Morgunblaðið - 13.10.1967, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. OKT. 1967
23
IUörg eru Unuhúsin
SAMA daginn og ég fermdist
sendi vinkona mín, er var nokk-
uð við aldur, mér peningaupp-
hæð ásamt góðum óskum um
framtíðarheill. Þessari sendingu
fylgdu þau skilaboð, að ég ætti
að nota féð til þess að fara í
lysti- og fróðleiksreisu. Ég vissi
að vísu, að Róm var til og einnig
Búlgaría, en fyrir 42 árum mun
það fremur hafa verið sjaldgæft
að íslendingar leggðu leið sina
á þær slóðir, sem nú er ekki óal-
gengara en fyrrum var að heim-
sækja góðvin eða venzlafólk í
næsta hreppL En þessi fyrr-
greinda vinkona mín ætlaði mér
hvorki í Rómarferð né til Búlga-
ríu. Ég átti að fara til Reykja-
víkur. En jafnvel höfuðstaðar-
reisa vestan úr Hólmi var þá stór
viðburður fyrir annan eins gep-
il og mig. Strákar, . sem aðeins
voru komnir yfir tekt og áttu
ekki við annan kost að búa í
flest mál en tros, þrumara og
hafragraut, gátu ekki leyft sér
þanrr munað að fara í slíkar
lystireisur. En ferð mín var ráð-
in og gamla Esja öslaði út
Breiðafjörðinn. Heiðbjartan
júnímorgun, rétt fyrir rismál,
var hún lögst við festar í höfuð-
staðnum. Ég rólaði um hafnar-
bakkann góða stund, var að doka
eftir fótaferð fólksins, sem ég
ætlaði fyrst að heilsa upp á.
Þegar ég þóttist þess vís, að ég
þyrfti engum að gera rúmrusk,
lá leið min upp í bæinn, með
ferðateskið, sem hvorki var fyr-
irferðarmikið né skrautlegt. All-
ir, sem á leið minni urðu og
ég yrti á, vísuðu mér góðfúslega
til vegar, eins og við strákarnir
í Hólminum höfðum tamið okK-
ur að gera, þegar ókunnir ferða-
langar spurðu um leiðina að
vertshúsinu eða til Hansínu.
Fyrr en varði stóð ég við dyrn-
ar á Þórsgötu 7. Til dyranna
gekk kona hýr í bragði, viðmóts-
glöð, innan við miðjan aldur,
en þó orðin gráýrð á háLr.
„Ert þú Magðalena“, spurði ég.
Hún játti því, og ég kynnti mig
þegar með þessum orðum:
„Ég heiti Lúðvík, sonur henn
ar Súsönnu frænku þinnar í
Stykkishólmi, ég er kominn til
að skoða mig hér um, ætla að-
eins að stanza í nokkra daga“.
Og þar sem ég stóð nú þarna
í dyrum hennar kyssti hún mig
á kinnina, tók við ferðateski
mínu, bauð mig velkominn í bæ
sinn og sagði með viðfelldinni
áherzlu: „Þú býrð hjá okkur,
meðan þú ert hér syðra“.
Þórsgata 7 var ekki stórt hús,
einlyft, en að baki þess var ann-
að hús minna og þar bjó Sig-
ríður ömmusystir mín, móðir
Magðalenu. Þá er ég hafði tyllt
mér í stofu frænku, veitti ég
einkum at'hygli mjög haglega út
söguðum og skornum mynda-
römmum, er stóðu á orgeli, svo
og því, hve öllu var þar hagan-
lega fyrir komið, nánast sagt af
mikilli list, svo að hver hlutur
harmoneraði við annan, en
íburður var þar ekki, né óþarfa
prjál, hvorki postulínshundar,
Viktoría drottning né heldur
mynd af næstu ættliðum Dana-
konungs. Hinsvegar hékk á ein-
um veggnum málverk eftir hús-
bóndann.
Þegar Kristjón kom héim um
hádegið varð enn meiri sveifla
á viðræðunni, hann dillaði af
kátínu eins og ég væri sonur
hans heimtur úr útlegð, og 'hver
spurningin rak aðra, um fólkið
fyrir vestan, nýjustu atburði og
síðast en ekki sízt, hvort ég
hefði komið á þennan eð(a hinn
staðinn og veitt sérkennum
þeirra athygli.
