Morgunblaðið - 19.10.1967, Síða 20

Morgunblaðið - 19.10.1967, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. OKT. 1967 Tass fréttastofan birti í gær þessa mynd af rannsóknarstöðinni úr Venusar-geimfarinu, sem Ienti á samnefndri plánetu. Mynd- in var tekin fyrir nokkru við reynslulendingu á jörðu. Hitinn á Venusi... Framhald af bls. 1 að fá upplýsingar um lofthjúpinn umhverfis Venus, en nr. 2 hafi verið, að láta geimfarið lenda mjúkri lendingu. Það var ekiki fyrr en í gær, að forseti sovézku vísindaakademíoinnar, Mstislav Keldys staðfesti, að lendingin yrði reynt. Hvorttveggja virðist hafa tekizt og eru vísindamenn sammála um, að árangurinn sé mikill sigur fyrir sovézka vís- indamenn. Af hálfu Sovétmanna hefur lít- ið verið upplýst um tilraunina og það vakti athygli, að Moskvu- blaðið Pravda hringdi til Jodrell Bank í Englandi til þess að fá upplýsingar um árangur. Boris Gurnov í utanríkisfréttadeild blaðsins staðfesti þetta við er- lenda fréttamenn í Moskvu, en saigði „við höfum okkar upp- lýsingar en vildum líka heyra upplýsingar og sjónarmið Bret- arma“. Fjórða tilraunin. Þetta var fjórða tilraun Rússa til að fá upplýsingar um Venus og sú fyrsta sem tekst. Fyrsta tilraunin var gerð 12. febrúar 1961 er Venus 1. var send á löft og fór fram hjá plánetunni í 100.900 km. fjarlaegð. Næsta til- raun var gerð fimm árum síðar, 27. föbr. sl., en heppnaðist ekki heldur. Þriðja tilraunin var síð- an gerð 1. marz og lenti sú flaug á plánetunni en eyðilagðist í lendingunni. Með henni hafði skjaldarmerki Sovétríkjanna þó verið komið þangað og nú hefur annað bætzt við. Bandaríkjamenn eru einnig á höttunum eftir upplýsingum frá Venuisi. Er Venusarfar þeirra, Mariner 5, á leiðinni þangað og búizt við, að hann fari þar fram- hjá á fimmtudag og sendi upp- lýsingar til jarðar um næsta ná- grenni plánetunnar. 1 desember 1962 fór bandaríska geimfarið Mariner 2 í í 3'5.000 km. fjarlægð frá Venusi og sendi mikilvægar upplýsingar til jarðai, sem koma heim við það, sem sovézka geim- farið hefur nú upplýst. Bæði segja frá litlu magni vatns og veiku segulsviði, en Venus 4 hefur bætt við ítarlegri upplýs- ingum. Bandarískir vísindamenn hafa látið í Ijós mikla hrifningu af ■þessu afreki Rússa og segja það „afrek, sem hver þjóð gæti verið hreykin af“. Ennfremur segja þeir, að allur rannsóknarferill Rússa í geimvísindum, allt frá Spútnik 1 til Venusar 4 — á tíu ára tímabili — sýni hversu háþróuð tækni þeirra sé í þess- um efnum. Hubert Humphrey, varaforseti Bandaríkjanna, hefur einnig hælt Rússum fyrir afrek þeirra, sagði, að það væri mikilsvert innlegg „í alþjóðanbanka þekkingarinn- ar‘.. - HEATH Framhald af bls. 1 ítarlega, enda þótt það kynni að verða óþægilegt fyrir Heath. Því næst 'benti Barber á, að enda þótt Heatlh hefði valdið mörgum þeirra vonbrigðum, skyldu menn minnast þess, að bann hefði afl- að flokknum virðingar og stuðn- ings óflokksbundinna kjósenda. Hann sagði, að það væri fyrst og fremst framkoma Heaths í