Morgunblaðið - 19.10.1967, Page 12

Morgunblaðið - 19.10.1967, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1987 MMHIÍ] Fyrstu umrœðu um efnahagsaðgerðirnar lauk í gœr: Nýjum viðfangsefnum verður að mæta með nýjum aðferðum — sagði Jóhann Hafstein i þingræðu i gær í GÆR var fram haldið fyrstu umræðu um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um efnahagsað- gerðir í Neðri deild Alþingis. Þá tóku til máls Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra, Lúðvík Jós- efsson, Skúli Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Eysteinn Jónsson, Emil Jónsson utan- ríkisráðherra og Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra. Var umræðum lokið, en atkvæða- greiðslu var frestað þar til í dag. Hér á eftir fer frásögn frá um- ræðunum í gær: Jóhann Hafstein dómsmáiaráð- herra sagði í upphafi ræðu sinn- ar, að nauðsynlegt væri, að menn gerðu sér sem Ijósasta grein fyr- ir því, af hverju efnahagsörðug- leikarnir nú stöfuðu og hverjar væru meginorsakir þeirra að- gérða er fyrirhugaðar væru. Það væri staðreynd, að verð- falil á freðfiski á Bandaríkja- markaði væri um 15%, og á öðr- um mörkuðum 10-12%. Á bræðslusíldarafurðum væri verð fal'lið miklu meira, eða um 40- 50%. Þýddi það, að mjölverðið félli úr 9.250 kr. á lest (folb), sem það var í fyrri hluta áxs 1966, niður í 5.580 kr. Lýsi félli úr 9.100 kr. lestinn, í 3.960 kr., eða um 56%. Við það bættist svo, að engin síldarsöltun hefði verið fyrr en í október og afli hefði verið tregari og miklu erf- iðara og kostnaðarsamara að afla hans. Kæmi þar til ógæftir, með veiðarfæratjóni á vetrarvertíð og síldina hefði orðið að sækja langt norður í haf. Þá vék ráðherra að því, að skreiðarframleiðslan ætti við mikla örðugleika og óvissu að etja. Einn af aðal skreiðarmörk- uðum okkar væri Italía. Árið 1965 hefði verið flutt þangað 3400 tonn af skreið, árið 1966 2060 tonn og áætlað væri að í ár, 1967, yrðu flutt þangað að~ eins 1200 tonn. Stafaði það m.a. af því, að í vetur hefði stór hluti skreiðarframleiðslunnar frosið, en ítalir vildu ekki kaupa hana, ef svo færi.. Aðalskreiðarmark- aður okkar væri í Afríku og Leiðrétting í FRÁSÖGN Mbl. af ræðu for- sætisráðherra sl. mámjdag um frv. ríkisstjórnárir.nar um efna hagsaðgerðir, voru villur i tveimur setningum. Fbrsætisráð herra sagði m.a.: „En það hlýtur að vera mjög til athugunar og ríkisstjórnin er þess beinlínis hvetjandi, að athugað verði til hlítar, hvaða aðrar leiðir komi hér til álita og er fús til þess, bæði hér á þingi, é þingfund- um, í nefndum og við ful'ltrúa hinna fjölmennu almannasam- taka í landinu, og þá einkutn stéttarsamtökin, að ræða til hlít ar hvaða úrræði eru fyrir hendi og hvaða úrræði eru vænlegri (ekki varanlegri eins og stóð í Mbl.) en þau sem nú hafa ver- ið tekin.“ Forsætisráðberra sagði enn- fremur: „Tekjur launþega hafa aukizt hlutfallslega (ekki tölu- vert eins og stóð í Mbl) meira en þjóðartekjurnar á viðreisn- artímabilinu." Þetta ieiðréttist hér með. hefði skreiðarútflutningur þang- að í júlí, ágúst og sept., árið 1966 verið 1415 tonn, en á sama tíma í ár aðeins 231 tonn. Birgðir, sem til væru nú í landinu af Afrikuskreið væri um 6600 tonn, og væri það að verðmæti um 200 mililjónir króna. Hér ættu skreiðarframleiðendur bundnar um 60 milljónir króna fyrir utan lánsfé bankanna. Um framtíðina í þessuim efnum væri erfitt að segja. Aug- Ijóst væri hinsvegar, að við höf- um tapað neyzlutímabili, sem erfitt yrði að vinna upp aftur. Ráðherra sagði, að