Morgunblaðið - 15.10.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKT. 1967
15
Laxveiði í sjó og
laxamerkingar
— Frá stjórnarfundi Norrœna
sportveiðimannasambandsins
STJÓRNARFUNDUR var Rald-
inn í Norræna sportveiðimanna-
sambandinu eða Nordisk Sports-
fiskerunion að Hótel Borg sunnu
daginn 'þann 10. sept. sL Af ísl
hálfu sátu fundinn Hákon Jó-
hannsáon, Oliver Steinn Jðhann-
esson og Guðmundur J. Krist-
jánsson.
Formaður sambandsins, Erik
Cristoffersen frá Danmörku,
setti fundinn og bauð fulltrúa
velkomna.
Aðalumræðuefni fundarins var
laxveiði í sjó og laxamerkingar.
Einnig var rætt um sportveiði
og notkun þeirra, stangveiði og
ferðamann, veiðieftirlit og mögu
leikum á að koma gagnkvæmum
upplýsingum um reynslu, nýj-
ungar og þróun í fiskirækt og
fiskræktarstöðvum,
Knut Rom, framkvstj. Norges-
Jager of Fiskerforbund flutti at-
hyglisvert erindi um laxveiði í
sjó við Noreg. Kom fram í er-
indi hans að um 90% af laxin-
um er veiddur í sjó og að mikill
'hluti af stangveiðiveiddum laxi
'bæri m.erki um netaför. Sjávar-
veiðin hefur einkum verið
stunduð meðfram norsku strönd-
inni. Auk þess hefur laxveiði
farið sívaxandi í hafinu fyrir
utan landhelgina við vestur-
strönd Noregs, einkum 5-6 sið-
ustu árin, bæði á línu og rek-
net. Mikill hluti þessarar veiði
er smá-lax. Er álitið að lax sá,
sem veiddur er þarna í úthafinu
geti verið frá Skandinavíu, Bret-
landséyjum og íslandi. Ennpá
munu þó ekki liggja fyrir sönn-
unargögn um það.
Þá flutti ritari Landssamb.
ísl. stangveiðimanna, Hákon
Jó'hansson, erindi um laxa-
merkingar og laxveiði í sjó við
Grænland. Gat hann þess að
laxamerkingar væru dýrar,
kostnaður við að merkja hvert
seiði (merki innif) og vinna við
endurheimtur væri um kr. 16.—.
Landssamb. ísl. stangvm. hefði
beitt sér fyrir, að nú hefði verið
veittar í fyrsta sinn, kr. 50.000.00
til laxamerkingar, en það væri
hvergi nóg. Þegar Knut Rom
var hér sl. vor og þeir ræddu
fiskræktarmálin, hefði Knut
skýrt frá að möguleikar væru að
fá styrk til laxamerkinga frá
Bandaríkjunum. Þar sem hér
vantar fé til þessara mála, þá
fannst stjórn L.Í.S. sjálfsagt að
athuga þetta nánai og kanna
hvort möguleikar væru fyrir
hendi að fá styrki frá Bandaríkj-
unum til merkingar á Atlants-
hafslaxinum, m.a. til þess að
reyna að fá vitneskju um hvað-
an sá lax, sem veiddur er við
Grænland er. Ritari L.Í.S. hefði
því skrifað Knut Rom og beðið
hann um að athuga þetta betur.
Bréf dags. 22. ág. væri kiomið
frá Knut Rom, þar sem hann
segist þegar hafa sett sig í sam-
band við viðkomnandi aðila í
Bandaríkjunum, til þess að fá að
vita að hve miklu leyti og á
hvern hátt slíkur styrkur til laxa
merkinga yrði veittur.
Um laxveiðarnar við Græn-
iand, sagði Hákon Jóhannsson
m.a. þetta:
„Árið 1964 komst aflinn í há-
imark eða um 1400 tonn, en dett-
ur aftur niður árið 1966 í 740
tonn. Þessi lax hefur einkum
verið veiddur í lagnet meðfram
ströndinnL
Þessu til viðbótar eru svo
Færeyingar byrjaðir á að stunda
retnetaveiðar fyrir lax. í aflan-
um hefur fundizt lax merktur í
Ameríku (Bandar. og Kanada),
írlandi, Bretlandi og Svíþjóð.
ILax merktur frá íslandi mun
ekki hafa fundizt, enda kannske
eðlilegt, þar sem merkingar hér
hafa aðallega farið fram með
uggaklippingu, nema hin allra
síðustu ár. Ennþá hefur ekki
verið hægt að segja um hvaðan
þessi lax er. Það getur þó ekki
verið frá Grænlandi nema að
mjög óverulegu leyti, enda ekki
nema 1 eða 2 laxveiðiár þar. Er
jafnvel álitið að aðalmagnið sé
frá Kanada. Hitt er þó víst, að
að lax beggja vegna Atlants-
hafs sækir á þessar slóðir. Það
sanna laxamerkin, sem fundizt
hafa. Englendingar hafa litið
þessar veiðar illu auga. Hafa
meira segja umræður spunnizt
um þessi mál í brezka Parla-
mentinu. Hvort íslenzki laxinn
leitar á þessi mið vitum við
ekki. Það hefur ekkert komið í
ljós, sem gefur það beint til
kynna og heldur ekkert komið
fram, sem segir að svo sé ekki.
ísland virðist þó vera innan þess
svæðis, sem laxinn við Græn-
land kemur frá. Því þurfum við
að vera á verði og fylgjast með
þessum málum.
