Morgunblaðið - 17.09.1967, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. SEPT. 1967
LOFTIÐ á White City-leikvang-
inum í London var þrungiff
spennu. Þar fór fram lands-
keppni milli frjálsíþróttalands-
liða Bandaríkjanna og Stóra-
Bretlands, og hinir fyrmefndu
höfðu þar örugga forustuu En
það skipti engu máli fyrir hina
fjölmörgu áhorfendur, heldur
biðu þeir óþreyjufullir eftir því
að aðalgrein landskeppninnar
— míluhlaupið — hæfist. Þar
myndu þeir mætast í hreinu and
vigi Jim Ryun frá Bandaríkj-
unum og Keino frá Kenya, og
fiestir voru sannfærðir um aff
heimsmetiff myndi enn verða
bætt.
Að minnsta kosti hafði sú orð-
ið raunin, þegar þessir sömu
hlauparar, sem taldir eru frá-
bærustu millivegalengdar- og
langhlauparar sögunnar, háðu
einvígi í 1500 metrum í lands-
keppni milli Bandaríkjanna og
Samveldislandanna nokkru áð-
ur og mönnum var sigur Ryuns
þar enn í fersku minnL En sig-
urinn hafði ekki verið auðfeng-
inn, þvi að Keino hafði fylgt
Jim Ryun á æfingu.
JIM RYUN A MORKUM
HINS ÓMÖGULEGA
Á einni nóttu varð hann þjóðhetja og nú
er hann talinn mesti hlaupari veraldar
Ryun sem skuggi. þar til að
síðustu metrunum, að hann réð
ekki við glæsilegan endasprett
Bandarikjamannsins.
Hlaupararnir voru kallaðir að
rásmarkinu, og skotið reið af.
Þeir fóru sér engu óðslega i
byrjun, og eftir tvo hringi var
ljóst að heimsmetið myndi stand
ast þessa raun. Jim Ryun hélt
sig aftarlega í röð hlauparanna,
og Keino fór síðastur að vanda.
Þegar tók að líða nokkuð á
hlaupið, jók Ryun ferðina og
tók brátt forystuna, en
Keino fylgdl fast á eftir.
Hann var staðráðinn í að
sleppa Bandaríkjamanninum
ekki langt á undan sér að þessu
sinni. En Ryun jók ferðina enn,
og þegar um 300—200 metrar
voru í mark tók hann á eins
og hann átti til, og þrátt fyrir
örvæntingafullar tilraunir
blökkumannsins til að komast
upp að hlið hans, réði hann ekkl
við hraða andstæðings síns, og
Bandaríkjamaðurinn sleit snúr-
una um 10—15 metrum á und-
an. Met Ryuns stóð óhaggað en
áhorfendur höfðu fengið að sjá
skemmtilega keppni, og Jim Ry-
un hafði enn einu sinni sannað,
að hann er ókrýndur konungur
míluhlaupara veraldarinnar.
Alag og ofstæki.
Jim Ryun er sennilega um-
talaðasti frjólsíþróttamaður ver
aldarinnar um þessar mundir,
og það er talið nær víst að hann
muni verða fyrstur maaina til
að hlauipa míluna á skemmri
tíma en 3.50.0 mínútum. Mörg-
um leikur eflaust forvitni á að
fræðast nánar um þennan tví-
tuga pilt, sem dregur að sér at-
hygli þúsund áhorfenda, hvar
sem hann hleypur, og í þeim
erinidagjörðum einum fór brezk
ur blaðamaðiur frá Observer
vestur um haf. Fer hér á eftir
lausleg og stytt endursögn á frá
sögn hans af kynnum sínum á
Ryun:
Eins og gefur að ski'lja hlýt-
Stúlkur
Hraðfrystihús úti á landi vill ráða nokkrar stúlkur.
Fríar ferðir, frítt húsnæði.
Upplýsingar gefnar í síma 22280 (eftirlitsdeild).
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Oskum eftir að ráða
áreiðanlega og reglusama stúlku, ekki yngri en 16
ára, til sendiferða, símavörzlu o. fl.
