Morgunblaðið - 29.12.1967, Side 17

Morgunblaðið - 29.12.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DES. 1997 17 Uppeldisheimspekin Framlhald af bls. 12 ingastarf og útgáfu handibóka og leLðbeimngarita fyrir kennara og foreldra. Saga kennaramenntunar á fs- landi er 'bæði löng og ófögur. í dag eiga fslendingar kennara- stétt, sem er bæði illa menntuð og skortir tilifinnanlega metnað fog sjálfsvirðingu. Vinnubrögð og starfshættir kennara bera oft vott ttm starfsþreytu og áhuga- leysi. Kennslan í barna- og gagn fræðaskólúm er einstaiklega leið- inleg, staglkend, tilbreytinga- laus og lamandi. Þessa skoðun byggi ég meðal annars á níu ára reynslu sem fyrrverandi barna- og síðar gagnfræðaskólakennari. Kennarar hafa löngum krvart- að yfir lágu kaupi og lélegri menntun og er það ekki að ástæðulausu. Lagasetningar um ikennaramenntun verða lengst af stærsti smánanblettur á íslenzkri menningarsögu á þessari öld. Þetta er þeim mun átakanlegra (þegar 'haft er í ‘huga að ýmsir af forystumönnum um kennara- menntun verða að teljast meðal stórbrotnustu skólamanna þjóð- arinnar. Nægir hér að nefna skólastjórana Jón Þórarinsson, iMagnús Helgason og Freystein Gunnarsson. í þessu tilefni er lærdlómsríkt að virða fyrir sér þróun Verzlunarskóla íslands, sem að mínu áliti er beilsteypt- asta fræðslustofnun þjóðarinnar í dag. í lögum um kennaramennt- un frá 1947 eru ákvæði um kennslustofnun í uppeldisvís- indum við Háskóla íslands. Eftir tuttugu ára starfsferil er sú stofn iun lítið annað en nafnið tómt og er augljóst að svo muni verða um ófyrirsjáanlega framtíð. Ég bailast mjöig að þeirri skoðun að Kennaraskóli íslands eigi að breyta í háskóla. Með því væri sneitt ihjá ýmsum vandamálum, sem yrðu því samfara að koma á fót vir.kri deild í uppeldis- ifræðum og kennslu við Háskóla íslands. Kennaraskóli fslands ’hefur auk þess betri starfskröft- um á að skitpa enda þótt við Há- skólann starfi tveir mikilbæf- ustu og reyndustu uppeldis- og sálarfræðingar þjóðarinnar, en þá er líka upp talið. Annað er verra að forráðamenn Háskólans eru vitaáhugalausir um menntun kennara. Greining skólakerfisins í barna skóla, gagnfræðaskóla, mennta- skóla, sérskóla og háskóla er mjög í samræmi við hætti ann- arra þjóða. Tilifærslur á þessum námsstiga eru ekki óalgengar og oft nauðsynlegar til samræming- ar við aðrar breytingar. Háskóli íslands var stofnaður imeð lögum frá Alþingi árið 1909. iÞar var tekið fram að „hann skyldi ekki taka til starfa fyrr en fé væri veitt til hans á fjárlög- um“ og hefur sú verið ein helzta uppálhaldsklausa í fræðslulög- u>m fram á þennan dag. Um Há- skóla íslands er það að segja ,að ‘hann er fyrst og fremst bygg- ing — musteri þar seim menn 'koma til að dýrka menntagyðj- una. Þegar Háskólinn tók fyrst tii starfa 1911 var ihann umfram allt emibættismannaskóli fyrir verð- andi presta, lækna og sýslumenn. Fyrsta skrefið í áttma til verk- tækni og raunvísinda var sti'gið með stofnun Atvinnuideildar iHáskólans. Þróun þeirrar stofn- unar verður ekki rakin hér. Há- skólinn virðist þó ekki hafa hlotið