Morgunblaðið - 19.10.1967, Page 11

Morgunblaðið - 19.10.1967, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1967 11 Fólkið sér Vestfjarðaáætlunina í verki — segir Oskar Kristjáns- son, oddviti á Suðureyri VIÐ lögðttm af stað frá ísafirði árla morguns síðla í september og ferð okkar var heitið til Suð ureyrar í Súgandafirði til að skoða hafnarframkvæmdir þær, sem þar hefur verið unn- ið að í sumar og fyrrasumar í samræmi við Vestfjarðaráætl- unina. Við ókum upp Dagverð- ardalinn áleiðis upp á Botns- heiði. Þar er nú unnið að stór- felldum vegabótum, nýr upp- hleyptur og breiður vegur leys ir þar nú af hólmi gamlan, mjó an götuslóða, sm snjór fyllti fljótlega upp úr vetumóttum og jafnvtel fyrr. Þegar kemur að vegamót- um uppi á Botnsheiði, þar sem vegir skiptast uþp á Breiðdals heiði annarsvegar og þaðan allar götur suður um Vest- firði, en hinsvegar til Súg- andafjarðar, blasa enn við stórfe'lldar vegabætur. Fjöldi vegavinnumanna er þar að verki, stórvirkar vinnuvélar hlaða upp háum og breiðum og beinum vegi, sem vafalaust verður mun lengur fær að vetrarlagi en sá vegarslóði, sem fyrir var. Og gamli vegurinn niður í Súgandafjörð er etokert árenni legur, þar sem hann liggur í bröttum sneiðingum alla leið að Botni í Súgandafirði. Sumar beygjurnar eru svo krappar, að það sætir furðu, hvernig notokrum bíl er þar fært. hvort sem um hásumar væri eða vetrarlagi. Sjálfsagt hefur verið að þeim vegi mik il samgöngubót á sínum tíma, og hann rofið aldalanga ein- angrun Súgandafjarðar, en með Vestfjarðaráætluninni hefur verið brotið blað í öll samgöngumál Vestijarða, og munu þau um langan aldur búa að þessari framkvæmd. Það er fallegt að aka þenn an hrikalega veg. Handan við ána í Botnshlíðinni ber afar mikið á stórvöxnum burkma- gróðri, sem setur sérstakan svip á þetta landslag- og í vesturátt teygir sig svo Súg- andafjörður, svo langt sem augað eygir og sér ekki til hafs, og líkist hann því meir stöðuvatni héðan að sjá, en firði. Bærinn í Botni blasir við, þegar niður er komið. í Botni er surtarbrands- náma, og var unnið í hennd á stríðsárunum fyrri surtar- brandur til eldsneytis, eh það var raunar víða gert á Vest- fjörðum- t.d. í Gilsfirði í Syðri dal við Bolungavík. Það virtist hvarvetna vera líf og starf, þegar við komum til Suðureyrar, allir að vinna, sem vettlingi gátu valdið. Á einu götuhorninu hittum við Sturlu Jónsson hreppsstjóra. Sturla er einn af þessum ómisslandi mönn- um í byggðarlögum úti á landi, síhress og skemmtileg- ur, kann mýgrút af sögum, og byrjaði þegar á löngum bragi fyrir okkur, sem við máttuim samt ekki vera að hlusta á til emda. Hann vis- aði otokur veg til Óskars Kristjánssonar oddvita, en af honum ætluðum við að fræð- ast um hafnarframkvæmdirn ar á staðnum- Sveitarstjóri á Suðureyri er Þórhailur Hall- dórsson, dugandi og myndar- legur maður. L |í" Horft yfir hina nýju Suðureyrarhöfn. Lónið næst landi á að fylla upp. Handan fjarðarins sér á Norðureyrina. (Mynd: Ó. Kristjánsson) Óskar Kristjánsson oddviti. Óskar Kristjánsson gekk með okkur um hafnarsvæðið, sem virðist stórt og mikið og sniðið við vöxt, og annað hæf ir ekki þessu mkla útgerðar- plássi. Þarna hefur verið rammað niður rammbyggt stálþil, Qg í sumar var steyptur þarna 120 metra langur bryggjukantur með festingarpollum, og mun sú framkvæmd hafa kostað um 800.000 króhur. Myndirnar, sem grein þess- ari fylgja sýna vel fram- kvæmdir, bæði bryggjukant- inn, sem í sumar var steypt- ur, og svo yfirlitsmynd, sem sýnir væntanlega höfn mjö,g vel. Meðan við sátum yfir kaffi bolla inni í stofu hjá Óskari, sagði hann otokur nánar urn þessar framfcvæmdir. „Segja má, að alls sé höfnin hér komin í ca. 15 milljónir króna og alls hafi verið um ið fyrir í sumar um 1,4 millj- ónir. Verkið í sumar tók um 2 mánuði, og unnu við það 6 menn undir stjórn Péturs Baldurssonar byggingarmeist- ara á Þingeyri. önnur eins átök í hafnar- og vegamálum hafa aldrei áð ur verið gerð hér, og má hik laust þakka þau hinni mikil- vægu Vestfjarðaráætlun. Á kosningafundum sl. vor, hömr uðu Framsóknarmenn sífellt á því, að þessi áætlun væri ekki til, hún fyndist ekki, en fólkið sér hana samt í verki, það sér nýjar hafnir rísa, vegi lagða, og það nægir því að sjá verkin, sem sýna ótvíræð merkin um þessa stórhuga á- ætlun“. „Hvernig er svo aitvinnuá- standið hér á Suðureyri"? ,-Hér er næg atvinna allt árið um kring. Einn stór bát ur er gerðu út héðan á síld,, og á vetrarvertíð er hér um 60—70 aðkomufólk, og margt af því myndi ílengjast hér, ef hér væri ekki húsnæðisleysi, eins og er, og þó er alltaf ver ið að byggja. Til dæmis um það, eru hér nú 6 hús í smíð- um. 20 smáir og stórir bátar eru gerðir hér út, og segja má, að afli hafi verið mjög sæmi- legur. Nei, Suðureyringar kvíða ekki framtíðinni, og hér er lífvænlegt fyrir miklu fleira fólk, en hér býr nú sam tals munu nú vera hér um 480 manns. Með auknum hafinarfram- kvæmdum og greiðara vega- sambandi, skapast betri skil- yrði fyrir fólkið- það lifir hér ánægðara og unir glaðar við sitt“, sagði Óska Kristjánsson. að lokum. Og við héldum síðan burtu frá þessum lífvænlega stað. Þaðan er stutt á gjöfiul fiski- mið, og nú munu báitar geta legið inni í fullkomnu vari, þótt úti fyrir geysi stórveður strið og gæftir spillist. Það vekur hjá manni trú á fram- tíð íslands að koma á slíka staði. — Fr. S. Allmargir bátar liggja nú í g ðu vari við hina nýju bryggju. Kirkjan á Suðnreyri sést tál vl ístri. (Ljósm. Mbl. Fr. S.) Sérverzlun Tiiboð óskast í sérverzlun á góðum stað í borginni. Lítill en góður iager. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir þriðjudaginn 24. okt. merkt: „Sérverzl- un — 5930“. Nýi bryggjukanturinn með festingarpollum, (Ljósm. Mbl. Fr. S.) Aðalfundur Bláa bandsins verður haldinn í samkomu- sal A-A-samtakanna Tjarnargötu 3 C sunnudaginn 22. október n.k. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.