Morgunblaðið - 13.12.1967, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. DKS. 1967
20 þjóðir berjast um 11
sæti í lokakeppni í næstu HM
Rætt um að „raða44 í riðla
svo betra jafnvægi fáist
INNAN fárra vikna verður frá
því gengið hvaða lönd leika sam-
an í undankeppni Heimsmeist-
arakeppninnar í handknattleik,
sem lýkur með úrslitum 16 liða
í Frakklandi. Ljóst er þegar að
meiri þátttaka verður nú en
nokkru sinni. Er talið víst að að
minnsta kosti 25 lönd verði með
í keppninni. Frestur til að skila
þátttökutilkynningum rann út 1.
des., en örfáar þjóðir fengu
stuttan frest tii viðbótar til að
senda þátttökutilkynningu sína
til alþjóðasambandsins.
Tækninefnd alþjóðasambands-
ins mun sennilega koma saman í
janúar og skipuleggja undan-
keppnian, sagði Albert Wagner
framkv.stj. alþjóðasambandsins
við Politiken á dögunum. Meðal
þátttakenda eru „gamlir kunn-
ingjar“ eins og Bandaríkin,
Kanada og t.d. Túnis.
16 lið leika til úrslita í Frakk-
landi og tvær þeirra þurfa ekki
að taka þátt í undankeppni,
Tékkar sem heimsmieistarar og
Frakkar sem gestgjafar. Þá
komast ,,úthafsiþjóðir“ beint í
úrslitin, þ.e. ein frá Austurlönd-
um fjær, ein frá Ameríku
(Kanada eða Bandaríkin) og ein
frá Afríku. Eftir verða iþá 11
sæti og um þau berjast að
minnsta kosti 26 þjóðir í Evr-
ópu. Er ætlunin að skipuleggja
keppni þeirra sem allra fyrst,
svo hver og einn viti 'hvaða
skyldustörf bíða landsiliðanna á
næsta keppnistimabili.
Politiken segir að þó Danir
hafi unnið silfur á sáðustu
HM fái þeir enga „fyrir-
greiðslu" í næstu keppni. Síð-
ast hafi Danir verið í riðli
með Póllandi og íslandi og
muni þesisi lönd þvi ekki
verða saman aftur 1969. Blað-
ið segir siðan að það hafi góð-
ar heimildir fyrir því, liðun-
um 20 verði skipt í riðla, ým-
ist með 3 eða 4 löndum og
komist tvö beztu áfram í
keppninni og sáðan einn riðill
með 3 löndum þar sem sigur-
vegarinn komist áfram. En
þessi niðurröðun verður erf-
ið, segir blaðið, því það mun
ekki ganga friðsamlega fyrir
sig að ákveða styrkleika
. þjóðanna.
Politiken lýkur ummælum sín
um um þetta mál með því að
stinga upp á „óskariðli" fyrir
Dani, þæ. að Danir, Spánverjar
og Luxemlborg verði saman í
riðii.
Kiyoshi Kobayashi leggur andstæðing sinn að velli í júdókeppni.
36 //ð frá 14 félögum faka
þátt í körfuboltamófinu
Þátttakan aldrei fyrr jafn mikil
Þátttökutilkynningar í íslands-
móti í körfuknattleik hafa aldrei
fleiri borizt stjóminni en nú,
þ.e. 36 lið frá 14 félögum og
félagasamböndum.
Metþátttaka í 2. deild.
í 2. deild karla (meistarafi.)
er þátttaka meiri en nokkru
sinni áður. Þar munu keppa i
fyrsta skipti UMF Tindastóll,
Sauðárkróki, ÍMA og KA á Ak-
ureyri, en auk þessara keppa
Borgnesingar, Snæfellingar, HS.
Skarphéðinn og ÍS. Því hefur
verið ákveðið að skipta 2. deild
í 2 riðla og ileika Norðlendingar
sína leiki á Akureyri, en úr
slitaleikurinn milli Norðlend-
inga og Suður- og Vesturlands-
riði'ls fer væntanlega fram í
Reykjavík.
Heima og heiman
Önnur nýjung á þessu íslands-
meistaramóti er sú, að tvö lið í
I. deild karla munu nú leika í
fyrsta skipti heima og að heim-
isn, en Þór og ÍKF rnumi væntan
lega leika 5 leiki hvort á íheima-
velli.
