Morgunblaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1'9&7 Ævintýraleg svifsigling 24 mín. frá Vestmðnnaeyjum til Bergþórshvols FRÉTTAMÖNNUM var í gær boðið í reynsluferð með svifskipinu, sem nú er staðsett í Vestmannaeyj- um. Komið var til Vest- mannaeyja kl. 09.30 og ek- ið þegar í stað niður á eyri, þar sem svifskipið beið ferðbúið með hverfihreyf- ilinn í gangi. Þegar við renndum niður í fjöruna sveif skipið niður sandf jör- una og út á spegilslétta ) höfnina og fór þar tvo hringi til að hita upp. Það er ekki ofsögum sagt að við fréttamenn horfðum miklum forvitnisaugum á þennan framandi farkost, enda áttum við fyrir hönd- um ævintýralega ferð þar um borð. Skipið kom nú aftur upp í fjöru, hægði á hreyflinum og seig við það niður á loftpúðann. Hjálm ar R. Bárðarson skipaskoð- unarstjóri ríkisins og Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri í Vestmanna- eyjum buðu fréttamönn- um og gestum að ganga um borð. Er allir höfðu komið sér vel fyrir í vistlegum farþega- klefanum herti Bob Strath, svifstjóri, á hreyflinum og sveigði út á höfnina, þar sem aftur var stanzað, en þá flutti Hjálmar R. Bárðarson stutt fræðslu- og kynningarerindi um svifskipið og fer það hér á eftir. þegar haldin var í London, al þjóðaráðstefna um öryggi mannslífa á hafinu, áTÍð 1960, þá sagði samgöngumála ráðheira Bretlands í setning- arræðu sinni: „Ég kom hingað frá því að skoða farartæki sem enn er ekki víst hvort á að telja flugvél, bifreið eða alþjóða siglingareglum og að nokkru ákvæðum skipa um björgunartæki og fleira. Þetta svifskip, SR. N 6, sem hér verður reynt er smíðað sem farþegaflutningasvifskip. Sæti eru venjulega fyrir 38 farþega, en hér eru sæti fyrir 35 farþega, þar eð þetta skip loftskrúfa með breytilegum skurði, 2,74 m. í þvermál. Loftblásarinn, sem fram- leiðir þrýstiloftið undir skip- inu, er mlðflótta aflsblásari, 2,13 m. í þvermál. — Brennslu olíubirgðir eru 1206 1., sem í kyrru veðri nægir til að sigla 200 sjómílur eða um 370 km. vegalengd. — Há- markshraði í kyrru veðri á skip, — eða þá eitthvað allt annað“. Þetta var árið 1060. Síðan hefur þetta farartæki þróazt mikið að allri gerð, — og er nú yfirleitt flokkað und ir heitinu skip, þótt það sé óneitanlega mjög skylt flug- Svifið á land við Krosssand. er búið ratsjá, sem tekur nokkurt pláss. Ef fluttar eru vörur eingöngu, ber svifskip- ið þrjú tonn. Öll lengd skips- ins er 14,76 m., breidd þess er 7,01 m. og hæð þess þegar það stendur á lendingastöllun um er 4,57 m. Stærð farþega- klefans, sem er ofan á miðju skipinu, er 6,02 m. að lengd og 2,34 m. að breidd. Annars er meginhluti svif- skipsins flothylki og með fram ytri brúnum þess eru pils- faldar, 1,22 m. að hæð, en innan þeirra er þrýstilofts- púðinn, sem skipið svífur á. Lyfti- og hreyfi-aflvél svif- skipsins er 900 ha. gastúrbína og eldsneytið er steinolíju- blanda eins og skrúfuþotur nota. Skrúfan, sem knýr skip- ið áfram, er fjögura blaða sléttum sjó er 60 m. eða um 111 km. á klst. — Venjuleg- ur mesti hraði yfir sjó, þar sem bylgjuhæð er 1,2 til 1,5 m. er hinsvegar 45—56 m., eða 83—102 km. á klst. — Þyngdin á svifskipinu full- hlöðnu er rúm níu tonn. Siglingar svifskipsins, með farþega, eru háðar nokkrum