Morgunblaðið - 10.12.1967, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.12.1967, Qupperneq 11
MORGUNBL.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1067 11 í þessu samlbandi er at- hyglisvert, að teikning, sem „Ramparts" birtir af Traven eftir mexíkönsku listakonuna Antonieta Figueroa, minnir á elzta son Villhjálms keisara, Vilihjélm heitinn fyrrverandi ríkisarfa, en Traven og hann eiga að hafa verið bræður. ef orðrómurinn hefur við rök að styðjast. Þetta er þeim mun mikilvægara vegna þess, að ólíkilegt er, að hin mexí- kanska listakona hafi nokkru sinni séð mynd af hinum látna ríkisarfa Þjóðverja. Leynilögreglustarf Judy Stone segir frá því, hvernig henni tófcst að kom- ast í kynni við Traven. Hún hugsaði sem svo, að Tráven væri tekinn að reskjast og því ekki eins áfjéður og áð- ur að halda nafni sínu leyndu. Hún skrifaði því „Hal Croves“ og innti hann eftir því, hvort hann gæú komið því til leiðar að hún ætti viðtai við „B. Traven“. Með í bréfinu lét hún fylgja viðtal, er hún hafði átt við Rolf Hochlhutlh, vesturlþýzka leikritasfcáldið. Henni tiil mikillar furðu barst henni sVar, en það var neikvætt. Að sögn ,,Croves“ var Traven á ferðalagi í Suð ur-ÍMexíkó og ekki væntanleg ur þaðan fyrr en eftir marga mánuði. Hins vegar hvatti „Croves" hana til að hafa samband við sig um leið og hún kæmi til Mexíkó. í maí 1966 hittust þau. Kona Croves sagði henni, að þetta væri í fyrsta skipti sem maður hennar hefði rætt /ið blaðamenn. Þau rædust við í stóru bókasafni, sem meðal annars hefur að geyma allar 500 út- gáfurnar, sem fcomið hafa út af bókum Travens á ýmsurn tungumálum. Ekki leið á löngu þar til góð vinátta tókst með Judy Stone, „Hal Croves" og konu hans. Smárn saman sannfærð ist Judy Stone um það, að ,Hal Croves og B. Traven" væru einn og sami maðurinn. „Croves virtist vita allt um innstu hugrenningar B. Trav ens. Engu var 'líkara en „Hai Crovens" þekkti bækurnar betur en sjálfur höfundurinn. f þessu sambandi rifjaðist upp fyrir henni saga, sem Ihún hafði heyrt um Traven. Hin frægi kvikmyndaleik- stjóri John Huston bað Trav en um að aðstoða sig við öku kvifcmyndarinnar „Fjársjóð- urinn í Sierra Madre“, sem hann gerði eftir sögu Trav- ens. Tr&ven hvaraði á þá leið, að hann skyldi biðja „Croves" um að tafca þetta að sér, því að hann þekkti bækur sínar betur en hann sjálfur. Bréfið Þegar Judy þóttist viss í sinni sök, settist hún niður og skrifaði bréf, sem hún af- henti Croves. 1 bréfinu kvaðst hún vera sannfærð um, avð hann væri Traven og Traven og Ret Marut væru einnig einn og sami maður- inn, að ein helzta skýringin á því að hann vildi fela nafn sitt væri uppruni hans og hann hefði flúið frá Þýzka- landi á sínum tíma svo að ekki kæmist upp, hver B. Traven væri í raun og veru. Judy óttaðist, að bréfið mundi binda enda á vináttu hennar og Croves-hjónanna. Svo fór þó ekki. Lengi vil minntist hann ekki á brkfið. En einuim degi áður en hún kvaddi hjónin og hélt aftur til Bandaríkjanna sagði hann: „Hvað bréfið snertir, þá þyrfti ég að svara því lið fyrir lið. Ég skal skrifa yður. Annars fannst mér bréfið ágætt“. En hún hefur ekkert svar fengið enn. Kolakraninn, sem nú á að hverfa. Hegrinn kveður eftir 40 ára sambúð við Reykvíkinga HEGRINN er það mann- virki, sem einna mestan svip hefur sett á Reykja- víkurhöfn síðastliðin 40 ár Áreiðanlegt er að hann var tákn hins nýja tíma á íslandi, athafnasemi og vinnuhagræðingar, tæki, sem hafnarverkamenn munu hugsa