Mótið mun væntanlega hefj-
ast um miðjan janúar 1.968.
Stjórnarfundir í KKÍ verða
haldnir í íþróttamiðstöðinni í
Laugardal á fimmtudögum kl.
17.30—19.00. Sími KKÍ er 30965.
Stjórnina skipa: Bogi Þor-
steinsson, form; Magnús Björns-
son, varaform.; Gunnar Peter-
sen, ritari; Þráinn Scheving,
gjaldkeri; Magnús Sigurðsson,
bréfritari; Jón Eysteinsson form.
laga- og leikreglanefndar og
Helgi Sigurðsson, form út-
breiðslunefndar.
Heimsfrægur júdó-
kappi hjá Ármanni
GLÍMUDEILD Ármanns hefur
fengið japanskan prófessor í
júdófræðum, Kiyoshi Kobayashi
að nafni, til þess að skipuleggja
júdódeild Ármanns og kennsl-
una við hana ásamt kennurum
deildarinnar. Kiyoshi er læknir
að mennt, en hann er nú pró-
fessor við Kodakan, aðalstöðvar
alþjóða-júdósamtakanna, sem
eru staðsettar í Japan. Kiyoshi
hefur verið á ferðalagi undan-
farið um mörg lönd til þess að
skipuleggja kennslu í júdó, og
Athyglisverðasta skáldsaga ársins
Móru$aá Valshantri
og meistari Jón
eftir Guðmund Gíslason Hagalín
hefur þegar vakið einróma lof gagnrýnenda og
allra annarra er lesið hafa bókina.
Erlendtir Jónsson segir í Morgunblaðinu:
„ . . . . er mergurinn málsins, að Márus á Valshamri
og meistari Jón er skemmtilegasta og líklega einnig
bezt rituð skáldsaga Hagalins, . . .“
Eiríkur Hreinn Finnbogason segir í Vísi:
,,En þau skil sem hann gerir efninu núna, næstu hálfri
öld ríkari af ritreynslu og lífsreynslu, eru á þann veg,
að ég sé ekki betur en verkið jafnist við stærstu risin
í skáldsagnagérð hans“.
Hörður Bergmann segir í Þjóðviljanum:
„Guðmur.dur Hagalín hefur skrifað nýja hetjusögu“.
Tryggið ykkur eintak af Márusi á Valshamri og
meistara Jóni.
Missið ekki af beztu skáldsögu ársins.
SKUGGSJÁ
kemur hann hingað frá Afríku.
f júdó er hægt að hafa gráður
allt upp í 10 dan og hefur Kiy-
oshi 7 dan, en það eru aðeins 3
menn utan Japan, sem hafa þá
gráðu. 7 dan er svartbeltingur,
en hæsta gráða hér á landi enn-
þá er 2 dan. í Japan er júdó
kennt í almennum skólum og í
æðri skólum er júdó skyldu-
grein. Kiyoshi mun verða hér í
u.þ.b. viku og skipuleggja
kennslu og kenna hjá þeim rúm-
lega hundrað júdómönnum, sem
eru að læra hjá júdódeild Ár-
manns.
Olympíueldur
tendruður
Olympíueldurinn var tendr
aður í gríska bænum Olympíiu
sL laugardag. Konstiantin kon
ungur var til staðar ásamt
fulltrúum grísku og frönsku
Olympíunefndarinnar.
Síðan átti að flytja eldinn
flugleiðiis til Larissa í Mið-
Grikklandi. Síðan munu skíða
rnenn bera hann upp á Ol-
ympstind, en eftir það verð-
ur eldurinn /luttur tid Aþenu.
Þar verður hann tendraður á
gaimla Olympíuleikvanginum
og síðan annað blys afhent
frönsku Olympíunefndmni til
flutnings til Grenoble, þar
sem Vetrarleikarniir hefjasit í
febrúar.
Enskir íþróttafréttamenn
hafa kjörið Mike Hailwood
„íþróttamann ársins“ og Beryl
Burton „íþróttakonu ársins"
Hailwood er heimsmeistari á
mótorhjóli en Burton heims-
meistari í hjólreiðum á þjóð-
vegum.