Ingigerður og Ólafur Björn
voru komin í skjól Kristjóns son
ar síns og Magðalenu á Þórs-
götu 7. Loks er að geta Hilmars
stúfsins, sonar Kristjóns og
Magðalenu, og er þá upptalið
fólkið á Þórsgötu 7, er ég kom
þar fyrst, en þar varð mitt Unu-
hús. En þótt Malla og Kiddi, eins
og þau hafa jafnan heitið á rnáli
þeirra, sem gerzt þekkja þau,
hefðu bústaðaskipti, breyttist
þeirra Unuhús ekki að öðru leyti
en því, að gólfflöturinn var eigi
ætíð sá sami.
En hver eru Malla og Kiddi?
Því er í rauninni ekki auðsvar-
að og sízt í stuttu máli. Foreldr-
ar Kidda voru Ingigerður Þor-
geirsdóttir og Ólafur Björn Þor-
grímsson. Hún ættuð sunnan
fyrir heiði á Snæfellsnesi og
voru forfeður hennar einkum í
Kolbeinsstaðahreppi, en hann
Eyrsveitungur í húð og hár í
marga ættliði. Þau bjuggu lengst
af á Höfða í Eyrarsveit, síðar
á Kvíabryggju og Joks í ellinni
í skjóli sonar síns í Rvík. For-
eldrar Möllu voru Sigríður Jóns-
dóttir, snæfellskrar ættar, og
Guðjón Þórðarson sunnlenzkrar
ættar, en Þórður yar um skeið
umsjónarmaður í Lærða skólan-
um. Malla var alin upp í Hlíð-
arhúsahverfinu, en þar verkaði
hún' ung saltfisk með móður
sinni fyrir Geir gamla Zoéga,
því að Guðjón var oftast á kaup-
förum. Kiddi byrjaði snemma
að stunda sjó, fyrst með föður
sínum heima á Höfða, en síðan á
skútum. Að því búnu lá leiðin
til Eyvindar Árnasonar, þar sem
hann lærði húsgagnasmíði og
lauk prófi í þeirri greip. Síðan
hefur hann ekki sinnt öðrum
störfum en smíðum.
Malla og Kiddi voru nokkuð
sérstæð ung hjón í þann tíð,
þau voru ekki einungis samhent,
heldur voru hugðarefni þeirra
mjög lik. Náttúran heillaði þau,
Indira Gandhi ræðir
við pólska ráðherra
Varsjá, 9. oktöber. AP-NTB.
FRÚ Indira Gandhi, forsætis-
ráðherra Indlands, hóf i dag við-
ræður sínar við Josef Cyrenkie-
wicz, forsætisráðherra og fleiri
pólska ráðherra. Frú Gandhi
kom til Varsjáar í dag í þriggja
daga heimsókn, en þaðan heldur
hún til Júgóslavíu, Búlgaríu,
Rúmeníu og Egyptalands.
Utanríkisráðherra Póllands,
Adam Rapacki, Witoidi Trampcz-
ynski, sem fer með utanríkis-
mál í pólsku stjórninni og Lucj-
an Motyka menningarmálaráð-
herra og aðrir ráðherrar tóku
þátt í viðræðunum í dag. í
fylgd með frú Gandhi er R.
Dayal utahríkisráðherra.
Indverjar eiga ásamt Pólverj-
um og Kandadamönnum fulltrúa
í aíþjóðlegu vopnahlésnefndinni
í Vietnam og því er talið víst að
ástandið í Vietnam hafi borið
á góma í viðræðunum. Einnig er
talið, að rætt hafi verið um
ástandið fyrir botni Miðjarðar-
hafs, landamærad'eilu Ind'verja
og Kínverja og samskipti Ind-
verja og Pakistana. Þá var og
rætt um möguleika á aukinni
verzlun Indverja og Pólverja og
samvinnu á sviði tæknimála.
Á leiðinni til Varsjá kom frú
Gandhi við í Moskvu, þar sem
hún ræddi í fjóra klukkutíma
við sovézka forsætisráðherrann
Alexei Kosygin og Andrei
Gromyko, utanríkisráðherra.
Aðalumræðuefnin voru friðar-
samningur Indverja og Pakist-
ana, sem Rússar komu til leiðar
í Tasjkent í janúar 1966, og
heimsókn Ayúbs Khan Pakistan-
florseta til Moskvu nýlega, en
talið er að hann hafi reynt að
fá Rússa til að draga úr vopna-
sendingum sínum til Indlands.
þessvegna lögðu þau ætíð land
undir fót, þegar þau máttu því
við koma. Snemma eignuðust
þau reiðhjól. Allt umhverfi
Reykjavíkur varð þeim brátt
gerkunnugt. Síðar Reykjanes-
skaginn og aðrar nálægar sveitir.
