Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 1967
Kristín Eggertsdóttir
— Minning —
Fædd 3. ágúst 1924.
Dáin 4. desember 1967.
í DAG verður KristLn Eggerts-
dótitir jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
Vildi ég mega minnast minnar
kæru bróðurdóttur með örfáum
orðum.
Kristín var fædd 3. ágúst 1924
í Stykkishókni. Foreldrar hennar
voru hjónin Lilja Eiínborg Jóns-
dóttir og Eggert Th. Grímsson.
>au voru þá búsett í Stykkis-
hólmi. Kristín var þriðja barn
foreldra sinna, en alts urðu
börnin sex, og fæddust þrjú
þeirra í Reykjavík. Árið 1928
fluttist Kristin með foreldrum
sinum til Reykjavikur og ólst
þar upp. Á barnsaldri átti hún
við vanheilsu að stríða, en eftir
fermingaraldur náði hún allgóðri
heilsu. Hinn 9. júní 1945 gekk
hún í hjónaband með Jóhann-
esi Guðmundssyni prentara frá
Núpi í Haukadal í Dalasýslu.
Þau eignuðust eina dóttur 22.
septeimber 1946, er hlaut nafnið
Lára. Fyrir rúmuim 11 érum
missti Kristín heilsuna; lá fyrst
hehna, en síðar í sjúkrahúsuim
og síðustu árin á VífiLsstöðum,
þar sem hún lézt 4. þ.m.
Kristín var greind og gæflynd
t
Hjartkær eiginmaður minn og
faðir
Runólfur Sigurberg
Runólfsson
Austurbrún 6,
andaðist a'ð heimili sínu að
morgni 11. desember.
Guðlaug Ólafsdóttir
og börnin.
____________________________
t
Konan mín, móðir okkar og
fósturmóðir,
Kristín Jónsdóttir
frá Jaðri, Langanesi,
lézt í sjúkrahúsinu Sólvangi
12. desember.
Guðjón Þórðarson,
börn og fósturbörn.
t
Útför konunnar minnar
Jónínu Guðrúnar
Kristmundsdóttur
Jaðri, Hrunamannahreppi
sem andaðist 9. des. s.í. fer
fram frá Hrunakirkju 16. des.
n. k. kl. 2 e. h. Bílferð frá
Umferðarmiðstöðinni í Reykja
vík kl. 10 f. h.
Guðbergur Guðnason.
kona, og bar veikindi sin með
æðrulausri rósemi, enda vissi
hún að óhæfct var að treysta
manni hennar fyrir uppeldi
dótturinnar. Jóhannes maður
hennar reyndist henni alla tíð
hinn trausti og góði félagi, seon
sýndi einstakt þrek og rósemi í
langvarandi veikindum hennar.
Eftirlifandi móðir Kristínar,
systkini, venzlafólk og vinir
eiga þeim feðginum meira að
þakka en svo, að hægt sé að tjá
það með ófuIHkomnum orðum.
Læknum, starfsliði og stodúsystr-
um á Vífilsstaðahæli skal hér
með tjáð einlæg þökk fyrir frá-
bæra hjúkrun og umhyggju.
Litlu eftir brúðkaup þeirra
Kristinar og Jóhannesar, í byrj-
un júlímánaðar 1945, fórum við
t
Útför móður minnar og
tengdamóður,
Jónínu Tómasdóttur,
sem andaðist 5. þ. m. fer fram
Erá Háteigskirkju, fimmtudag-
inn, 14. þ. m. kl. 14 að lok-
inni kveðjuathöfn á heimili
okkar, Háteigsvegi 44.
Jón Kjartansson,
Þómý Tómasdóttir.
. t
Eiginmaður minn og faðir okk
ar,
Vilhelm Bemhöft
bakarameistari,
Bárugötn 12,
sem lézt 4. desember verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 14. desember
kl. 2 eftir hádegi.
Anna Bernhöft,
Guðrún Marr,
Lilja Bernhöft.
t
Útför
Þorvaldar Klemenssonar
frá Jámgerðarstöðum
í Grindavík,
sem andaðist í Landakotsspít-
ala 9. desember síðastliðinn,
verður gerð frá Grindavíkur-
kirkju laugardaginn 16. desem
ber næstkomandi, og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
Ferð verður frá Umferðar-
miðstöðinni kl. 12.30. Þeir,
sem vildu minnast hans, eru
vinsamlega beðnir að láta
líknarstofnanir njóta þess.