Eiginhandarumsókn sendist skrifstofu vorri eigi
síðar en 22. september n.k.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR.
ur það að hafa í för með sér
gífurlegt álag á taugar fyrir að-
eins tvítugan pilt, að hafa hvað
eftir annað sannað, að bann sé
frábærasti millivegalengdahlaup
ari veraldarinnar. En þegar Jim
Ryun á í hlut margfaldast þetta
álag, bæði vegna þjóðernislegr-
ar og persónulegra aðstæðna og
aðeins heilsteypt sál gæti stað-
ist það.
Þessir fáu dagar, sem ég eyddi
með Ryun í Topeka í Kansas,
þar sem hann starfar í sumar-
leyfi sínu frá háskólanum sem
ljósmyndari við tímarit, færðu
mér heim sanninn um þrennt.
Hann er sannur Bandaríkjamað-
ur, hanm er sannur Kansasbúi
og í þriðja lagi er hann frá einni
af þessum fjölskyldum, sem
gert hafa heimafylki hans að
hjarta Bíblíubeltisins svon/efnda
í landinu. Hvarvetna verður á
vegi hans nær öfgakenmd ætt-
jarðarást, átbhagarækt og trúar-
ofsi.
Það eitt að vera Bandaríkja-
maður tekur talsvert á taugarn-
ar fyrir ungan mann með hans
órðstír. Þegar Ryun setti heims-
met í míluhlaupi í fýrsta sinn
sumarið 1966 höfðu Bandaríkin
ekki átt methafa í þessari grein
í 29 ár. Hanin varð því hetja
fólksins á einni nóttu, en hann
lét ekki þar staðar numið,
heldur hélt ótrauður áfram með
því að brjóta á bak aftur mót-
spyrnu þekktra keppinauta, svo
sem Keino, og bæta met frægra
fyrirrennara, eins og t.d. Elli-
ots.
Þetta hefur kostað það, að
landar hans ónáða hann tillits-
laust, hvort sem það er á götu
úti, í veitingahúsum eða með
símhringingum. Þybbnir menn,
útlítandi eins og íþróttageta
þeirra takmarkist af því einu að
klöngrast upp og niður af bar-
stólnum skella gjarnam bréf-
snepli fyrir framan hann og
segja: „Skrifaðu bara: — Þakka
ykkur að æfa með mér.“
„Ég get aldrei vanist því að
öldungis ókunnugir menn komi
og berji á bak mér, eins og þedr
hafi þekkt mig alla ævi“, segir
Ryun.
En Jim Ryium er undir enm
voldugra og persónulegra ólagi
í heimafylki sínu. FjöLskylda
hans heyrir undir svonefnda
Kristskirkju, sem er siðavand-
ur og vandlætingafullur eveng-
elískur mótmælendasöfnuður, og
faðir hans, Gerald Ryun, styður
að kostgæfni ofurkapp fjöl-
skylduklerksims í Wlhithita,
heimaborg Jims, að hamn ger-
ist ímynd hins vammlausa ung-
mennis Kristkirkjurmar. Þeir
æskja þess að Jim taki sér ferð
ir á hendur, flytji ræður og
notfæri sér frægð sína á vett-
vamgi íþróttamna í þágu evenge
lísku kirkjunmar.
Jim stendur öndverður gegn
þessu með þöglum þráa, sem
hlaðið hefur múr milli hans og
og föðurins. Það tekur aðeins
tvo tíma að aka á milli Whit-
hica og Topeka, en hann fer rnú
orðið afarsjaldan heim. Þó er
það auðséð á honum, að hann
vill gjarnan sjá móður slna oft-
ar.
Þegar hana ber á góma glaðn
ar ósjálfrátt yfir Jim, og hann
brosir um leið og hanm segir:
Skóli Emils
IIEFST 1. OKTÓBER.
KENNSLUGREINAR:
HARMÓNIKA, MUNN-
HARPA, GÍTAR,
MELODÍCA, PÍANÓ.
HÓPTÍMAR OG
EINKATÍMAR.
INNRITUN ALLA DAGA KL. 8 — 10 E. H.
EMIL ADÓLFSSON, Framnesvegi 36.
„Hún er nú aldelfis kvenmað-
ur. Kímnigáfa hennar virðist ó-
þrjótamdi, og það er alltaf líf
og fjör í kringum hana.“ Wilma
Ryun er aðiaðandi kona á fimm
tugsaldri og vimnur í kvenfata-
deild stórar verzlunar í Whic-
hita. Hún gefur sér þó tíma til
að fylgjast með frama sonar
síns að miklum áhuga, og vinn-
ur nú að níunda bindi úrklippu
safms um hanm, en er þó fjóra
mánuði á eftir áætlun til þess
að það nái fram til dagsins f
dag. Það hefst 1962 og er þar
greint frá þátttöku Jim í 50
mílna göngu, sem varð til þess
að hann hvarf frá kúluspili og
körfuknattleik yfir í frjólsar
íþróttir.
