Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPT. 1967 MAGNÚSAR SKIPHOITI 21 SÍMAR 21190 eftirlokun simi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstrætl 11. Hagstætt leigugjalð. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Simi 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. —'B/IA. l£fSA /T RAUOARARSTfG 31 SÍMI 22022 Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Útvarps- og sjónvarpstæki Rafmagnsvörubiiðin sf Suðurlandsbraut 12. Sími 61670 (næg bílastæði). GRÆNMETIS- MARKAÐUR VEIZLU MATUR Heitur og kaldur SMURTBRAUÐ OG SNITTUR Sent hvert sem óskað er, simi 24447 ig Atvinnugrein Velvakanda „Svartálfur" skrifar: „Kæri Velvakandi! Við Islendingar höfum yndi af að rífast, eins og þú hlýtur að vita manna bezt, þar sem þú ert eini maðurinn á landinu, sem hefur atvinnu af rifrildi fólks. Þér skrifa allir um þrætuefni sín, hin háfleyg- ustu sem hin smávægilegustu. Eitt virðiast menn þó vera nokkum veginn sammála um: Það er að ákveða, hvert eigi að vera aðal-rifrildisefnið í landinu hverju sinni. Sá, sem lesið hefur dálka þína öll und- anfarin ár (og dálka Víkverja þar á undan), getur séð, hvert hefur verið eftirlætis-þrætumál almennings á hverjum tíma. Þetta er auðvitað stórfróðlegt fyrir þjó’ðfélags- og sagnfræð- inga framtíðarinnar. ★ Hrikaleg tillaga Nú er ég satt að segja orð inn leiður á öllum þessum rifr- ildisgörpum og nöldurseggjum. Ég kem kannske rólegur og í góðu skapi inn í rakarastofu, en þegar ég fer út, er ég orð- inn heitur af æsingi út af hægri-eða-vinstri-akstri, Kefla- víkursjónvarpinu, Bahaí-trú, útvarpskommunum, mjólkur- hyrnunum og öðrum ámóta merkilegum málum. Alls konar mál, sem ég hef hingað til lát- ið mig engu skipta, gera mig illan í skapi, bara af því að fólk hefur ákveðið, að nú skuli um þau rífast, og þú veitir því dyggilega aðstoð með því að birta bréf þess. Geri ég það nú að tillogu minni, að forvígismenn rifr- ildisseggja í helztu deilumal- um verði fluttir í útsker til vikudvalar, þar sem þeir geta síðan rifizt í ró og næði án þess að trufla okkur hina. Nefni ég til dæmis vini og óvini K-sjon- varpsins, Bahaí-trúarmenn og rétttrúnaðarklerka, biskupa og spíritista, útvarpsmenn og sjón- varpsmenn, mjólkursamsölu- menn og húsmæður, kartöflu- kónginn og formann Neytenda- samtakanna, Pétur sjómann og Pétur regluboða Sigurðsson, séra Árelíus og hægriaksturs- nefndina. Æskulýðsfylkinguna og Varðbergsmenn, Austra og Kára, Benedikt frá Hofteigi og Arnór Sigurjónsson, Baksíðu- menn Alþýðublaðsins og kvik- myndagagnrýnendur Morgun- blaðsins, Homeygla og bíó- stjóra, Landsprófsnefnd og kennarana, sem kærðu, o. s. frv. Mætti segja mér, að slíkt garg yrði á eynni, að Vitamálaskrif- stofan gæti sparað sér þar hljóðvita. Þegar í land kæmi, yrðu rifrildisgarpamir þegjandi hásir um nokkurn tíma og von- andi búnir að tæma sig fyrir lífstíð. 1 von um birtingu, Svartálfur". Lambið á blóð- vellinum Kristín M. J. Bjömson skrifar Velvakanda eftirfarandi bréf með ofanritaðri fyrirsögn: „Það er raunasaga, sem ís- lenzkum sjónvarpsnotendum var boðið upp á s.l. mánudags- kvöld. Lítið, saklaust lamb leit- ar að mó’ður sinni innan um dauða skrokka, þefar og jarmar. Sjálfsagt hefir það fundið höf- uðið af móður sinni meðal hinna mörgu, blóðugu hausa, sem það rannsakaði. Þetta var svo átakanleg sjón, að bæði mér og fleirum full- órðnum óaði við að horfa á slíka sýningu, hváð þá yngstu borgurunum. Lítið lamb minnir mig alltaf á lítið barn, og víða í trúarbók kristinna manna er lambið lát- ið tákna sjálfan frelsarann: „Sjá það guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir“. Finnur íslenzkt sjónvarpsráð ekkert, sem er meira mennt- andi og göfgandi til þess að sýna íslenzkri æsku en lítið, varnarlaust lamb, sem menn- irnir eru að kvelja? Grindhvaladrápið er líka ljótt að sýna, enda óþarfi. Þótt frændur okkar, Færeyingar, af illri nauðsyn ef til vill hafi orðið að deýða þessi varnar- lausu dýr, með svona frumstæð- um aðferðum, sér til framfæris, áður fyrr hefir þeim varla þótt gaman að því. „Neyð er enginn kaupmaður", og ég hygg, að Færeyingar nútímans séu að hætta að þurfa að slátra svona. Hvað sem því líður, hefði verið nær að sýna okkur Ólafs- vökudans þeirra, eða eitthvað annað fallegra en þetta. Það er dálítið hlálegt að taka af okkur Keflavíkursjónvarpið, undir því yfirskini að það flytji okkur ljótar myndir og vera svo ekki hótinu betri sjálfir. Jg Tillögur til íslenzka sjónvarpsins Ann.ars eir ég ein atf þeim, sem ekki get síkilið, hvers vegna verið er að banna fólki að horfa á KefilavSkursjónivarp- ið. Það minaiir óþægilega á ein- ofcunina gömlu, nú er hún ekiki dönsk, heldur íslenzk. Keflavíkursjónvarpið hefir haft marga góða þætti á sfcrá sinni, suma ljóta líka, en sízt Ijótari en margt sem það ís- lenzkra hefir borið á borð fyr- ir þjóðina, og þetta í gær- kveldi var með því ljótara, að ógleymdum moirð- o>g alls fcon- ar glæpasögum Er leiðimLegt að þurfa að rifja upp, er íslenzka sjónvarp- ið hóf starf sitt með því að sýrna sögu af manmi, sem var að reyna að „fcála. fconu sinni.