Morgunblaðið - 10.12.1967, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 10.12.1967, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967 7 blöðin á grænt efni og klippt út, munið eftir að gera ráð fyrir efni, sem brýzt undir, þegar epl- in og blöðin eru ,,applikeruð“ á böndin. Notið tvinna í sama ttt og böndin við að sauma með. Saumað er í blöðin með kontor- sting, með einföldum ljósgræn- um þræði. Annað er saumað með brúnum, lit, greinarnar með tvö- földugarni, allt annað með ein- földu. 4. Bakkabönd með leggingum eru fyrir þær, sem ekki hafa tíma til að sauma í. Sjálft efnið í bakkaböndin er hér í brúnum lit, 4,6 cm breitt, en borðinn, sem saumaður er á, er 2 cm breið- ur og 1,25 cm langur. Litimir í borðanum þurfa helzt að vera í litum, sem fara vel við litinn á bakkaböndunum, og er hann saumaður á í vél. „Vlieselinið“ á að vera 4,4 cm breitt. Frágang á bakkaböndunum geta konur haft að vild. Fallegast er að setja „Vlieselin" innan á þau. Ef jaðar er á efninu og fóðr- inu, má jafnvel sauma fínt í brúnina £ vél. Það er dálítill vandi að sauma böndin á hringina. Hvert band fyrir sig er sett upp á hringinn, áður en samskeytin eru saumuð saman, og á annað að liggja yfir hinu, eins og sést á myndinni. Hlýir vettlingar HÉR eru vettlingar, sem prjónað- eru eru á 2 prjóna, báðir vettl- ingarnir prjónaðir eins. Garnið er ullargarn, hér er notað 6-þráða ullargarn (Momosa), u.þ.b. 150 gr. Prjónar nr. 4 og nr. 6. Fitjið upp 22 lykkjur á prjóna nr. 6 og prjónið 7 cm klukku- prjón: 1. prjónn: x garnið slegið upp á prjóniinn, 1 röng tekin af vinstra prjóni, 2 réttar saman x, endurtekið prjóninn á enda. 2. prjónn: x garnið slegið upp á, 1 röng tekin af, 2 réttar saman x endurtekið prjóninn á enda. Þegar þessir 7 cm hafa verið prjónaðir, er skipt yfir á prjóna nr. 4, og næsti prjónn er prjón- aður þannig: 1 röng, 2 réttar sam an, til skiptis prjóninn á enda, prjónið síðan 6 prjóna stroff- prjón (1 rétt, 1 röng), skiptið yfir á prjóna nr. 6 og prjónið aftur „klukkuprjón (byrjið á 1. prjóni í mynztrinu), og prjónið þar til komnir eru 4—5 cm frá því er stroffið hætti. Síðan er haldið áfram þannig: 1. pfjónn: prjónið 8 lykkjur með klukku- prjóni (garnið, sem slegið er upp á prjóíiinn og lykkjurnar, sem prjónaðar eru saman eru taldar ein lykkja). 2 nýjar lykkjur eru fitjaðar upp, snú, slá upp á, ein röng tekin af, 1 rétt, 8 lykkjur klukkuprjón. Prjónið nú 9 cm með þessum 10 lykkjum fram og aftur í klukkuprjóni, setjið síðan lykkjurnar á ná. Prjónið næstu 6 lykkjur fyrir þumalfingurinn: Fitjið upp 2 nýjar lykkjur hvor- um megin, og prjónið 5—6 cm með klukkuprjóni þessar 10 lykkjur, prjónið þar næst 2 prjóna stroffprjón (1 rétt, 1 röng), takið á næsta prjóni 2 lykkjur saman allan prjóninn á enda, síðan er garnið klippt og dregið í gegnum lykkjurnar, sem eftir eru á prjóninum. Fitjið nú upp 2 nýjar lykkjur (næst þumalfingrinum) við lykkjurnar sem eftir er að prjóna, og prjónið 9 cm klukku prjón á þessar 10 lykkjur, prjón- ið síðan lykkjurnar, sem geymd- ar voru á nálinni, inn á sama prjón, prjónið 5 prjóna stroff- prjón (1 rétt, 1 röng), prjónið síðan 2 lykkjur saman allan prjóninn á enda, klippið garnið og dragið það gegnum lykkjurn- ar, sem eftir eru á prjóninum. Þá eru vettlingarnir prjónaðar, eftir er aðeins að sauma þá saman, en það er gert með sama garni, betra að kljúfa það. Fyrsta svuntan