lands- málum, sem hefði fært íhalds- flokknum svo óvæntra sigra í aukakosningunum undanfarið og hún gæti einnig orðið til þess að færa flokknium völdin í hendur á ný. Sú ráðstöfun Barbers, að ráð- ast beint á þetta viðkvæma mál þegar í upþhafi þingsiris, er tal- in vísbending um, að stjórn flokksins hyggist leggja alla á- herzlu á að sýna stuðning við Heath og treysta hann í sessi. Jafnframt er litið á ræðu hans sem tilraun til að sætta andstæð öfl í flokknum til baráttu gegn Harold Wilson, forsætisráðherra og Verkamannaflokknum í stað þess, að flokksmenn eyði púðri sínu í innanflokksdeilur. Bæði skoðanakönnunin á dög- unum og nýlegt sjónvarpsviðtal við Heath hafa leitt í ljós, hversu megn óánægja flokks- manna er með Heafh, en viður- kennt er, að hann hefur aflað flokknum fylgis meðal stétta, sem sjaldan eða aldrei hafa fylgt íhaldsflokknum að máhim. Barber er nýorðinn formaður flokksins, skipaður af Heath fyr- ir um það bil mánuði. Hann réðist einnig á Wilson, forsætisráðherra, sem hann sagði blekkja kjósendiur, og George Brown, utanríkisráðherra. sem hann sagði verða sjálfum sér og Bretum til skammar æ ofan í æ með framkomu sinni og léttúð. í sjónvarpsviðtalinu við Heath sem birt var á mánudag, spurðu þrír harðsnúnir fréttamenn hann spjörunum úr eftir að hann hafði horft á kvikmynd af nokkr um flokksmanna, þar sem þeir sögðu sína skoðun á honum. Einn þeirra sagðist meðal annars orð- inn leiður á því að bera í sífellu fram afsakanir fyrir hönd Heaths. Ekiki eru allir á eitt sáttir um áhrifin af þessu sjónvarpsviðtali. Blaðið „Sun“ segir, að það hafi verið „opinber krossfesting", en aðrir eru á því, að það hafi aflað honum samúðar og menn muni frerour líta á kosti hans en galla á næstunni, • SKOÐANAKÖNNU.N sem blaðið SUNDAY TIMES hefur látið gera, bendir tíl þess, að einungis 38% fhalds- manna í Bretlandi telji Edward Heath heppilegan flokksleiðtoga. f skoðanakönnuninni kem- ur fram, að Heafch á mestu fylgi að fagna meðal kvenna en karlmenn taka Reginald Maudling fram yfir hann. Einnig sýna úrslitin, að Heath hefur meira fylgi með- al launalægri stétba en mið- stéttanna. Eru hlutföllin sem hér segir: í efri miðstéttum 26%, í lægri miðstéttum 32%, meðal fagiærðra verkamanna 33% og meðal ófaglærðra verkamanna 40%. Þetta atriði þykir sýna, að Heath kunni, þegar allt kem- ur til alls, að vera heppileg- asti leiðtoginn fyrir fhalds- flokkinn í baráttu hans við Verkamannaflokkinn um at- kvæði vinnustéttanna. Annað mál er — og öllu óþægilegra fyrir flokkinn — að þriðjungur kjósenda sér engan meginmun á stefnu íhaldsflokksins og Verka- mannaflokksins og telur hann alls ekki hafa haldið uppi afdráttarlausri sjónar-, miðabaráttu. Þar fyrir utan telja fjórir af hverjum tíu kjósendum, að íhaldsflokk- urinn geri sér alls ekki ljós- ar þarfir og hagsmuni þeirra, sem teljast minni máttar i þjóðfélaginu og því minni finnst kjósendum skilningur- inn, sem þeir eru bágstadd- ari. — Sendiherrann Framhald af bls. 1 ur verið stirð síðan herforingj- ar tóku völdin i Grikklandi, í sínar hendur, og hafa Danir op- iniberLega fordæmt grísku stjórn ina á alþjóðavettvangi, meðal annars á fundum Evrópuþings- ins. Fjöldaréttarhöld. 