Ef við tökum aflaárið 1964, en
þá veiddust við Grænland um
1400 tonn af laxi og er þá miðað
við slægðan lax en við það létt-
ist hann um 20-25%, þá er þetta
um 14% af heildarafla aðal lax-
veiðilandanna eins og segir í
áliti samstarfsnefndar Alþjóða-
hafrannsóknarráðsins (ICES)
og Alþjóðafiskveiðinefndinni
fyrir Norðvestur-Atlantshaf
(ICNAF). Hér er árlegur afli
um 100 tonn eða um 30 þús.
laxar, áð vísu breytilegur frá
ári til árs. í Noregi mun heildar
aflinn vera 1800-2000 tonn eða
nókkru meiri en veiðarnar við
Grænland 1964.
Rýrnun á veiði hlýtur því
einhvers staðar að koma fram,
en það getur verið erfitt að átta
sig á hvar hennar er helzt að
leila, venga mikilia sveifla í
veiðum í heimalöndum laxins
frá ári til árs.
Þessi samstarfsnefnd, sem ég
nefndi áðan, hefur því hlutverki
að gegna, að fylgjast með veið-
um við Grænland og athuga eftir
því sem unnt er hvaða áhrif
þær hafa á veiði á heimalönd-
um.
Gaf hún út álit eða skýrslu
u-m þessar veiðar vorið 1966 og
þar sem ég geri ráð fyrir, að þið
hafið allir séð þetta álit, fer ég
ekki nánar út í það. Sérfræðirtg-
ar frá Danmörku og Bretlandi
(að ég held) munu hafa verið á
þessum miðum á vertíðinni
1966 og gert þar ýmsar athugan-
ir og rannsóknir, m.a. merkt þar
um 600-700 laxa. Er að vænta
nánari upplýsinga í okt. n.k.
Er ég átti tal við veiðfmála-
stjófa fyrir nokkrum dögum
um þessi mál, gat hann þess að
danskir sérfræðingar væru treg-
ir til þess að ræða þessi mál og
vildu helzt sem minnst um þau
tala og mátti skilja að þau kæmu
eiginlega ekki öðrum við, lax-
inn væri veiddur ínnan græn-
lenzkrar iandhelgi. Er þetta rétt
að vissu marki.
Hitt má þá líia á, að laxinn er
ferskvatns fiskur, er fæddur í
fersku vatni og elst þar upp í
3-4 ár að meðaltali. í sjó dvelst
hann venjulega 1-2 ár, til þess
að afla sér fanga, en leitar svo
af>.ur til heimastöðva til þess að
hrygna — og þannig endurtekur
sagan sig. Að því leyti hagar
hann sér elns og búpeningur, sem
leitar til fjalla á vorin og þar
tekur ungviðið ú: sinn aðal
þroska, en komur svo til heima-
stöðva þegar haus,ar. Þá má
nefna ' að fiskiiæk. nafur aukizt
mjög hin síðari ár, einkum al.-
seiðum, bæði hér og annars-
staðar.
Það er dýrt að ala upp seiði í
göngustærð. Mönnum hlýtur því
að finnast það hart, ef þeir fá
ekki nema takmarkað magn aft-
ur vegna veiði í sjó. Að visu eru
mikil vanhöld á laxinum, með-
an hann dvelst í sjó, en um það
vita menn og reikna með þeim
vandhöldum, sem eru af nátt-
úrunnar hendi. Eðliiegast væri
að banna alla sjóarveiði á laxi,
og er hér raunar verðugt verk-
efni fyrir landsambönd stang-
veiðimanna að vinna að, bæði
hveit í sinu landi heima fyrir
og eins 'sameiginlega í Nordisk
poi tsfiskerunion".
Eftir umræðurnar var tillaga
( llögumaður Knua Rom frá
Noregi) samþykkt samhljóða,
efnislega á þá leið að leggja tii
við Norðurlandaráð, að öll lax-
veiði í sj > í Norður-Atlantshaf-
inu verði bönnuð, eins og Kana-
di hefur þegar lagt til að gert
v rði.
Fífa auglýsir
Á telpur, regnkápur, úlpur, peysur, skólabuxur,
molskinnsbuxur, gallabuxur, stretchbuxur, sokka-
buxur, einlitar og köflóttar. Á drengi, regnkápur,
úlpur, peysur, terylenebuxur, molskinnsbuxur,
gallabuxur á kr. 115.— straufríar skyrtur á kr.
128.— drengja- og unglinganáttföt á kr. 50.— sett-
ið. Á dömur,regnkápur, úlpur, peysur, blússur.
Á herra, regnkápur, úlpur, peysur, skyrtur, tvær
gerðir, skyrtupeysur frá kr. 125.— Barnaregngall-
ar, í stærðunum 1—5 í einlitu og köfióttu.
Verzlið yður í hag. Verzlið í Fifu.
Yerzlunin Fífa
Laugavegi 99 (inngangur frá Snorrabraut).
ENSKIR
FRAKKAR
mi i. úrval
HERRADEILD
HOLTSAPÓTEK
Langholtsvegi 84
Madame Garbolino snyrtisérfræðingur frá
^UHCU‘HÍ/
/fai<n*tuQ
vorri á morgun, mánudaginn 16. okt. og
þriðjudaginn 17. okt.
verður til viðtals og ráðlegginga í verzlun
IhontíiQ
París