þann styr.k frá þeirri stofn un, sem ýmsir höfðu vonað. Verkfræðikennsla hófst við há- skólann út úr algerri neyð eftir að sýnt þótti að þjóðin yrði ifljót- lega uppiskroppa með verkfræð- inga. Sú á'herzla, sem Háskólinn í dsg leggur á efling raunvís- inda ætti að vera mönnutm múkið gleðiefni. Það er mikið átak ‘fyr- ir f: mennt þjóðfélag að viðhalda háskóla, sem staðizt getur saman burð við helztu ■menntastO'fnanir annarra og auðugri þjóða. Hér sem annarsstaðar virðist fjár- skorlurinn vera átakanlegastur. Smæð Háskólabókasafnsins gef- ur fyllsta tilefni til að efast um þjóðin hafi í raun og veru bolma'gn til að viðhalda háskóla. Þessi hætta fer stöðuigt vaxandi og er ekki sýnilegt að stjórnar- völdin hafi enn áttað sig á mála- vöxtum. Fámenni þjóðarinnar og takmarkað bolimagn ætti þó ekki að gefa tilefni til undirlægjuhátt ar eða hroka. Spurningin er ein- 'faldlega sú ihvort þetta viðfangs- efni sé okkur um megn. Mjög algengt er að um 3 pró- sent af heildartekjum þjóða sé varið til fræðslumála. Sam- kvæmt grein eftir Adam Curle, sem birtist 1964 („Education, Politics and Development“ Com- parative Education Reviw, VII. 3. bls. 226-245.) veittu íslending- ar 3.1 prósent til fræðslumála en á sama tíma veittu Finnar 6.3 prósent af sínum þjóðartekjum til fræðslumála. En Finnar eru líka einstök þjóð. Háskólabókasafnið í da>g ætti að hafa minnst eina milljón ein- taka. Þó mætti að skaðlausu fjarlægja ýmsar bækur, sem þar taka upp dýrmætt hillupláss. Háskólar, sem hafa minni -bóka- söfn, eru víða sniðgengn'ir og ekki taldir uppfyllla lágmarks- .kröfur. Út úr þessum vanda virðast tváer leiðir færar. Hin fyrri er að herða sultarólina en hin síðari er að sækja um aðstoð svipaða þeim, er veittar eru til vanþróaðra ríkja og er hvorugur kosturinn góður. Skal nú vikið lauslega að nokkrum öðrum þáttum ís- lenzkra skólamála. Kennsluaðferðir í íslenzkum skólum eru yfirleitt úreltiar enda gefa kennsluibækur og aðrar að- stæður jafnan lítið tilefni til ann ars. Eldri kennsluaðferðir eru þó í S'umum tilfellum ánangursrík- ari en nýir kennsluhættir. Það er „nefnilega“ talið gagnlegt að kennarinn viti hrvað hann er að igera og kunni almennt til verks. Nýjar kennsluaðferðir ætti ekki að innleiða almennt fyrr en reynsla hefur fengizt með ákveðnum tilraunum. Sömuleið- is er fjarstætt að innleiða nýjar kennsluaðferðir áður en 'kenn- arar hafa fen-gið nokkra undir- stöðu og tilsögn um framkvæmd og eðli hinnar nýju aðferðir.. Það má einnig skjóta því inn hér, að gefnu tilefni, að ástæðulaust er með öllu að gera tilraunir með kennsluaðferðir, sem búið er að reyna með góðum árangri undan farna tvo til þrjá áratugi. Próf í skólum hefur nokkuð borið á góma að undanförnu. Einnig ihefur verið rætt um að „kominn sé tími til að opna allar dyr upp á gátt“. Hvað prófum viðvíkur er vert að gera sér grein fyrir tilgangi þeirra, eðli og afleiðingum. Ég er einn þeirra manna, er tel próf gagnleg, og byggi þá skoðun mina á því að þau veita aðlhald við nám>. Próf eiga að vera jákvæð og standa í rökrænum tengslum við náms- efnið. Námið