Stefanía M. Tómasdóttir,
böm, tengdabörn,
baraaböm og
barnabarnabarn.
t
Faðir minn, tengdafaðir og
sonur
Kristján A. Ágústsson
prentari,
er lézt 6. desember verður
jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju 14. desember kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast
hans er bent á félagið Hjarta-
vernd.
Ágúst Kristjánsson,
Sigurlaug Jónsdóttir,
Ágúst Jósefsson.
í sumarleyfisferð vestur að Búð-
um á Snæfellsnesi á vegum Breið
firðingafélagsins, og var það
þeirra brúðkaupsferð. Þá fyrst
kynntist ég Jóhannesi, og hefur
eigi .fallið skuggi á þann góða
dreng öll árin síðan. Við gengum
á Búðakilett og um Búðahraun og
ég man alltaf hvað Kristín dáðist
að fegurð hraunsins og fjölskrúði
jurtagróðurs þar. Einn daginn
gengum við á Snæfellsjökul, upp
á hæsta tind. Við gengum á
jökulinn austan frá, en suðvestur
af honum niður að Dagverðará.
Ég undraðist þá þrek hennar og
þolgæði, því að þetta var allerfið
ganga, en mjög ánægjuleg, því
að við vorum heppin með veður.
Ég man hvað við vorum öll glöð
á efsta tindinum um hádegið í
heiðríkjunni, enda gott skyggni
til allra átta. Kannski hefur þetta
verið fyrsta og síðasta fjall-
ganga Kristínar.
Ég þakka þér, Stína mín, allar
ánægjustundirnar, sem þú veittir
mér og mínum. Blessuð sé sú
minning, sem um þig lifir í hug-
um okkar, sem þekktum þig.
Eiginmanni þínum og dóttur
ykkar votta ég samúð rrúna, svo
og móður þinni og systkinum.
Davíð Ó. Grímsson.
Lára Pálsdótti
- Kveðja -
F. 10/12 1900. — D 6/7 1967
KVEÐJA FRÁ VINUM
Þú kvaddir víðlendið heiða og
Holtin græn,
og Holtin víðlendu senda þakkir
og bæn.
Þú opnaðir faðminn því lífi, sem
lasburða fer,
og lífið sendi þér skilniing, og
kross þinn ber.
Af veikluðum kröftum kyntirðu
fórnarbál,
og kærleikur þinn fór að vaxa í
náungans sál.
Mold er græðara góð.
Seytlar vætla um vin.
Rót að kerinu krýpur,
Gegnum gneipa lund
þytur frelsis fer.
Bros í þögninni brumar.
Kvöl á stoltri stund
ávöxt birtu ber.
Gleði semur við sumar.
Það saknar þín runni og rjóður
og rósir og vetrargróður.
Og gestir, er gafstu hlýju,
gefa þér þakkir að nýju.
Það þakkar þér bóndi og bróðir
og börnin, er varstu sem móðir.
Þú áttir, Lára, aðeins bros og
kross,
við eigum land, sem brauztu
fyrir oss.
Þú kveður aldrei Holt í heiði
græn,
því hýðið sprengir rós af þinni
bæn.
Vinir.
Skoteldor
MJÖG strangar reglur gilda um
sölu og notkun skotelda og varða
brot á þeim sektum og einnig
eru ólöglegir skoteldar gerðir
upptækir. Slökkviliðsstjóri veit-
ir 'heimild til sölu á ákoteldum,
en lögreglustjóri stjórnar inn-
flutningi á þeim. Skotelda má að-
eins selja á tímabilhxu frá 27.
desem'ber til 6. janúar, að báðum
dögum meðtöldum. Skriflegar
umsóknir um söluileyfi á skoteld-
um verða að hafa borizt slökkvi-
liðsstjóra fyrir 15. ’desemlber ár
hvert.
Söluleyfi á skoteldum er bund-
ið eftirfarandi skilyrðum:
1. Gerð skotelda skal vera sam-
þykkt af slökkviliðsstjóranum
í Reykjavfk.
2. Algjört bann er við sölu
svonefndra kínverja.
3. Gæta skal fyllstu varúðar víð
geymslu og afgreiðslu skot-
eldanna.
