Morgunblaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1967 3 Stjórn og bygginganefnd Norræna hússins þinga hér UM ÞESSAR mundir eru á fund um hér í Reykjavik hyggingar- nefnd Norræna hússins og stjórn þess. Var fundur haldinn í gær og verður annar haldinn í dag. Á fundunum er rætt al- mennt um bygginguna, en með byggingarnefndinni situr fundi prófessor Alvar Aalto, arkitekt, sem teiknað hefur Norræna hús- ið. Prófessor Alvar Aalto sagði aðspurður við Mbl. í gær að hann væri almennt mjög ánægð- ur með útfærslu á hugmyndum sínum að húsinu. Stjórn Norræna hússins mun næstkomandi föstudag og laug- ardag halda fund á Akurejrri. Verður þá tekin ákvörðun um ráðningu forstjóra hússins, en samkvæmt upplýsingum Ár- manns Snævarrs, háskólarektors eru umsækjendur 22. --------------------- Myndin var tekin í gær fyrir fra man Norræna húsið af bygginga nefnd og stjórn Norræna húss- ins. Fremri röð frá vinstri: Eigil Thrane, skrifstofustjóri, Kaup mannahöfn, prófessor Alvar Aalto, arkítekt, dr. Gylfi Þ. Gí slason, menntamálaráðherra, Jo han Cappelen, sendiherra, Ragn- ar Meinander, skrifstofustjóri, Helsingfors. Aftari röð: Oddvar Hedlund, arkítekt, Osló, Skarp- héðinn Jóhannsson, arkítekt, Á rni Snævarr, verkfræðingur, pr ófessor Þórir Kr, Þórðarson, bak við hann Bragi Sigurþórsson, verkfræðingur og'prófessor Gun nar Hoopee, Sigurður Bjarna- son, alþingismaður, Maggi Jóns son, tæknifræðingur, frú Leht tnen, arkítekt, Helsingfors, bak við hana Jörgen Skælm-Ander sen, danska menningarmálaráð ^uneytinu, Árraaun Snævarr, háskólarektor. Norræna húsið og umhverfi þess. (Ljósm. M. W. Lund jr.) STAKSTEII\IAR Er það skortur j á rekstraríé? Á aðalfundi Sambands is- lenzkra Samvinnufélaga nú í sum ar var lánsfjárskorti kennt um erfiðleika Samvinnufélaganna þótt raunar væri einnig játað a® gera þyrfti skipulagsbreytingar og bæta rekstur. Morgunblaðið hefur óskað þess að fá upplýst hve mikið lánsfé Samvinnufé- lögin hafi, svo að unnt sé a® gera sér grein fyrir því, hvorfc sú ásökun, að illa sé með sam- vinnufélögin farið að þessu leyti eigi við rök að styðjast. Þessari ósk hefur ekki verið sinnt, svo að upplýsingar liggja ekki enn fyrir um það, hve mikið lánsfé Samvinnufélögin hafi í heild, því að ekki er það venja banka að gefa upp, hve mikil lán þeip veiti einstökum aðilum. IlinS vegar eru samvinnufélögin opinn félagsskapur, og þess vegna var við því að búast að þau værut | fús að leggj spilin á borðið, úr j því að forustumenn þeirra báru fram ásakanir um, að erfiðleik-! amir stöfuðu af lánsfjárskorti. Innlánsdeildir kaupfélaga Aftur á móti er hægt að geraí sér nokkra grein fyrir því, hvo mikið lánsfé samvinnufélögin hafa undir höndum frá þáttttak-. endunum, það er að segja, hvo mikið fé sé í innlánsdeildum kaupfélaganna, því að svo vel vill til, að þær tölur eru birtar, og í nýju hefti FjármáJatáðinda er þess getið, að í innlánsdeildum kaupfélaganna hafi árið 1965 verið hvorki meira né minna en 532,1 millj. krónur. Allt þetta fé er sem kunnugt er í rekstri sam- vinnufélaganna, en þar að auki hafa þau stórfé af láni frá bönk- um. Sú fullyrðing, að samvinnu- félögin bafi undir höndum óeðli- lega lítið rekstrarfé er því væg- ast sagt hæpin, svo mikið er unnt að fullyrða þótt, ekki fáist upp- lýsingar um það, hve mikið fé sé nú í innlánsdeildunum, en það j hefur vafalaust aukizt, né heldur hitt, hve miklar skuldir sam- vinnufélaganna séu við bankana. - MAO Framhald af bls. 1 aldrei fyrr verið jafn harðorð og nú. Pravda segir að Mao og fylg- isnienn hans hafi mjög veikt aðstöðu kommúnismans, bæði í Kina og annarsstaðar í heimin- um. Segir blaðið að óánægja fari vaxandi innan (kínverska) flokksins og meðal þjóðarinnar vegna þess óviðunaradi etfna- hags- og stjórnmálaástands, sem leiðtogarnir hafa skapað. Af þessum ástæðum telur blaðið fullvist að kínverska þjóðin þoli ekki að stefna Maos fái að ríkja i framtíðinni. Fari hinsvegar svo að fylgismenn Maos verði enn um skeið við völd, segir Ptravda að miklar breytingar geti orðið á lifinu í