takmörkunum vegna veðurs. Ekki má nota farartækið sé vindhraði meiri en 20 sm á klst., (5 vindstig Beaufort) og ekki heldur ef ölduhæð er meiri en 1,5 m. Hraði faratæk isins yfir sjó má ekki vera meiri en 56 sjm á klst. Einn meginkostur svifskips ins er, að það getur siglt bæði yfir sjó og land, sé það hæfi- lega slétt. Þess vegna þarf svifskipið ekki hafnarmann- Séð eftir farþegaklefanum. Hér í Vestmannaeyjum hefjast nú fyrstu tilraunir með svifskip á íslandi. Á síðasta alþingi báru Guð laugur Gíslason og Sigurður Ó. Ólafsson, þingmenn suður landskjördæmis, fram tillögu til þingsályktunar um tilraun ir á notahæfni svifskipa til ferða milli Vestmannaeyja og lands, bæði til að flytja far- þega og bifreiðar. Tillaga þessi hlaut samþykki alþing- is, og er nú komið hingað til Vestmannaeyja svifskip af gerðinni SR. N 6, sem smíðað er af British Hooverchaft Corp. Ltd. í Yeovil í Bret- la-ndL Að tilraunum þessum standa, Vestmannaeyjakaup- staður að einum fjórða, Akra neskaupstaður að einum fjórða og ríkissjóður að hálfu leyti. Þetta farartæki er að ýmsu leyti sérstætt. Ég minnist þess vél og bifreið. Það svífur yf- ir láði og legi á þrýstilofts- púða og því stundum verið nefnt loftpúðaskip, en SVIF- SKIP þykir flestum fegurra orð. Svifhæð þessa farartæk- is er mjög takmörkuð og þess vegna hefur ekki talizt rétt að flokka það undir flugvél- ar, til þess sé það of jarð- bundið. Bifreið hefur það varla getað talizt. Það er ekki búið neinum hjólum og það fer sjaldnast eftir nokkrum vegum. — Þannig var það úr að farartækið var kennt við skip, enda hefur notkun þess að mestu verið þess eðlis, að eðlilegt má teljast vegna far- sviðs þess yfir sjó og vötn. Siglingamálastofnun Samein- uðu þjóðanna, IMCO hefur því með höndum þau mál er varðar siglingar svifskipanna á alþjóða vettvangi. Svifskip- in verða til dæmis að fylgja Strath svifstjóri. virki ef til er varin sand- strönd, hæfilega slétt. Eitt þeirra atriða, sem kanna þarf sérstaklega hér, er hvernig lendingar takast við úthafsöldu í sandströnd, eins og suðurströnd íslands, eða þá hvernig reynist að sigla upp ármynni stóránna okkar. Svifskipinu er stjórn- að með tveimur hliðarstýr- um aftan við loftskrúfu þess, á tvöföldu stéli. Auk þess er hægt að stjórna að nokkru með því að lyfta hluta af svuntunum og hleypa þannig lofti út undan skipinu. Þetta er einkum notað í hliðar- vindi og í beygjum. Síðan ár- ið 1905 hafa mörg svifskip verið í notkun á Bretlandi og á Norðurlöndum. Tvö hófu siglingar yfir Ermasund árið 1966. — SR. N 6 er annars aðállega ætlað til siiglinga innan fjarða og yfir land, þar sem aðstæður leyfa. Kaup- verð á SR. N 6, svifskipi mun vera um 130 þúsund ensk pund eða nálægt sextán milljónum ísl. króna. Nú er unnið að smíði stærri svifskipa og nefnast þau GH- 7. Þau eiga að geta tekið sex til átta bifreiðar, eftir stærð þeirra og að auki sjötíu far- þega, eða þá 140 farþega, ef engar bifreiðar eru fluttar. BH-7 getur alls borið 15 tonn. Áætlað verð þessa stóra svif- skips er um 54 milljónir isl. kr. Það er rétt að endurtaka, að hér er fyrst og fremst um tilraun að ræða. Alls verður svifskip þetta 20 daga hér á atigio um borð i vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.