sjálft á að miðast við að nemandinn nái ákveð- inni hæfni, ekki á sama tíma og allir aðrir, heldur á þeim tíma sem það tekur. Próf á ekki að nota til að dæma nemendur úr leiik heldur á jákvæðan hátt til að dæma hvort nemandinn hafi náð tilteknum námsárangri. Það sem hér kemur einnig mjöig til greina er leiðbeiningarstarf kennarans. Hér reynir fyrst veru lega á vel menntaða kennara- stétt. Viðfangsefni skólanna þarf að auka og jafnframt þarf að losa skólnna úr viðjum lamandi og ófrjórra kennsluhátta. Það er ekki nóg að opna allar dyr upp á gátt, það þarf einnig að sjá urn að eitfhvað eftirsóknarvert sé innan þessara dyra. Ég hallast mjög að þeirri skoðun að eftir að 'fræðsluskyld'u llýkur eigi að veita skólum mjög aukið sjálf- ræði. Hvort sem um er að ræða gagnfræðskóla, imenntaskóla eða sérskóla ber að virða próf þeirra og meta nemendurna samkvæmt þeim þar til annað reynist sann- ara. A þennan hátt mætti stuðla að ófjötruðu og eðlilegu námi, sem mundi örva kennarann til jákvæðari kennsluhátta og nem- andann til heil'brigðs sjálfsmats. Skólabyggingarmál íslendinga endurspegia í mörgu þá uppeldis iheimspeki, sem skólakerfi þjóð- arinnar gfundvallast á. Marmari og mótatimbuT eru hér ekki ein- ungis „sym'bol“ heldur raunveru leiki. Kennaraskólinn er eitt dæmið, Iðnskólinn í Reykjavík er annað. Sá skóli hefur verið í smíðum undanfarna tvo áratugi. Skólabyggingarmálin eru væg- ■ast sagt í mesta ólestri og til lít- ils sóma fyrir arkitekta, húsa- smiði og aðra iðnaðarmenn er þar eiga hlut að. Eg trúi því tæp ast að hér sé mest peningaleysi uim að kenna, heldur hreinu sleif arlagi og ábyrgðarleysi. Það er ekki nóg að veita stórar fjárupp- hæðir til skólabygginga 'heldur er það mikill ábyrgð'arhluti að sjá til að slík framlög séu notuð skynsamlega. Flest meirilháttar vandamál ís- lenzku þjóðarinnar i dag standa í beinum tengslum við öfurveldi íhaldssömustu aflanna meðal ís- lenzkra skólamanna. Hefðin og þögnin eru handhægustu 'hjálpar meðul þessara steinrunnu menn- ingarfrömuða. Staðlhaefingar um að skólakerfið sé svo sem „furðu gott“ benda til einstaks ábyrgð- arleysis. Þjóðin þarf að vakna upp af draumórum menntadýrk- unnar og ’horfast í augu við veru leikann. íslenzkt þjóðfélag hefur ek'ki efni á að mennta einungis fámenna embættismannastétt og því síður að ala alþýðu manna upp í fyrirlitlegri dýrkunarvímu á „fræðimennsku“, sem ekkert raunhæft gildi hefur fyrir þjóð- félagið. Menntun í nútíma þjóð- félagi er ekki lengur munaður h'nna fáu heldur meginforsenda fyrir velmegun þjóðfélagsins og hamingju þegnanna. EFTIR BILLY GRAHAM TELJIÐ þér, að ásrtandið í heiminum sé eins og Guð vill hafa það? NEI! Ég trúi því ekki, að ástandið í þessum heimi, sem við byggjum, sé eins og Guð vill hafa það. Vand- ræði þessarar veraldar eru mannanna verk, því að „Guð er ekki Guð truflunar, heldur friðarins“. Ef til vill spyrjið þér: „Hvers vegna lætur Guð heiminn ekki verða eins og hann vill, að hann sé, úr því að hann er almáttugur?