollustu Norðmanna. Hún tengir þá við forna frægð- arsögu þeirra. Norðmenn hafa líka verið sérstaklega heppnir * með konunga sina síðan þeir endurreistu konungsstólinn. Það gerir heimsókn hins norska ríkis arfa enn ánægjulegri, að hann þykir maður vænlegur til að fylla vel sæti afa síns og föður, en framkoma þeirra á stríðsár- unum varpaði ljóma á Norður- lönd“. Sveitafélög Að undanförnu hefur verið unnið geysimikið starf til undir- búnings að sameiningu sveitar- félaga hér á landi. Visir ræðir það mál í gær, og segir m.a.: „Innan við 200 íbúar eru í um það helmingi hreppa hér á landL Liggur í augum uppi, að sveitar- félögin af þeirri stærð eru afar vanmáttug til hinna mörgu « verka, sem krafizt er af þeim. Hagurinn af sameiningu sveitar- félaga er margþættur. Stór sveit- arfélög eru sterkari en lítil sveit arfélög. Kostnaður og áhætta dreifast á fleiri herðar, og ýmis verkefni, einkum í skólamálum, verða stórum sveitarfélögum síð- ur um megn. Nú er það að verða algengt, að hreppar vinni saman að ýmsum málum, t.d. byggingu skóla, og mundi framkvæmd slíkra mála verða auðveldari við sameiningu sveitarfélaganna. Stór sveitarfélög geta ráðið sér fasta starfsmenn og þurfa ekki að byggja á íhlaupavinnu odd- vita. Meiri líkur eru á, að hæfir menn veljist til starfa í stjórn- ^ um stórra sveitarfélaga en smárra. Sveitarfélög geta frekar komið sér upp sérhæfu og tæknimenntuðu starfsliði, ef þau eru stór, og þaú geta þá frekar hagnýtt sér vélakcst og tækni- búnað. St'r sveitarfélög geta miklu frekar en smá tryggt sér virka læknisþj 'nustu. Þannig má Iengi telja, en loks má nefna, að samgöngur eru viðast hvar orðnar svo g'ðar, að fjarlægðir hindra ekki sameiningu sveitar- félaga í st rum stil“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.