Morgunblaðið - 12.08.1967, Side 12

Morgunblaðið - 12.08.1967, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1967 GALOPPAÐE — og síðar lærði ég fingrapolka og vínekruss — Rœtt við Margréti á Litla-Bakka í Miðfirði, sem er 100 ára í dag — ÞÚ heldur nú alla svo góða, sagði maðurinn minn einu sinni við mig, þegar talað var um einhvern, sem misjafnt orð fór af, sagði Margrét á einum stað í samtali okkar. — 0 — í>etta var eiramitt það sem mér fannst, er ég hafði setið talsvert langa stund inni í stofunni á Litla-Bakka og hlustað á Margréti Jóhanns- dóttur, sem í dag verður 100 ára að aldri. Ég hafði hlýtt á tal hennar og tveggja vina hennar úr Miðtfirði, sem ég hafði fengið til liðs við mig, að eiga samtal við þessa gömlu konu. Ekki verður ann að sagt en að hún er talsvert ern, þótt hartnaer blind sé hún orðin og eigi erfitt mieð að bera sig yfir, og óstudd fer hún nú ekki lengiur út. Frá þessari konu fannst mér stafa mikilli hlýju, glað- værð og blátt áfram kátínu yfir öllu í tilverunni. Full var hún trúar og manngæzku og alveg var það sama, á hve marga var minnzt í samtölun um, eða um hverja var rætt, aldrei hallaði hún á nokkurn mann eða mælti styggðar- yrði um einn eða meinn, sem talið barst að. í>ó bar þessi aldna kona það ekki með sér, að líf hennar hefði verið neinn dans á rósum og ekki verður jörðin hennar talin til stórbýla, en þar hefir hún nú búið hartnær 70 ár. Mér kom í hug, að margt væri á annan veg í heimi hér, ef glaðværð, trú, hógværð og 'hjartahlýja hefði auðkennt mannkynið í jafn ríkum mæli og þessa 100 ára konú. Skólagöngu hefir hún enga hlotið nema hvað henni var kennt að draga til stafs, svo hún gæti skrifað sendibréf, og til fermingar lærði hún eins og gerðist í þá daga, nam kverið sitt og svaraði á kirkjugólfi eins og þá var títt. — Ég heM nú bara að það fari að koma eimhver að biðja mín, það á að fara að dubba mig svo mikið upp, sagði hún við mig — út af öllu þessu tilstandi í sambandi við af- mælið. — 0 — Foreldrar hennar voru í hús menmsfeu, er hún fæddist þeim, og er hún hafði aldur til fór hún sem vinnukona á alimarga bæi, en iengst var hún á stórbýlimu Söndum og þar sagði hún að gott hefði verið að vera. Þar trúlofaðist hún manni sínum Jóhanni Guðlaugissyni, en hann missti hún fyrir meira en þremur áratugum. — Ég fór fljótt að syngja og tralla, sagði Margrét. — Var fljót að læra lögin. miklu fljót ari en textana. Ég man eftir fyrsta sálmaversinu, sem ég lærði. Ég var ósköp ung þá 4 eða 5 ára. Húsimóðir mín reiddi mig á þófa fyrir framan mig í söðllinum hl kirfejunn- ar. Nú tók Ma-rgrét að syngja fyrir okfeur sálminn og það var eimkenniliegt hve tær -ödd in var. „Ó, Jesú hel þú yfir vannst æ dauðams hönd þér haldið fá. Með sigri oss þú frelsi fanmst, frið og líf eilíft guði hjá“. — Ég veit svo sem ekki hvort þetta er alveg rétt hiá mér, en svona lærði ég þetta og sömg. Og ég sömg alltuf í kirkjunni. Þar var forsóngv- ari, því þá voru engin orgeiin feomin. Og við sungum mikið á Söndum og dönsuðum stund. um. Þar var mikil kátína og þar var einstöfe regluisemi. Allt varð að vera á sínum stað. Við þjónusturnar höfð- um áfeveðna nagla frammi í bæ fyrir skóna vinnumain- anna, sem við þjónuðum, og þa-r hafði hver sína nagla og aldrei mátti út af brjóta. Það gera þeim alla skó. Þa’ð var svo sem ekki alltaf þrifaverk, þegar þeir komu rennblautir úr torfristu og það var mikið unnið í torfi, allt þurfti að tyrfa, héy og hús. En hann Jón á Söndum byggði hlöður yí'ir sín hey, mun hafa verið með þeim fyrstu, sem