Morgunblaðið - 17.09.1967, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPT. 1967
Verzlunarráð islands
í DAG eru liðin 50 ár síðan að
Verziunarráð íslands var stofn-
að. Minnist ráðið afmælisins með
hátíðahöldum er hófust s.I.
föstudag og munu ljúka á morg
un.
Verzlunarráð íslands er fé-
lagsskapur kaupsýslumanna og
fyrirtækja, sem reka sem aðal-
atvinnu verzlun, iðnað, trygg-
ingastarfsemi, bankaviðskipti,
skipamiðlun, siglingar og aðra
atvinnu skylda þessum at-
vinnuvegum. Markmið ráðsins
er fyrst og fremst að vinna að
sameierinleeum hagsmunamálum
þessara atvinnugreina, styðja að
jafnvægi og stöðugum vexti í
efnahagslífi landsins og efla
frjálsa verzlun og frjást fram-
tak. Á það á þennan hátt að
vera vettvangur samstarfs milli
höfuðgreina viðskiptalífsins að
sameiginlegum framfara- og
hagsmunamálum þeirra.
Stofnun Verzlunarráðs fslands
I Morgunblaðinu frá árinu
1917 má líta eftirfarandi frétt
sem segir frá stofnun Verzlun-
arráðs íslands:
„Fulltrúafundur verzlunar-
stéttarinnar var haldinn í fyrra-
kvöld I húsi K.F.U.M. Fundinn
sátu 52 manns og auk þess var
sent til fundarins 21 umboð. Til
fundarins var stofnað til þess að
koma á fulltrúaráði fyrir verzl-
un, iðnað og siglingar. Fundinn
setti formaður kaupmannaráðs-
ins Jens Ziemsen konsúll og
skýrði frá tildrögum til fund-
arins. Var síðan Jón Brynjólfs-
son kaupmaður kosinn fundar-
stjóri, og kvað hann sér til skrif
ara Pál H. Gíslason kaupm. —
Kaupmannaráðið hafði samið
frumvarp til laga fyrir verzlun-
arráð íslands, fulltrúanefnd
fyrir þessar þrjár atvinnugrein-
ar. Samþykkti iundurinn frv.
með nokkrum breytingum þó.
Ráðið skipar 7 fulltrúa, og
voru þessir kjörnir: Jes Zim-
sen, Garðar Gísiason, Jón Bryn-
jólfsson, Ólafur Johnson, Carl
Proppé, Jensen-Bjerg og Olgeir
Friðgeirsson. Varafulltrúar voru
kosnir Þórður Bjarnason og
Ludv. Kaaber með hiutkesti
milli hans og Péturs Halldórs-
sonar. Endurskoðendur reikn-
inga fulltrúaráðsins voru kosnir
þeir Pétui Gunnarsson og Jón
Þorláksson og v'araendurskoð-
andi Pétur Halldórsson.
í lögunum stendur: „tilgangur
ráðsins er að vernda og efla
verzlun, iðnað og siglingar.“ Um
verksvið ráðsins segir í lögun-
iim:
Verksvið ráðsins er:
a) Að svara fyrirspurnum frá
Alþingi og stjórnarvöldum og
öðrum um verzlunar-, toll-, vá-
tryggingar- og samgöngumál og
annað það, er varðar atvinnu-
greinar þær, sem ráðið er full-
trúi fyrir. Ráðið skal einnig af
sjálfdáðum láta í ljós álit sitt
í þessum efnum.
b) Að vinna að því að koma á
festu og samræmi í viðskipta-
venjum.
c) Að koma á fót gerðadóm-
um í málum, er varða þær at-
vinnugreinar, er hér um ræðir.
d) Að safna, vinna úr og birta
skýrslur um ástand þessara at-
vinnugreina, eftir því sem föng
eru á.
e) Að fylgjast með breyting-
um á erlendri löggjöf og öðrum
atburðum, er kunna að hafa
áhrif á atvinnuvegi landsins.
f) Að gefa út blað þegar
fært þykir, er skýrt frá því
markverðasta í viðskiptamálum
innanlands og utan. í blaðinu
skulu einnig birt lög og stjórnar-
fyrirskipanir er snerta atvinnu-
mál.
