Morgunblaðið - 10.12.1967, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.12.1967, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. DES. 1967 H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Fylling: 2—3 stórar perur 100 g. strásykur 50 g. 'hjúpsúk'kulaði 50 g. smjör 1 msk. vatn 2 stk. eggjarauður 50 g. möndlur Marengs: 2 stk. eggjahvítur 100 g. strásykur Hveiti og flórsykur sáldrað á borð, smjörlíki múlið saman við. Vætt í með eggjarauðunum og hnoðað. Deigið er látið bíða 14 klst. Á meðan eru perurnar afhýdidar, skornar í fjóra hluta og látnar í sjóðandi lög úr 100 g. af sykri og það miklu af vatm, að það þeki tæplega perurnar. Perurnar eru soðnar, þar til þær eru orðnar mjúkar, 10—15 mín. Vatnið er látið renna af þeim á sigti. Einnig má nota niðursoðn- ar perur, sem eru þá tilbúnar á tertuna. Dei'gið er flatt út og látið í vel smurt fremur stórt mót með lausum botni og breitt upp á barmana. Bakað ljósbrúnt við 300-325F um 30 mín. og lát- ið kólna nokkuð, áður en hrinig- urinn er losaður af n.ótinu. Kak- an höfð áfram á botninum. Hjúp súkkulaði brætt með smjöri, vatn látið út í, eggjarauðurnar hrærðar saman við ásamt fly&j- uðum og söxuðum möndlum. Kremið látið þykkna og hrært stöðugt í við vægan hita, má ekki sjóða. Perubitarnir eru látnir í deig skelina og kremi 'hellt yfir. Eggjahvítur stífþeytiar og sytkri blandað varlega í og þessu smurt yfir tertuna eins og lok, sett síðan inn í ofn við um 200iF í 15 mín. eða þar til marengs- inn hefur fengið lit. Tertan er borin fram volg eða köld með þeyttum rjóma. Dagmar Björgvinsdóttir Ihús- frú á Akureyri bakaði hátíða- köku. Hún sagðist hafa kökuna úr danskri kökubók, en kremið væri að mestu heimatilbúið. Dagmar var næst yngsti kepp- andinn, 22 ára gömul, og hún bakar oftast fyrir hverja helgL Hátíðakökuna þó aðeins fyrir hátíðar, eins og nafnið bendir til, enda er hún allseinleg og talsvert í hana borið. Hátíðarkaka. (handa 12—15 manns) 3 misstór form 12 stk. egg Hjördís Briem var ein af fá- um reykvískum fulltrúum í úr- slitunum. Hún kvaðst hafa fengið sína uppskrift í sænsku blaði og væri tiltöiulega nýfar- in að baka 'hana. Kakan væri fljótleg í bakstri og þægileg við- fangs. Hjördís sagðist baka reglulega í hverri viku og hún héldi, að reykvískar ihúsmæður ieggðu meira upp úr bakstri lúna en fyrir nokkrum árum. feruterta. Botn: 250 g. hveiti 50 g. flórsykur 175 g. jurtasmjörlíki eða f \2*:í>fc: smjörlíki 2 stk, ekkjarauður Lóan tilkyrmir Nýkomnir, telpnakjólar gott verð. Höfum einnig ódýrar barnaúlpur í miklu úrvali. Barnablússur, sloppar, náttföt, náttkjólar ódýrir, netsokkabuxur, húfur, hanzkar, vettlingar o.m.fl. Athugið, eldri kjólar á lækkuðu verði. Barnafataverzlunin LÓAN, Laugavegi 20 B. (Gengið inn frá Klapparstíg á móti Hamborg). Urslit í bökun arkeppninni ÚRSLIT í bökunarkeppni John- son & Kaaber og bandariska fyr irtækisins Pillsbury Best fór fram nú fyrir helgina. Uppskrift ir sem bárust voru hátt á fjórða hundrað og voru tveir húsmæðra kennarar fengnir til að velja úr. Þeir völdu um þrjátiu uppskrift ir, bökuðu þær samvizkusam- lega og af þeim voru tíu dæmd- ar beztar. Sendendur þeirra kepptu síðan til úrslitanna. Bryn dís Brynjólfsdóttir, 22 ára göm- ul húsmóðir frá Selfossi, bar sig ur úr býtum fyrir framlag sitt, Rúgbrauðstertu. Morgunblaðið