“ Er siikt menniingarstarfsemi? Sjómvairpið þarf að fcoma með miíklu meira af siiðferðis- bæta.ndi þáttum; af nógu er að taka í „iandi sagnanma". Fögr- um sögum og menntandi frá- sögmum. Við eigum svo mifcið af fallegum, göfgandi stoáld- skap, eims ag t.d. leikritið „Tengda.mömmu“, eftir Krist- ín.u Sigfúsdótfur og „Gestd" eftir sama höfu.nd, lesið upp eða breytt í leikr.itsform. — Ævar Kvaran gæfi gjört það. Hann kemur alltaf með eitt- hvað fa.llegt og þarft. Ég tek aðeins smádæmi af handalhófi, en margit fleira mætti upp teljas sem hefir göfig andi og bætandi álhrif á sóla-r- l'ífið. En þannig eiga emnnángar- bókmenntir að vera. Það þarf sizt að toernma það neiikvæða, það ljóta, það skaðlega. Á móti því á einmitt menningin að vimna. Með þöfck fyrir birtingunina. Kristín M. J. Björnsson.“ • Meint ill meðferð hrossa „ht.“ skrifar vegna hréfa dr. Stefáns Einarssonar: „Brestiur dr. Stefán Einarsson sannanir til þess að tala um úti gangshross í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum? Hér skal til- fært eitt atriði: í desember í fyrra tók fyrir jörð í þessum sýslum og reyndar víðar í lang- an tíma (sennilega 2-3 vikur). Urðu þá hrossiabændur mjög skelfdir, áttu endá engin af- gangshey fyrir útigangshross. Margir rátou þá hross sín sam- an og slátruðu þeim, sem verst voru farin. Komust þá hryssur niður í 70 kg (eðlileg þyngd a.m.k. 150-180 kg.). Síðan brá til þíðviðris, og 'búnaðarmála- stjóri siagði í dagblaði, að ástandið hefði verið orðið al- varlegt, þegar blessaður blot- inn kom. Svo var ekki fleira talað eða gert. í landslögum er bænd-um fyrirboðið að setja á fleiri gripi en þeir hafa hús. og hey fyrir. Hvers vegna eru þá til útigangshross? Hross, sem aldrei hafa í hús komið, né gefin heytugga og líðla oft al- gjöran skort vikum saman á vetrum? Eru þessi lögbrot þá orðin helguð af hefð? Þetta er tvímælalaust það dýravernd- unarmál, sem hæst ber í dag. En þá erum við aðeins minnt á að gefia smáfuglunum. Marg- undirritaðar áminningar um meðferð og slátrun sauðtfjár eru þakkarverðar, en hvers vegna er ekki hafin herferð gegn níði á hrossum norðan- iands? Hafi dr. Stefán þökk fyrir að hefja máls á illri meðferð hrossa. ht.“. ig Sjónvarpsmálið út af dagskrá — að sinni a. m. k. Velvakanda hafa nú bor- izt slík kynstur af bréfum um takmörkunina á útsending- um Keflavíkursjónvarpsins, að ógerningur er fyrir hann að birta þau öll, — og þó efcki væri nema hluta þeirra. Þess vegna hefur Velvakandi ákveðið að birta ekki fleiri bréf um þetta mál, — að sinni a.m.k. Bæði virðist ákvörðun loks hafa verið tekin um þetta mál, sem ekki tjóar að mæla í mót — í biili a.m.k., og svo verður Velvakandi ætíð að gæta þess, að dálfcar hans verði efcki of einhæfir aflestrar, þannig að of lengi sé fjallað um sama mál. Þetta mál virðist hafa komið meira róti á hugi manna en sjálf eilífðarmálin, sem stundum hafa lagt alla dálka undir sig vikum saman, hvað þá hið síðborma rifrildi um hægri aksturinn. Ef marka má bréf þau, sem Velvakanda hafa nú borizt um málið, er ljóst, að yfirgnæfandi meirihluti almennings er tak- mörkuninni andvígur, — meira að segja mjög andvígur. Það er hláíegt, að bæði andstæðiing- um og meðmælendum K-sjón- varps liggur mjög þungt orð til fyrrverandi og núverandi Alþýðuflokksráðherra vegna allrar meðferðar máls þessa. Vera má, að Velvakandi skýri síðar frá því, hvernig bréfrit- arar skiptast eftir skoðunum, en a’ð sinni er þetta mál útrætt í dálkum hans. (Skrif um önn- ur sjönvarpsmál eru að sjálf- sögðu ekki útilokuð). Stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. Matarbúðin, Laugavegi 42. (Ekki í síma). Málverkasafnarar athugið Til sölu er glæsilegt olíumálverk af Heklu eftir Ásgrím Jónsson. Stærð myndar 80x104 cm. Til- boð sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld merkt: „Málverk 130.“ Slátursalan hefst þriðjudaginn 26. september kl. 1 eftir há- degi. Inngangur frá Bolholti. Hafið með yður ílát. VERZLANASAMBANDIÐ H.F., Skipholti 37 — Sími 18560.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.