Morgunblaðið - 17.09.1967, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.09.1967, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPT. 1967 BILA IQGA mmmm. MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 ,lr lokun s!mi 40381 " 1-44-44 mfíiFW/R Hverfisgötu 103. Siml eftir tokan 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstrætl 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalií í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135, Eftir lokun 34936 og 36217. FYRIRHDFN x-:.. *bua ir/erAJf RAUOARÁRSTfG 31 SfMI 22022 flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki (Jtvarps- og sjónvarpstæki Hafmagnsvörubiíðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 81670 (næg bílastæði). Ný íslenzk skáldsaga Bókaútgáfan Tvistur Bezt gð auglýsa 1 Morgunblaðinu Nægir einn sendi- herra fyrir SAS- löndin? „Starkaður" skrifar: „Velvakandi! Það hefur stundum verið kölluð ofrausn af Islendingum að halda úti þremur ambassa- dorum á Nor'ðurlöndum, en for- mælendur þess hafa talið, að sérstakt vinfengi okkar við hir> ar Norðurlandaþjóðirnar rétt- 'ætti þau útgjöld, sem af þessu leiða. Nú hefur það sannazt í Loft- leiðamálinu, að við okkur ís lendinga vilja Norðurlandabúat ekki tala, fyir en þeir Danir Svíar og Norðmenn hafa tvkið sanieiginlega afstöðu til þeirra mála, sem við teljum okkul þurfa að fá leiðrétt í Skandi- navíu. Ef svo fer fram lengi sem nú horfir, þá er alveg árei'ðanlegt að íslendingar munu taka hio norrænu ambassadorsmál sín til endurskoðunar, og ef horfið verður til þess að fækka þeim þar um tvo, þá mega Norður- landabúar sjálfum sér um kenna, en tkki okkur Islend- ingum. Starkaður* Vill hafa K-sjón- varpið með R-sjón- varpinu Enn berast bréf um sjón varpsmál, og virðast flesti vilja halda K- sjónvarpinu (Keflavíkursjónvarpinu) og hafa það með R-sjónvarpinu (Reykjavíkursjónvarpinu). — En þeir verða sennilega aldrei um það spurðir, hvað þeir vilja og hvað ekki. Ákvörðun heful verið tekin. — Hér birtast nokfe ur sýnishorn af þessum bréfum og nefur Veivakandi reynt áð láta öll sjónarmið koma tram og heldur valið hin hógværari bréf, þvi að sannast sagna el mörgum mjög þungt niðri fyril ins og gæta þá orða sinna ekki vegna útilokunar K-sjónvarps alltaf sem skyldi. Tryggve D. Thorstensen skril ar meðal annars: „... allir landsmenn vita nú þegar, að BandarikjamenD munu taktnarka útsendingar sínar, og er talið svo heita, að sú ákvörðun komi frá þeira sjálfum. En skyldi það vera rétt? — Bréfritari spyx síðap hvort þeir hafi ekki verið beðn- ir um a’ð takmarka útsending- arnar....af ótta við hina svo- kölluðu hernámsandstæðinga sem hafa allt á hornum sér og þykjast vera meiri íslendingai en allir hinir, sem eru lausil við allt ofstæki í pólitíkinni Um K-sjónvarpið er það að segja, að margan fróðleik ei þangað að sækja, svo og skemmtiatriði“. Öllum þyki þt miður að sjá stríðsgiæpamynd- ir, „en þá er bara hægt að skrúfa fyrir“. Bréfritari minnist síðan sér- staklega á Perry Mason-þáttinn sem honum finnst ágætur, oj „þátturinn „This is the life“ sem fjallar um trúmál. Sá þátt- ur minnir mann á, a'ð hægt ei að iifa í sátt og samlyndi við allar þjóðir, ef við viljum gefa heilagri ritningu gaum. í þess- um þætti eru sýnd ýmis vanda- mál úr daglega lífinu, og hverrv ig hægt er að leysa þau á ham- ingjusamlegan hátt. Margt ágætt er hægt að segja um íslenzka sjónvarpið og líka pfugt, eins og gengur. En ntí spyr ég: Hver er munurinn á að horfa á glæpamyndir í R- sjónvarpinu og K-sjónvarpinu? Þeir, sem eru á móti Banda- ríkjamönnum í öllu þykjasl e. t. v. geta gefið rétt svar eða skyldi pað vera, að þeil vildu helzt sjá þetta í rúss- nesku sjónvarpi?" Að lokum segist bréfritári hafa ástæðu til að ætla, að P- sjónvarpið batni stö'ðugt, enda sé það undir stjórn ágætra manna, og minnist sérstaklega á Vilhjálm I> Gíslason. ,,Ég fyril mitt leyti vildi gjaman hafa K-sjónvarpið með R-sjónvarp inu, þangað til við höfum náí okkur betur á strik“. ★ Vinsælasta efnið — Velvakandi vill skjóta því hér inn í. að mjög greini legt er, hvert hefur verið vii> sælasta efnið í K-sjónvarpinu eftir hinum mörgu