Morgunblaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. AGUST 1967 Alan Williams: PLÁÍSKEGGUR Hann starði niður í borðið í heila mínútu, áður en hann leit fast á Neil og sagði: — Hve mik- ið borgar þessi Pol yður? Neil hrökk við. — Ekki græn- an eyri, nema hvað ég fékk hjá honum farið hingað. Broussard kipraði saman aug- un. — Ef þér skylduð starfa sem milligöngumaður milli okkar og Arabanna, munduð þér leggja yður í talsverða hættu. Það ger- ið þér yður Ijóst, eða hvað? Og þá býst ég við, að þér vilduð fá eitthvað fyrir yðar snúð? Neil þagði, og hafði ákafan hjartslátt, því að hann vissi, hve árangurslaust mundi að halda því fram, að jafnvel heiðarlegir menn geta ekki staðizt tilboð um greiðslu — og hann vissi ekki, hve háa upphæð hann skyldi nefna. Hann var í þann veginn að spyrja Broussard um það, er hann sagði: — Við gætum verið til í að greiða hátt verð fyrir þetta, og í hvaða gjaldeyri, sem þér óskið. — Þýðir það sama sem, að þér gangið að tilboði Boussids? — Það voru ekki mín orð. Ég spurði bara, hvort þér hefðuð áhuga á peningum? Eitthvað í raddblænum og orða valinu gaf Neil til kynna, að Broussard hefði ekki neinn sér- legan áhuga á að bjóða honum gjald, heldur væri verið að prófa hann. Hann svaraði því djarf- lega: Ég hef engan áhuga á pen- ingum, heldur aðeins á því að bjarga lífi saklauss fólks. Andlitið á Broussard róaðist eins og ofurlítið, hann leit til Le Hir og kinkaði síðan kolli. — Hr. Ingleby, ég verð að ræða þetta mál við félaga mína, áð- ur en við getum tekið ákvörð- un. Það er vitanlega hugsanlegt, að Boussid, Ali La Joconde og þessi Pol, allir í félagi, séu að leggja fyrir okkur heldur klaufa lega gildru. Og þeir hljóta að vera býsna einfaldir, ef þeir halda, að við göngum í hana. Han leit á úrið sitt. En ef þeim er alvara, gæti komið til mála, að við ræddum að minnsta kosti roálið við þá. Þér hafið um- boð mitt til að fá Pol til að koma til Cabash á morgun, og þá seg- ið þér Boussid og þeim félögum, að byltingunni verði haldið áfram, en við gætum engu að síður — undir sérstökum kring- umstæðum og með sérstökum skilyrðum verið reiðubúnir til að kalla árásarsveitir okkar til baka, ef þeir vilja gera slíkt hið sama með sínar. Hann sneri sér að Le Hir:' — Hr. Ingleby fer ekki aftur í hótelið sitt, ofursti, Þér sjáið um, að honum verði fengið þægilegt húsnæði. Le Hir kinkaði kolli. Broussard leit aft ur á Neil: — Ég bið yður afsök- unar á þessum óþægindum, en eins og stendur er heppilegra, að þér farið ekki út fyrir víg- girðingarnar. Hann stóð upp þegjandi, en bætti síðan við: — Það gleður mig að hitta einn mann, sem er fús til að veita þjónustu sína, jafnvel þótt ekki séu peningar í boði. Hann kink- aði svo kolli til allra við borðið og gekk út úr stofunni. Fundinum sleit snögglega. Her mennirnir tveir komu til Neils og reyndu að koma honum burt í snatri, en nú var ekki bundið fyrir augun á honum. Þegar þeir komu út að dyrunum, straukst hann sem snöggvast við Anne- Marie. Hann ætlaði eitthvað að segja við hana, en hún leit und- an og reyndi að sleppa burt. Hann hvíslaði: — Anne-Marie, hvað ert þú að gera hér? Segðu mér það. — Komdu, hundurinn þinn, sagði stóri hermaðurinn og ýtti honum fram að stiganum. Snögglega hljóp hún af stað á eftir honum og kallaði niður stigann: — Ég hitti þig aftur. . hjá Le Hir, ofursta! En þá kall- aði einhver á hana og hún hvarf aftur inn í stofuna. 