4. Óheimilt er:
a) Að selja skotelda til barna
6 ára og yngri.
b) Að selja stóra flugelda til
yngri en 16 ára.
c) Áð selja skotelda, sem eru
eldri en 2ja ára.
d) Að reykja og fara með op-
inn eld, þar sem geymisla
skoteldanna og afgreiðsla
fer fram.
5. Áletrun á skoteldum skal
vera á íslenzku. Umbúðir
skulu aðkenndar sérstökum
aðvörunarlímiböndum eða á
annan fullnægjandi hátt.
6. Farið verði eftir nánari ákvöð
un eftirlitsmanns um fyrir-
komulag.
7. Á öllum skoteldum skal þess
getið, hvaða ár þeir eru fram-
leiddir, og er ’bannað að selja
skotelda, sem eru meira en
tveggja ára gamlir.
Sérstök ástæða sr til að vara
við alls konar heiimatilbúnum
sprengjum, en mörg dæmi eru til
um slys af þeirra völdum.
Eftir ára flóð
verður skúraskin.
Dögg í þögninni drýpur.
Leikfélog Ólofsvíkur frumsýnir
Fjölskyldun í uppnúmi
Innilegustu þakkir færum við
öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt sýndu okkur vin-
semd og samúð við fráfall og
jarðarför
fsleiks Þorsteinssonar
söðlasmiðs, Lokastíg 10.
Fanný Þórarinsdóttir,
Sigurþór tsleiksson,
Sesselja ísleiksdóttir,
Ólöf Isleiksdóttir,
Daníel Oddsson,
Haukur Þorsteinsson.
Hugheilar þakkir fyrir aúð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför
Láru M. Sigurðardóttur
Aðstandendur.
Ólafsvík, 8. des
LEIKFÉLAG ÓLÁFSVÍKUR
frumsýndi gamanleikinn Fjöl-
skyldan í uppnámi eftir Harry
Delf í Félagsheimili Ólafsvíkur
í gærkvöldi. Leikstjóri er Krist-
ján Jónsson. Sýningunni var
mjög vel tekið og var leikendum
og leikstjóra þakkað með dynj-
andi lófataki að lokinni sýningu.
Leikendur emx Lúðvík Þórar-
insson, Gréta Jóhannesdóttir,
Emanúel Ragnarsson Nína
Steinsdóttir, Þórmundur Þórar-
insson, Kristín Þórðardóttir, Krist
ín Sæmundsdóttir og Regína
Svavarsdóttir.
Jólatrés-
skemmtanir
SÆKJA þarf um leyff til að
halda jólatrésskemmtanir bæði
til slökkviliðsstjóra og lögreglu-
stjóra. Slökkviliðsstjóri úrskurð-
ar, hvort fyrirhugað húsnæði sé
fullnægjandi, en lögreglustjóri
veitir skemmtanaleyfi svo sem
venja er.
Slökkvilið hefur jafnan bruna-
vaktir á skemmtistöðum, þegar
þar eru haldnar jólatrésskemmt-
anir. Ýmis fyrirtæki vilja halda
jólatrésskemmtanir í eigin húsa
kynnum og þarf auðvitað leyfi
fyrir þeim sem öðrum. Venju-
lega hefur slökkvilið ekki bruna
vaktir í þeim tilfellum, en fyr-
irtækin verða að geta sýnt fram
á fulltnægjandi brunavarnir áð-
ur en leyfi fæst.
Gæta skal þess sérstaklega að
fara ekki óvarlega með eld ná-
lægt jólatrénu og fullorðið fólk
skyldi varast að reykja innan
um böm, þar sem ýmis gervi-
fataefnj eru mjög eldfim.
Ætlunin er að sýna leikinn hé
á laugardag og síðan í nágranna
sveitum á næstunni.
Hinrik.
AU6LYSINGAR
SÍIVII SS*4*80
Þakka gjafir, skeyti og aðra
vináttu mér auðsýnda á sex-
tugsafmæli mínu 10. þ.m.
Sigurður Loftsson,
Hrafnhólum.
ÞAKKARAVARP
Hjartans þakklæti færi ég öll-
um þeim, sem heimsóttu mig
og glöddu á 75 ára afmælis-
degi mínum. Ég óska ykkur
öllum árs og friðar. Guð blessi
ykkur öll.
Friðdóra Friðriksdóttir,
Ólafsvík.