Morgunblaðið - 13.10.1967, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. OKT. 1967
19
- ATVINNUVEGIR
Framhald af bls. 10
skattheimtu ríkisins einfaldari
og öruggari.
Sett verði ný löggjöf um
Stjórnarráðið og htna æðstu
umboðsstjórn. Teknar verði
upp viðræður milli stjórnmála-
ílokkanna um þá breytingu á
stjórnarskránni, að Alþingi
verði ein málastofa.
Endursamþykkt verði á þessu
þingi stjórnarskrárfrumvarp
um lækkun kosningaaldurs í
20 ár. Nauðsyniegar breyfing-
ar á kosningalögum til Alþingis
verði gerðar.
Efnt verði til sérfræðilegrar
könnunar af íslands hálfu á því,
hvernig vörnum landsins verði
til frambúðar bezt háttað.
Unnið verði álrum að friðun
fiskimiða umhverfis landið og
viðurkenningu a rétti íslands
yfir öllu landgrunninu.
Gylfi Þ. Gislason mennta-
málaráðherra, sagði að innan
miðstjórnar Alþýðuflokksins
hefði verið samþykkt einróma
áframhaldandi stjórnarsamstarf
við Sjálfstæðisflokkinn á grund-
velli þeirrar stefr.uyfirlýsingar
er forsætisráðheri a hefði fiurt.
Eysteinn Jónsson (F) sagði
Framsóknarflokkinn andvígan
stefnu ríkisstjórnarinnar og
teldi hana í grundvallarreglum
ranga.Viðhorfin hefðu breytzt
mikið frá því að gengið var til
kosninga. Þrátt fyrir að mikið
verðfall hefði orðið á útflutn-
ingsvörum íslendings. bæri að
geta þess. að ærð þeirra væri
nú hagstæðara, en þegar ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins hefði fyrst
tekið við. Athyglivert væri, að
ekkert af þeim álögum sem rík-
ísstjórnin hyggði nú á, væri
ætlaðar til stjrrktar atvinnuveg-
unum, en erfiðleikar þeirra
væru nú mjög miklir, og mundi
Framsóknarflokkurinn á þessu
þingi berjast fyrir endurreisn
þeirra og vildi við það hafa sem
víðtækast samstarf við hinar
ýmsu starfsgreinar.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum nú, mundi leiða
til nýrrar verðhækkunarbylgju
sem skella mundi á af fullum
þunga, og væri bein karaskerð-
ing. I stað þess væri nauðsyn-
legt að takast á við þær gru'nd-
vallarmeinsemdir sem nú þjök-
uðu íslenzka atvinnuvegi. >á las
Eysteinn upp nokkur atriði sem
hann sagði að Framsóknarflokk-
urinn mundi leggja áherzlu á
á Alþingi í vetur.
Lúðvík Jósefsson (K) sagði,
að ráðstafanir ríkisstjórnarinar
nú myndu leiða af sér beina
kjaraskerðingu og væru þær
beinlínis brot við hið svokallaða
júní samkomulag við verkalýðs-
iireyfinguna, og ennfremur á
verðstöðvunarlögunum. Aðgerð-
ir þær sem nú væru fyrirhug-
aðar sýndu fram á, að ríkis-
stjórnin hefði ekki látið af dýr-
tíðarstefnu sinni, og ekki væri
uppi nein áfornt um að létta
undir með framleiðsluatvinnu-
vegunum, og leysa rekstrar-
vandamál þeirra. Koma þyrftí
nú til grundvallarbreyting í
efnahagsmálum landsins, því
lítið mundi ávinnast með þeirr*
stefnu að lækka urnsamið kaup,
— slíkt mundi ekki standast í
framkvæmd Þær grundvallar-
breytingar sem ti! þyrftu að
koma yrði að framkvæma i sam
ráði við launþegastéttir lands-
ins.
Frumvarp iam æsku-
lýðsmúl lagt Irum
Kjörbréf Steingrlms
Pálssonar samþykkt
— með atkvœðum framsóknar-
manna og kommúnista
FYRSTA málið em var á dag
skrá Sameinaðs Alþingis í
gær var atkvæðagreiðsla um
kjörbréf þingmanna. Voru
þau öll-samþykkt samhljóða,
nema kjörbréf Steingríms
Pálssonar, 8. landskjörins
þingmanns. Við atkvæða-
greiðslu um það var viðhaft
nafnakall, og var það sam-
þykkt með 28 atkvæðum
framsóknarmanna og komm-
únista. Einn þingmaður
greiddi atkvæði gegn kjör-
bréfinu, en 31 sat hjá.
Við atkvæðc-greiðslu gerði
Magnús Kjartansson grein
fyrir atkvæði sinu, og sagði
að þar sein landskiör-
stjórn hefði úrskurðað að at-
kvæði I-listans skyldu reikn-
uð Alþýðubandalaginu við
úthlutun uppbótarþingsæta
og málgögn stjórnarandstöð-
unnar höfðu lýst stuðningi
sínum við þann úrskurð,
teldi hann að kjósendur ættu
siðferðis- og lýðræðislegan
rétt á að atkvæði I-listans
væru reiknuð með atkvæð-
um Alþýðubar.dalagsins með
atkvæðum Framisóknarmanna
og kommúnista.
