Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 32
DAGAR TIL JÖLA | \ flröíiwM&fotfo MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMRER 1967. BókNormanVincént Peale LIFÐU jfife LlFINU W LIFANDI á erincli til allra Mýjar verðlagningarreglur til bráðabirgða — fulltrúar verzlunarinnar mótmæla Á FUNDI verðlagsnefndar í gaer voru seltar nýjar verðlagningar- reglur sem gilda munu til bráða- birgða, eða fram í febrúarbyrjun n.k. Miðast reglurnar við óbreytta álagningu i krónutölu á „bundn- um vörum“. en yfirleitt er meiri lækkun á álagningu á vörum, sem hafa verið með frjálsari á- lagningu. Skulu þær nú vera verðlagðar samkvæmt sömu á- lagningarprósentu og ákveðnar voru í september 1958. Fulltrúar verzlunar og at- vinnurekenda í verðlagsnefnd mótmæltu samþykkt þessari harðlega, og gengu af fundi í mótmæla.skyni. Töldu þeir, að meiri hluti nefndarinnar hefði með þessu brotið þau fyrirmæli, er löggjöfin setur í 2. mgr. 3. gr. laga nr. 54/1960 og lagt er fyrir nefndina að starfa eftir, en þar er kveðið svo á um, að verðlags- ákvarðanir allar skuli miðaðar við þörf vel rekinna fyrirtækja. 1 bókun oddamanns veðlags- nefndar, ÞórhalLs Asgeirssonar ráðuneytisstjóra, segir svo: Ég hef gerst meðflutningsmað- ur fyrirliggjandi tillögu til að firra frekari vandræðum, siem mundu af þvi hljótast, ef það drægist lengur að setja nú verð- lagsákvæði. Mér er fyllilega ljóst. að heilbrigð verzlun getur ekki til lengdar búið við þessi verð- lagsákvæði, og hef ég því að- eins getað samþykkt þau, að fyrir liggur yfirlýsing flutnings- manna um að þetta séu bráða- birgðaákvæði, sem verði endur- skoðuð m.a. með hliðsjón af fyrir huguðum tollalækkunum, eigi síðar en í febrúarbyrjun 1968. I fréttatilkynningu verðlags- nefndar segir svo: Á fundi verðlagsnefndar í dag var gerð svohljóðandi samþykkt: Á þeim vörum, sem hafa verið háðar verðlagsákvæðum settum af verðlagsnefnd. skal álagning- in umreiknuð eftir þeirri reglu, að lagt sé á 30% af þeirri upp- hæð, sem erlent verð hækkar um vegna gengislækkunarinnar, en það samsvarar um 14% lækk- un á gildandi álagningarprósent- um í smásölu og 15% í heildsölu. Þær vörur, sem hafa verið óháð- ar verðlagsákvæðum, skulu verð lagðar samkvæmt sömu álagn- ingarprósentum og ákveðnar voru í septemiber 1958. Ákvæði þessi skulu gilda til bráðaibirgða og endurskoðast Framhaid á bls. 21 Nýr sendiherra í Rússlandi — Tekur þar við 1. janúar n.k. MBL. barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá utanríkis- ráðuneytinu: „í gær skipaði forseti fslands eftir tillögu utanríkisráðherra, Dr. Oddur Guðjónsson. dr. Odd Guðjónsson, núverandi viðskiptaráðunaut rikisstjórnar- innar, til þess að vera ambassa- dor íslands í Moskvu frá 1. janú- ar 1968 að telja. Dr. Kristinn Guðmundsson, sem gegnt hefur starfinu undan- farin ár lætur þá af störfum fyrir aldurs sakir“. Hinn nýskipaði sendiherra er fæddur 1906 í Reykjavík. Hann varð stúdent 1927 og stundaði hagfræðinám í Þýzkalandi og lauk doktorsprófi þar 1934. Síð- an varð hann skrifstofustjóri Verzlunarráðs frá 1934—43, en þá var hann skipaður í Viðskipta ráð. Hann hefur síðan starfað á vegum hins opinbera, að hvers konar málefnum milliríkjavið- skipta fyrir fsland, en í þvi starfi, sem hann hefur gegnt til skamms tíma, hefur hann verið ráðunautur ríkisstjórnarinnar um viðskiptamál. Kvæntur er dr. Oddur, þýzkri konu, LieseJotte Laufkoetter, frá Kiel. Eins og sjá má rifnaði toppurinn nær alveg af Opelbifreiðinni, er skall á vörubílinn við Straum í gær með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lézt samstundis, að talið er. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Lúcíu-hátíð | kvöld LÚCÍUHÁTÍÐ íslenzk-sænska félagsins er í kvöld miðvikudag 13. des. í Leikhúskjallaranum og Jhefst kl. 20:30. Jón Hnefill Aðal- steinsson, fil lic. flytur ræðu kvöldsins. Lucia, sem að þessu sinni er Elísabet Aðalsteinsdótt- ir, og sex þernur syngja Lúcíu- sönginn og fleiri sænska og ís- lenzka jólasöngva. Sýnd verður kvikmynd frá hinni frægu kon- ungshöll og leikhúsi á Drottning (hiolm og loks verður dansað. SAMKVÆMT upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni fannst lík af kvenmanni í Reykjavíkur- höfn laust eftir hádegi í gær. Líkið fann bátur, sem var á leið út úr höfninni. Banaslys á Kefla- víkurvegi í gær Opelbifreið ók á kyrrstœðan vörubíl BANASLYS varð á Keflavíbur- veginum í gær á móts við eyði- jörðina Lónakot nokkuð fyrir sunnan Straum, er Opelbifreið var ekið aftan á kyrrstæðan vörubíl af Scania Vabis gerð. Talið er, að ökumaðurinn hafi látizt samstundis. Hann var úr Reykjavík, tvítugur að aldri. Auk hans var hundur í bílnum, sem var ómeiddur að sjá. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Hafnarfirði var til- kynnt um slysið kl. 17.30. Vöru bifreiðin hafði numið staðar vegna þess, að hjólbarði hafði sprungið. Þegar slysið varð, var ökumaður vöruibílsins að ljúka við að skipta um dekk, en var ekki búinn að loka pallinum al- veg sem hann hafði lyft upp til að ná varadekkinu. Efti-r áreksturinn rann Opel- bifreiðin talsverða vegalengd ©g út af vegkantinum. Fór topp- urinn af henni og er hún talin nær ónýt eftir óhappið. Stjórnarfrumvarp á Alþingi: Siómannafrádráttur til slcatts gildi einn- ig fyrir farmenn — virðing til eignaskatts verði nífaldað fasteignamat I GÆR var lagt fram á Alþingi stjómarfrumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og eign- arskatt. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að sjómannafrádráttur til skatts, gildi nú einnig fyrir far- menn, en áður nutu aðeins sjó- menn á fiskiskipum frádráttar- ins. Frumvarpið gerir einnig ráð fyrir því, að virðing á fasteign til eignarskatts skuli miðuð við gildandi fasteignamat nífaldað. Virðing á bújörðum og öðrum mannvirkjum í sveitum fer eftir fasteignamati margfölduðu með 4,5. I efnahagsaðgerðarfrum- varpi rikisstjórnarinnar er lagt var fram á þingi í haust, var gert ráð fyrir tólfföldun fast- eignamats í kaupstöðum og sex- földun í sveitum. Margföldun þessi á einnig að gilda með á- lagningu eignaútsvara, og verður sérstakt frumvarp um það efni lagt fyrir Alþingi. Þá gerir frumvarpið einnig ráð fyrir að tvöföldun skatt- frjálsra eigna, sem efnahagsað- gerðafrumvarpið gerði ráð fyr- ir haldist. í greinargerð frumvarpsins eru lagagreinar þessar skýrðar og kemur þar m.a. eftirfarandi fram: Samkvæmt gildandi lögum njóta allir sjómenn á íslenzkum Framhald á bls. 12 Tollabreytingar þegar þing kemur saman eftir áramót Aðflutningsgjöld óeðlilega há hér á landi segir Magnús Jónsson fjármálaráðherra MBL. hafði í gær samband við Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, vegna fyrirhugaðra tolla- lækkana. Fórust honum svo orð í því sambandi: — Engar tollaiækkanir verða fyrr en þing kemur saman eftir áramót. Og í annan stað hafa engar endanlegar ákvarðanir verið teknar um það, hvaða tollabreytingar verða í einstök- um toilflokkum. Málið er því enn á umræðustigi, enda eru tollabreytingar svo yfirgrips- mikið og flókið mál, að þær verða ekki gerðar í skyndi. — Megintilgangurinn með fyr- irhuguðum tollabreytingum er sá, að létta afleiðingar gengis- breytingarinnar, enda er af mörgum ástæðum einnig nauð- synlegt að iækka aðflutnings- gjöld, sem eru óeðlilega há hér á landi. Hins vegar þarf í senn að gæta þess, hvaða áhrif slíkar breytingar hafa á fjárhag ríkis- sjóðs og jafnframt að taka hæfi- legt tillit til hagsmuna íslenzks iðnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.