Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1W7 BÓK SVETLÖNU VEKUR HEIMSATHYGLI Umsagnir úr ýmsum kunnum blöðum og tímuritúm Bók Svetlönu Stalinsdótt- ur Alliluyevu, „Tuttugu bréf til vinar“ hefur vakið heimsathygli og mikið ver- ið um hana rætt og ritað. Hér fara á eftir umsagnir um bókina úr ýmsum kunn um blöðum og tímaritum, sem til hefur náðst og þótt hafa umtalsverðar eða for- vitnilegar öðrum fremur. Köstler skrifar um Svetlönu. ARTHUR Köstler, höfundur bókarinnar „Myrkur um miSj- an dag“, sem fjallar um ógnar- stjórn Stalínstímanna, skrifar á þessa leið um bókina „Tutc- ugu bréf til vinar“ eftir dóttur einræðisherrans, Svetlönu Alli- luyevu í The Sunday Times, 1. október: — Bftir allan lúðraþytinn vissi maður hvarla við hverju var að búast — kannski Tol- stoy endurbornum eða Rafka eða kannski dagbók í anda Borgianna gömlu að minnsta kosti átti maður á flestu fyrr von en rödd þessarar elsku- legu, hversdagsiegu konu sem lfutti okkur elskulega og hvers dagslega þanka á borð við: „Á þessari öld okkar, öld hraðfara breytiifea og skyndi- legra umskipta á ýmsum svið- um er mjög ánægjulegt að verða var við sterk fjölskyldu- bönd og hefðir sem í heiðri eru haldnar, hvar sem slíkt er enn við líði“. — Þessi kafli, ásamt mörg- um öðrum hefur verið þurrk- aður út í enskri þýðingu bók- arinnar. Úrfellingarnar eru tii bóta bókmenntagildi „Bréf- anna“, þau eru læsilegri fyrir bragðið. Þýzka þýðingin (sem ég las á undan hinni) virðist á hinn bóginn, þótt hún sé víða áþekkust framhaldssögu úr vinsælu kvennablaði, vera ná- kvæmari og bera trúrra vitni persónuleika höfundar, þessar- ar hefðbundnu borgararlegu húsfreyju, gjörsneyddri per- sónulegri hégómagirnd, sem stundum hættir til að tala dá- lítið af sér en er gædd sannri rússneskri hjartahlýju. ALIt fram til sextán ára ald- urs dáir Svetlana „pabba litla" og veitir því ekki nokkra athygli að því er bezt verði séð að frændur og frænkur og nánir vinir reynast unnvörp- lím „óvinir þjóðarinnar* ‘og hverfa af yfirborði jarðar. Það læðist fyrst að henni grunur um að ekki sé allt með felldu er mágkona hennar, Yulia, eiginkona Yakovs Dzugashvil- is, eldri sonar Stalín (og fyrri konu hans), er tekin höndum og látin dúsa í fangelsi í tvö ár vegna þes að Þjóðverjar hafa tekið eiginmann hennar til fanga. Þetta var „samkvæmt lögum þeim er heimiluðu að refsa mætti ættingjum þeirra hermanna er teknir hefðu ver- ið til fanga" að sögn Svetlönu. „Yakov gat ekkert gert svo að Stalín líkaði,“ segir Svet- lana, ennfremur og minniist þess hversu fór en hann reyndi að fremja sjálfsmorð í „eld- húsinu heima“ og tókst ekki betur til en svo að hann særð- ist aðeins LítiLlega, og átti upp frá því vísa hæðni Stalíns fyrir það hversu afleit skytta hann værL Köstler segir síðan að betur hafi Nadezhdu Alliluyevu, móður Svetlönu tekist til er hún skaut sig með lítilli byssu og dó. — Svetlar.a var þá að- eins sex ára gómul og fékk ekki að vita fyrr en tíu árum síðar og þá af einskærri til- viljun, er hún las grein í er- lendu blaði, að móðir hennar hefði svipt sig lífi. — Vasily, syni Nadezhdu, sem var fimm árum eldri en Svetlana farnaðist litlu betur, lauk lifi sínu sem drykkju- sjúklingur rúmlega fertugur að aldri. Örlög frændanna og frænknanna mörgu minna á ekkert meira en kvæðið um tíu litla negrastráka, segir Köstler. — Svetlana segir um það: . . . „það var eins otg faðir minn stæði í miðju inni í svört- um hring og állir þeir sem hættu sér inn fyrir hringinn hyrfu eða færust eða tor- tímdust á einn eða annan hátt .... þegar ég spurði hann hvað frænkur mínar hefðu gert sig sekar um, sagði hann:“ Þær töluðu mikið, þær vissu of mi'kið og þær töluðu af sér og það hjálpaði óvinum okkar.