Morgunblaðið - 13.10.1967, Side 2

Morgunblaðið - 13.10.1967, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 13. OKT. 1967 Fjórða Comet-þotan síðan 1954 ferst yfir Miðjarðarhafi: 66 taldir af í flugslysi úti fyrir Tyrklandsströndum Aþenu og Níkosíu, 12. okt. — NTB, AP. — TALIÐ er nær fullvíst að enginn hafi komizt lífs af úr flugslysi því er varð í morgun úti fyrir Tyrklands ströndum, er brezk Comet- þota með 59 farþega og sjö manna áhöfn um borð, hvarf þar í hafið suðaustan grísku eyjarinnar Kastellorizon. — Er dimmdi af nóttu í kvöld höfðu fundizt 60 lík, en leit var haldið áfram þrátt fyrir stórsjó og náttmyrkur. Vél þessa átti brezka flugfé- lagið British European Airways (BEA) og var hún á leið til Kýp- ur frá Aþenu og London. Flug- ið var reglulegt áætlunarflug samkvæmt samningi BEA og Kýpur-flugfélagsins Cyprus Air sextíu og sex manns, sjö manna áhöfn, þar af þrir Bretar og fjórir Kýpurflbúar og 59 far- þegar, tuttugu Bretar og fjórir Bandaríkjamenn á leið til Kýp ur í sumarleyfi og 35 Grikkir og Kýpurbúar á heimleið frá Lond- on Aþenu. Gríska herskipið Navarino varð fyrst á slysstað og tók um borð 26 lík, fflutningasikipið Balaton sem kom á vettvang ^kömmu síðar tók svo 21 lík og tyrkneskt skip er að kom síðar tók 13 lík um borð. Grísfcu skip- in eru væntanleg til Ródos í nótt en tyrkneska skipið heldur til tyrkneska fiskimannaþorpsins Finiki á ströndinni, andspænis Kastellorizon. FJugmaðurinn á brezkri björg- unarvél, sem flaug yfir slysstað- inn í dag, sagði, er hann lenti Framhald á bls. 31 Umbrot á hverasvæðinu á Reykjanesi í SKÖMMU eftir miðnætti í nótt varð vitavörðurinn í Reykjanes- vita, Sigurjón ólafsson, var við, að miklar drunur heyrðust tfrá hverasvæðinu og að þvi er hon- um virtist frá hvemum 1918. Voru drunurnar svo miklar, að heima við vitann í um eins kílómetra fjariægð, var hávaðinn sem hann stæði við hverinn sjálf an. Einnig sá hann í bjarmanum af vitanum mikla gufustróka. Vindur var um 2 stig af NNA og stóð því ekki af hvernum á vitann. Sagði Sigurjón, að drun- ur heyrðust að jafnaði ekki nema í stafalogni og þá ekki svo háværar sem í nótt. Hverinn hef ur að undanförnu tekið rokur, Hækkun á landbúnaðarvörum IMiðurgreiðslur felldar niður ways. Með véiinni voru SMJÖR og mjólkurostur hækk- uðu í gær um 25—40%, en í dag kindakjöt, mjólk og kartöflur vegna minnkandi niðurgreiðslna ríkissjóðs á þessum vörutegund- allsum. Verð á öðrum landbúnaðar- vörum verður óbreytt. Niðurgreiðsla á smjöri lækk- aði úr 125.86 kr. í 85.73 kr., svo að í smásölu hækkaði kílóið um rúmar 43 kr. eða í 108.20 kr. 45%ostur hækkaði úr 106.70 kr. Enugu fallin fyrir Lagos-her Lagos, 12. okt. — NTB LEIBTOGI Biaframanna, Oju- kwu ofursti, staðfesti í gær, að hermenn samhandsstjórnarinnar væru komnir til Enugu, höfuð- borgar Biafra. Ojukwu skellti sökinni fyrir uppgjöf borgarinn ar á sína eigin hermenn. Hann sagði, að þeir hefðu skotið félaga sína í bakið og varpað hand- sprengjum inni í borginni. Ofurstinn skýrði frá þessu á fundi með stjórn Biafra í bæn- um Umuahia um 130 km suður af Enugu, en þangað flúði stjórn in, þegar sýnt þótti, að Sam- bandsherinn mundi taka Enugu. Ojukwu staðhæfði, að margir liðsforingjar í ábyrgðarstöðum hefðu gerst svikarar og rekið skemmdarverkastarfsemi. í út- varpsfregnum uppreisnarmanna sagði í gær, að Biafra-stjórn hyggðist halda bardögunum við her Sambandsstjórnarinnar