Á hverju ári skal gefin út
greinileg skýrsla um aðgerðir
ráðsins og reikningur um fjár-
hag þess undanfarið ár.
Það er ástæða til þess að
gleðjast. yfir myndun ráðs þessa.
Það hefur verið mjög tilfinnan-
legur skortur á samheldni og
samvinnu milli þeirra þriggja
Garðar Gíslason
atvinr.ugreina, sem hér er um
að ra-ða, og sérstaklega hefur
það verið tilfinnanlegt, að hér
er angi.i miðstöð, þar sem hægt
var að leita ábyggilegra upp-
lýsingú um allt viðvíkjandi at-
vinnugreinum þessum. Nú er
ráðin bót á þessu og fyrirkomu-
lag það, sem komið hefur verið
á, getur áreiðan'ega haft mjög
mikla þýðingu fyrir verzlun,
iðnað og siglingar þessa lands.
Maður hefir fulta ástæðu til
þess að vænta mikíls af ráðinu.
Svo vel er það monnum skipað.
Kaupmannaráðið er nú úr
sögunni. í þess stað er komið
fulltrú aráð verzlunarstéttarinn-
ar og vonandi nýtt fjör í félags-
skapinn. Ráðið heldur opinni
skrifstofu hér í bænum í Kirkju-
stræti 8 B og er hr. Georg Ól-
afsson cand. polit, forstjóri
hennar. En þar getur hver og
einn aflað sér ábyggilegra upp-
lýsinga' um verzlunarmál.“
Stofnendur ráðsins 156
Hugmyndin sem varð að veru-
leika 17. sept. 1917 um stofnun
verzlunarráðs var allmiklu eldri.
Benedikt S. Þórarinsson, merkur
kaupmaður og bókamaður mun
manna fyrstur hafa hreyft henni
opinberlega á Kaupmannafélags-
fundi í árslok 1906. Frá því urðu
síðan stöðugar umræður um
málið unz að af framkvæmdum
varð 1917.
Að stofnfundinum stóðu 73
menn eða fyrirtæki, en eins og
í fréttinni segir, sóttu 52 fund-
inn, en lagt var fram umboð
fyrir 21 annan. Síðar bættust
við enn aðrir, og urðu alls 156,
sem taldir eru stofnendur ráðs-
ins. Fram til ársloka 1917 bæt+-
ust við enn fleiri, og voru þá
félagar Verzlunarráðsins orðnir
186, þar á meðal 4 kaupfélög,
en þau tóku í heild sinni ekki
þátt í störfum ráðsins. Þegar
ráðið var stofnað voru á landinu
alls 694 verzlanir, þar af 227 í
Reykjavík.
Formenn verzlunaráðs íslands
Garðar Gíslason var kosinn
fyrsti formaður Verzlunaráðs
íslands á fyrsta stjórnarfundi
þes, er var haldinn 21. sept.
1917 í skrifstofu þess að Kirkju-
stræti 9 B. Var Garðar formað-
ur til 1921 og aftur frá 1922 til
1934. en í stjórn Verzlunarráðs
átti hann sæti til 1942, Ólafur
Johnson var formaður árið 1921,
og í stjórn þess til 1929. 1934 var
Hallgrímur Benediktsson kjör-
inn formaður ráðsins og aðrir
þeir er gegnt hafa þeim störf-
um eru: Eggert Kristjánsson,
Gunnar Guðjónsson, Þorvaldur
Guðmundsson, Magnús J. Bryn-
jólfsson og nú Kristján G. Gísla-
son.
Margþátta málefni tekin
til meðferðar
Verzlunarráð íslands tók
þegar til afgreiðslu fjölmörg
mál og málefni. Á fyrri aldar-
fjórunginum má til dæmis nefna
að ráðið tók til umræðu flest
lagafrumvörp sem fram komu í
viðskiptamálum og fjallaði um
flesta samninga er gerðir voru
um slík mál. Verzlunarráðið tók
að sér yfirstjórn eða fjárhags-
legan rekstur Verzlunarskólans.
Það hóf útgáfu á Verzlunartíð-
indum 1918 og stóð að útgáfu
Einokunarsögu Jóns J. Aðils
1919, auk þess sem það viðaði
að sér bókasafni um verzlunar-
mál. Það stofnaði gerðardóm í
verzlunar- og siglingamálum
1920.