Pétur Benediktsson greiddi
atkvæði gegr. kjörbréfinu,
og gerði eftirfarandi grein
fyrir atkvæði sinu:
„Mér var eiginlega um og
ó að stuðla að því að þröngva
vinum mínum í Aiþýðu-
flokknum til að taka við þing
sæti sem pólitísk hófsemi
þeirra bannar þeim að gera
kröfur til, — þótt ég telji
lagaréttinn vera þeirra meg-
in. Og því hafði ég heldur
hallast að þvi að fylgja þeim
hóp, sem ekki greiðir at-
kvæði. En hinn skýri mál-
flutningur hv. 6. þm. Rvk.
(Mag.núsar Kjartanssonar) í
gær, hefur opnað augu mín
fyrir ótvírseðurr. rétti kjós-
enda til þess að þingsætum
sé úthlutað í samræmi við
það hvernig atkvæði féllu á
kjördag, á iöglega auglýsía
framboðslista. Og því hlýt ég
að segja nei.“
á Alþingi
f GÆR var lagt fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um æskulýðs-
mái. Frumvarp þetta var éinnig
lagt fyrir Alþingi si. vetur, en
hlaut þá ekki afgreið'slu.
' Tilgangur laganna er, að setja
reglur um opinberan stuðning
við æskulýðsstarfsemi. Þeir aðii
ar, er njóta stuðnings samkvæmt
lögunum, eru:
1. Félög, er vinna að æskulýðs
málum á frjálsum áhugamanna-
grundvelli, enda byggist félags-
starfsemin fyrst og fremst á
sjálfboðastarfi og eigin fjárfram
lögum félagsmanna.
2. Aðrir aðilar, er sinna eink-
um velferðarmálum ófélagsbund
ins æskufólks í skipulögðu
starfi.
Heimilt er að styðja frjálsa
félags- og tómstundastarfssemi í
skólum, sem ekki er takmörkúð
við nemendur viðkomandi skóla.
Lögin miðast einkum við æsku
lýðsstarfsemi fyrir ungmenni á
aldrinum 12—21 árs.
Einig var á Alþingi í gær lagt
fram stjórnarfrumvarp um inn-
heimtu ýmissa gjalda við við-
auka. Með því frumvarpi er gert
ráð fyrir að innheimta tiltekin
gjöld á árinu 1968 með sömu við
aukum og verið hefur undanfar-
in ár.
— Þingforsetar
Framhald af bls. 32
Sigurður Bjarnason hefur ver-
ið forseti Neðri deildar árin
1949—1956 og síðan 1963 eða í
11 ár samtals. Birgir Finnsson
hefur verið forseti Sameinaðs
Alþingis síðan 1963, eða í 4 ár.
Við kosningu forseta Samein-
aðs Alþingis hlaut Birgir Finns-
son 32 atkvæði, en Eysteinn
Jónsson 28. Fyrsti varaforseti
var kjörinn Ólafur Björnsson
með 31 atkvæði, er. Hannibal
Valdimarsson hlaut 28 at-
kvæði, einn seðill var auður.
Annar varaforseti var kjörinn
Sigurður Ingimundarso.n með
32 atkvæðum, 27 seðlar voru
auðir. Skrifarar Sameinaðs
Alþingis voru kjörnir þeir Páll
Þorsteinsson og Bjartmar Guð-
mundsson.
Við kosningu forseta Neðri
deildar hlaut Sigurður Bjarna-
son 21 atkvæði, en Ágúst Þor-
valdsson 19. Fyrsti varaforseti
var kjörinn Benedikt Gröndal
með 21 atkvæði, Eðvarð Sigurðs
son hlaut 19 atkvæði og annar
varaforseti var kjörinn Matthías
Á Mathiesen með 21 atkvæði, 19
seðlar voru auðir. Skrifarar
Neðri deildar voru kjörnir þeir
Friðjón Þórðarson og Ingvar
Gíslason.
Við forsetakjör í Efri deild
hlaut Jónas G. Rafnar 11 at-
kvæði, en Ásgeir Bjarnason 9.
Fyrsti varaforseti var kjörinn
Jón Þorsteinsson með 11 atkvæð
um, en Björn Jónsson hlaut 9
atkvæði. Annar varaforseti var
kjörinn Jón Árnason með 11
atkvæðum, 9 seðlar voru auðir.
Ritarar Efri deildar voru kjörn-
ir þeir Steinþór Gestsson og
Bjarni Guðbjörnsson.
í kjör’bréfanefnd voru kosnir:
Matthías Á. Mathiesen, Pálmi
Jónsson, Auður Auðuns, Jón
Þorsteinsson, Ólafur Jóhannes-
son, Björn Fr. Björnsson og Karl
Guðjónsson.
