Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 1967 25 Við inntakið. - BÚRFELL Fram'haJcl af bls. 19 húsin. Þetta varð hlýlegra. Hér höfum við öll þægindi, eins og bezt gerizt í borg og bæ. Sameiginleg hitun fyrir húsin, rafmagn, frystishápur og kæðiskáipur, nægilegt heitt vatn, þvottáhús með sjálfvirk um vélum í hverju húsi, bað og snyrting. Aðbúnaðurinn er því allur fyrsta flokks. Og hingað flytjum við inn í ðll hús með húsgöngnum, borð- búnaði, pottum og pönnum, en ef við viitjnm sJkneyta með myndum og blómum, þá g&r- um við það sjálf. Og hér á heimili frú Bjarg ar og Álfþórs blasa við okk- ur blóm, bækur, píanó, grammófónn og útvarpstæki. Sjónvarpið er að koma, því fyrirhugað er að setja upp smá endurvarpssendi á Sám- staðamúla. Á staðnum eru tvær verzl- anir og þar er allar naúð- synjar að fá og húsmæðrun- um býðst ein ferð í mánuði til Reykjavíkur þeim að kostnaðarlausu, til að verzla eða gera annað, er þeiim þurfa þykir. Eins og stákarnir sögðu okkur verður mikil Luciu- hátíð hinn 13. desember. Þar fer söngurinn fram á sænsku, þótt Lucian verði íslenzk og börnin, sem þátt taka í há- tíðinni, jafnt sænsk sem ís- lenzk. Bjóða á þeim Gnúp- verjum, sem vilja koma, í heimsókn þennan dag. Fá þeir veitingar og þar á með- al hið sænska „glögg“, sem er hitað rauðvin og rúsínur og eitthvað sterkara blandað í. Sagði frú Björg okkur að þetta væri hin herlegasta hressing. Enn er þess ógetið að starfs mennirnir við Búrfell, sem eru nú yfir 600, stytta sér stundir við allskonar spil og tafl, heyja bridgekeppnir og spila bingó, þar sem veittir eru veglegir vinningar. Og húsfreyjurnar hafa auk heldur annað undirbúið baz- ar, sem haldinn verður sam- fara Luciuhátíðinni. Ágóðinn verður látinn renna til góð- gerðarfélaga í Reykjavík. En nú tekur að líða á dag- inn Enn næðir hann á norð- an og nokkur skafrenningur er úti. Vart fáum við því betra færi suður aftur en var hingað austur. Áður en við förum heils- um við þó upp á bryta stað- arins, Þorgeir Pétursson. Hann segir að kostgangarar sínir séu talsvert breytilega margir og verði starfslið hans því að vera við því búið að nokkrir tugir fleiri komi í mat en upphaflega er gert ráð fyrir. f aðalbækistöðinni eru um fjögur hundruð kost- gangarar nú en á þriðja hundrað í „camp 2“ uppi við inntakið. Matvæli til staðariins eru að langmestu leyti fenigin frá Reykjavík, nema mjólk og kartöflur frá Selfossi og sjó- fang úr verstöðvunum Þor- lákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, eftir því sem verk ast vill. Þorgeir gerir ráð fyrir að um eitt hundrað manns muni dveljast við Búrfell um jólin. Útlendingarnir fara utan í tveimur hópum fyrir jól hinn 16. des. og 21. Koma siðan Sjálfstæðiskonur í Kópavogi Hinn árlegi jólafundur Eddu verður í Sjálfstæðis- húsinu Borgarholtsbraut 6 miðvikudaginn 13. des- ember kl. 8.30 e.h. Sýnikennsla í jólaskreytingum sem hr. Ringebcll hinn þekkti blómaskreytingamaður annast. Félagskonur! Notið þetta einstaka tækifæri og fjölmennið. STJÓRNIN. Hestamannafélagið FÁKUR Fræðslufundur verður í Félagsheimili Fáiks í kvöld kl. 9. Páll Agnar Pálsson yfirdýralæknir flytur erindi og svarar fyrirspurnum um hrossasjúkdóma. