Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, Si NN DA.iUR 15. OKT. 1967 ■<*- gaf greinilega til kynna hvert stefnir. Akveðnir litir og snið munu setja sinn isvip á karl- mannafatnaðinn á næstunni. Segja má að ekki hafi átt sér stað jafn rótækar breytingar á snið'Uim karlmannafatanna uim langt árabil. Undirrót þessara breytinga er að sækja til Ragnar Guðmundsson segir frá karlmannatízkunni í ár MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið sér til Ragnars Gaðmundssoní ar, verzlunarstjóra hjá Ander- sen og Lauth, sem er nýkominn haim frá karlmannatízkusýn- ingunni í Köln. Segist honum svo frá um tízkuna í ár: Á undanförnum árum hefur 'verið haldin Karlmannatízku- sýning i Köln. í Þýzkalandi (Herren-Mode-Woche). Sýning þessi sem er sú umfangs- mesta á sínu sviði í Evrópu, er haldin í glæsilegri sýning- arhöll sem stendur á eystri bakka Rínar gegnt aðalborg- arhluta Kölnar. Að þessu sinni stóð sýningin dagana 25.—27. ágúst og var sú stærsta sem haldin hefur verið. Þátttakendur voru frá flestum löndum V- og Austur- Evrópu, Bandaríkjunum, Ind- landi og Hong Konig. Alls um 580 sýnendur, og áætlað að sýningargestir hafi verið um 35 þús. Gott dæmi um fjölbreytilek nýju tízkunnar, en tiltölulega faar af þessum hugmyndum na verulegum vinsældum meðal ungu mannanna. „19. öldin“, kannske er þetta það sem koma skal. Ein af mörgum nýjungum sem fram komu á sýningunni. Samtímis sýningunni er hald in ráðstefna framleiðenda þar sem kynntar eru nýjungar í framleiðsluháttum og rætt um tæknihlið framleiðslunnar. Auk þeirra sem sýna fram- leiðs'lu sína eru margir aðilar, með upplýsinga og þjónustu- deildir, og ber þar einna mest á einkaleyfishöfum gerfieína- iðnaðarins, Alþjóða ullarráð- inu og samtökum Baðmullar- framleiðenda. Tvö þau síðast nefndu hafa hafið mikla aug- lýsirugaherferð vegna ágangs gerfiefnanna og hafa greini- lega snúið vörn upp í sókn. Þrátt fyrir stærð og fjölbreyti- leik sýningarinnar var ákveð- inn hei'ldarsvipur ríkjandi sem „Carnaby-Street“ sem allir kannast við. Vegna velgengni þeirra sem þar réðu ríkjum í upphafi fóru stóru fyrirtæfc- in að sækja hugmyndir sínar þangað og hafa unnið úr þeim þá tízku sem nú er að skapast. Þó margir hafi hér átt þátt ber þrjú nöfn hæst, og eru það tízikuteiknararnir Brioni frá ftalíu, Hardy Amies Bret- landi og John Weitz frá Banda ríkjunum. Þeim félögum þykir hafa tekizt vel að samræma hið gamla og Pop-tízkuna sem enn um sinn mun verða vin- „Granna línan“ kallast þetta snið. Hnepping er hærri en verið hefur jakkinn aðskorinn í mitti og útsniðinn að neðan venjulega með tveim háum klaufum. sæl meðal yngri kynslóðarinn- ar. Aðaleikenni karlmannatízk- unn á næstunni verða án efa hinir bjórtu litir og sterkari mynztur. Karlmannafötin verða í gráuim og bláum litum en brúni liturinn sem var mest áberandi vá sýningunni 1965 sást varla að þessu sinni. Tízku mynstrin verða teinótt og rönd- ótt í ótal afbrigðum. Einlit efni virðast þó sækja á sérstakleiga í dökku litunum en þau hafa ver ið lítið í umferð að undan- förnu. Yngri mennirnir munu klæð- ast tvíhnepptum fötum eða ein- hnepptum, en hærra hneppt- um en verið hefur. Jakkinn sikkar og verður með einni eða tveim klaufum, aðskorinn í mitti en útsniðinn að neðan. Uppbrot á buxnaskálmum virðist vera að koma aftur og mikið verður um yfirdekktar tölur á jökkurn. Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sagt munu klassisku einhnepptu fötin verða í fullu gildi enn um sinn, aðeins litirnir verða bjartari og meiri fjölbreytni verður í gerðum efnanna. Frakkar verða áfram í styttra lagi en þar gildir það sama og með fötin að litir verða bjartari, sama má einnig segja um skyrtur og hálisbindi. Semsagt meira litaval og meiri fjölbreytni gerir mönnum létt- ara að fullnægja sínum per- sónulega smefck. r - - PEUGEOT sterkbyggdir sparneytnir hair fra vegi frabærir aksturshæfileikar odyrastir sambærilegra bíla HAFRAFEIi HF. BRAUTARHOLTI 22 SÍMAR: 23511*34560 Frakkar eru í styttra lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.