áfram. Brezka stjórnin hefur farið þess á leit við alla brezka þegna í Bifara að fara þegar í stað til nágrannaríkisins Kame- í 133.10, en niðurgreiðslan var felld niður, en hún nam 25 kr, 30% osturinn hækkaði úr 86.60 kr. í 100.40 kr. hvert kg. Verð á smurosti og ýmsum öðrum osta- tegundum er hins vegar óbreytt, þar sem engin niðurgreiðsla hef- ur verið á þeim. Niðurgreiðslur ríkissjóðs á kindakjöti lækka úr 23.18 kr. í 17.30 kr. á kg í 1. verðflokki og bækkar kjötið samkivæmt því eða í sama verð og það var í sumarið 1966, áður en verðstöðv- unarlögin tóku gildi. Niður- greiðsla á mjólk lækkar um 2 kr. og hækkar hyrnumjólk úr 8.70 kr. á lítra í 8.70. 6 kr. nið- urgreiðslur á kartöflur eru felld- ar niður. þótt hávaðinn hafi ekki fyrr ver-_ iið svo mikill sem í nótt. Myrkur var mikið í nótt við vitann, en engu að síður fór Sig- urjón á hveraisvæðið. Skömmu eftir að hann lagði aif stað frá vitanum hljóðnuðu drunurnar og þegar hann var hálfnaður heim á leið hófust þaer aftur. Þegar Mbl. hafði síðvast tal af Sigurjóni í nótt hafði lygnt um eitt vind- stig og var hávaði þá mikill. Sigurjón divaldi i um stundar- fjórðung við hverinn. Sagðl hann, að greinilegt hefði verið, að hann hefði skvett mikið úr sér og var milkið vatnsrennsli umhverfis hann. Þegar heim var komið voru miklar drunur og mikill mökkur sást í skini vitans. Hver elti ökufantinn? AÐFARANÓTT miðvikudagsins var ekið á bílinn R-18095, þar sem hann stóð fyrir utan hús númer 25 við Nóatún. ökufant- urinn stakk af, en maður í næsta húsi kveðst hafa vaknað við að bílflauta var þeytt fyrir utan og telur að þar hafi einhver verið á ferð, sem sá til ökufantsins og elti hann. Það eru því eindregin tilmæli lögreglunnar, að þessi maður gefi sig fram og gefi henni allar þær upplýsingar, sem hann má. Herskylda stytt í Sovét Moskvu, 12. okt. — AP SOVÉZKI varnarmálaráðherr- ann, Andrei Gretsjko, skýrði frá því á þjóðþinginu í dag, að víð- tækar breytingar yrðu gerðar á herskyldukerfinu í Sovétríkjun- um. Herskylda verður stytt, en skólanemar, stúdentar og ungir verkamenn fá meiri herfræðslu en áður. Breytingarnar eru m.a. fólgnar í því, að 18 ára ungling- ar verða kallaðir í tveggja ára herþjónustu í fótgönguliði og flugher, en áður var herskyldan þrjú ár. I sjóhernum verður her skyldan þrjú ár í staðinn fyrir fjögur áður. Þessar breytingar gera það að verkum, að mikið af vinnuafli losnar í landinu, sem einkum verður notað í þágu landbúnað- arins. Þá verður eftirlaunaaldurs takmark yfirmanna í hernum hækkað. Gretsjko réðist á vestræna heimsvaldastefnu og sagði, að Bandaríkin ættu sökina á styrj- öldinni fyrir botni Miðjarðar- hafs í júní sl. Á hinn bóginn voru árásir varnarmálaráðherr- ans á Bandaríkin mun vægari en búizt hafði verið við. Fjarskipti — Eldflaugar — Varnir Eystrasalts — Kvikmyndasýning Varðbergs og SVS 'ÉLÖGIN Varðberg og Sam- ök um vestræna samvinnu fna til sameiginlegrar kvik- lyndasýningar í Nýja Bíói 1. 