“ . . . Hann sá óvin í hverju horni. Það var orðið sjúklegt, nærri því ofsóknar- brjálæði. „Þú ert sjálf með andsovézkar fullyrðingar”, sagði hann einu sinni við mig í fúlustu alvöru og var hinn reiðasti. Ég bar ekki við að malda í móinn eða spyrja hvaðan honuna kæmi sú vit- nesTcj 3 Hefði Stalin lifað, hefði Svetlana kannski líka álpazt inn fyrir hringinn svarta og horiið. Hún segir frá því í bók inni, hvað kom fyrir rétt áð- ur en hann dó (að gamla líf- lækninum sínum, sem annazt hafi um hann árum saman fjarverandi — hann var kom- inn í fangelsi, sakaður um sam særi vi'ð vestræn njósnaöfl um að myrða sovézka leiðtoga), að Stalín „opnaði allt í einu aug- un og renndi sjónum yfir alla í herberginu. Það var óskap- legt augnaráð, vitfirrt að sjá eða kanski afmyndað af bræði og fullt af ótta við aðsteðjandi dauða og vi^ ókunnug andlit læknanna seni bogruðu yfir honum. Tillitfð fór yfir alla við stadda á örskotsstund. Svo skeði nokkuð óskiljanlegt og ógnvekjandi, sem ég hef enn ' ekki getað gleymt og ekki skil ið. Hann lyfti allt í einu vinstri hendinni eins og hann væri að beda á eitthvað uppi yfir höfð- um okkar og bannsyngja okk- ur eða kalla yíir okkur óskap- leg örlög .. . En þegar svo Stalin loks var allur og þjónustulið hans og lífverðir komu að kveðja hann ..... gengu þeir að rúmi hans hljóðir og grétu, þurrk- uðu af sér tárin eins og börn gera, með handarbakinu, á erminni eða me'ð vasaklút .... allt þetta fólk unni föður mín- um, elskaði hann og virti fyr- ir hversdagslega, mannlega eig inleika hans, þá eiginleika, sem þjónaliðið getur bezt bor- ið vitni um...... Svetlana segir að faðir henn ar hafi aldrei augum litið fimm barnabörn sín af átta og samt hafi þessi barnabörn hans öll elskað hann þá og geri enn faðir hennar loks var látinn og hafði „öðlast frið á bana- sænginni. Andlit hans var fall- egt og yfir því friður og mér fannst sem hjarta mitt ætlaði að bresta af ást og harmi“. — Enginn skáldsagnahöfund ur gæti skapa'ð meira sann- færandi dæmi um tvöfeldni mannlegra tilfinninga, segir Köstler. Andstæ'ðar fullyrðing- arnar sem þessi tvöfeldni or- sakar draga ekki úr gildi bók- Svetlönu — þvert á móti stað- festa þær sannleiksgildi henn- ar. En þótt ekki leiki vafi á sannleiksgildi bókarinnar og einlægni er það eftir sem áður spurn, hvort hún leggi nokk- urt nýtt af mörkum til aukins skilnings okkar á mannkyns- sögunni. Hún hefur ekki að geyma neinar stórkostlegar uppljóstr- og hún lýsir harmi sínum er anir og varpar ekki neinu nýju ljósi á hreinsanirnar, sýndar- réttarhöldin, fráleitar sakar- giftirnar eða ótrúlegar játning- arnar. Á allt slíkt minnist Svetlana aðeins óbeint og skýr ing hennar á öllum ógnunum og hörmunum ríkisstjórnarára Stalins er stórfurðulega barna- lega einföld — það var þorp- aranum Beria og álögum þeim er hann hélt föður Svetlönu í, að kenna hversu allt gekk til. Svetlana hefur sem sá fund- ið sér sökudólg fyrir syndir föður síns. Sálfræðilega er þetta mjög skiljanlegt og fyr- irgefanlegt, sagnfræðilega er það áð sjálfsögðu alger firra. Hún gerir sér þetta líka ljóst um sumt og segir að þeir Beria og faðir hennar hafi verið sam sekir um eitt og annað, en læt- ur þó .jafnan í veðri vaka að Beria hafi ráðið mestu í þeirra samskiptum. „Tuttugu bréf til vinar" veita sagnfræðingum engar nýjar og mikilvægar sögulegar staðreyndir eða áreiðanlega út- listun atburða. Gildi bréfanna er í öðru fólgið, í því að lýsa upp baksvið atburðanna, gera grein fyrir andrúmsloftinu og litbrigðum eða öllu held.ur al- geru litbrigðaleysi þessara ára. Ríkisstjórnarár Stalíns voru einhver hin blóði drifnustu aem um getur í sögunni, en við lestur bókar dóttur han.s liggur við að manni finnist blóð fórn- arlamba hans hafi verið grátt líka þar sem það rann í stríð- um straumum í aftökukjöllur- lunum. 