Kína, og gefur jafnvel í skyn að hætta sé á því að auðvakiisstefnan verði þar hæstráðandi. Pravda segir að Ma'o hafi treyst á stuðning hersins, en jafravel þar sé farið að gæta andstöðu. Sakar blaðið formann- inn um að hafa valdið verka- mönnum og bændum miklum erfiðleikum, en lótið miðstétt- irnar afskiptaláusar. Leiðtog- arnir, sem fylgja Mao að mál- um, hafa horfið frá sönnum Leninisma og fallið svo lágt að þeir séu komnir niður á svið með Rauðum varðliðum, og þangað vilja þeir draga þjóð- ina, segir blaðið. Ekki er ástandið betra í utan- ríkismálum. Vegna þeirrar af- istöðu yfirvaldanna í Peking að vilja ekki samstöðu með öðrum kommúnistaríkjum, hefur sókn kommúnista í Vietnam ekki igengið sem skyldi. Varðandi deilur Araba og Gyðinga hafa afskipti Kínverja einkum falizt í áróðri til að snúa Arabaríkj- unum frá Sovétríkjunum. Og i tilraunum sínum til að ná yfir- ráðum alþjóðakommúnismans bafa Kínverjar forðazt árekstra við heimsvaldasinna, en hins- vegar ýtt undir árekstra utan Kína. - DE GAULLE Framhald af bls. 1 getur ekki sett sig í spor fraraskra Kanadabúa og ákveðið hvernig barátta þeirra skuli rek- in. Þetta verður að vera einka- mál franskra Kanadabúa. Ef de Gaulle leiðir í ræðum sínum og framkomu athyglina að mark- miðum frönsku Kanadabúanna, getur hann komið í veg fyrir að árangur náist“ sagði Mitterand. Francois Mitterand var forseta efni stjórnarandstöðunnar þegar de Gaulle var síðast kjörinn for- seti árið 1965. Sagði ihann að for- setinn hefði misnotað aðstöðu sína í Kanada er hann heim- sótti landið fyrir skömmu. „Með því að skapa ringulreið í tengsl- unum við Kanada hefur forset- inn enn einu sinni brotið gegn stjórnarskránni, þar sem aðgerð- ium forsetans í utanríkismálum eru skorður settar. Þótt eðlilegt sé að Frakkland standi í sérstak- lega góðu sambandi við frörask- kanadísku þjóðina, hefur landið engan rétt til að hvetja til að- skilnaðar í Quebec. Hvort sem þeir eru fransk- eða brezkættað- dr, eru Kanadabúar fyrst og tfremst Ameríkumenn", sagði Mitterand. - JOHNSON Framhald af bls. 1 ar af hálfu Þjóðverja viðvíkj- andi fækkun í herliðinu í Evrópu. Hins vega-r virðist það liggja ljóst fyrir, að Þjóðverjar muni fækka um 15.000 manns í 465.000 manna varnanher sínum. Helzti talsmaður þeirra öldung- ardei'ldarþingmanna, sem vilja að Bandarí'kjamenn fækki í her sínum í Evrópu, er demókratinn Mike Mansfield og nýtur hann stuðnings allmargra öldungar- deildarþingmanna. í ræðu, sem Kiesinger flutti í kvöldiverðarboði í Hvíta húsinu, kvaðst hann dá Johnson fyrir ábyrgðartilfinningu, sem hann 'hefði sýnt í viðræðum þeirra. Viðræður þjóðarleiðtoganna tveggja verða teknar upp aftur í dag. Að loknium viðræðum í dag gáfu þeir Johnson og Kiesinger ú-t sameiginlega yfirlýsingu, þar sem þeir hétu því að viðhalda styrk Atlant'shafsbandalagsins og vittu það, sem þeir nefnd.u „ein- hliða veikjandi áhrif“ á hernað- arstyrk NATO. Þá ræddi Kiesinger einnig við Dean Rusk utanríkisráðherra og Robert McNamara varnar- málaráðherra. Aukningin í innlánsdeildumim Það er líka mjög langt frá því að það rekstrarfé, sem sam- vinnufélögin hafa vegn innlána í innlánsdeildum, hafi minnkað, þvert á móti hefur það nær tvö- faldazt á 5 árum, en það var árið 1961 282,4 millj. króna. Árið 1962 voru innstæðumar 349,8 millj. árið 1963 396,9 millj. árið 1964 454 millj. og á árinu 1965 voru innstæðurnar orðnar 532,1 millj. eins og áður segir, og mið- að við innstæðuaukninguna á undanförnum árum mætti nú ætla, að í innlánsdeildunum væru hátt í 700 millj. króna. Er það vissulega álitleg uppihæð til rekstrar. Hætt er því við, að annars staðar verði að leita skýr- inganna á erfiðleikum samvinnn- félaganna, og ekki er óliklegt, að fjárfest hafi verið meira en skyn- samlegt gat talizt — og stundum án þess að hagur samvinnufélag- anna eða þátttakendanna í þeim hafi verið látinn ráða. Hefur þar komið til krafa Framsóknarfor- ingjanna, sem alla tið hafa reynt að nota samvinnufélögin póU- táskt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.