það gerðu þar um slóðir. Jón var höfðingsbóndi og mikill hag- leiksmaður. Hann smíðaði hnakka og fór með suður. í einni ferðinni sá hann unga stúlku suður í Hvítársíðu. Þeim mun eitthvað hafa litizt vel hvoru á annað. Næsta ár fór hann einnig suður með hnakka, sem hann hafði gert. Og þá sá hann hana aftur. Og hið þriðja sinnið fór hann. Og þá giftust þau. Það var mikið — Og hvernig hefir heilsu- far þitt verið? spyr ég. — Það hefir eiginlega ver- ið nokkuð gott. Ég fékk samt einu sinni slæmt hérna undir vinstri holhöndina. Það var enginn læknir sóttur, en það gróf mikið í þessu og hann Jóhann minn var með kera í þessu og var sýknt og heilagt að hreinsa sárið og skipta á þ/í. Svo bara gréri þetta, en það er alltaf holt hér undir síðan. Ég held bara að ég hafi misst sjónina á vinstra auganu þá. Ég man það ekki, en það var um það leyti. — 0 — — En ég man eftir mikilli brúðkaupsveizlu, segir Mar- grét. Eg hef líklega ekki verið nema fjögurra ára þá eða svo, o já. Og það var nú engin smáveizla, borðið hlaðið mat- föngum. Það voru bræður að gifta sig, sem náðu í sína Þessar myndir voru teknar af Margréti Jóhannsdóttur á Litla-Bakka nú í vikunni. (Ljósm. vig.) var mikið unnið, en nóg að borða og öilum lieið vel. Vinn an er mifeil Guðs blessun. Mér þýkir bara verst að geta ekfei komist neitt út lengur. Einu sinni sagði læfenir við mig, ég hteld það hafi verið hann Björn, „Ef þú liggur viku lengur í rúminu en þú nauðsynl'ega þarft, þá ertu komin í feör“. Já þetta sagði hann. Ég man við vorusn tvær, sem mjólfeuðum 100 kvíaær, eða hreittum svona úr þeim, ag út í heyskapinn urðum við að vera feomnar klukfean ní-u. Og svo á veturna vorum við vinniutoonurnar til sfeiptis í verkunuim niðri við. Mér féll aWltaf betur að vera uppi. Það var þrifalegra að kemlba og fást við bandið, en það vora kölluð niðrirverto að vera í eldhúsi-nu. Ég fór nú að lauma að Mar- gréti spurningu á stangli. Spurði hana um þjónustuverk in o.fl. — Va-r þetta ekki hálfgert aukaverfe hjá yfekur að vera við þjónustuna á vinnumönn- unum. — Við urðum að sjá um öll plögg handa þeim, bæði ullar- sokka og háleista prjóna þetta og halda hreinu og þurru og svo urðum við að dásemdar hjónaband. Hann klappaði henni á hverjum morgni og kallaði elskuna sína, en svo missti hann hana eftir eitt ár. Hún dó úr berkl- um. Hann giftist svo síðar maddömu o, já, já. Ekki sagði Margrét mér meira um það, en a’ðrir höfðu orð á að það hjónaband hefði ekki verið meira en svo far- sælt eða friðsælt, en á engan vildi Margrét halla. Og enn spyr ég: — Var nú vinnufólkið ekkiögn að draga sig saman, kyssast svona á bak við fjósdyrnar eða ann- ars staðar, þar sem afdrep var. — Ekki veit ég það. En við vorum engar flennur, skal ég segja þér. Nei. Þá voru engar flennur. Og Margrét horfði ákveði'ð á mig auganu, sem enn ber nokkra skímu og hinu blinda, sem er með föl- gráu skýi. — En hvað um gamla sið- inn: Þriðjudaginn í föstu- inngang“? Kyssti þá ekki hver maður þjónustuna sína. — Ég man það nú ekki. Það var oft farið með þessa vísu og hlegið að henni, en ég held að það hafi nú ekki verið farið svo mikfð eftir henni. systurina hvor, þær voru kaupakonur að sunnan. Já, mikil ósköp. Og lummusósan var í fjórðungspotti eða tveggja fjórðungapotti held ég frekar (20 lítrar). Þa’ð var nú meiri ósköpin af lummun- um. Allt úr fínmöluðu banka- byggi. Það var ekki hveitið þá. Allt byggið malað i kvörnum heíma. Og væri kvörnin of létt og malaði ekki nógu vel, þá var bara settur steinn ofar. á kvarnarsteininn