Morgunblaðið - 25.08.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.08.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. AGÚST 1967 Úitgefandi: Framkvæmdast j óri: iRitstjónar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Œtitstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: 1 lausasölu: Askriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannéssen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstraeti 6. Sími 10-1100. Aðalstræti 6. Sími 02-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. VISINDAMENN íSUMARÖNNUM wtmm Nancy Sinatra eftir Raymond Palmer Lunidúnuim, (AP). — Aðspurð, hvort hún eigi í nokkru ástarævintýri, svar- ar hin brosmilda Nancy Sin- atra hlæjandi: „Hefurðu hitt hann?“ Hún á við hinn myndarlega, dökkhærða, unga mann, sem var með í ferðinni, en lét lítið á sér bera, þegar hún og hin 18 ára gamla systir hennar, Tina, ferðuðust fram og aftur um Evrópu í skcmmtiferð ný- lega. Hann heitir Ron Joy. Hann er ljósmyndari — einka Ijósmyndari ungfrú Sinatra. „Við höfum hitzt öðru hverju í ár og verið saiman í sex máinuði", sagði hin 26 ára gaimla Nancy í viðtali. En hún bættá þvi við, að ekkert hetf- ur verið áikveðið um hjóna- band að svo komniu máli. „Ég hel'd, að það s'kipti máli fyrir mig í svipinn að vera raunsærri í sambarudi við hjónaband. Þegar öllu er á botninn hvolft, er aðeins eitt og háltft ár síðan ég fékk skilnað frá Tamimy Sands“. Hvað á hún við með því að vera raunisærri? „Nú, það sem ég þarfnast hjá manni, er nokkuð, sem ég raunverulega hugsaði aldrei uim fyrr en ég gitftisit í fyrsta sinn. Ég held að nauðsynlegt sé að hugisa dálítið um sjálra sig, þegar slí'k ákvörðun er tekin“. „Kunmingi minn sagði emu sinni, að flestar konur eyði meiri tímia við að velja kjól en að velja eiginmann. Þetta er al'vag rétt.“ Hún hló og hristi ljóst hár- ið, sem feflllur niður á herðar henni. Hún samþyfldkti, að eítir að hatfa verið þekkt í 25 ár secn dóttir Franiks og kona Totrnm- ys, sé hún nú orðin þekkt sem sjálfstæð persóna. „En hin raunverulega Nancy Simaitra hefur eklki tek- ið miikkum breytingum“, sagði hún. „Ég tel ennþá, að milbil- vægast sé fyrir konu að gift- ast og eiginast fjölskyldu. Mig langar til að eignast sex börn“. „f raun og veru hetf ég ekki breytzt að öðru leyti en því, að ég álit, að ég hatfi þrosik- azt mikið tiMinningalega. Mað ur hlýtur að þrosfcast við að gamiga í gegnum gkilnað“. „Hjónaband mitt var dá- saimlegt. Ég sé ek'ki etftir að hafa gifzt. Ég bjó í hamimgju- sömu hjónabandi í næstum fiimm ár. Sfcilnaðarorsökin var eintföld. Eiginman'ni mínum fannst hanm ekki geta /erið kvæntur, honum fannst það sér otfviða. Ég mum alltaf virða hann þess vegna, því að hann kam heiðarlega fram. Hin döikkbrúnu augu henn- ar urðu hugsandii og hún lag- færði pilsið sitt. Hefur Sinatra-nafnið orðið henmi til framdráttar eða tratfafla? „Auðvitað hefur það sína kosti. Ég held!, að faðir miinn sé bezti maður, sem ég hef nokkurn tíma kynnzt. Eina vandamálið, sem ég hef mætt, er, að fólk býzt við miklu frá þeiim, sem heita