1 formála sínum að bókinni skrifar Svetlana áð það sé> markmið bókarinnar að „berai vitni“. Hún er óhjákvæmilegai ruglað vitni, sem neynir ákafti að líta óhlutlægum augum á) það sem átt hefur sér stað, en, getur ekki flúið tvöfeldni til-. finninga sinna og getur ekki, komizt hjá þvi að sietja fraim, útskýringar og afsakanir, ekki fyrir kenfið heldur fyrir aum- ingja vonda, vltskerta litla pabba, sem hún telur skilgetið1 'afkvæmi kerfisins. Hún var að því spurð fyrir nokkru, hvort) ihún héldi að ef faðir hennar hefði ekki komið til skjalanna hefði annar Stalín komið í stað. inn, og svaraði því játandi. Þessi trú á sagnfræðilega á- kvörðunarstefnu og á það aði maðurinn sé aðeins leiksoppur hennar yrði endanleg réttlæt- ing, ekki aðeirus Stalíns, beldur líka allra þeirra, smárra og istórra, sem fært hafa mann- kyni bölvun. Hugmyndafræði- kerfi einræðisins sækir sér styrk í þessa trú og það er veikleiki okkar að við höfum ekki enn fundið fullgilt svar við henni, segir Köstler að lok- um. Dóttir harffstjórans skriftar PER FORSLIND skrifar um bók Svetlönu í Svenska Dag- bladet 22. september sl. og seg- ir m.a., að tæpast hafi nokkur bók valdið slíku óskaplegu uppistandi út um allan heim sem bók Svetlönu Alliluyevu, „Tuttugu bréf til vinar“. Síðan segir hann orðrétt: Með yfir- þyrmandi auglýsingaherfer'ð er, eins og allir vita, hægt að selja hérumbil allt. Það er því rétt að segja það strax, að þessi bók þarf uppistandsins hreint ekki með. Forslind telur það bók Svet- lönu helzt til gildis að hún sé hrífandi mannleg frásögn, skriftir settar á blað til þess að létta á óskaplegu hugarfargi og tilraun til þess að losa sig undan þungbærum arfi. Hann ræðir nokkuð viðbrögð ráða- manna í Sovétríkjunum við út gáfu bókarinnar og segir þau enga furðu, því bréfin tuttugu séu mikill áfellisdómur yfir stjórnarkerfi, sem láti frjálsan vilja einstaklingsins lönd og leið og meini mönnum að hugsa eða gera nokkuð það er brjóti í bága við kennisetning- ar einræðisríkis kommúnism- ans. Hann minnir á að sjálf segi Svetlana að bók hennar sé ekki ætlað að vera nein stjórn arfarslýsing á valdatíma föður hennar, ekki ætlað að gera grein fyrir stefnu hans og störf um, allt slíkt láti hún öðrum eftir. „Ég hef aldrei sjálf stað- ið á sviðinu og hef af engu að státa", segir hún. „Allt mitt líf hefur liðið að tjaldabaki.“ Hún talar um mótsagnakenndar til- finningar sínar í garð föður síns og þótt margt það er hún segi varpi nýju ljósi á orð hans og gerðir, er bók hennar eng- in skýring á dularfullri og flók inni skapgerð þessa manns. Hún talar um tilfinningakulda hans í garð ýmissa annarra í fjölskyldunni, elskulega um- hyggju hans fyrir sjálfri henni í bernsku, talar um móður sína og sjálfsmorð hennar og í- grundar hvað því kunni að hafa valdi’ð. Hún segir margt og mikið um Beria og misjöfn áhrif hans á Stalin, sem hún telur hafa verið mjög háðan Beria. Henni þykir sem Beria hafi hvatt föður hennar til ódæðisverkanna, sem hún segir þó að þeir hljóti að telj- ast samsekir um. Hún minnir oftlega á vantraust Stalíns á fólki og segir hann aldrei hafa getað tekið nokkurn þann í sátt aftur sem einu sinni hafi verið búið að sannfæra hann um að væri honum andsnú- inn. Hún segir föður sinn hafa haldið trúnað við frumherja- anda fyrstu kynslóðar bylt- ingarmannanna og lagt mikla fæð á þá er síðar komu og vildu umfram allt hagnast á ríkinu og flokknum. „En hann var sjálfur fangi í þessu lög- regluríki, sem hann byggði upp og bar ekki traust til nokkurs manns", segir Svet- lana. Lavrenti Beria meff Svetlönu í Tiflis, höfuffborg Georgíu, ár- iff 1934. Mynd þessi fylgdi ritdómi K östlers í „The Sunday Times", og á hún aff sýna Stalin á dánar-t beffi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.