til að gera hann þyngri. — Ég man eftir að prestur- inn hafði skrítið höfuðfat, segir Margrét, — Hann var með kringlótte klæðishúfu og hékk skúfur, grænn, eða svartur, á öðrum vanganum. — Ekki hefir hann borið þetta í kirkju? — Nei blessaður vertu. Þetta var fer’ðabúningur. — Ég heyrði vestan af Ströndum, segir Margrét svo og var enn með hugann við lummurnar, — að þeir köll- uðu lum-mur „hungurpöddur“ og pönnukökur „glomsuflenn ur“. Já, þetta heyrði ég nú sem barn vestan af Ströndum. — Já, og svo voru borðuð þessi ósköp af hangikjöti, feitu og fallegu, það var nú ekki hrossakjötið þá. Nei. blessuð verið þið. Hrossakjöt var ekki snert frekar en eit- ur. Það eymir eftir af óbeit- inni á því enn í dag. — Ég man eftir því, þegar ég var hjá Finni bónda á Fitj um að þá voru rifin þessi ósköp að hrís. Hann var svo afkvistaður og látinn í gryfju og borinn eldur að og þar lát- inn brenna til feola. Það var garnan að sjá glóðina í gryfj- unni. — 0 — — Og þú sagðist hafa ver- ið þjónustan hans Jóhanns, sem siðar varð maðurinn þinn. — Já, og hans Jóns litla, sem síðan dó svo ungur. Mig dreymdi síðar eftir lát hans að hann kom og kyssti mig fyrir þjónustuna, marg kyssti mig, blessaður drengurinn. Svo giftum við Jóhann okkur og bjuggum eitt ár á Þverá, en þá var Pétur bróðir Jó- hanns farinn að heilsu og hann gaf okkur Litla-Bakk- ann. Ekki var nú bústofninn stór og aldrei höfum við ver- ið rík, en þó aldrei þurft að leita til sveitar. Guðlaugur var fæddur, þegar við flutt- umst að Litla-Bakka, dreng- urinn minn, sem býr með mér hérna ennþá. Hann verður nú sjötugur í haust. Það var annars skrítið hve nær ég kom fyrst 'hér í Litla- Bakkaland. Ég var sem telpa lánuð fram í Barkastaðasel til einstæðingskonu, sem þar var. Hér rétt fyrir utan heit- ir Nafarlækur og þar settist ég niður og lagði frá mér pok ann minn og fór að skæla. En svo var mér hugsað sem svo: „Hvað verður um mig þegar ég er orðin fullorðin, ef ég þori ekki til næsta bæj- ar. Já, og þetta var hérna í Litla-Bakkalandinu og nú er ég búin að eiga það í nærri 70 ár. Við Jóhann eignuðumst svo tvo syni. Hinn heitir Pétur og býr í Reykjavík, og svo fylgdi okkur stjúpdóttir mín, Kristín, sem Jóhann átti áð- ur en við giftumst. Það er hálft þtiðja ár á milli drengj- anna. — Og þú hefir alltaf verið léttlynd? — Það er um að gera. Vera léttlyndur og vinna. — Og sorgin hefir aldrei bugað þig? — Það var enginn tími til þess. Maður verður bara að hrista þetta af sér. Ég held ég kunni hérna eina drykkju- vísu meira að segja: „Nú er gaman og glfeði ný, hell á--------------- Ég man þetta nú kannski ekki alveg rétt, en þáð endar svo: Drekk út, skenk aftur, drekk út, skenk aftur, hell á“. Já, svona var ýmislegt sung ið sér til gamans í þá daga. Ég man eftir dansi frá 1874 á 'hátíðinni þá. Það var dans- að í 'hring. Allir stilltu sér upp og héldust í hendur og svo var einn settur inn í hring inn, gjarnan kærastinn ein- hverrar stúlkunnar, og svo var sungið og dansað í hring, þar til kærastan kom fyrir kærastann sinn, og þá tóku þau saman og svo allir. Þá dansaði maður galoppaði. Það var bara sungið. Ekkert hljóð færi. Ég man þó eftir lang- spili. Það var hjá Steinvöru á Torfastöðum. Það var svona eins og aflöng plata eða stokk ur og svo hafði hún spýtu með streng á og dró þetta eftir strengjunum á stokknum og úr þessu komu hljóðin. Við fengum svo kaffi á eftir man ég. — En hvernig var svo með dansinn og sönginn eftir að til búskaparins kom. Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.