„Henni var ekkert um þetta
í fyrstu“, segir Jim.“ Þetta var
erfitt og ég hreinlega óttaðist
æfingarnar. Þær eru ekkert
auðveldari núma, en ég er þrosk
aðri og líkamlega sterkari, og
þekki takmörk min betur. Núna
fer ég alltaf strax á brautina
og byrja æfingarnar áður en ég
hef tíma til að sjá mig um hönd.
En hér áður fyrr var ég alltaf
slappur eftir æfingarnar og
hafði enga matarlyst. Mamma
hafði óihyggjur út af þessu og
reyndi að fá mig til að hætta.“
En móðir hans gaf fljótlega
eftir alla mótspyrnu gegn iþrótta
iðkunum sonar síns. „Hún er
fljót að átta sig og núna hefur
hún menntað sig heilmikið uim
hlaupabrautina. Þetta er
kannski klaufalega orðað hjá
mér, en það sem ég á við —
hún veit í rauninni hvað er að
gerast. Miklu betur en t .d.
pabbi. Ef þú hittir hann á móti
mundir þú eflaust álykta að
hamn þekkti heilmikið til frjáls
íþrótta, en það er þveröfugt.
Hann hljóp víðavangshlaup hér
á skólaárum sínum, en að öðru
leyti veit hann ekkert um
hlaup.“ Jim brosir lítið eitt, en
segir svo: „Þeir segja, að
mamma hafi verið fljót á fæti
í gamla daga. Ég þarf að kanna
það við tœkifæri.
Wilma Ryun þurfti sannarlega
að vera fljót á fæti til að halda
í við son sinn, þegar honum
hafði verið vísað úr gagnfræða-
skóla. Þetta var eitt af fyrstu
merkjunum um uppreisn gegn
valdinu, sem svo erfitt er að
bera saman við einlæga og
fremur hlédræga framkomu
hans. Og uppreisnin hefur hald-
ið áfram — þó án nokkurs
stærlætis eða frekju. Safnaðar-
félögum í Kristkirkju er bannað
að spila á spil, en Jim spilar
a'lltaf af og tii. Kirkjan banmar
dans, en Jim æfði sig í laumi
þar til hann hafði náð valdi yfir
stÓTum skrefum símum.
Hann lenti í ástarævinrtýri
með laglegri stúlku, sem var
félagi í söfnuðimum og föður
hans þótti því tilvalinn kv®n-
kostur, en upp úr því sambandi
slitnaði íljótlega. „Of mikið
safnaðarlíf", upplýsir einm vina
hans. Ryun hefur þó ekki kastað
burt trú sinni, heldur er hann
mjög trúaður og sækir kirkjur
reglulega. Honum er sýnilega
sálarbórt í því, og hann segir
sjálfur: „Ég bið oft fyrir keppni,
en bið aldrei um sigur. Aðeins að
mér og keppimautum mímum
muni takast vel upp“.
Jim Ryun æfir af miklu kappi
um þessar mundir. Morgna og
kvölds má sjá hann hlaupa eftir
strætum Topoka eða eftir hlaupa
brautinni á leikvamgi Wash-
burnháskó'lans. Það er umdarleg
tilfinnimg að sjá háan og tá-
grannan líkama þessa mesta
hlaupara veraldar skokka með
einbeittum hreyfingum um-
hverfis grasvöllinn. Samnfæring
hans ec, að hvert skref, sem hann
taki, færi hann áleiðis að því
eina marki, sem skiptir hann
nokkru — gullverðlaununum á
Olympíuleikjunum. Góðar og
gildar ástæður voru fyrir því, að
hann komst ekki á verðlauna-
pail í Tokyo, aðeinis H7 ára að
aldri, en ef honum tekst það ekki
í Mexiko eru 10 heimsmet hon-
um lítils virðL
Júnímámuði eyddi hann í há-
lendi Colorado við æfimgar, og
vera hams þar hefur fært hon-
Framhald á bls. 19