fylgdist með úr- slitakeppninni og spjallaði fáein orð við konurnar, meðan þær voru að baka kökurnar sínar tíu. Þegar ég kom upp í Réttar- holtsskóla um ellefuleytið á föstudag voru fimm konur að starfL undir handleiðslu hús- mæðrakennaranna tveggja Guð- rúnar Kristinsdóttur og Bryndís- ar Steinþórsdóttur. Konurnar höfðu mætt til leiks klukkan níu um morguninn og voru langt komnar. Kökurnar flestar að verða tilbúnar og konurnar gáfu sér tíma til að spjalla ofurlítið við mig. Edda Konráðsdóttir húsfreyja í Kópavogi var að baka froðukök- ur. Hún sagðist hafa sent tvær uppskriftir til keppninnar. Þetta væri gömul ensk uppskrift, en Creiðslusloppar Skinnhanzkar, loðfóðraðir, peysur, blússur, slæður og fl. — Allt á gamla verðinu. HATTABUÐ REYKJAVÍKUR, Laugavegi 10. hún hefði breytt henni verulega, enda hefði hún bakað hana í mörg ár. — Ég hef verið óheppin í all- an dag. Fyrst svaf ég yfir mig í morgun. Og svo gleymdi ég að setja sykurinn í deigið. Nei, nei, ég er ekkert nervus. Það er skemmtilegt að hafa fengið að vera með í þessari keppni. Ég hef alltaf gaman af að baka og þar sem ég hef stórt heimili, baka ég alltaf eitthvað í hverri viku. Froðukökur: 40 gr. kakó 3 msk. sjóðandi vatn. 125 gr. brætt smjör. 100 gr. sykur. 2 stk. egg. 14 tsk. vanilla. 150 gr. hveiti. 3A tesk. lyftiduft. 14 tsk. salt. 4 msk. súr mjólk. Kremið: 2 stk. eggjahvítur. 14 tsk. lyftiduft. 100 gr. mjúkur púðursykur. 50 gr. brytjaðar hnetur. 50 gr. brytjað súkkulaði. Kakó látið í skál og sjóðandi vatni hellt í. Bræddu smjörinu og sykriinum hrært vel saman. Eggin aðskilin, rauðumar hrærð ar saman við ásamt vanilludrop- um. Þurrefnin sett í ásamt mjólk inni. Látið í vel smurt aflangt rúllutertumót. Kremið: Eggjahvíturnar stífþeyttar. — Lyftiduft og sykur sett varlega í. Smurt ofan á deigið og súkk- ulaðibitum og söxuðum möndl- um stráð ofan á. Bakað við 325F hita í 50 mín. Skorið í ferkantaða bita, þegar kakan er köld. Marta Aðalsteinsdóttir, hús- freyja að Þorvaldsstöðum í Breiðdal var lengst að komin kvennanna tíu. Hún sagðist halda, að uppskriftin sín væri úr dönsku blaðL en hún hefði breytzt hjá sér með árunum. — Jú, mér finnst mjög gam- an. Þetta er eins og vera kömin aftur í matreiðslutímana í Aust- urbæjarskólanum í gamla daga. Ég sendi bara þessa einu upp- skrift, svo hugsaði ég ekki meira um það. Ég var að koma úr síld, þegar hringt var í mig og mér sagt, að kakan mín hefði komizt í úrslitin, og ég varð yfir mig hissa, en auðvitað ánægð, þó það nú væri. Kaffikaka: Setjið í hæfilega stóran pott. 3 dl. sterkt, gott kaffi. 150—200 gr. sykur. 1 stór tsk. kanill. 14 tsk. negull. 2 dl. rúsínur (um 125 gr.) 2 tsk. vanillusykur. 14tsk. salt. 50 gr. smjörlíki. Sjóðið þetta saman. Látið það síðan bullsjóða undir loki í 3 til 4 mín. Hrærið öðru hvoru í pott inum. Kælið. Það er mjög aríð- andi að kæla þetta vel. Bætið síðan 200 gr. af hveiti og 1 tsk. sódadufti saman við og hrærið aðeins svo að hveitið hverfi. Smyrjið innan aflangt mót, stráið í það brauðmylsnu og hellið deiginu í. Bakið kökuna við 175C í um 40 mín. Látið hana standa um stund í mótinu. Hvolf ið henni á bökunargrind. Getur geymzt vikum saman í plastíláti með þéttu loki, er sérstaklega ljúffeng ef sneiðarnar eru smurðar með smjöri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.