Morgunblaðið - 24.09.1967, Side 1
32 SIÐLR OG LESBOK
Járnbrautarlestir af
spori og tré féllu
— í ofsaveðri
Kaupmannahöfn, 23. sept.
NTB.
OFSAVEÐUR gekk yfir austur-
hluta Danmerkur síðasta sólar-
hring og olli verulegu efnalegu
tjóni og miklum truflunum.
Verst kom veðrið niður á Sjá-
landi, þar sem því fylgdi geysi-
leg úrkoma, sem olli miklum
umferðartruflunum og vega-
skemmd,um. Lestir fóru út af
spori á nokkrum stöðum og settu
þar með áætlanir annarra úr
skorðum. Ekki er vitað um neitt
Ijón á mönnum.
Vegna veðursins varð að leggja
niður ferjiuferðir milii Kaup-
mannahafnar og Malmö og vélar
í Danmörku
bilun varð í ferjunni „Helsing-
borg“ svo að hana rak stjórn-
laust meðfrarn sænsku Eyrar-
sundsströndinni með hundrað
farþega um borð. Síðar tókst að
draga ferjuna til Helsingborg.
Mikið tjón varð í íbúðarhús-
um í Kaupmannhöfn, vatn
flæddi víða inn í kjallara og
jarðhæðir. Þá felldi stormiurinn
fjölda trjáa í borginni.
Veður þetta dundi yfir mjög
óvænt og fylgdi því álíka mikið
regn á nokkrum klukkustiund-
um og á heilum haustmánuði í
venju'iegu tíðarfari. Mæddist
það víða um hundrað milli-
metrar.
Gromyko á þingi 5.Þ.:
FriÖartiiraunirnar
eins og sápukúiur
Sameinuðu þjóðunum, 23 sept.
AP.
• Jens Otto Krag, forsætisráð-
herra Danmerkur, hélt ræðu á
Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna í gær og vísaði á bug þeirri
tillögu sovézka utanrikisráð-
herrans, Andrei Gromykos, að
Atlantshafsbandalagið og Var-
sjárbandalagið yrðu lögð niður
með það í huga að dra^a úr
spennunni í alþjóðamálum Krag
kvaðst þess fullviss, að yrði far-
ið að þeirri tillögu mundi ein-
ungis af leiða skipulagsleysi á
borð við það, sem var, þegar
heimsstyrjaldirnar tvær voru í
uppsiglingu.
ÞAÐ ER stundum ófriðlegt
legt víðar en í mannanna
ríki. Ljósmyndari Mbl. 61. K.
Magnússon átti leið framhjá
tjörninni um daginn og þess-
ir herskáu náungar áttu þar
í illdeilum.
Metkilegor
myndir
ni sólinni
Sydney, 23. sept. AP.
ÁSTRALSKIR vísindamenn hafa
birt einskonar myndir af sólinni,
sem teknar voru með tæki, er
skynjar útvarpsbylgjur frá
henni, — en það mun, að þeirra
sögn, fyrsta tæki sinnar tegund-
Framhald á bls. 31
Sovétríkin auka aðstoð
við N-Vietnam næsta ár
— Samkomulag undirritað i Moskvu í gær
Moskvu, 23. sept. AP.
• STJÓRN Sovétríkjanna hefur
heitið stjórninni í Norður-
Vietnam aukinni hernaðarað-
stoð á næsta ári og mun senda
þangað orrustuflugvélar, loft-
varnabyssur, flugskeyti, stór-
skotaliðsvopn og ýmis önnur
vopn og hergögn. Hernaðarað-
,,Drekafrúin"
handtekin...?
LÖGREGLAN í Saigon hefur hjóli sem un.gur karlmaður
upplýst, að ýmislegt benti ekur á Offtsahraða framhjá
til þess, að hin illræmda fórn a.rlömbunum meðan hún
„drekafrú" hafi veri ðhand-
tekin.
„Drekafrúin“ er korna, sem
sikoitið hefur Saigonbúum
mikin-n sikelk í bringu undan
farrua mánuði. Hún hefur
skotið til bana fjöida ó-
breyttra borgara svo og lög-
regluimenn og bamdaríska
menn. Hún hefur venjulega
þann háltt að sitjia, vopn.uð
sikammbyssu, aftan á mótór-
lœtur kúlnahríðina dymja
yfir þá. Hafa þeir yfirleitt
e'kki þurft um siár að binda,
sem hún hetfur miðað vopnii
sínu á.