í heild væri áætlað, að útflutningsverðmæti ársins 1967 yrði e.t.v. um 25% minna en s.l. ár, eða á annað þús und milljónir króna. Allir hlytu að viðurkenna, að þetta væri geigvænlegt áfall fyrir þjóðarbú- skapinn, er krefðist sérstakra ráðstafana. Menn kæmust ekki hjá því að horfast í augu við rauiweruleikann. Stjórnarandstæðingar, og eink um þó Framsóknarmenn, reyndu að gera sem minnst úr þessum örðugleikum, og töluðu um kosningavíxill, „svik við þjóðina", að ríkisstjórnin hefði „sagt þjóðinni ósatt og blekkt hana“, o.s.frv. í málflutningi Sjálfstæðismanna, hvorki í ræðu né riti, hefði nokkru sinni ver- ið gerð minnsta tilraun til blekk inga í þessa átt. Leggja mætti spurningar fyrir Framsóknar- menn: Hvort þeir hefðu séð fyr- ir að borgarastyrjöld mundi geisa í Nígeríu? Hvort þeir hefðu séð fyrir, að síldin mundi engin veiðast á venjulegum slóðum allt sumarið, en 700-800 km. norður í hafsauga? Hvort þeir hefðu séð fyrir, að verðfallið á síldaraf- urðum, lýsi og mjöli, mundi stöðugt halda áfram og auikast stórlega? Hvort þeir hefðu séð fyrir, að ekkert, nema síður væri, rættist úr á freðfiskmarkaðin- um? Erfitt hefði verið að sjá þetta fyrir og ríkisstjórnin hefði alltaf hr ** þann fyrirvara, að nýjum viðfangsefnum yrði að mæta með nýjum aðgerðum. Sjálfstæðis- Ný mól Pétur Sigurðsson (S), Sigurð- ur Ingimundarson (A) og Matt- hías Á. Mathiesen (S) flytja frv. um breytingar á lögum um almannatryggingar og um at- vinnuieysistryggingar en frum- vörp þessi voru flutt á síðast^ þingi af Jóni ísberg og 'Pétn Sigurðssyni. Páll Þorsteinsson o.fl. þing- menn Framsóknarflokksins flytja frv. um breytingu á lög- um um Búnaðarbanka íslands Efri deild Frv. til laga um lausn deilu stýrimanna, vélstjóra og loft- skeytamanna á farskipum var til 1. umræðu í Efri deild í gær. Til máls tóku: Eggert G. Þor- steinsson, félagsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson og Björn Jónsson. menn hefðu sagt fyrir kosningar, að viðreisnin hefði lánazt vel, efnahagur þjóðarinnar væri traustur og við ættum veruleg- an gjaldeyrisvarasjóð, værum við nú betur undir það búnir að mæta þeim örðugleikum, sem að steðjuðu. og nú væri vitað um. Hægt hefði verið um skeið að mæta erfiðleikum án Eysteinskra hallærisráðstafana, svo sem inn- flutningshafta og leyfafargans opinberra úthlutunarnefnda. Jóhann Hafstein Héldu erfiðleikarnir áfram, sem við leyfðum okkar að vona að þeir geri ekki, gætum við engu að síður byggt á traustum grunni. Kæmi þar í fyrsta lagi til nýr og mikill fiskisikipafloti, í öðru lagi nýjar vélar og verk- færi, í þriðja lagi fleiri bygg- ingar og stóraukin nýrækt, í fjórða lagi meiri fjárfesting al- mennt og í fimmta lagi ný stór- iðja og nýjar stórvirkjanir. Það væri nú orðið deginum Ijósara þýðing þess, að hafnar væru stór iðjuframkvæmdir, ekki hvað sízt á vinnumarkaðinum. Auk þess fengi landið af þeim mikils- verðaT gjaldeyristekjur, sem ættu eftir að aukast verulega í framtíðinni. Formaður Framsóknarflokks- ins segði, að „erfiðleikarnir væru raunar engir“, eða bara lítilræði, aðeins röng stjórnar- stefna. Verðfallið væri ekki svo mikið, eða verð útflutningsfram- leiðslunnar væri ekki minna en þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ef útflutningsverð- ið væri sama og árið 1962, hvað væri þá um kaupið. Staðreynd væri að tímakaupið hefði hækk- að um 100% og allt upp í 130% síðan 1962. Þegar útflutnings- framleiðslan hefði fallið svo gíf- urlega í verði, eða væri af öðr- um ástæðum óseld, væru menn nú beðnir um að falla frá kaup- hækkun, sem næmi 4,5% eða 7,5%, eftir því við hvaða vísi- tölu væri miðað. Úrraéði stjórnarandstöðunnar. Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra 'sagði, að auðvitað yrði að gera kröfu til þess, að stjórn- arandstaðan gerði grein fyrir úr- ræðum sínum, — hvað hún mundi vilja gera, því að væntan- lega væri ekki hægt að gera ráð fyrir, að úr rættist á erlendum mörkuðurn fyrir það eitt að kommunistar og framsókn tækju hér við stjórnartaumum. Gefnar væru gjörsamlega marklausar þokukenndar yfirlýsingar, sem enginn vissi hvað þýddi. Vitnaði ráðherra síðan til ræðu Eysteins Jónssonar, um efnahagsráðstaf- anirnar m.a.: „Við teljum að ríkisstjórnin fylgi í grund- vallaratriðum rangri stefnu“ „Álítum þessa ríkisstjórn þar að auki alltof veika“, „teljum hana alls ekki njóta trausts", „við- horfið til ríkisstjórnarinnar al- veg tvímælalaust breytzt verulega frá því um kosningar", „að endurskoða þurfi þjóðarlbú- skapinn frá rótum“, en hvernig hefði ekki verið talað um, „meg- inkjarni nýrrar stefnu verður að endurreisa íslenzka atvinnu- vegi“ — með hvaða hætti væri ekki að vikið — „leggja áherzlu á nýjungar og stuðning við ís- lenzkt framtak“. Sagði ráðherra, að þessi orð hljómuðu nógu vel, en formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins hefði ekki haft orð á sér fyrir að vera nýjunga- gjarn. í svona orðaskvaldri felst nákvæmlega ekki neitt! Réðherra sagði, að í ræðu sinni hefði Eysteinn Jón.sson talið upp erfiðleika, sem hann taldi rangri stjórnarstefnu að kenna og hefði hann þá sérstaklega rætt um iðnaðinn og tekið nokk- ur dæmi máli sínu til stuðnings. Hefði hann þá rætt um Bíla- smiðjuna og sagt að hún hefði aðeins fengið 2Vz milljón láns- fé, og stæði það henni fyrir þrif- um til að vera samkeppnisfær við hliðstæð fyrirtæki erlend, sem gætu boðið viðskiptavinum sínum lán til 5-7 ára. Ráðherra sagði, að Sameinaða Bílasmiðjan væri með einu af okkar myndar- legustu iðnfyrirtækjum og hefði hún notið stuðnings til þess, að hún hefði sömu aðstöðu og hlið- stæð erlend fyrirtæki til að taka að sér að yfirbyggja bifreiðir, en mjög mikið verkefm hefði verið þar fyrir höndum í samibandi við breytingu úr vinstri umferð í hægri. Hefði Sameinaða Bíla- smiðjan þurft um 60 milljón króna fjármagn til þess að vera samkeppniisfær við lánstilboð er- lendra aðila og hefði ríkisstjórn- in gengizt fyrir því, að útvega fyrirtækinu lánsfé og grelða fyrir því á annan h/átt. Þá vék ráðherra að öðru dæmi er Eysteinn Jónsson hefði neifnt í sinni ræðu, stálskipasmiðinm. Sagði ráðherra að sér væri ekki kunnugt um, að nein stálskipa- smiíði hefði verið í landinu á valdatimum Eysteins Jónssonar. Núverandi ríkisstjórn hefði veitt þessari iðngrein margvís lega fyrirgreiðslu og stefnt væri að því, að íslendingar yrðu sjálfum sér nógir við byggingar slíkra skipa. 1964 hefði í sam- ráði við Efnahagsstofnunina ver- ið samin áætlun um hvað ætla mætti, að þörf yrði mi'kil á þessu sviði og hefði þeirri áætl- un verði fylgt síðan og alltaf verið aflað þess fjár, sem ráð var fyrir gert í henni. Hér á landi hefðu að undanförnu risið nokkrar skipaismíðastöð'var og gætu þær nú annað um helming af endurnýjunarþörf íslenzka fiskiskipastólsins. Þriðja atriðið, sem Eysteinn Jónsson hefði deilt á væri, að ekki væri tekin upp meiri stöðl- un hérlendis. Sagði ráðherra, að Iðnaðarmálastofnun íslands hefði verið fengin forysta um stöðlun hérlendis og hefði hún fulla