38 unglingar voru leiddir fyr- ir herrétt í Aþenu í dag, gefið að sök, að hafa tekið þátt í hryðjuverkastarfsemi leynifé- lags og þannig reynt að steypa stjóminni af stóli og óhlýðnazt skipunum hersins og auk þess dreift áróðursritum. Þetta eru þriðju réttarhöldin af þessu fcagi síðan byltingin var gerð. Grískum blöðum hefur verið fcvannað að brr’a ummæli þau, er sendiherra Gr.kklands í Wash- ington lét falia á mónudaginn, að efnt verði til þióð&ratkvæða greiðslu í Grikklandi um nýja stjórnarskrá fyrii 51. ágúst á næsta ári, samkvæmt áreiðanleg um heimildum. Útvarpið í Aþenu og opinfcærir aðilar hafa einnig þagað um þessa yfirlýs- ingu. — Oísaveður Framhald af bls., 1 það var ekki, fyrr en maðurinn fannst í björgjnartvátnum í morgun um fimm sjómílur und an Esbjerg, að vitað var, hvað gerzt hafði og farið var að leita Nagusena var á ieið frá Aust- ur-Þýzkalandi til Esbjerg með kolafarm. í Danmörku vasð stormurinn ofsalegur í gær, einhver hinn versti sem þar hefur verið' í öld, að sögn veðurfræðinga — og frá öðrum löndum Vestur- Evrópu berast svipaðar umsagn ir. Sem fyrr segir hafa fjölmarg ir farizt af voidum óvéðursins, 23 í Vestur-Þýzkalandi, þrír i Svíþjóð, þrir í Hollandi, einn í Danmörku einn í Bretlandi, maður frá Aberfan í Wales — en nú er rétt ár frá því slysið mikla varð þar í bæ, er gjafcl- hauigurinn hrundi og 144 manns biðu bana. • Geysilegt umferðaröngþveiti hefur orðið víða af völdum veð ursins. Mikið hefur snjóað og það aukið á tjónið. Símalínur hafa slitnað, tré rifnað upp með rótúm, þök fokið af húsum og veiðarfæri eyðilagzt Yfirmenn skógræktarmáia í Suður-Sví- þjóð sagja, að fjögurra til sex ára vinna hafi blásið burt á and artaki og álfiskimenn á Skáni sjó íram á gjaldþrot vegna taps á afla og veiðarfærum. I Malmö þuku fök af byggingum og nýj- um háhýsum. Hæsta sambýlis- hús fcwrgarinnar „Krónprins- inn“ sem er 27 hæða, vaggaði í sfcorminum en var þó ekki tal ið hætt né íbúunum. Brezk farþegaflugvél, sem var á leið til Montreal frá Man- chester, varð fyrir eldingu rétt áður en hún skyidi milUlenda í Prestwick, — en farþegum vaxð ekki meint af. Þá er þess get- ið í fréttum, að færeyska ferj- an „Trondur“ hafi verið hætt komin í dag, er hún fékk á sig brotsjó. Skip kornu til aðstoð- ar, en henni tókst að komast til hafnar af eigin rammleik. Ferjan var nýlega keypt frá Noregi og á að vera í ferðum milli Thorshavn og SkSlefjord- en. Með henni voru í dag 17 farþegar. — Möguleikor Framhald af bls. 28 til hennar vanda’ð. Ávaxtamat er einmg mjög strangt hjá Dön- um, en það hefur aftur leitt til þess, að þeir hafa getað unnið sér markaði beggja vegna járn- tjalds og í báðum markaðsbanda- lögum. Hins vegar er því ekki að leyna, að markaðsmyndunin hefur bakað þeim margskonar vanda, og þess vegna leitast þeir við að