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og mæta stundvíslega. SKEMMTINEFNDIN. llniboðsmaður óskast Dönsk sérverksmiðja sem framleiðir herra- og drengjabuxur óskar eftir duglegum og þekktum umboðsmanni fyrir framleiðslu sína á íslandi. TOCAN konfektion, Hobro, Danmark. Til sölu Meroedes Benz 190 árg. ’63. Fallegur bíll, skipti koma tii greina. Saab árg. ’67 4ra dyra. Volkswagen árg. ’66. BÍLASALA GUÐMUNDAR, Bergþórugötu 3, símar 19032, 20070. án sölusk. aftur eftir áramót. Megin- þorri íslendinganna fer til síns heima, þeir sem það geta. Jólamatur verður líkt og gerist á venjulegu heimili. Svínasteikin á aðfangadag og svo hangikjöt, en lútfiskur fyrir Svíana eftir því sem hægt verður. Starfslið brytans er 5 kokk ar, 3 í neðra mötuneytinu og tveir í hinu efra, auk þess kjötskurðarmaður og svo 21 starfsstúlka við framreiðslu á báðum stöðum. Við spyrjum nánar um matseldina og Þorgeir hefir á því engar vöflur, heldur fær okkur matseðil fyrir heilan mánuð, sem sýnir hádegis- verð og kvöldverð alla dag- ana. Ávallt eru í hverri viku 4 fiskmáltíðir og 10 kjötmál- tíðir. Til morgunverðar er hafragrautur, kornflakes, kaffi, te og mjólk, fimm teg- undir af brauði og mikið af áleggi, allskonar pylsur og ostar. Einnig er kvöldkaffi með kökum og fimm tegund- um af brauði og fjórum teg- undum af áleggi. Við spyrjum líka hvernig útlendingunum falli mataræð- ið. — Þetta eru flest Svíar og þeir una vel mataræðinu fái þeir aðeins næga síld. Við framreiðum síld eins fjöl- breytilega og við getum, nýja, soðna, steikta, jafnvel afvatn aða og steikta, marineraða, kryddaða og í gaffalbitum. Það er alveg sama hvernig við matbúum síldina fyrir Svíana. Þeir neyta hennar ávallt með ánægju. Einu sinni fengum við nýja síld og steikt um. Hér eru um 100 Svíar. Þeir neyttu_ 500 sílda í einni máltíð. Og íslendingarnir eru líka farnir að ganga í síldina. Þeim er að lærast að meta hana. Þetta er frábær réttur, hvernig svo sem hann er fram reiddur. Hollur, góður og ekki sízt ódýr, segir Þorgeir að lokum. Við endum þessa ferð á snotru heimili Þorgeirs bryta. Dagurinn hefir flogið frá okk ur með norðankulinu. Þegar við komum gerðum við okk- ur í hugarlund að hér væri ömurlegt að dveljast um há- vetur. En við höfðum komizt að raun um annað. Hér unir hver glaður við sítt. Umhverf- ið er kalt og hrjóstrugt. En vilji fólksins til að una hag sínum ræður mestu um ánægjuna af dvölinni. Fjöl- skyldumar, sem við hittum, létu vel yfir og við fundum að það, sem sumir héldu ef- laust að væri einmanalegur og forheimskandi staður inni í miðjum auðnum óbyggða okkar kalda vetrar, er hlýtt hverfi, þar sem sá hefir nóg sér nægja lætur. — vig. VALSAUGA OG BRÆÐURNIR HANS HVÍTU eftir ULF ULLER. Þetta er þriðja bókin í þcssum skcmmtilega bókafiokki — sem allir röskir strákar lesa sér til ánægju. — Valsauga hcfur verið gerður útiægur úr herbiíðum Indíánanna en tekst að flýja til landncmabæjarins, sem kallaður er Pálsbær. Þar hittir hann Sún- on Henson og vini sína Kidda og Jonna, og sameiginlega tekst þeim, ásamt Emi rauða, að brjót- ast áfram með áríðandi póstsend- ingu alla leið til Lúðvíksborgar, gcgn um iandsvæði sem er mor- andi af óvinveittum Indíánum, — Sögurnar um Valsauga eru ósviknar indíána- sögur, sem allir strákar eru hrifnir af. Biöjib bóksalann yöar aö sýna yöur BÓKAFORLAGSBÆKURNAR BÓK AFORLAG ODDS B J Ö RNSSONAR A K U R E V R I Sængur- gjofin Nytsamasta gjöfin fyrir imgbörn 3ja mánaða til göngualdurs. Æfingarólan — vísindalega uppbyggð, — sem nú fer sigurför um öll lönd. * Obreytt verð PÓSTSENDUM U Austurstraeii 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.