Sinatra". „Þegar palbbi hóf sinn feril söng hann eina nótt á hverj- um stað með hljómsveit í smá bæjurn, þamnig g.at hamn þreif að sig átfram og lært, þegar ég byrjaði, var það í vinsælum S'jónvarpisþætti, sem milljónir manna horfðu á. Það er mikil ábyrgð. Ef maður reynir að þreifa sig átfram og það mis- tefcst lendir það á Sinatra- nafminu". Nancy, sem er þekiktust fyrir metsölulag sitt „These Boots Were Made flor Walfc- img“, söng inn á fimmitán plöt- ur, sem nú eru gersaimlega gleymdar, áður en hún „sló í gegn“. „Jæja, þær voru anzi slæm- ar, fyrri plöturnar mínar“, sagði hún. „En, sjáðu til, ég notfærði mér tækifærið, sem faðir minn bauð mér. Ástæð- arn tifl þess, að ég gat í fyrsta lagi sungið imn á plötur, var sú, að faðir minn sagði: „Ég er að stofna hljómplötufyrir- tælki, (Reprise). Langar þig að syngja inn á plötu?“ „Fjöldi fólks tekur aðra atf- stöðu og segir: „Ég ætla ekikd að þiggjia neitt frá foreldrum mínum'f Þetta finmst mér rangt. Ég þigg ekki peninga af foreldrum miínum eða neitt slíkt, en ég hefld, að með því að nottfæra mér þau tækitfæri, sem þau bjóða mér, sé ég einnig að gera þeim gott. Ég álít, að maður eigi að gefa ástvinum sínurn tæfcitfæri til að aðstoða mann, því að það veitir þeim ánægju“. Nancy Sinatra. Samtöl þau, sem Morgun- blaðið hefur undanfarið birt við vísindamenn um sumarstörf þeirra hafa vakið verðskuldaða athygli. Starf íslenzkra vísindamanna er að vísu ekki einskorðað við sumarið. Þeir vinna flestir hörðum höndum allan ársins ~hring. Störf þeirra eru hin fjölbreytilegustu. Þau eru fólgin í margskonar rann- sóknum á náttúru landsins til lands og sjávar, sögu og menningu þjóðarinnar, tækni og vélvæðingu. Starfsemi nú- tímaþjóðfélags byggist í ríkum mæli á vísindalegu starfi og rannsóknum. Þannig verður þekkingin hyrningar- steinn þróunar og uppbygg- ingar á íslandi eins og ann- ars staðar meðal siðmennt- aðra þjóða. Meginmáli skiptir að hagnýta sér hana eins fljótt og örugglega og frekast er kostur. Bókvitið er nú látið í askana. En þótt mjög vaxandi skilnings hafi gætt hjá opin- berum aðilum á gildi vísinda- ' legra rannsókna og vísinda- störfum yfirleitt, fer því þó víðsfjarri að aðstaða vísinda- manna okkar sé ennþá orðin nægilega góð. Um þetta kemst Eyþór Einarsson grasa fræðingur m. a. að orði á þessa leið í samtali, sem blað- ið átti við hann 11. ágúst s.l.: „— Þótt við séum stöðugt að kvarta og vinnuaðstaða okkar sé ekki sem ákjósan- legust, frekar en hjá öðrum vísindamönnum á íslandi, hef ég mikla gleði af þessu starfi mínu, þótt lífsafkom- una verði að bæta með ' kennslustörfum á vetrum.“ Þetta sama á við um ýmsa aðra ágæta vísindamenn hér- lendis. Þeir verða að drýgja tekjur sínar með allskonar aukastörfum. Margir vísinda- menn hafa einnig safnað að sér miklu og verðmætu rann- sóknarefni og heimildum. En þeim hefur síðan ekki gefist tími til þess að vinna úr þessu efni. Til þess brestur þá aðstöðu. Við íslendingar gerum okkur að sjálfsögðu ljóst, að •við erum lítil og fámenn þjóð, sem þarf að sinna stór- brotnu uppbyggingarstarfi á skömmum