Kiddi eignaðist myndavél 1914
og tók mikið af myndum á
ferðum þeirra hjóna. Síðan lá
leið þeirra um fjarlæg lönd. Víst
er, að á erlendri grund hafa þau
séð margt, sem var þeim fram-
andi, en mér er til efs, að ann-
að hafi veitt þeim meiri ánægju
en náttúruskoðun á Reykjanesi
og ekki sízt í námunda við
Reykjavík.
Kiddi er frábær völundur, hef
ur auga og hendur listamanns.
Og enn er hann þrátt fyrir all
háan aldur svo næmur og óskeik
ull í iðn sinni að fáir munu eftir
leika. Eitt sinn stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, eignaðist
stórhýsi ekki allfjarri miðtoæn-
um og hefði því nú samkvæmt
guðs- og mannalögum átt að vera
margfaldur milljónerL En alla
tíð hafa verið til bragðarefir á
íslandi, sem purkunarlaust hafa
hlunnfarið þá, er ástunda heið-
arleika og ætla aldrei neitt mis-
jafnt í fari annarra, og þess
vegna er Kiddi ekki margfald-
ur milljóneri í dag, ekki einu
sinni einfaldur, en þó manna
glaðastur og sælastur.
Um síðir reisti Kiddi sér snot-
urt timburhús inni á Ártúns-
höfða og þar bjuggu þau hjón
í mörg ár og gerðu þar stóran
og fagran blóma- óg trjágarð.
Handarvik þeirra í þessum
garði verða aldrei talin, en þau
sýndu með öðru ást þeirra á
gróðri og fegurð. En loks kom að
því, að þau urðu að víkja úr
húsi sinu og sjá garðinn sinn
fara undir verksmiðju'byggingar.
En enn hafa þau þó hjá sér
nokkrar minjar úr Ártúnshöfða-
garðinum, þar sem þau nú búa
í litlu húsi við Langholtsveg 55.
Af heimilislífi Möllu og Kidda
er fögur saga, hvar sem niður er
drepið. Sigríður móðir Möllu
dvaldist hjá þeim átta síðustu
- U % ,
Magðalena Guðjónsdótt ir og Kristjón Ólafsson.
æviárin, blind og lengst af rúm-
föst, en hún andaðist 1960, þá
94 ára gömul. Alúðin, hlýjan og
umhirðan, sem þessi aldna,
blinda og útslitna kona mætti
hjá þeim, var frábær og væri
óskandi, að allir þeir, sem hafa
stritað linnulaust langa ævi,
nytu slíkra iauna, sem Sigríður
ömmusystir mín, þvi að þau
verða aldrei metin á kvarða
sjúkrahúsdagspeninga.
Jóhanna bróðurdóttir Kidda
kom til þeirra hjóna á fyrsta ári
og ólst alfarið upp hjá þeim.
Hún er gift Ingva Viktorssyni
og á 3 börn. Loks k:m Inga syst-
urdóttir Kidda til þeirra 16 ára
gömul og var hjá þeim þar til
hún giftist.
Sonurinn Hilmar, sem í .mörg
ár hefur verið forstöðumaður
fyrir fiskiveiðideild F.A.O., er
búsettur í Róm. Þann starfa hef-
ur hann rækt á þá lund, að ís-
lendingum má vera mikil
fremd í að eiga svo góðan full-
trúa á alþjóða vettvangi. Hið
mikla rit hans „Modern fishing
gear of the world“, sem kom út
í London 1959, er mjög víðkunn-
ugt og þykir afbragð. Hilmar
er kvæntur Önnur Ólafsdóttur
og eiga þau 3 börn.
Gleði- og skemmtistundirnar
á heimili Möllu og Kidda voru
margar og ógleymanlegar og var
þó Bakkus ekki kátínumeðal á
því heimili.
Skáld og listamenn áttu sitt
Upprifjunarnámskeið
fyrir ökumenn hjá BFÖ
UNDANFARIN ár hafa komið
fram margar nýjungar í sam-
bandi við umferð og margir
ökumenn hafa ekki fengið tæki-
færi til að kynna sér þær. Eru
þeir af þeim sökum óvissir um
hvernig haga skuli akstri við
ýmsar aðstæður. Til þess að
reyna að ráða bót á þessu, tók
Reykjavíkurdeild Bindindisfé-
lags ökumanna upp þá ný-
breytni á síðastl. vetri, að efna
til upprifjunarnámskeiða fyrir
ökumenn. Hafa verið haldin tvö
námskefð, en á þeim var farið
yfir umferðarlögin og fræðslu-
erindi með skugga- og kvik-
myndum flutt, m.a. um hálku-
ak.stur og störf umferðarlögregl-
unnar. Þótti starf þetta takast
mjög vel og kom glöggt í ljós,
að mikil þörf er á slíku fræðslu-
starfi.
