Morgunblaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 15
MORGUNIBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1967
15
Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum
30 tonna grænlenzkur gran-
íthnullungur á Ströndum
Rælt við Guðmund Kjurtunsson, mog. scient.
Grænlenzki steinninn, „Silfursteinn", í Stóru-Ávík. Bærinn
að baki er Litla-Ávík. Hamarsskaftið er 30 cm langt.
AÐ þessu sinni fræðumst við
um sumarannir Guðmundar
Kjartanssonar, jarðfræðings.
Guðmundur fæddist árið
1909 í Hruna í Árnessýslu,
lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykja-
vík, las náttúrufræði við
Kaupmannahafnarháskóla og
varð magister í jarðfræði ár-
ið 1940. Hann hefur unnið að
jarðfræðirannsóknum flest
sumur frá 1930. Guðmundur
var ráðinn að Náttúrufræði-
stofnuninni í ársbyrjun 1956
og hefur starfað þar síðan.
Það virðist því liggja vel við
að spyrja hann fyrst um verk
efnin þar.
— Aðialstarf mitt (hér 'hjiá Nátt-
úru'fræðistx>fniuninni er að gera
jiarðfræðikort af íslandd. segir
Guðinundur Kjartansson. Tii er
fyxir aðeins eitt slíkt af öllu
landinu. Þiað er kiort Þorvalds
Thoroddsens, sem kom út árið
1901 á kostnað, Carlsbergssjóðs-
ins danska. Það er vitanlega orð-
ið allmikið úrelt, vegna þess að
þekking manna á jarðfræði lands
irus hefur aukizt stórum frá alda-
miótum. Auk þess er það Iheldur
ismátt, í mælikvarða 1:600.000.
Jarðfræðikortið, sem ég viinn
að núna, er í mælikvarðia 1:250.
000 og bemiur út á 9 Iblöðum, sem
samanlögð ná yfir allt landið.
Þiessi blöð falla sama.n við Aðal-
ikort Uppdráttar íslands, sem eru
í sama mælikvarða.
Þegar eru komin út þrjú blöð
jarðfræðibortsins, atf Suðvestur-
landi, Miðsuðurlandi oig Mið-
Islandi, en í undirbúnimgi eru
kort af Miðvesturlandi og Norð-
vesturlandi.
Kortið er prentað í 12 litum
og merkir hver þeirra sérsta-ka
jarðmyndun eða í sumum tilvik-
um sérstaka 'bergtegund. Auk
litanna eru á kortimu um 30 mis-
miunamdi tákn, sem sýna ýmis-
leg jarðfræðileg fyrirbæri, svo
s-em (hiveri, laugar, eldstöðvar,
stefnu jökulráka, jökulöldur,
strandLínur fornar, surtarbrand,
fundarstaði steingervinga og
fleira.
Svo miá segja, að verk mitt
við að semja þetta kort sé tví-
þætt. í fyrsta lagi að vinna úr
Iheimild’um annarra jiarðfræðimga
og taka upp af eldri j.arðfræði-
korbum, sem komið bafa út af
ýmsum landsvæðum, og í öðru
lagi að fylla í eyður með því að
’kanna sjálfur þá staði o.g þær
jarðimyndanir, s.em hafa orðið út
undan til þessa. Hið fyrra er
stofuvinna og mest unnið að
vetrinum, en hið síðara útivinna,
sem krefst mikilla ferðad'agia um
landið. Til þeirra er sumarið
notað.
í fyrrasumar lauk ég við að
kanna það svæði, sem Mið'vesl-
urlands'kortið nær yfir og er nú
unnið að hreinteiknun þess hjá
Landmælimgum fslands. Ætlazt
.er til þess að það koimi út næsta
vetur. Síðar í fyrras'Umar oig nú
í sumar hef ég ferðazt um Vest-
firði, en mér tótost þó ekki að
iljúka við þá á þessu sumri. Ég
er nú nýkominn úr mánaðarferð
um Strandasýslu og Hornstrand-
ir. Éig mun ferðast lítið meira
Ihér á landi í sumar, þar eð ég er
nú á förum til Noregs í boði
OsLóa.rlháskóla.
Á Veistfjörðum eru jarðmynd-
anir fremur fáforeyttar. Berg-
grunnurinn er allur hin svokaE-
aða blágrýtismyndun, elzta
,,myndun“ landsins og verður
hann því að mestu leyti einlitur
(blágrænn) á korti miínu. Þar
Ihafa engin eldsumbrot vierið og
engin hraun runnið síðan löngu
fyrir ísöld. Jaríðhitinn, sem þar
finnst, er eingön.gu í líki basískra
'hvera og lauga. En hinn forni
beriggrunnur blágrýtismyndunar-
innar reyndist þó noikkru fjöl-
skrúðu.gri en ég bjóst við að ó-
reyndu. Innskot úr líparíti og
j.alfnvel gabbrói vérða gulir og
igrænir flekkir á kortimu og hef-
>ur mér reynzt tafsamt að 'rekj a
takmörk þeirra. Þessara innskota
gætir mest í Reykhólasveit og á
utanverðum .skaganum milli Arn
arfjarðar og Dýrafjiarða-r.