tíma. Þessvegna hlýtur það jafnan að verða vandasamt matsatriði hvað á að ganga fyrir, hvað þolir enga bið. En um það getur naumast ríkt ágreiningur, að eitt af því, sem ekki má van- rækja eða setja til hliðar er skipulagt vísinda- og rann- sóknarstarf í þágu bjargræð- isvega, heiubrigðis- og menn- ingarmála. Af því, sem þegar hefur komið fram, hér í blaðinu í samtölum við íslenzka vís- indamenn um störf þeirra á þessu sumri, er auðsætt að vel og ötullega er unnið á þessu sviði hér á landi nú. Við íslendingar eigum í dag marga ágætlega færa vísinda- menn, sem unnið hafa merki- legt starf í þágu lands og þjóðar. Þessir menn verða að vita að þessi störf þeirra séu metin að verðleikum, og full- ur skilningur ríki á gildi þeirra fyrir framtíð íslenzku þjóðarinnar. SUMARVERTÍDIN Chldveiðarnar eru að sjálf- sögðu sú grein sjávarút- vegsins, sem mest veltur á yfir sumartímann. Þaér gefa mestan arð í aðra hönd ef vel aflast. En þrátt fyrir það má ekki vanmeta aðra þætti útgerðarinnar á þessu tíma- bili. Það er t. d. athyglisvert, að vestfirzki bátaflotinn hef- ur í júlímánuði s.l. aflað nær 3000 tonn af fiski, sem lagður hefur verið upp í hraðfrysti- húsin í þessum landshluta. 166 bátar hafa á þessu tíma- bili stundað fiskveiðar fyrir vestan. Langsamlegast flestir þessara báta hafa stundað handfæraveiðar, en nokkrir dragnótaveiðar, örfáir hafa róið með línu. Flestir þessara báta eru litlir, en þeir hafa engu að síður dregið á land hráefni, sem tryggt hefur stöðuga og góða atvinnu í heilum landshlutum mánuð- um saman. Á þessu er vissu- lega ástæða til þess að vekja athygli. Humarveiðarnar hér við Suður- og Suðvesturland er einnig merkur þáttur í sjáv- arútvegi landsmanna. Þær skapa verulegan erlendan gjaldeyri og atvinnu fyrir fjölda fólks, þegar sæmilega aflast. Miklu máli skiptir að veiði- skipafloti okkar íslendinga sé sem bezt hagnýttur. Sjávar- útvegurinn og framleiðsla hans þarf að vera sem fjöl- breyttust. Það er t. d. ákaf- lega þýðingarmikið að bol- fiskveiðarnar dragist ekki saman. Hraðfrysti fiskurinn er ekki aðeins ein verðmæt- asta útflutningsvara okkar heldur standa hraðfrystihús- in í hinum ýmsu sjávarbyggð um landsins að langsamlegast mestu leyti undir atvinnu fólksins þar. Sérstaka áherzlu verður að leggja á að tryggja sem bezt aðstöðu bolfiskveið- anna í þeim landshlutum, þar sem fiskur gengur á mið svo að segja allt árið. Þannig hefur það oftast verið á Vest- fjörðum og fyrir stórum hluta Norðurlands. Þar hefur að vísu verið aflabrestur undan- farin ár og hráefnisskortur í frystihúsum og fiskiðjuverum hefur í sumar skapað at- vinnuerfiðleika á einstökum stöðum eins og t. d. við Húna- flóa, á Sauðárkórki og á Akur eyri. En aðalatriðið er að sum- arvertíðin er þýðingarmikil í einstökum landshlutum á fleiri veiðum en síldveið- um. Þessu verður að gefa gaum í vaxandi mæli. Atvinn an við sjávarsíðuna þarf að vera sem jöfnust árið um kring. Og sá grundvöllur, sem útflutningsframleiðslan byggist á þarf að vera sem traustastur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.