4. kafli. Næstu fjóra dagana fór Neil fimm sendiferðir til Cabash. í hvert skiptið var farið með hann sömu leið og áður — stundum var einhver af mönnum Le Hirs, stundum ungi hermaðurinn frá Dresden og stundum einhver annar úr „Gamma árásarsveit- unum“ með honum frá víggirð- ingunum til einhvers mótsstaðar, sem Pol hafði ákveðið fyrirfram, gegn um síma. Þar tók bíll við honum og ók honum framhjá vegatálmunum CKS, og að litlu járnhurðinni með hrökklásnum á. Umræður hans við Arabaher- inn voru nú næstum eingöngu við Boussid. Hann hitti ekki aft ur Marouf eða Ali La Joconde. Þarna var endalaust drukkið te með sætum smákökum, og raka andlitið og stúturinn á vörun- um, greip á lofti hvert smáat- riði og þjarkaði um það, þangað til Neil var orðinn bilaður á öll- um taugum. Neil hafði ekki annað en ákveðna og stranga skilmála, sem Le Hir hafði lesið fyrir, 35 til að semja um. Leyniherinn vildi ekki ganga inn á neitt vopnahlé í orði kveðnu — þeir heimtuðu að tala persónulega við foringja Arabahersins og ræða ákveðnar sáttatillögur augliti til auglitis. Þetta þýddi sama sem, að samninganefndin yrði dr. Marouf, Boussid og Ali La Jo- conde. Boussid teygði lopann og tafði fyrir og drakk te, og setti það á oddinn, að Arabaherinn vildi ekki semja við neinn nema Gué- rin hershöfðingja. Enginn vara- foringi svo sem Broussard eða Le Hir, mundi fullnægja þeim. Þetta aftók Le Hir. Guérin hershöfðingi mundi aldrei sam- þykkja að hitta forustumenn Arabahersins persónulega. Um- ræðurnar fóru út um þúfur. Á fjórða fundinum á hádegi fjórða dagsins, virtist Boussid hafa fyrirgert einbeittni sinni; Hann var taugaóstyrkur og óá- kveðinn, drakk meira te en venjulega og öskraði á undir- menn sína reiðilega á arabísku. Getum nú afgreitt af lager fáein stk af hinum sérstaklega fallegu sænsku útihurðum. ATH.: Greiðluskilmálar. Hverfisgötu 76. — Sími 16462. Hann sagði Neil, að ef Guérin vildi ekki taka þátt í viðræðun- um, mundi Arabaherinn ekki senda til samninga aðra en ein- hverja undirmenn. Sama dag síðdegis tók Le Hir einnig að linast. Paul Guérin hers'höfðingi var reiðubúinn tii að ræða formlegt vopnahlé, með því skilyrði, að hann hitti hina þrjá foringja Cabash og aðra ekki, og á stað, 3em hann til tæki. Síðasti fundurinn, sem var sá erfiðasti, ákvað staðinn þar sern þeir skyldu hittast. Eftir margra klukkutíma þref, gat Neil talið Boussid á að samþykkja móts- staðinn, sem Guérin stakk upp a. Það var b'ndabær, átján mílur frá borginn:, á sléttu nokkurri milli fjalls og fjöru. Hann hafði verið yfirgefinn siðan eigand- inn, franskur brndi, hafði snú- :ð til Frakkland? fyrir þremur mánuðum. Ekki var hægt að komast á staðinn nema eftir tvrimur vsgum um opið svæði, þar sem engri launsát varð við komið, og höfuðkosíur staðarins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.