Á fyrra aldarfjórðungi sínum
hét Verzlunarráðið alls 625
stjórnarfundi. Þá voru félagar
Verzlunarráðs orðnir 339. Árs-
tekjur þess námu tæpum 118 þús
en heildarútgjöld tæpum 85 þús.
kr. Allar eigur Verzlunarráðs
voru þá metnar á um 335 þús.
kr.
Verzlunarráð minntist 25 ára
afmælis síns með hófi og flutti
þá aðalræðuna Hallgrímur Bene
diktsson þáv. formaður þess.
Sagðist honum m. a. á þessa
leið:
„25 ár telst ekki langur tími
í mannkynssögunni, en einmitt
þetta tímabil (sem saga Verzl-
unaráðsins nær yfir) hiefur verið
sérlega þýðingarmikið og við-
burðaríkt fyrir íslenzku þjóðina
og þá ekki sízt fyrir verzlunar-
stétt hennar, því að í upphafi
þessa tímabils færðist verzlunin
algjörlega í hendur innlendra
manna. Þessir frumherjar hinn-
ar ungu íslenzku verzlunarstétt-
Nefndin er skipulagði 50 ára hátíðahöld V. í. Frá vinstri: Gunnar Ásgeirsson, Gunnar J. Frið
riksson, Kristján G. Gíslason, Þorvarður Jón Júlíusson, og Ha aldur Sveinsson.
Hús Verzlunarráðsins að Laufásvegi 36.
ar stofnuðu svo Verzlunarráð fs-
lands .... Tilgangur samtak-
anna var sá að efla og treysta
hina íslenzku verzlun og skapa
heilbrigða og hagfellda verzlun-
arhætti meðal þeirra, sem verzl-
un stunda. Einmitt þetta hefur
verið leiðarljós Verzlunaráðsins
fram á þennan dag, og með slíku
starfi sem þessu telur það sig
vera að vinna fyrir alþjóðar-
heill."
í hófinu talaði Vilhjálmur Þ.
Gíslason fyrir minni Verzlunar-
ráðsins, Ólafur H. Ólafsson stór-
kaupmaður mælti fyrir minni
íslands, Eggert Kristjánsson for-
maður félags íslenzkra stór-
kaupmanna flutti ráðinu kveðju
sérgreinafélaganna, Sigurjón Pét
ursson flutti kveðju iðnrekenda.
Þennan síðari aldarfjórðung
sem Verzlunarráð hefur starfað
hefur það ekki síður haft af-
skipti af fjölmörgum máluim. Of
langt mál væri að telja þau
öll upp, en nefna má til sem
dæmi að árið 1947 voru haldnir
32 stjórnarfundir og þar rædd
147 mál. 49 um viðskiptamál, 12
um verðlagsmál, 29 um almenn
félagsmál stjórnarinnar, 11 um
samninga við útlönd, umsagnir
og tillögur til stjórnarvalda og
opinberra stofnana og erindi frá
ýmsum aðilum, 6 um mennta-
og skólamál, 2 um skattamál,
5 um verzlunarlöggjöf, 5 um
blaðamál, 4 um ákömmtunarmál,
3 um fjárhagsmál og 4 um hús-
næðismál. Gefa þesar tölur i
heild sinni nokkuð gLögga mynd
af viðfangsefnum ráðsins.
Á árunum eftir 1950 getur
m. a. að líta í samþykktum ráðs-
ins að lögð er áherzla á að fá
stjórnarvöld landsins til þess að
hlutast til um, að fullnægt yrði
eðlilegri rekstrarfjárþörf verzl-
unarinnar og að gerðar yrðu ráð-
stafanir til verndar öllum nauð-
synlegum og heilbrigðum iðnaði
í landinu og honum séð fyrir
sanngjarnri tollvernd, en at-
hafnafrelsi yrði aukið og við-
skiptahöftum, sem þá voru víð-
tæk, yrði aflétt. Þá var einnig
unnið að athugun á gildandi
verzlunarlöggjöf og endurskoð-
un hennar og var kosin nefnd
til að fjalla um þau mál. Enn-
fremur var rætt um skattamál
og endurskoðun skattalaganna
og á aðalfundi ráðsins 1957 var
skipuð sérstök nefnd til að
kanna þau mál. Gjaldeyrismálin
voru mikið til umræðu, svo og
tollamál, en ráðið beitti sér fyrir
endurskoðun á ýmsum tolla-
ákvæðum og framkvæmd þeirra.