14 á morgun, Iaugardag. lýndar verða þrjár kvik- íyndir með íslenzku tali, og ru þær allar úr mynda- lokknum „Atlantic Review“, em kvikmyndadeild At- mtshafsbandalagsins er að íta gera. „Fjarskipti" heitir ein kvik- íyndanna. Rekur hún sögjj. vers konar fjarskipta og fjar- siptatækni allt frá upphafi ega og til síma, hljóðvarps, iónvarps, gervihnatta o. s. frv. fðari hluti myndarinnar er í tum. „Varnir Eystrasalts" nefnist önnur . kvikmyndanna og sýnir hún skipulag nýs vamarsvæðis Atlantshafsbandalagsins, sem kallað er Vestur-Eystrasalts- svæðið og nær yfir Danmörku, Slésvík-Holstein og suður að Saxelfi. Kvikmyndin er í lit- um. Þriðja kvikmyndin heitir „Eldflaugar“. Þetta er mjög fróð leg mynd, þar sem saga eld- flauganna er rakin allt frá upp- hafi og til vorra tíma. Öllum er heimill ókeypis að- gangur að kvikmyndasýningu þessari, meðan húsrúm leyfir. AUGLYSINGAR SÍIVII 22.4*80 Kosningar tll Stúdentafélags Háskóla Islands á morgun — Rœtt við tvo af frambjóðendum Vöku Á MORGUN fara fram kosn- inglar til stjórnar Stúdentafé- lags Háskóla Islands, og er það í annað sinn eftir að Stúdentafélagið var endur- reist. í tilefni þessa hittum við að máli tvo af frambjóðend- um Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, og ræddum við þá um kosningarnar. fyrra urðu á þann veg, að B- listamenm unnu sigur, fengu 364 atkv. og fjóra menn kjörna, en Vaka 345 atkv. og þrjá menn kjörna. Stór hluti stúdenta hefur orðið fyrir miklum vonrbigð- um með starf Stúdentafélags- ins síðastliðinn vetur. Starfið hefur mest byggzt á umræðu- fundum opnum almenningi. Stúdentar hafa ekki sótt þessa fundi sem skyldi, og þeir hafa þvi takmarkaðan tilgang frá sjónarhóili stúdenita. Blaðaútgáfa félagsins hefur verið í algjöru lágmarki. Auk hátíðarblaðsins 1. desember, Ármann Sveinsson, stud. jur. Ármann Sveinsson, stud. jur., skipar efsta sæti lista Vöku, en næstu fjögur sæti skipa Reynir T. Geirsson, stud. med., Georg ólafsson, stud. oecon., Kristján T. Ragnars- son, stud. med., og Jósef Ö. Blöndal, stud. med. Ármann Sveinsson er stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík og hefur starfað mikið að félagsmálum. Sagði hann okkur lítil'lega frá kosn- ingunum og viðhorfum þeirra Vökumanna. — Úrslit kosninganna í Kristján T. Ragnarsson, stud. med. kom aðeins eitt blað út og ekki fyrr en komið var fram á sumar. ið hafið þá hug á að gera betur, ef sigur vinnst? — Já, og Vaka hefur lagt fram starfsáætlun fyrir kom- andi kjörtímabfl, og mun að sjálfsögðu unnið eftir henni, ef sigur vinnst. í henni leggjum við tiL, að 1. desember verði að þessu sinni helgaður umræðuefninu „ísland á tímamótum" og Bjarni B. Jónsson, hagfræð- ingur, verði fenginn til að ræða um afstöðu íslands til markaðsbandalaga Evrópu. Að mati Vöku er hér um að ræða eitt örlagaríkasta utan- ríkismál þjóðarinnar. Þá munum við beita okkur fyrir því, að útgáfa Stúdenta- blaðsins verði stóraukin og alls komi út fimm til sex blöð í vetur. Við leggjum til, að efnt verði til ráðstefnu, þar sem rædd verði aðstaða tiil vís indaiðkana og rannsókna á ís- landi. Þá er það tillaga Vöku, að stúdentar taki í vetur til meðferðar skólamál. Verði háskólamenntun rædd á symp ösíum, sem er nokkurs konar hringborðsráðstefna; einnig verði efnt til almenns um- ræðufundar, þar sem prófess- or Þór Vilhjálmsson hafi framsögu um efnið „Eru ís- Við munum einnig beita okkur fyrir ráðstefnu um stöðu stúdentsins í þjóðfélag- inu og um aðstoð íslands við lenzk skólamál í öngþveiti?" vanþróuð ríki. Þa höfum við hug á því, að fa Þór Magnússon, fornleifa- flræðing, til að ræða um gildi fornleifarannsókna fyrir ís- lenzka menningu og Þorstein Thorarensen til að ræða um upphaf íslandsbanka og þýð- ingu hans fyrir íslenzkt at- vinnulíf. Vel verði vandað til kynningá á bókmenntum og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.