0^1 B • ® ^
holskin vio sundin
Jóns Stefánssonar fór á 95 þús. kr.
Frá má/verkauppboði Sigurðar Ben.
A MALVERK A CPPBOÐI Sig-
urðar Benediktssonar á Hótel
Sögu í gærkvöldi fór mynd Jóns
Stefánssonar, Sólskin við Sund-
in, á hæstu vcrði. 95 þús. kr.
Næstar í röðinni voru tvær
Kjarvalsmyndir, Úr Gálga-
hrauni á 79 þús. kr. og Sumar-
kvöld við Korpu a 75 þús. kr.
Alis voru 53 myndir á uppboð-
inu og seldust 49.
Alltaf keypt of ódýrt
Mynd Jóns Stefánssonar, olíu-
mynd á masórít, taldi Sigurður
meðal hans beztu listaverka. Úr
Gálgahrauni er nýjasta mynd
Kjarvals og varla orðin þurr.
Hins vegar var Sumarkvöld við
Korpu málað 1933, ,,ein af þeitn
myndum, sem aldrei verður
nógu dýr, en er alltaf keypt of
ódýrt“, eins og Sigurður Komst
að orði.
Mynd Gunnlaugs Blöndais,
Venus með greiðu, var slegin á
32 þús. kr., en hún var eitt sinn
í eigu Sigvalda Kaldalóns. Hvítt
barn Jóhanns Briem fór á 28
þús. Nature morte á 22 þús. og
Snæfellsjökull á 18 þús., báðar
eftir Kjarval, Tvær myndir fóru
á 13 þús. Lifsgieði Kristjáns
Davíðssonar og Rökkurgeislar
Kjarval, Landslag Jóns Engil-
berts fór á 11 þús. og Kjarvals-
myndin Hús í þoku á 10 þús.
Síðastnefnda myndin og Nature
morte, siem fyrr er getið kann-
ast Kjarval við að hafa selt
Einari Benediktssyni og hefði
hann borgað sér vel. Þessar
myndir lentu síðar á Kyrrahafs-
strönd, en eru nú loks endur-
heimtar.
Samvinna framsóknar
og kommúnista
-
ÞEGAR atkvæðl vorn talin
við forsetakjör á Alþingi í
gær kom í ljós, að kommún-
istar og frainsóknarmenn
höfðu þar ruglað saman
reytum sinum, eins og svo
oft áður Kommúnistar
studdu Eystein Jónsson, for-
mann Framsóknarflokksins
sem forseta Sameinaðs Alþing
is, Ágúst Þorvaldsson við
kjör forseta Neðri-deildar og
Ásgeir Bjarnason við kjör
forseta Efri-deildar. Fram-
sókn launaði greiðann með
því að kjósa Hannibal,
Eðvarð og Björn er fyrstu
varaforsetar þingdeildanna
voru kjörnit.
Virtist ekki ganga hnífur á
milli samherjanna, Fram-
sóknar og kommúnista, og at-
hygli vakti einnig hversu
mjög keiinlíkar ræður þeirra
Eysteins og Lúðvíks voru
þegar þeir tóku til máls um
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar.
Fór 10 þús. ódýrara vegna
lélegs ramina.
I stuttu spjalli við Mbl. sagði
Sigurður Benediktsson eftir
uppboðið:
— Það var voðalega þungt
yfir mönnum, en það er von.
Brennivínið hækkaði í dag og
smjörið líka. En myndirnar
gierðu ekki meira en að standa
í stað. Að vísu fékkst sæmilegt
verð fyrir bezlu myndirnar, en
aðrar myndir voru heldur undir
meðallagi.
— Ég var svoiítið skúffaður
yfir myndir.ni af Korpu, af því
að’ hún fór 10 þús. ódýrara en
hún þurfti, þar sem hún var í
svo lélegum ramma. Það er
miklu meira atriði en fólk held-
ur, að ramminn sé góður. En
myndin kom svo seint, að ekki
gafst ekki tími tii að láta ramma
hana inn.
— Næsta uppboð verður bóka
uppboð nú eftir helgina. Síðan
kemur væntanlega listmuna-
uppboð í nóvember og líkiega
annað málverkauppboð fyrir
jólin.
— Ég vil svo gjarna taka það
fram, úr því að þú ert að skrifa
um uppboðin, minn elskanlegi,
að fólk, komi með myndirnar í
tæka tíð til mín eða hálfum
rnánuði fyrir uppboð. Það er
svo skrítið, að sumar myndirnar
get ég ekki seit, ég þekki þær
ekki og get ekki mælt með
þeim, nema ég hati haft þær hjá
mér um nokurt skeið.
H. Bl.
Sigurð'ur Benediktsson slær mynd Jóns Slefánssonar, Sól-
skin við Sundin á 95 þús. kf. (Ljósm. Kristinn Benediktss.)