með hlýhug til, ekki sízt nú, þegar ákveðið hefur verið að hann víki fyrir framtíðar- skipulagi hafnarinnar. Hegrinn, eða kolakraninn eins og hann hefur nú jafnian verið kallaður í daglegu tali, var reistur veturinn 1926—27 og eins og jafnan er um stór- framkvæmdir stóð nokkur styrr um byggingu hans. Verkam. voru í upphafi á móti honum, þeir álitu að hann myndi taka frá þeim atvinnu og skapa ativnnuleysi meira en orðið var. En brátt kom í ljós, að Hegrinn losaði aðeins verkamennina við versta og erfiðasta verkið og hann varð brátt tæki, sem hver og einn áleit ómissandi. Skömmu fyrir hád. sunnu- daginn 27. febrúar 1927 safn- aðist fólk saman á eystri hafn arbakkanum í Reykjavík, eins og hann var kallaður, en þar átti þá að vígja kolakranann, sem Hf Kol & salt hafði látið reisa þar. Nokkurrar eftir- væntingar gætti meðal fólks- ins og víst er að sumir voru fullir tortryggni. Við þessa athöfn voru ræð- ur fluttar. Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Kol & salt, Eldeyjar-Hjalti, ávarpaði mannfjöldann og lýsti kranan. um, framkvæmdum við hann og þeim erfiðleikum, sem ver- ið hefðu við uppskipun úr skipum í höfninni. Einnig lýsti hann þeim framkvæmdum, sem orðið hefðu við höfnina þá skömmu áður. Þá lýsti hann hlutverki kolakranans og sagði, að honum væri ætl- að að annast erfiðasta og versta hluta vinnunnar. Gamall Reykvíkingur hefur sagt um kolakranann og Eld- eyjar-Hjalta: „Það var stór- hug Hjialta að þakka, að kola- kraninn kom, sá og sigraði“, og óhætt er að taka undir þau ummæli. Svo vikið sé aftur til at- hafnarinnar við höfnina þenn- an áðurnefnda sunnudagsmorg un í febrúar 1927, þá tók til máls, er Hjalti hafði lokið máli sínu, Jóhannes Jóhannes- son, bæjarfógeti, og mælti nokkur orð. Hann árnaði fyrir tækinu allra heilla og fram- kvæmdi síðan hina eiginlegu vígsluathöfn. Kraninn var sett ur í gang og viðstöddum sýnt, hvernig hann ynni. Eftir vígsluathöfnina bauð Kol & salt til hádegisverðar á Hótel ísland. Voru þar ræð- ur fluttar og þakkaði þar Hjalti Jónsson, öllum þeim, er unnið hefðu að gerð kranans. Þá tóku einnig til máls Magn- ús Guðmundsson, atvinnumála ráðherra, sendiherra Dana og Knud Ziemsen, borgarstjóri. Undir borðum í þessu hófi var mikið rætt um nafngift á kolakranann en kolakrani var nafn, sem ekki var óskað eftir að festist við mannvirkið. Því ákvað stjórn Kol & salt að efna til verðlaiúnasamkeppni um heiti á krananum og var heitið 100 krónum í verðlaun. 75 krónur þeirrar upphæðar skyldu renna til Elliheimilis- ins, en 25 krónur til þess, sem uppástunguna ætti. Nefnd var kosin til þess að velja úr uppá stungum, sem bærust og áttu sæti í henni, borgarstjóri, Garðar Gíslason og Guðmund- ur Kristjánsson. Á annað hundrað uppástung ur um nafrtgift á kranann bár- ust. Meirihluti nefndarinnar kom sér saman um að veljia nafnið HEGRA, en það nafn kom frá tveimur mönnum, án þess þó að þeir hefðu samráð sín í milli. Voru það Benedikt Sveinsson, þáverandi forseti Neðri deildar Alþingis, og Eggert Claessen, bankastjóri, sem sendu nafnið. Flestir sendu nöfnin, Grettir, Kolbít- ur og Kolskeggur. Undirstaða Hegrans er einnig tengd mikilli sögu. Við hafnargerðina 1916 var gamla Battaríið notað þar sem upp- fylling og einnig rn'un uppfyll ing ihafa verið tekin úr Arn- arhóli. Styrrinn, sem stóð um kranann í upphafi hjaðnaði fljótt. íslend'ingar hafa raunar oftast tekið niýjungum með blandinni ánægju í fyrstu, eins og dæmið um símann sannar. Einu