Góðir sokkaskór HÉR er mynd af japönskum inni- skóm, sem þægilegt getur verið að bregða sér í, þegar heim er komið eftir erilssaman dag. Mælið fótinn frá hæl að stóru- tá, og teiknið sólann á blað, eins og sést á myndinnni. Snið, sem merkt er 1. er sólinn, sem hafður er úr þykku strigaefni, sniðin eru 2 stk. á hvorn fót, ásamt einu stk. úr flóneli. Þessi þrjú stykki eru síðan saumuð saman á könt- unum. Snið, sem merkt eru með 2. og 3., eru höfð úr lérefti, Fóður er sniðið úr þynnra flóneli, en eftir sama sniði. Saumurinn frá x til y er fyrst saumaður á fóðrinu og sjálfu efninu, og er síðan hvort tveggja saumað á sólann í hönd- unum, eins og sýnt er á mynd- IMÝ SKÁLDSAGA ÁST í ÁLFUM TVEIM Höfundur PÁLL HALLBJÖRNSSON. Það er ekki ósennilegt að ýmsa fýsi að kynnast hver lífsviðhorf koma fram í skáldverki manns, sem fyrst lætur frá sér heyra á efri árum, að liðnum löngum vinnudegi. Við lestur sögunnar verður ljóst, að höfundurinn hefur gert sér far uin að brjóta til mergjar ýmsa þætti mannlegra eiginda. Hann virðist þetkkja vel sumnr persónur, sem hann dregur fram á sögusviðið, skilur þörf þeirra til að fullnægja meðfæddum eðlishvötum og afsakar þann breyskleika sem af þvi kann að spretta, en undirstrikar þó, að til hins æðri máttar, sem hann skynjar a£ baki tilverunnar, sæki hver einstaklingur styrk til að lifa sem gcður og batnandi maður, með jákvæðu viðhorfi til samféiagsins. — Þar sé lífsgæfuna að finna. BÓKAÚTGÁFAN REIN, Akranesi. í ÞESSA svuntu, sem ætluð er á 6—12 mánaða barn, fer 0.50 m af hvítu poplinefni og 0.25. m af grænu poplinefni, 90 cm breiðu. í blómin eru notaðir alls konar efnisafgangar og grænt amager- garn. Mynztrið er sniðið eftir snið- inu og fest á hvíta efnið. Gæta verður þess, þegar sniðið er, að reikna með 1 cm aukalega fyrir saumana við axlasaumana. Þar að aukj eru sniðin 2 hvít bönd, sem eru hvort um sig 7x45 cm. — Blómin eru teiknuð með blá- pappír (kálki) beint á efnisaf- gangana. Það eru 11 blóm alls, þar af fara 2 á böndin, en hin 9 eru í röð neðst á svuntunnL Tvö lítil blöð eru á hverju blómi. Allt er sniðið með % cm auka- lega fyrir sauminn, og síðan eru blómin „applikeruð" á svuntuna. Stilkarnir eru saumaðir með grænu garni, saumaður er „kont- urstinigur", með einum þræði. Ef ykkur finnst of erfitt að sauma blöðin úr efni á svuntuna, af því að þau eru svo lítil, getið þið allt eins saumað þau með grænu garni, og þá með flatsaumi. Þegar búið er að sauma blóm- in á svuntuna, eru saumaðir axla- saumarnir, og svuntan er brydd- uð með 2 cm breiðu skábandi, sem sniðið er úr græna efninu. Skáböndin eru Vz cm breið, þeg- ar búið er að sauma þau á. — Böndin eru saumuð saman í saumavél, blómin saumuð í vorn enda eins og sést á teikn- ingunni. Að lokum eru böndin saumuð á svuntuna, aðeins fyrir neðan hálsmálið og svuntan bundin saman að aftan. inni, og byrjað þar sem merkt er x. Þar sem merkt er 0 á mynd- imni á að passa við 0 á sólanum. Á sniði merktu 2. er kantur, sem á eru saumaðir 3 krókar að innanverðu, lykkjurnar eru síð- an saumaðar á snið nr. 3, að ut- anverðu. Teikningin er af hægri fótar skó, er henini síðan snúið við, iþegar sníða á vinstri fótar skóinn. Fyrir saumum er áætlað Vi cm í sauminn frá x til y á- samt efsta kanti. Fyrir alla aðra sauma er áætlað 1 cm. (§arclínubúóin Ingólfsstraeti — Sími 16259

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.