“ —- Sá dagur kemur að hann gerir það. En ein er sú hindrun, sem lokar þeirri leið, svo að það getur ekki orðið strax. Það er vilji mannanna. Guð er að vísu almáttugur. En það er gagnstætt eðli hans að neyta þess valds síns, því að hann hefur gefið manninum rétt til þess að velja. Við getum að vild farið eigin ferða eða veg Guðs. Við getum haft vilja til að vera vond eða góð. Við get um átt vilja til iðrunar eða haldið fast við að standa gegn Guði. Guð er einingarafl alheimsins. Sé hann hafður utan við málefni okkar, verður eðlileg afleiðing þess sundrung, kappgirni og ósamræmi. Við getum látið gikkslega eins og Guð sé ekki til og byggt okkur Babelsturna sundrungarinnar. En við getum líka gefið honum vilja okkar — og hlotið frið. Ákvörð- unin er á okkar valdi, einstaklinga og heildar. Skaðabótamál vegna bifreiðaáreksturs merkt sem slík við Háaléitis- braut. Þar hefði ökumaður R- 2062 stöðvað, en ekið hinsvegar aftur af stað yfir^ gatnamótin í veg fyrir R-5103. A þessum stað væri opið svæði og því hefði ökumaður R-2002 átt að sjá til ferða R-5103. Ósannað væri að ökuhraði R-5103 hefði verið meiri en 30-40 km. á klst. Til vara krafðist ökumaður R-5'103 þess að hann yrði aðeins látinn bera % hluta tjónsins og öku- maður R-2062 % hluta þess. NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstrétti dómur í rnáli, þar sem deilt var um skaðabætur vegna bifreiðaáreksturs. Málavextir eru þeir, að um kl. 14.45 sunnudaginn 24. marz 1963 varð árekstur með bifreið- unum R-2062 og R-5103 á gatna- mótum Háaleitisvegar og Bú- staðavegar í Reykjavík. Heið- skírt var og þurrt. Skemmdust báðar bifreiðarnar nokkuð. Ökumaður R-2062 skýrði þann ig frá, að hann hefði ekið bif- reið sinni suður Stóragerði og Háaleitisveg á hægri ferð. Er hann hefði komið að umrædd- um gatnmótum. hefði hann stöðvað bifreiðina við þau og lit ið eftir umferð til beggja hliða, en stöðvunarskylda var við Bú- staðaveg. Hann hafði hleypt bif reið framihjá, sem hann sá koma vestur veginn og litið aftur eft- ir Bústaðaveginum, en enga um ferð séð nálgast. Hefði hann þá ekið af stað yfir gatnamótm. Er bifreiðin hefði verið 'kornin á ca. gangandi manna ferð og verið búin að fara ca. eina til eina og hálfa ibíllengd sína, hefði árekst urinn orðið. Hann kvaðst ekki hafa séð R-5103 fyr en á því augnabliki, sem bifreiðarnar komu saman. R-5103 hafði verið ekið austur Bústaðaveg og hefði honum virzt hraði þeirrar bi'f- reiðar mikill og hefði hún runn- ið í boga frá R-2062 að suður- brún Bústaðavegar og þar lent á bifreiðinni R-4772 og manni er stóð við þá bifreið. Ökumaður R-5103 skýrði þann ig frá, að hann hefði ekið bifreið sinni austur Bústaðaveg. Hraða- mælir hefði ekki verið í lagi, en hraðinn hefði verið 40 kílómetr- ar eftir ágizkun. Hann kvaðst hafa dregið úr ferð bifreiðarinn- ar, er hann nálgaðist gatnamót- in. Hann hefði ékki séð til ferða R-2062, fyrr en hann hefði átt stutt eftir að gatnamótum og hefði sér virzt sú bifreið þá vera að stanza. Hann kvaðst hafa vit að að biðskylda var við gatna- mótin og því hefði hann reikn- að fastlega með því að ökumað- ur R-2062 myndi stöðva. Síðan hefði hann ekki