nýjungarnar, sem örugglega má segja að fagnað hafi verið voru rokk- urinn, saumavélin og olíulamp inn. Hegri heitir fugl. Því skyldi kolakrani vera kallaður Hegri? — Jú, leiti menn til enskrar tungu sér maður, að hegri heitir á því máli „a crane“, krani. Þannig er heit ið hugsað. Hegrinn mun nú brátt hverfa. Líklegast verða örlög hans ráðin í vetur, en Kol & salt hafa þegar afhent borgar- yfirvöldum Reykjavíkur hann til fullra forráða. Kol & salt er nú hins vegar að láta gera af honum líkan, svo að útlit hans falli ekki algjörlega í gleymsku og dá. Líkan þetta gerir Vilberg Helgason, ör- yggiseftirlitsmiaður, og verður það mjög nákvæmt. Það verð- ur eina minningin um kola- kranann, sem sett hefur svip sinn á Reykjavíkurhöfn í rúm lega 40 ár. Enn mun þó til í vörzlu Kol & salt uppstopp- aður Hegri, er félagið eignað- ist á bernskudögum kolakran- ans. í grein eftir blaðamann Mbl., er var við vígsluathöfn- ina fyrir rúmum 40 árum seg- ir svo: „Næstu daga geta menn væntanlega séð vinnubrögð kolakranans niður á hafnar- bakka .Geta menn þá bezt séð hversu stórvirkur hann er. — Kola-„skúffan“, sem flytur kolin úr skipi eða í, tekur Va. tonn. Einn höfuðkost hefir þessi útbúnaður, sem sé þann, að öll fcol, sem flutt eru út í skip, eru vigtuð jafnóðum. Er mjög nákvæm vigt á kranan- um, og vigtar hún kolin jafn óðum og þau eru flutt í skip- in. Þegar mennirnir, sem við kolakranann vinna, hafa femg- ið æfingu í starfinu, á kran- inn að geta skipað upp ca. 70—90 smál. af kolum á klukkustund. Rafmagn fær hann frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og mun hann koma til með að nota % kw á mínútu. Hf. Kol & salt á þakkir skilið fyrir að hafa komið þessu framfarafyrirtækí upp, og er óskandi, að það verði þessu bæjarfélagi. og landinu í heild, til mikil/gagns á kom- andi tímum.” Satt var það, bygging kola- kranans var mikið átak á sín- um tíma. Nú mun áreiðanlega hver einasti sannur Reykvík- ingur horfa með trega á. er kraninn verður rifinn, en þeir þakka honum sambýlið í borginni. Allt er í heiminum hverfult. Hver mun nú flytja „um borg og bryggjur / boð- skap hins nýja dags” eins og Tómas kvað. IMýtt hús Búnaðar- bankans á Sauðárkróki ur verið unnið æ síðan að smíði hússins, sem er nær lokið. Húsnæði bankans er á nieðri hæð. afgreiðsluisalur, viðtalsher- bergi útibústjóra, geymsluihólf fyrir viðskiptamenn, og geymsla fjármuna, kaffistofa starfsfólks og snyrtiherbergi. í kjallara eru seðla. og skjalageymslur og hita- klefi. Á götuhæðinni eru auk hús- næðis bankans tvö verzlunar- rými, sem útibúið hyggst leigja. Á efri hæð hússins verða sfcrif stofur Sauðárkrókskaupstaðar, Rafveitu Sauðárkróks, Hitaveitu Sauðárkróks, Búnaðarsambands og Vegagerðar ríkisins. Úr afgreiðslusalnum nýja. (Ljósm: Adólf Björnsson) Bifröst. Þar fluttu útibússtjórinn, Ragnar Pálsson, aðalræðuna, en ýmslr fleiri tóku til máls. — Jón. ÚTIBÚ Búnaðarbanka íslands, Sauðárkróki, flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði að Faxa- torgi 1, laugardaginn 2. des. si. Hið nýja bankahús er á tveim hæðum, 370 ferm að flatarmáli. Framkvæmdir við bygginguna hófust í október 1965, en, lágu niðri um veturinn. Hófust þær svo að nýju í maí 1966 og hef- RITST.ÍÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍIVII 10*100 húsið opið almenningi til sýnis og buðu bankamenn viðstöddum Síðari hluta laugardags var til kaffidrykkju í félagsheimiliniu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.