auka eplasölu til landa, sem standa utan bandalaganna — svo sem íslands. Þar við bæt- ist, að ísland þarf ekki að vernda neina ávaxtarækt fyrir útlendum aðilum. Sem fyrr segir var rá'ðherr- ann spurður ýmissa spuminga og m. a. um landbúnaðarmarkaði Dana. Hann svaraði því til, að síðan EFTA hefði komið til sög- unnar hefðu viðskipti innan Norðurlandanna aukizt, t. d. á iðnaðarvörum og vonandi yrði eitthvað rýmkað til í sambandi við landbúna'ðarafurðir. Um- framframleiðsla á smjöri og kjöti væri mikið vandamál í mörgum löndum Vestur-Evröpu og því væru til svo miklar birgðir af þessum afurðum í Danmörku að til stórvandræða horfði. Thom- sen kvað mörg vandamál hrjá danska landbúnaðinn og t. d. hefðu landbúnaðarvörur hækk- að verulega í Danmörku á síð- ustu tveim árum. Ráðherrann kvað stefnuna í landbúnaðar- málum vera í þá átt a'ð fækka búum, en stækka þau, sem ekki bæru sig fjárhagslega. Á síð- ustu árum mun búum hafa fækk að verulega, en mörg bú hefðu stækkað að miklum mun og kannski rnargir bændur staðið að einu búi. Mjólkurbúum hefur fækkað urn 3—4 hundruð og þau sameinuð, en þau voru 1300— 1400 að tölu. Danir nota um 1/3 af landbúnaðarafurðunum til eigin nota og þurfa því að leggja mikla áherzlu á útflutning þess- ara vörutegunda. Cristian Thomsen mun dvelja hérlendis til föstudags og mun hann ferðast um og kynnast mönnum og málefnum. Hann mun þó ekki eiga formlega fundi með íslenzkum rá'ðamönn- um. - MÓTMÆLI Framhald af bls. 27 ir frámkomnu frv. um kjara- skerðingu og þeim verðhækkun- um sem nú hafa verið gerð- ar....“ og bendir ennfremur á ,,'að kaup þeirra, sem enn vinna við húsgagnabólstrun hefur rýrn að um 20% vegna verkefna- skorts“. Verkalýðsfélag Akraness „mót mælir þeirri stórfelldu verð- hækkun, sem nú hefur verið lögð á herðar almennings í land- inu og mun valda mikilli kjara- skerðingu alls launþegafólks“ og Verkamannafélagið Hlíf, Hafnar- firði „telur.... að um sé að ræða stórfellcTustu árás á alþýðu manna, sem gerð hefur verið um áratugi". Loks segir í fréttatilkynningu frá stjóm BSRB að stjórn sam- takanna „mótmæli harðlega þekn ráðstqfunum í efnahags- málum, sem boðaðar eru í fjár- lagafrv. og fram koma í frv. til laga um efnahagsaðgerðir“. AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HIBÝLAPRÝDI Wí erum sammála nwood UPPÞVOTT AVÉLIN EB FULLKOMLEGA SJÁLFVIRK. HRÆRIVÉLIN ER ALLT ANNAÐ OG MIKLU MEIRA EN VENJULEG HRÆRIVÉL. KENWOOD hrærivélin býð- upp á fleiri hjálpartæki en nokkur önnur hrærivél, til þess aO létta störf húsmóð- urínnar. KENWOOD hræri- vélin er auðveld og þægileg i notkun. Kynnið yður Kenwood og þér kaupið Kenwood hrærivélina. Vtrð kr. 5.900.— KENWOOD uppþvotta- vélin er með 2000 w. suðuelementi. Tekur í einu fullkominn borð- búnað fyrir 6 og hana er hægt að staðsetja hvar sem er í eldhúsinu. Inn- byggð. Frístandandi eða fest upp á vegg. Verð kr. 14.400 Viðgerða og varahíutaþjónusta — Sími 11687 21240 Lougavegi /70-/72

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.