fylgst frekar með þeirri bifreið, þar sem hann hefði ekki talið sér stafa hætta af henni. Hann hefði heldur ekki veitt því athygli að umferð kom á móti. Hann hefði ekið eftir vinstri ihelmingi vegarins og er að gatnamótum kom, hefði hann allt í einu séð- að R-2062 var að renna fyrir bifreið hans, en þá hefði hann alveg verið kominn að bifreiðinni. Kvaðst hann þá hafa aukið ferðina og jafnframt beygt til hægri undan bifreið- inni, en R-2062 hefði rekist á bif reið hans, aftast á framburðina vinstra megin. Bifreið hans hefði við áreksturinn farið út á hægri vegarbrún og rekist á R-4772', sem hann 'hefði skyndi- lega séð framundan. Allmörg vitni voru leidd í máli þessu, sem báru um aksturs lag ökumannanna. en ekki er hér rúm til að rekja vitnisburð þeirra. , ökumaður R-2062 höfðaði mál ið á hendur ökumanni R-5103 og gerði þær kröfur, að hann bætti tjón sitt að fullu, sem var kr. 14.344.00 auka vaxta og máls kostnaðar .Taldi hann ökumann R-5103 eiga alla sök á árekstrin- um Hann hefði ekið bifreiðinni allt of hratt. Hann hefði séð R-2062 við gatnamótin og síðan ekkert fylgst með henni né ann ari umferð. Taldi ökumaður R-2062 að hann sjálfur hefði ek- ið eðlilega, stöðvað við biðskyldu merkið og síðan ekið rólega yf- ir gatnamótin, er hann sá enga biifreið nálgast. Ökumaður R-5103 krafðist að allega sýknu af kröfum stefn- anda og studdi kröfu sína þeim rökum. að stefnandi hefði einn átt alla sök á árekstrinum. Bú- staðavegur væri aðal'braut og Niðurstaða málsins í héraði varð sú, að varakrafa ökumanns R-5103 var tekin til greina að því er sa'karskiptingu snertir og ökumaður R-2062 var því talinn eiga sök að % hlutum . Hæstiréttur breytti þessari sakarskiptingu. Segir í forsend um að dómi Hæstaréttar, að af málavöxtum sé ljóst, að hvorug- ur ökumaður bifreiðanna R-2062 og R- .5103 hafi sýnt næga að- gæzlu við akstur bifreiðanna. Ökumaður R-2062 hefði ekki séð biifreiðina R-5103, fyrr en um leið og árekstur varð milli bif- reiðanna og því 'hafi hann ekki gætt lögskipaðrar biðskyldu við mót Bústaðavegar og Háaleitis- brautar, sbr. 3. mgr. 48. gr. um- ferðarlaga nr. 26/1958. Ökumað- ur R-5103 hefði eftir atvikum ek ið of hratt, en hámarkshraði eft ir Bústaðavegi væri 35 km. mið að við klukkustund, sbr. lögreglu samþykkt Reykjavíkur. Hann hefði ekki séð til bifreiðarinnar R-2062, fyrr en stuttu áður en hann kom að greindum vegamót um. og hafi þá litið af henni og orðið hvorki hennar né annarr- ar umferðar var, fyrr en rétt í sama mund og árekstur varð milli þessara bifreiða. Þá hefði hann ekki komið auga á bifreið ina R-4772 og mennina tvo hjá henni, fyrr en á því augnabliki, að bifreið hans rakst á þá bifreið og mennina. , Niðurstaðan að þessu athug- uðu varð sú í Hæstarétti, að öku maður R-2'062 var látinn bera tjón sitt af % hlutum, en öku- maður R-5103 að % hlutum, þarnig að honum ásamt Sam- vinnutryggingum, sem jafnframt var stefnt inn í málið, var dæmt skylt að greiða ökumanni og eiganda R-2062 kr. 5.737.60 á- samt vöxtum og málskostnaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.