bréfum, sem honum hafa borizt, að dæma í>að eru fræðslu- og fréttamynd ir, upprifjun sögulegra við- burðá, trúmálaþættir (ekki sízt) og Perry Mason. Virðisf af þessu, a’ð smekkurinn haf ekki verið svo afleiiur, og VeJ vakandi dirfist að halda þv’ fram, að öll bréfin, sem honunr hafa borizt, séu e. k. skoðana könnun meðal almennings um K-sjónvarpið. Þakklætiskveð|ur til Keflavíkursjón- varpsins „Húsmóðir í Austurbæn- um“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Nú, þegar við höfum ekki lengur möguleika á að horfa á Keflavíkursjónvarpið, bið ég þig að birta í dálkum þínum þakklæti mitt fyrir fræðslu- og skemmtiéfni, sem ég og fjöl- skylda mín höfum haft frá K- sjónvarpinu nokkur undanfarin ár. Messurnar, „Svona er lífið“ og fræðsluþættir ýmsir hafa verið mjög uppbyggjandi. „Password“ hefir aukið ensku- orðaforða okkar. Persónulega hefi ég glaðzt yfir vakningar- og trúarsálm- um, sem sumir skemmtikraft- ar hafa lokið þáttum sínum með. Það, sem mér geðjast ekki að, hefi ég ekki hoft á. Skýringin á tak- mörkuninni — o g þakkir til strætis- vagnastjóra ,4Iúsmóðir“ skrifar' „Kæri Velvakandi! Ég get ekki lengur orða bundizt út af bréfum þeim, sem sífellt eru að berast þér út af Keflavíkursjónvarpinu. Ég sé ekki, að fólk geri sér grein fyrir ástæðunum fyrir lokun sjónvarpsins. Ég vil taka það fram, að ég hefi haft mjög mikla ánægju af mörgum þáttum Keflavíkursjónvarpsins, en það aftrar mér ekki frá því a'5 reyna að gera mér grein fyrir því óhjákvæmilega. Nú hefur margoft komið fram, áð hersjónvarpið bandaríska er ekki rekið á sama grundvelli og ríkissjónvörp. Það byggist nær eingöngu á þáttum, sem framleiðendurnir lána eða leigja bandaríska hernum gegn mjög vægu gjaldi. Þessir fram- leiðendur vilja selja okkur, eins og öðrum sjónvarpsstöðvum um allan heim, vöru sína. Því er það ákaflaga skiljanlegt, að þeir sætti sig ekki við að við sjáum þætti þeirra ókeypis hjá sjónvarpsstöð, sem greiðir þeim lítið sem ekkert fyrir þættina. Þessi stáðreynd finnst mér mjög vel skiljanleg, og ég hell, að margir þeir, sem skrifa þér og tala um frelsisskerðingu, ill- girni íslenzkra ráðamanna og þ. h., hafi aldrei hugsað til botns þetta mál. Það kostar mikið fé að kaupa dýra sjón- varpsþætti, og ég held ekki, að við vildum greiða hátt af- notagjald fyrir bandaríska sjón- varpið auk þess sem við greið- um fyrir íslenzkt sjónvarp. Svo læt ég útrætt um það mál. Mig hefur lengi langað til þess að biðja þig um áð skila þakklæti til strætisvagnastjóra fyrir það, hve mjög þeir eru liðlegir í umferðinni yfirleitt, og mættu margir taka sér þá til fyrirmyndar. Með þakkiæti fyrir birtingu. „Húsmóðir". Vill eina undir- skriftarsöfnunina enn „Þá eru aftu.rhaldsseggim- 'r búnir að koma því til leiðar, að Ketlavíkursjónvarpi’ð verð- ur tekið frá okkur. Hvernig er þettn eiginlega með þetta land okkar, island? Hér er ekkert leyfilegt, sem ieyfist í sjö- menntuðum löndum (ísland er varla hægt að kalia siðmentað, sem daemin sanna). Hér er ekkert tillit tekið til fjöld- ans. Fimemar klíkur sjálfskip- aðra „menningarvita“!! eða grúttemplara (nei, þetta er ekki prentvilla) ráða hér öllu, sbr. lokun Keflavíkursjónvarpsins (60 menningarnir illræmdu), og bannið á góða bjórnum og vínmálin í heild. Nú, og hægri akstur, auðvitað á að koma hon um á, þótt fjöldinn sé á móti. Hvernig haldi'ð þið eiginlega a” íslenzka sjónvarpið verði í fram tíðinni, þegar ekki er lengur hið bandariska til að bera sig saman við. Hundleiðinlegt. Enda er strav farið að bera á leiðinlegheitunum. Þið birtið þetta kannski ekki. Finnst senniiega fullmikið um stóvyrði í greininni. En það, sem mér liggur helzt á hjarta, er það, hvort þið bláðamenn góðir, gætuð ekki hvatt til þess, að hafin verði undirskriftasöfn- un um að skora á hr. Stein (I.?r. Stone), herformgja á Keflavík- urflugvelli, að láta ekki loka Keílavíkursjónvarpinu. Ég trúi ekki öðru en ef fengj- ust svona 60.000 manns til að skrifa undir (en ég er ekki frá því, að þeirri tölu væri hægt að ná), myndi hann verða við þeim tilmælum, Sjáið bara: 60 þúsund méti 60. K.A.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.