Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 1967
tölublaða,
Myndin er af kápum Frjálsrar Verzlunnar, þeirra
sem þegar eru komin út.
Ötgáfa Frjálsrar
verzlunar gengur vel
MIKLAR breytingar hafa orðið j
á útgáfu íslenzkra timarita í
tíð. Hafa verið gefin út ný tíma
rita, ólík þeim, er fyrir voru, I
en öðrum eldri breytt í samræmi
við kröfur nútímans.
Frjáls verzlun, tímarit um við
skkpta-, efnahags- og þjóðmál,
sem gefið hefur verið út síðan
1939, er eitt af þeim síðarnefndu
Sl. sumar tók nýtt útgáfufyrir-
tæki, Verzlunarútgáfan h.f., við
útgáfu blaðsins, og hafa nú þeg-
ar komið út fjögur blöð af
Frjálsri verziun í hinuim nýja
búningi, en hið fimmta, desem-
berblaðið, mun í þann veginn að
koma út.
Frjáls verzlun er gefið út mán
aðarlega og er 64 siður að stærð.
Segjast útgefendur blaðsins
srúða það eftir satns konar er-
lendum trmaritum.
Þótt heifi blaðsins gefi til
kynna, að hér sé uan verzlun-
arrit að ræða, er mun víðar kom
ið við, t.d. eru í blaðinu þættir
um sjávarútveg, iðnað, atvinnu-
miál, íþróttir, blöð, bækur, er-
lend málefni, lög og rétt o.fL
Kveðast útgefndur vilja veita
sem bezta heildaryfirsýn yfir
það, sem sé að geraist í þjóðfé-
laiginu hverju sinni, auðvelda les
endum sínum að fylgjast með.
Greinarflokurinn Samtíðar-
menn hefur vakið athygli ,en
þar er ritað um áberandi menn
í þjóðfélaginu. Hefur blaðið ritað
um þá Ólaf Ó. Johnson, forstjóra
O. Johnson & Kaaber h.f.,
Kristján Gílasson ræðismann,
formann Loftleiða hf. og Magnús
J. Brynjólfsson kaupmann, sem
rekur Leðurverzlun Jóns Bryn-
jólfssonar.
Þá verður og að geta skoðana-
kannana blaðsins, sem mjög hef
trr verið tekið eftir, sérstaklega
skoðanakönnun blaðsins um
norræna samvinnu og deilu Loft
leiða og SAS. Er hér um nýjung
að ræða.
í samtali við Mbl. kváðu for-
náðamenn Frjálsrar verzlunar
blaðið hafa verið að mótast fram
að þessu, en nú mætti telja að
því hefði verið sniðið ákveðið
form, bæði hvað snerti efni og
útlit. Sögðust þeir vonast til að
Seta haldið áfram á þeirri braut
að skapa jákvætt, hlutlaust og
vandað þjóðmálatímariit. Árang-
urinn væri mjög góður, enn sem
komið væri; fastir áskrifendur
FrjáLsrar verzlunar hefðu aðeins
verið nokur hundruð, þegar
þeir hefðu tekið við tímariitimu,
en skiptu nú þúsundum og væri
þetta mun betra en þeir hefðu
gert ráð fyrir í fyrstu.
Vildu ekki lellu niður greiðslur
til prestu fyrir uukustörí
HÉRAÐSFUNDUR N-tsafjar»ar
prófastsdæmis var haldinn á ísa-
firði hinn 5. nóv. s.l. 1 sambandi
við fundinn fór fram guSsþjón-
usta í ísafjarðarkirkju, þar sem
síra Baldur Vilhelmsson prédik-
aði.
Mættir voru til fundar allir
prestar prófastsdæmisins og sex
safnaðarfulltrúar.
í upphafi fundar minntist Sig-
urður Kristjánsson, prófastur,
Jónasar Tómassonar, tónskálds
og organleikara við ísafjarðar-
kirkju. Gat hann margháttaðra
starfa hans í þágu söngs og
kirkjumála bæði innan prófasts-
dæmis sem. utan, en organleikari
ísafjarðarkirkju var hann á
sjötta tug ára.
Því næst flutti prófastur yfir-
litsskýrslu um það helzta, sem
skeð hefir í kirkjumálum innan
prófastsdæmisins undanfarið og
las upp í því sambandi skrá um
mannfjölda, skírða, fermda, gifta
alt.arisgesti og dána í prófasts-
dæminu á s.l. ári. Tvö kirkju-
kvöld voru haldin, á ísafirði og
í Bolungarvík.
Umræður urðu um skýrslu
prófasts, en að þeim loknum las
hann upp reikninga hinna ýmsu
kirkna og kirkjugarða í prófasts-
dæminu.
En aðalumræðuefni fundarins
var biskupsbréf, þar sem óskað
var eftir áliti fundarins á því
a) hvort greiðslur til presta fyr-
ir aukaverk í núverandi mynd
skulu falla niður, b) hvort og
þá með hvaða hætti prestum
skulu tryggðar uoobætur fyrir
missi þeirra tekna, sem um er
að ræða. Prófasturr reifaði mál-
ið og vék a‘ð ýmsum atriðum
þess. Urðu miklar umræður
um það. Frá séra Þorbergi
STRAKARNIR
í STÓRADAL
Verð kr. 45.00
án sölusk.
eftir LEIF HALSE.
teikningum á hverri blaðsíðu.