Lögreglunni hefur aldrei tek
izt að hafa hendur í hári þess
rar konu, meðal annars
vegna þess, áð lýisingum sjón
arvotta á henná hefur ekki
borið siaman — ýmist befur
Framhald á bls. 31
stoð þessi er liður í meiri háttar
samkomulagi, sem fulltrúar
stjórnanna undirituðu í Moskvu
í dag, en að sögn Tass-frétta-
stofunna tekur það einnig til
ýmissa gjafa frá Sovétríkjunum
til Ilanoi stjórnarinnar, ríflegar
lánveitingar og samninga um
viðskipti á ýmsum sviðum. Mun
Sovétstjórnin senda til Norður-
Vietnam ýmiss konar tækniút-
búnað, samgöngutæki, olíu- og
olíuafurðir og margskonar
vörur aðrar, sem nauðsynlegar
eru fyrir varnir N-Vietnam og
efnahagslega þróun, að þvi er
segir i tilkynningu Tass.
Samkomulag þetta náðist eftir
ítarlegar viðræður, sem staðið
hafa frá því 14. ágúst sl. For-
maður sendinefndar N-Vietnam
var Le Than Nghi, varaforsætis-
ráðherra og ræddi hann oft og
lengi við Leonid J. Brez!hnev
aðalritara kommúnistaflokksins
sovézka og Alexei Kosygin, for-
sætisráðherra.
Bandarískir sérfræðingar
telja, að aðstoð Rússa við Norð-
ur-Vietnam nemi nú um einum
milljarði dala en hún var talin
555 milljónir dala árið 1965.
Búizt er við, að hún aukizt enn
verulega á næsta ári.
í opinberri yfirlýsingu, sem
gefin var út eftir að samkomu-
lagið hafði verið undirritað,
voru endurteknar árásir komm-
únista á stefnu Bandarikjanna
Framhald á bls. 2
• Andrei Gromyko hafði áður
haldið langa ræðu, þar sem þetta
kom fram. Annars fjallaði ræða
hans að mestu um styrjöldina í
Víetnam og stefnu Bandarikja-
stjórnar þar, sem hann sagði
mestu ógnun við heimsfriðinn.
Hann sakaði Bandaríkjastjórn
um að beita heiminn blekking-
um í Víetnam-málinu, m.a. með
margendurteknum róandi yfir-
lýsingum, sem væru þvættingur
einber. — Allar friðartilraunir
Bandarikjamanna sagði hann
hafa verið eins og sápukúlur,
sem blásnar hefðu verið upp eft-
ir þvi, sem hentaði Bandaríkja-
mönnum hverju sinni á inniend-
um eða erlendum vettvangi.
Framhald á bls. 31
Norðmenn vildu
ekki Leif sstyttu
— Ástœðan sú, að Leifur var Islendingur
FYLKI.SRÁÐIÐ í Rogjailands- hefði kostnaðuriinn nuimiið um
fylki í Noregi hefur neitað
boði um að eignaist frum-
mynd af stytitu Leifs Eiríks-
sonair í Seattle í Banda-riíikjun
um á þedrr-i forsend-u, að Leif-
ur hafi ekki veráð Norðmað-
ur.
Próifes-sioir Auigust Werner
við University of Waishington
í Seattle ba-uiðst til að gefa
Ragalandsifyliki frumstytituna,
sem er úr gifsi, en ef boðámiu
hefði verið t-ekið hefði orðið
að steypa hiaina í brons og
300.000 ísL krónum. Styttan
er þriggj-a metra há.
Fylkisriáð'ið í Rogala-ndi
ákvað að hafna boðin.u að
tillögu fylkiism,amn.sins á
þeirri for.se ndu, að Leifur
Eiríksison. hefði aldrei til
Noregs komið, svo vitiað væri,
og heldur ekki staðið í nókktr
um tengslum við Rogaland
eða Noreig nema hvað faðár
hans, Eiríikuir naiuiði, fseddist
þar.
Framhald á bls. 31