heim ild til að ráða verkfræðing sér til aðstoðar. Fyrstu íslenzku staðlarnir hefðu verið gefnir út 1963 og fjölluðu þeir um stærðir pappírs og umslaga. Á þessu ári yrðu svo gefnir út staðlar um leiðréttingu prófarka og frágang handrita, um steinsteypu og um útboð verka. Broslegt væri að heyra þegar formaður Framsóknarflokksins teldi það bera vitni um óstjórn á þjóðarbúskapnum, að Iðnaðar- málastofnuninni hefði ekki tek- izt að fá sérmenntaða menn til þess að vinna að ákvörðunum um stöðlun! Þá vék ráðherra að ummæl- um Eysteins Jónssonar um stefnuna í lánsfjármálum og staðhæfingar hans um óhóflega frystingu sparifjár. Sagði ráð- herra, að útlánaaukning banka og sparisjóða síðan í árslok 1959 til síðustu áramóta næmu rúmlega 5.790 milljónum króna og væri 350 milljónum króna meiri en sparifjáraukningin á sama tíma. Þá hefði Eysteinn Jónsson haldið því fram að lána mál iðnaðarins væru í ka-lda- koli. Rakti ráðherra í því tilefni lánsfjármál iðnaðarins og sagði, að Iðnlánasjóður hefði tekið miklum stökkbreytingum á valdatíma viðreisnarstjórnarinn- ar. Um hann hefði verið sett ný grundvallarlög árið 1963 og síð- an hefðu verið gerðar á lögunum margar breytingar er allar mið- uðu að því að efla hann. Á Al- þingi 1965-1966 hefði almenn lánsfjárheimild sjóðsins verið hækkúð úr 100 milljónum króna í 150 millj. kr., og stofnuð hefði verið hagræðingalánadeild með 100 milljóna kr. lánsheimild, auk þess, sem sjóðnum væri árlega tryggt 10 millj. kr. framlag úr ríkissjóði. Árið 1966 hefði láns- fjárheimild sjóðsins verið hœkk- uð upp í 300 millj. kr. og 1967 hefði verið stofnuð lánadeild veiðarfæra, sem miðaði að því að efla íslenzkan veiðafæraiðn- að. Hefði sú lánadeild haft 11 mililj. kr. í stofnfé, auk þess sem til hennar rynnu tekjur af inn- flutningsgjaldi af veið'arfærum og hún hefði lánsheimild allt að 10 millj. kr. Sagði ráðherra, að út lán Iðnlánasjóðs hefðu á undan- förnum 4 árum aukizt um 710%. Auk þessa hefði lausaskuldum iðnaðarins verið breytt í föst lán, hafin hefðu verið endurkaup á víxlum iðnaðarins og Iðnaðar- bankinn hefði stóreflzt. Jóhann Hafstein sagði, að eitt af stefnuskrármálum fram- sóknarmanna nú væri „heildar- endurskoðun á heilbrigðismál- um.“ Mætti á það benda, að á þeim tímum er framsóknar- menn voru síðast í ríkisstjórn hefði ekki koniið eitt ein- asta frumvarp fram um heil- brigðismál í landinu. Á undan- förnum árum hefði hins vsgar • er.ið unn'ð viðtækt starf af i álfu stjórn:i.-va ldanna. Nægði að ,’iefna, að sett h iðu verið rv sjúkraht •.jg, j} iækrvoR-p- unarlög og nú væri hafin endur- skoðun á yfirstjórn heilbrigðis- mála í landinu, í samningu væri frumvarp um heilbrigðiseftirlit í landinu og í undirbúning væri regíugerð urr Iacknamiðstöðvar og athugun færi fram á al- mennri- læknaþjónut.i er færi fram fyrir utan siúkrahúsinu. Unnið væri kappsamlega að áætlunargerð um skipulag og byggingu heilbrigðisstofnana í tengslum við Landspítalann og framtíðartengsl heilbrigðisstofn- ana og læknadeildar Háskólans og margt fleira væri til athug- unaró Fjárveitingar til heil- brigðismála hefðu stóraukizt á siíðari árum. Þá vék ráðhern að öðru „stefnuskráratriði“ Framsóknar flokksins nú: „að breyta þyrfti fyrirkomulagi fjárfestingarinn- ar.“ Sagði ráðherra að á bess i sviði hefði verið nýsköpun frá ári til árs á viðieisnartímabil- inu. Þetta kæmi bezt fram í þvi, að fjármunamyndun í vélum og tækjum á fjögurra ára tímabili Framhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.