Ein vinsælasta myndasaga fyrir
börn, sem er gefin út í Noregi.
Hér kemur hún i fyrsta sinn í is-
Stórt og fallegt litprentað niynda- lenzkri þýðingu Sigurðar Gunn-
söguhefti með sex litprentuðum arssonar.
Stórt og fallegt litprentað myndasöguhefti.
Biöjiö bóksalann yöar aÖ sýna yÖur BÓKAFORIAGSBÆKURNAR
BÓKAFORLAG ODOS BJÖRNSSONAR . AKUREVRI
Kristjánssyni kom fram svohljóð
andi tillaga:
Héraðsfundur N-ísafjarðar-
prófastsdæmis haldinn á Isa-
firði 5. nóv. 1967 telur fráleitt
að niður verði felldar greiðslur
fyrir aukaverk presta og telur
sig þess ekki umkominn að gera
tillögur um breytingar á því
fyrirkomulagi, er gilt hefir 1
þessu efm. Var bessi tillaga sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum
Þá kom enn fram svohljó'ð-
andi tillaga frá séra Þorbergi:
Héraðsf undu r N-ísaf j arðarpr óf-
astsdæmis haldinn á ísafirði 5.
nóv. 1967 skorar á þingmenn
Vestfjarðakjördæmis að beita
sér fyrir þyí, að mál þau, sem
kirkjuþing afgreiðir til alþing
is, fái þar þinglega meðferð og
afgreiðslu. Var sú tillaga sam-
þykkt með samhljóða atkvæð-
um.
I lok furdar þakkaði prófastur
fundarmönnum komuna og fund-
arstörfin og óskaði þeim góðrar
heimferðar og allra heilla.
FYLGIZT MEÐ
LESIÐ
Að loknum fundi sátu fundar-
menn kvöldverðarboð sóknar-
nefndar Isafjarðarkirkju.
Þegar Morgunblaðinu barst
þessi fréttatilkynning, hafði það
samband við herra Sigurbjörn
Einarsson, biskup, um væhtan-
legar breytingar á greiðslufyrir-
komulagi þvi sem rætt var á
fundinum. Biskup sagði að sams-
konar bréf hefði verið sent öll-
um próföstum og þeir verið beðn
ir að leggja þa'ð fyrir héraðs-
fundi. Bréfin voru send sam-
kvæmt samþykkt siðasta kirkju-
þings, en þar var rætt um hvort
rétt. væri að breyta greiðslufyrir-
komulagi fyrir aukastörf.
Washington, 8. des. — (NTB)
WILLIAM Fulbright, öldunga-
deildarþingmaður, hélt í dag
langa ræðu á þingi og gagn-
rýndi, sem áður, stefnu Banda
ríkjastjórnar í Víetnam.
Sagði hann stefnuna sýna, að
Bandaríkjamönnnum væri ætl-
að að breyta Víetnam í líkhús.
Jafnframt taldi hann styTjöld-
ina hafa sýnt og sannað, að
þrátt fyrir hálfrar milljónar
manna herlið og 30.000 milljón
dollara útgjöld á ári, gætu
Bandaríkjamenn ekki sigrað í
þessari styrjöld.
FRJALS5
VIERZLLJIM
Áskriftarsími 82300.
bezta
stærsta . . . .
útbreiddasta
fréttablaðið
MORGUNBLAOIO
AÐAL-
fasteignasalan
Laugavegi 96 - Sími 20780
Til sölu ma.
íbúðir í smíðum í Breiðholts-
hverfi og Kópavogi. 2ja—5
herb. íbúðir.
2ja herb. íbúð við Drápuhlíð.
2ja herb. íbúð við Kleppsveg.
3ja herb. íbúð við Laugateig.
3ja herb. íbúð við Skipasund.
3ja—4ra herb. íbúðir við
Brekkulæk.
3ja—4ra herb. íbúð við Gnoða
vog.
4ra herb. íbúð við Rauðalæk.
4ra herb. íbúð við Langholts-
veg.
4ra herb. íbúð við Stóragerði.
6 herb. íbúð við Álfheima.
Höfum kaupendur að íbúðum
í Laugarnesh ver f i, Vestur-
bæ, HHðunum og víðar.
AÐAL
fasteignasalan
Laugavegi 96 - Sími 20780
Kvöldsími 38291.
16870
TIL SÖLU m.a.:
Lítið einbýlishús í Soga-
mýri. Byggingarleyfi. Útb.
um 150 þús.
2ja herb. íbúð á 2. hæð við
Ljósheima.
2ja herb. kjallaraíbúð við
Skeiðarvog.
3ja herb. íbúð tilbúin und-
ir tréverk í Fossvogi. Suð-
urgluggar, suðursvalir.
3ja herb. mjög smekkleg
íbúð við Stóragerði, Bíl-
skúr. Útb. 600 þús.
4ra herb. nýleg íbúð á 4.
hæð við Háaleitisbraut. Sér
hitaveita.
4ra herb. ný íbúð á 3. hæð
við Hraunbæ. Suðursvalir.
Verð 1.250 þús.
5 herb. neðri hæð í Hlíð-
unum. Sérhitaveita. Sérinn
gangur.
Höfum kaupanda að 100—
120 ferm. hæð í borglnnl.
Má vera gamalfc þó ekki
timburhús. Góð útborgun.
Félagsheimili Heimdallar
opið í kvöld