Nú hefur verið ákveðið að
taka upp starfsemina að nýju
og mun fyrsta námskeiðið á
þessum vetri hefjast 16. októ-
ber n.k. í húsi Slysavarnafélags
íslands á Grandagarði og standa
dagana 16.—20. október kl. 20
—22 hvert kvöld. Verða nám-
skeiðin mun fjölbreyttari en
þau fyrri, þar sem nú verður
fjalla’ð um umferðarlög, lög-
reglumál og rannsókn umferðar-
slyaa, leiðbeinirhgair í umferð-
inni, hálkuakstur, skyndihjálp,
slysa, leiðbeiningar í umferð-
ökutækja. Hafa verið ráðnir hin
ir hæfustu leiðbeinendur og
skugga- og kvikmyndir verða
notaðar sem hjálpargögn.
BFÖ vill hvetja ökumenn til
að sækja þessi námskeið, sem
verða opin öllum sem áhuga
hafa á umferðarmálum, en góð
þekking á umferðarlögum og
reglum er bezta undirstaðan
undir væntanlega breytingu úr
vinstri í hægri umferð.
Þátttöku skal tilkynna til
Ábyrgðar h.f. Skúlagötu 63,
Reykjavík, sími 1755.
(Fréttatilkynning).
Unuhús. En mér er til efs, að
ég hefði grætt meira fyrir sál-
arheill mína og þroska á að
vera gestur í því alkunna húsi,
heldur en í mínu Unuhúsi hjá
Möllu, Kidda, Ingigerði, Ólafi
Birni og Sigríðþ þessu greinda
og margreynda alþýðufólki, sem
bar kennsl á kíf og nauð á sjó
og landi. Guðrún Ulugadóttir,
fóstra Sigríðar, var fædd í sjálf-
um Móðuharðindunum, svo að
sögur af athyglisverðum viðburð
um fóru þar ekki margra á millL
f dag er hálf öld, síðan Malla
og Kiddi gripu um sama bands-
haldið, eins og sagt var undir
Jökli og séra Jóhann lagði bless-
un sína yfir þá ákvörðun þeirra.
Á þessu bandshaidi hefur aldrei
tognað, því síður að það hafi
slitnað.
Mínu fólki í mínu Unuhúsi
óska ég gæfu og blessunar, en
það er nú að klíía á áttunda
tuginn og þakka hjartanlega fyr-
ir það, sem ég he£ hjá því not-
ið fyrr og síðar.
Lúðvík Kristjánsson.
Tónleikur í
Gorðnkirkju
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 15. þ.m.
verða haldnir kvöldtónleikar í
Garðakirkju og hefjast þeir kl.
20.30.
Mun LSinfóníuhljómsveit ís-
lands leika undir stjórn Bohdan
Vodiczko. — Einsöngvari með
hljómsveitinni verður Ruth Little
Magnússon.
Á þessurn kvöldtónleikum
munu verða flutt verk eftir
Bach, Handel, Gluck Geminiani
og Grieg.
Þetta eru fyrstu tónleikar Sin-
fóníutoljómsveitar íslands í hinni
nýju og faUegu Garðakirkju.
Eru þeir haldnir á veigum Tón-
listarfélags Garðahrepps fyrir
styrktarfélaga tónlistarfélaigsins
og aðra gesti. Þó mun öllum vera
heimill aðgangur á meðan hús-
rúm leyfir. (Frá Tónlistarfélagi
Bændur
Vegna geymsluörðugleika seljum Við eftirtalin
landbúnaðartæki með afslætti meðan birgðir end-
ast.
Afslátturinn miðast við staðgreiðslu og að tækin
verði sótt strax.
Fella heytætlur 4ra og 6 stjörnu.
Lien moksturtæki fyrir Ferguson 35 og TF-20
Zetor 3oll og Ford 2000.
Bentall steypuhrærivélar, fyrir traktora.
Kvernelands heykvíslar.
Howard jarðtætara, 50 tommu.
Vicon Lely múgavélar, 6 hjóla.
Notið ykkur þetta einstaka tækifæri og hafið
samband við okkur strax.
Globusa
LÁGMÚLI 5, SlMI 11555