Morgunblaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1967
5
„Bind þessa tvo fugfa í
hreiðri ástar þinnar“
Bohoi ■ brúðhoup í Árbæjorkirkju
„Megið þið verða tveir
sætt syngjandi fuglar á
hæstu grein í lífsins tré ...
Sálir ykkar verði að dög-
unarstað fyrir sól raun-
veruleikans ... Gangið í
eilífum rósagarði ástarinn-
ar ... Lát þetta hjónaband
færa fram kóralla og perl-
ur . . . Bind þessa tvo fugla
í hreiðri ástar þinnar . . .
Verið sem tvær dúfur í
sama hreiðri . .. Börn ykk-
ar verði sem blóm í garði,
næturgalar í tré, ávextir á
tré lífs ykkar .. . Lof sé
guði, drottni veraldarinn-
ar“.
Þessi orð hljómuðu í
kristnum helgidómi í gær,
þau voru höfð yfir fyrir fram
an gráturnar í Árbæjarkirkju.
Þar fór fram alleinstæð hjóna-
bandsatihöfn, en maður og
kona úr trúflokki Bahai-
manna voru gefin saman í
hjónaband að þeirrar trúar
sið.
Blaðamenn voru kallaðir til
að vera viðstaddir athöfnina
og bar okkur að laust fyrir
klukkan tvö. Brúðhjónin,
Svava Magnúsdóttir og Fabio
Tagliavia, voru þá stödd í
skrúðhúsi, en utan kirkju hitt
um við að máli forstöðumann
Bahai-trúflokksins hér á
landi, Ásgeir Einarsson. Við
spurðum hann lítillega um
trúarbrögðin, sem hann sagði
Vera alveg sjálfstæð og óháð
öllum öðrum trúarbrögðum.
En hann sagði að spámaður
Bahaitrúarbragðanna byggði
á kenningum annarra mikilla
spámanna eins og t. d. Krists
og Múhameðs, án þess þó að
vera þeim háður að nokkru
leyti. Þá spurðum við Ásgeir
um réttarstöðu þessara trúar-
bragða hér á landi og þá sér-
staklega gagnvart þjóðkirkj-
unni, en okkur þótti það með
nokkrum ólíkindum, að þessi
trúarbrögð skyldu hafa fengið
inni í íslenzkri kirkju með
helgiathafnir sínar. Ásgeir
sagði, að biskupinn yfir ís-
landi 'hefði sýnt þessum trúar
brögðum mikinn skilning og
væri íslenzka kirkjan þeim
hliðhollari en þjóðkirkjur ann
arra landa. Þegar leitað hefði
verið löggildingar þessa trú-
félags hjá dóms- og kirkju-
málaráðuneyti hefði þurft til
umsögn biskups og hefði hún
verið mjög „hagstæð og
sympatisk“. Ásgeir sagði að
nú væru 18 manns í Bahai-
trúflokknum á íslandi.
Nú leið að því að athöfnin
skyldi hefjast. Leiddi forstöðu
maður safnaðarins brúðguma
úr skrúðhúsi í kirkju, en litlu
síðar var hringt klu'kkunum í
öldnu klukkuhúsi Árbæjar-
kirkju og undir hljómi þeirrar
hringingar var brúður leidd1
inn kirkjugólf. Um 40 manns
voru í kirkju. Kirkjuathöfnin
var mjög einföld. Þrír til-
kvaddir menn, tveir karlar og
ein kona, lásu úr spámanns-
ritum Bahai, valda texta, en
vígslumaður, forstöðumaður
safnaðarins, flutti bæn. Þá
fluttu brúðhjónin vitnisburð,
ibrúður á íslenzku, en brúð-
Igumi á ítölsku. Fyrir vígsl-
unni lásu þau síðan heitorð
og settu upp hringa, en vígslu
maður las yfir þeim ræðu all-
langa, sem nokkrar tilvitnan-
ir voru teknar úr hér í upp-
Ihafi. Eins og þær tilvitnanir
bera með sér var ræðan á
skrúðmiklu og íbornu máli,
sem stakk mjög í stúf við ein
faldleik athafnarinnar að öðru
leyti.Bað vígslumaður brúð-
hjónin að vera trú guði sínum,
Bahai spámanni og hvort
öðru.
Brátt var þessu lokið og
brúðhjónin íeiddust út, bros-
andi og hamingjusöm eins og
ibrúðhjónum bera að vera.
Utan kirkju hittum við
minjavörð borgarinnar, Lárus
Sigurbjörnsson, að máli. Hann
sagði að sér hefði sem kirkju-
Verði verið sýnd öll tilskilin
vottorð til þess að þessi at-
höfn mætti fara fram í Ár-
bæjarkirkju. Lárus kvaðst
hinsvegar hafa ætlað að ræða
þetta mál við biskup, en þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir ekki
hafa náð tali af honurn eða
neinum á biskupsskrifstofu
Sóknarprestur Árbæjarkirkju
hafði fyrir sitt leyti gefið leyfi
til að athöfn þessi færi fram
í kirkjunni.
j.h.a.
Brúðhjónin, Svava Magnúsdóttir og Fabio Tagliavia, skrifstofustjóri frá Palermo á Italíu.
Myndin er tekin er þau ganga úr Árbæjarkirkju í gær að lokinni vígsluathöfn.
(Ljósm. Sv. Þorm.)
A MÖRGUM sviðum þjóðlífs-
ins koma saman hinn gamli
og nýi tími. Smátt og smátt
sigrar nútímatæknin hinar
aldagömlu hindranir okkar
stórbrotna og víða hrikalega
lands. Fallvötnin okkar hafa
lengi verið Þrándur í götu
ferðamannsins, en þar hefir
lengst og dyggast þjónað okk-
ur þarfasti þjónninn, íslenzki
hesturinn, sem ekki á sinn
líka í víðri veröid fyrir þolni,
þrautscigju og óviðjafnan-
lega ganglipurð.
Eitt hinna stórbrotnustu jök
ulvatna landsins, Jökulsá á
Breiðamerkursandi verður nú
brátt eins auðveld yfirferðar
og Aðalstræti. Verið er þar að
byggja mikið brúarmannvirki,
sem hér má sjá á einni mynd-
inni. Undir brúna má sjá
millistig farartækninnar, þar
sem jeppinn, arftaki hestsins
á torfærum vegum, er fluttur
á dragferju yfir ána. Og síð-
ast, en ekki sízt, getur að
líta fákinn okkar frækna, þar
sem hestahópurinn grípur
sundið í hinu jökulkalda fall-
vatni. Þeir skáskióta sér í
strauminn, og teyg ia f ram
frísandi nasirnar, en helkald-
ur jökulstraumurinn skellur
á brjóstum þeirra og síðu.
Myndirnar tók Snorri
Snorrason jr., en hann er
aðeins 13 ára.