Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 4
4 MORGtJNBLAÐlÐ, MÍÐVIKUDAGUR 13. DES. 19*57 > Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 e»a 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 13. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. y.——*B/iAirrejur RAUOARARSTÍG 31 SÍMI 22022 Til sölu tölulager um 29 þús. dúsín, um 300 teg. Verð og greiðsluskilmálar hagstæð- ir. Einnig tvíhleypt hagla- byssa (Browning) ónotuð og herraskautar á skóm nr. 42, nýir. Uppl. í síma 17142. PILTAR, EFÞlÐ EIGIV UNNUSTl/NA ÞA Á BO HRINÍrANA / Afar/&/7 AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Villimennska heldur innreið sína í gær var sagt frá því í blöðum, að daginn áður hefði verið farin mótmælaganga til Bandaríska sendiráðsins til að mótmæla stefnu Bandaríkja- stjórnar í Víetnam. Að sögn kommúnistablaðsins var það Æskulýðsfylkingin, samtök ungra kommúnista, sem geng- ust fyrir þessari mótmæla- göngu. Síðan segir frá þvi, að fyrir framan sendiráðið hafi verið brennd brúða, sem tákn- aði Johnson, Bandaríkjafor- seta. Hér hafa, að dómi Velvak- anda, gerzt mjög athyglisverðir hlutir, sem ekki er úr vegi að fara um nokkrum orðum. Það er út af fyrir sig ekki nýtt í veraldarsögunni, að menn geri eftirmyndir af óvinum sínuim og vinni síðan eftirmyndinni eitthvert það tjón, seim þeir vildu vinna fyrirmyndinni, en geta ekki vegna fjarlægðar og skorfs á annarri nauðsynlegri aðstöðu. Þessi aðferð hefur lengra en sögur ná verið iðkuð meðal ýmsra siðlausra villi- manna. Er þar um að ræða eina aðferð galdurs, hermigaldur svonefndan, en iðkendur hans trúa þvi, að það sem gert er eftirmyndinni komi fram á fyrirmyndinni. í augum slíkra villi manna hefði ekki þurft að efast um það, að Johnson hefði brunnið tíl ösku heima hjá sér í Bandaríkjunum um leið og eftirmynd hans brann hér á Laufáfíveginum. Yfirlýstur manndrápsvilji Nú ætlar Velvakandi þeim sem að þessari tuskubrúðu- brennu stóðu ekki þau viðhorf einfeldnistrúar villiimannsins, að ímynda sér að brenna eftir- myndarinnar skaði fyrirmynd- ina. Mun því hér fremur hafa verið um viljayfirlýsingu að ræða hjá brennumönnum þess- um. Þeir hafa þá verið að lýsa yfir þeim vilja sínum, að það sem þeir gerðu við eftinmynd- ina, vildu þeir gert hafa við fyrirmyndina, ef þeir hefðu haft tækifæri og aðstöðu til. Þessir menn hafa þannig lýst því yfir, að þeir vilja brenna Bandaríkjaforseta á báli fyrir stefnu hans í styrjöldinni í Víet nam. Það er hlægileg þver- stæða þegar menn þykjast ganga fraim í nafni friðarins en láta jafnframt í ljós opinber- lega svo ódulbúinn manndráps- vilja. Við Íslendingar höfum löng- um viljað halda okkur utan við styrjaldir, manndráp og hvers kyns villimennsku. Eru menn því Ifrtrt hrifnir af því, að inn- leiða hér atferli og hugarfar brennumanna frá sunnudeg- inu/m. Leyfir lögreglan slíkar brennur? Þingholtabúi skrifar til velvakanda í tilefni tuskubrúðu brennunnar á sunnudaginn. — Hann kveðst hafa verið þar nær staddur og spyr hvernig á því standi að lögreglan leyfi slíkar brennur á