Gerði það einnig samþykktir um
tollgeymslu og afgreiðslumið-
stöð í Reykjavík fyrir land- og
loftflutninga. Aðstaða einka-
verzlana og ríkisfyrirtækja var
einnig oft rædd á þessum árum,
og t. d. á aðalfundinum 1955 var
samþykkt áskorun í þá átt, að
leggja beri niður ríkisfyrirtæki,
er keppa við einkarekstur og
njóta ýmissa forréttinda, svo
sem um greiðslu opinberra
gjalda, lántökur, föst viðskipti
o. s. frv.
Árið 1955, þegar liðin var öld
frá upphafi frjálsrar verzlunar
á íslandi gekkst Verzlunarráðið
ásamt Sambandi ísl. samvinnu-
félaga og fleiri samtökum fyrir
því að gefa út bók eftir Vil-
hjálm Þ. Gíslason. Nefnist bók-
in íslenzka verzlun og er hið
ágætasta heimildarrit um sögu
verzlunar, og baráttuna fyrir
frjálsri verzlun.
Mörg hinna sömu mála og
áður eru enn efst á baugi hjá
ráðinu nú. Má nefna til skatta-
mál, verðlagsmál, en ný hafa
bætzt við eða ný sjónarmið
hafa komið fram. Nú beinist t. d.
athygli að lánsfjármálum. Þótti
kaupsýslumönnum verzlunin
vera þar afskipt og ílla haldin.
í skýrslum 1956 segir t. d. að
í skiptingu nýrri lána fjárfest-
ingalánstofnana eftir atvinnu-
greinum hafi verzlunin hlotið
0,4 millj. kr., sjávarútvegur 68,0
millj. kr., landbúnaður 38,5
millj. kr., iðnaður 46,3 millj. kr.,
og íbúðarbyggingar 75,3 millj.
kr. Af þessu mumræðum leiddi
að Verzlunarsparisjóðurinn var
stofnaður 1956 og nokkrum ár-
um síðar Verzlunarbankinn.
Síðari aldarfjórðunginn sem
Verzlunaráð hefur starfað hafa
bætzt margir félagar í það. Eru
þeir nú orðnir tæpir 600 og
árið 1966 voru tekjur þess komn-
ar upp í 1,6 millj. kr.
Myndarlegt afmælisrit
VerzlnnnrróSs íslnnds
í TILEFNI 50 ára afmælis
Verzlunaráðs íslands gekkst
ráðið fyrir útgáfu myndar'egs
afmælisrits. Samdi Verzlunarráð
íslands við Verzlunarútgáfuna
h.f. að hún tæki að sér umsjón
með útgáfunni, er. það er Verzl-
unarútgáfan, sem gefur út bfað-
ið Frjálsa v'uzlun
Ritstjórar afmælisblaðsins
voru þeir Jóhann Briem og
Ólafur Thoroddsen. Er blað'ð
sérstaklega vel og smekklega
úr garði gert, en uppsetningu og
prentun ritsins annaðist Solna-
prent h.f.
Ritið hefst á kveðjum til
Verzlunarráðs íslands 50 ára frá
forseta íslands, herra Ásgeiri
Ásgeirssyni, forsætisráðherra
dr. Bjarna Benediktsyni, við-
skiptamálaráðherra dr. Gylfa Þ.
Gíslasyni, Geir Hallgrímssyni
borgarstjóra og Kristjánd G.
Gíslasyni núverandi formanni
Verzlunaráðs.
Viðtal er við Egil Guttorms-
son stórkaupmann um verzlun-
ina áður fyrr, viðtal er við Þor-
varð Jón Júlíusson um starf,
stefnu ag tilgang Verzlunaráðs,
Framhald á bls. 11
Forsíða afmælisrits Verzlunar-
ráðs íslands.