Það sem ég hef orðið að verja
mestum tíma til að athuga á
Vestfjörðum er stefna jökulráka,
hæð fornra sjávarmarka, út-
breiðsla fovera og lauga og fund-
arstaðir surtarbrands og stein-
gervinga í blágrýtislögunum. í
öðrum landslhlutum hafa tak-
mörk móbergssvæða og þeirra
'hrauna, sem r.unnið Ihafa eftir ís-
aldarlok, orðið mér einma t íma-
frekast rannsóknarefni, en á Vest
fjörðum er hvorugt til.
Ekki get ég saigt, að ég Shafi
’fundið neitt á Vestfjörðum, sem
mér hafur komið verulega á
óvart eða talizt igeti til mikilla
tíðinda. Það væri þá Ihelzt stefna
jökullrákanma sums staðar á
Strönduim.
Jöikulrákir eru alg.engt fyrir-
bæri um land allt og vantar t.d.
hvorki á S’kólavörðuholti né
Ösfcjuhlíð hér í höfuðborginni.
Þær eru þráðbeinar rispur eða
hivelfd gróp, sem .skriðjöklar
rista í klappir í undirlagi sínu og
marka skriðstefnu þess jökuts, er
síðastur lá á staðnum. Þær eru
því nær .allar frá síðasta jökul-
skeiði ísaldar, því sem hófst fyr-
ir eittlhvað 70 þúsundum ára og
lauk fyrir aðeins um 10 þúsund
árum. Eins og æflla má, stetfna
rákirnar langviðast eins o.g land-
inu Ihallar þar sem þær finnast,
frá fjalli til sjáv.ar, sam'síða fjörð
um og dölum. En út af þessu
getur þó brugðið, þar sem jökull-
inn var þykkur og siléttaði ytfir
fjöll oig dali. Gg þannig var
þessu farið á sunnanverðum
Strönduim á mesta blómaskeiði
síðasta ísaldarjökulsins. Á foinum
háu og sæbröttiu andnesjum þar
liggja jökulrákirna.r ekki í
stefnu fjarðanna, Iheldur stiefna
þær því setn næst í norður eða
litlu austar og sýna með því, aó
sá jöfcull, sem risti þær, kom að
m.estu leyti sunnan að, ofan frá
Miðhálendi fslands, en að litlu
leyti vestan af Vestfjarðahá-
lendinu. Slíkt kerfi jökulráika,
t.d. 1 346 m Ihæð yfir sjó á kolli
Bæjarfielllls upp af Drangsnesi,
sannar okbur, að yfirborð þessa
feifcnajöfculs, sem skreið út Húna
flóa lá meira en 350 m yfir nú-
v.erandi sjávarmáli og þyfckt
hans þarna úti í djúpál flóans
undan Drangsnesi nam 450 m að
minnsta kosti.
Þá miá ein.ni.g geta um skemmti
legan og fróðlegan stein, sem ég
frétti af og athugaði hjá bænum
Stóru-Ávík í Árnesihreppi. Þetta
er stórefilis bjarg, um það bil 30
tonn að þyngd. Steinninn er
ávalur mjög og vaxinn skófum,
rétt eins og aðrir steinar þar í
kring, en stærstur þeirra allra.
En ef kvarnað er úr honum kem-
Guðmundur Kjartansson,
jarðfræðingur. (Ljósm. K.B.)
ur í Ijós, að bergtegundin er
granít, af þeirri gerð, sem hvergi
finnst ’í föstu bergi Ihér á landi.
Steinninn hlýtur að 'ha.fa borizt
hingað með hafís, væntanlega
frá Austur-Grænilandi, þar s.em
granit er algeng bergtegund.
Stein.ninn er í 20 metra hæð yfir
sjiávarmáli, svo að tvímælalaust
hefiur hann foorizt hingað á því
skeiði, er sjávarborð var mitolu
hærra en nú. Efstu sjávarmörk
frá ísa.ldanloku.m í Árneshreppi
eru um 60 metra yfir sjó og Mk-
legt er, að steinninn haifi komið
um það leyti, er sj'ávarhæð var
Framhald á bls. 20.
Á Reykjarnesi í Árneshreppi. Reykjarneshyrna fyrir miðju. Þarna má greina tíu strandlínur
(malarkamba) hverja yfir annarri frá hægri til vinstri. Efsti og elzti kamburinn er nú 47 m
yfir sjó. (Ljósm. Guðm. Kj.)
Vestfirzkt Iandslag; Staður viðmynni Súgandafjarðar. Handan fjarðarins rís fjallið Göltur,
hlaðið upp úr blágrýtislögum, sem hvert um sig er hraunflóð að uppruna. Hamrabeltið í
miðri hlíð er úr 8—10 hraunlögum, sem runnu fyrir milljónatugum ára. Þar yfir liggja set-
lög ýmiskonar og geyma m.a. surtarbrand, sem eitt sinn var mór, myndaður af mýragróðri,
en fergðist síðar — þó einnig fyrir milljónatugum ára — undir hraunlögunum, sem nú
mynda fjallsbrúnina. (Ljósm. Guðm. Kj.)