almannafæri og ef hún haifi ekki leyft þessa brennu, hversvegna hún láti hana þá viðgangast. Segir hann að sér finnist að lögreglan hefði átt að grípa fram fyrir hendurnar á brennumönnum og slökkva í tuskuibrúðu þeirra. Velvakandí veit ekkert um þetta. Hann veit ekki hvort brenna hefur verið leyfð af rétt um lögregluyfirvöldum, né hvort lögreglumenn hafa aðeins kinokað sér við að grípa fram fyir hendurnar á brennumönn- um. En um hitt er Valvakanda fullkunnugt, að þegar slíkar brúður eru brenndar í hópi villi manna þar sem því er jafn- framt trúað að brenna eftir- myndarinnar skaði fyrirmynd- inaina. þá er stranglega bannað að hindra framgajig brennunn- ar. Þá verða nærstaddir að halda sig í haefilegri fjarlægð og hafa hægt um sig, í þæsta lagi mega þeir raula galdrastef. Ann arsars gaati svo farið, að hermi- galdurinn bæri ekki tilætluð áhrif. En hvort um eitthvað slíkt hefur verið að ræða hér skal ósagt látið. 'Á' Brauðverðið Reykjavík, nóv. ’67. Velvakandi góður! í Mbl. 25. nóv. er grein eftir bakarameistara, sem ber sig illa yfir of lágu verði á brauðvöru, útseldri frá eigin bakaríi. Það má lengi deila um verð, en um gæði vil ég mega segja nokkur orð. Gott er að geta fengið nýtt brauð daglega, en að geta ekki geymt það deginum lengur án þess að það skemmist er væg- ast sagt ófremdarástand. Nú spyr ég, er það efninu að kenna? Bakaram. segir marga undrast að gerlegt sé að reka brauðgerð með svo lágu verði á brauði, þ. e. a. s. lágt verð að hans dómi. Ég hef aldrei heyrt húsmóður hvað þá heldur hús- bónda kvarta yfir of lágu brauð verði. Sá góði maður, bakaram., miðar verð og kaup við frænd- ur okkar á Norðurlöndum. skul- urn við einniig minnast á gæði og endingu. Um innflutning á brauðvöru, á bakaðri vöru. gætu bakarar lært mikið, tök- um t. d. margumtalaða tertu- botna. Ég var í þeirri aðstöðu, að geta kynnt mér ágæti þeirra. Þeir eru seldir í hverri kjörbúð hjá Dönskum og þar er ekki farið í launkofa með neitt. Á hvern pakka sem inni- heldur 3 stk. botna er dagsetn- ing sem segir til um að þessi sending sé jafngóð eftir 3 vik- ur. Er þetta ekki vöruvöndun? Þess vegna lái ég engum sem gjarnan vill hafa aðstöðu til að kaupa t. d. erlenda tertubotna, þótt við kannske ek'ki höfum efni á því gjaldeyrislega séð, en það er önnur saga. Það sannasrt alltaf betur mál- tækið: „Enginn er búmaður nema hann barmi sér“, á ég þar við háttvirtan bakarameistara. J. M. Bílaverkstæði til sölu á góðum stað, góð kjör. Tilboð merkt: „5996“ sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. SÖNGKERFI Óskum eftir að kaupa, eða taka á leigu notað söng- kerfi. Nánari upplýsingar í síma 18263 kl. 6—8 í dag og næstu daga. FYRIR ÞA SEM FYLGJAST MEÐ FRJ/AI-S VIERZLLJIM Áskriftarsími 82300. Úrval leikíanga Bílabrautir, batterísbílar, traktorar og ruggustólar fyrir börn. Járnbrautir, flugvélar. — Ótal margt fleira. Gjörið svo vel og lítið inn. FRÍSTUNDABÚÐIN Veltusundi 1 — Sími 18722. borðstofuhúsgögnin ERU LANDSÞEKKT FYRIR VERÐ OG GÆÐI. * 1 Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.